Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 31
MARKAÐURINN 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Alfesca horfir til þrenns konar kauptækifæra að sögn Jakobs Sigurðssonar, forstjóra félagsins, með það að markmiði að vera númer eitt í þeim vöruflokkum á mörkuðum sem fyrirtækið keppir á. Eitt kann að vera að festa kaup á sambærilegu félagi á sambæri- legum markaði. „Það gæti verið rækjufyrirtæki í Englandi þar sem við náum hagkvæmni stærð- arinnar að kaupa fyrirtæki í sama geira og á sama markaði.“ Annars vegar eru tækifæri í því að kaupa fyrirtæki þar sem Alfesca nýtir sér þekkingu í sínum kjarnaaf- urðum til þess að færa út kvíarn- ar á nýjum mörkuðum. Þriðja leiðin, sem að mati Jakobs er sennilega sú mikilvæg- asta þegar til lengri tíma er litið, er að bæta við afurðaflokkum sem passa við vörumerkjastefnu félagsins og falla inn í dreifing- arleiðir en gera það minna háð sveiflum í einstökum afurða- flokkum. Jakob segir að félagið hafi unnið markvisst að því um hríð að leita kauptækifæra og telur að það muni taka smáskref til að byrja með. „Stærsta skrefið - að taka inn nýjan afurðaflokk - ger- ist ekki alveg í náinni framtíð.“ Mikilvægustu markaðir Alfesca eru Bretland, Frakkland, Spánn og Benelux-löndin. Jakob nefnir að áhersla hafi verið lögð á Ítalíumarkað og meira eigi eftir að gerast þar og að athyglisverð tækifæri gætu verið í Austur- Evrópu. „Ég held að ég geti slegið því föstu að við höldum okkur við þessi svæði. Við ætlum ekki að dreifa okkur mikið í náinni framtíð,“ segir Jakob og bætir því við að Alfesca horfi hvorki til Asíu né Ameríku hvað þetta varðar. Liður í frekari ytri vexti er að opna skrifstofu í Lundúnum í sumar. Jakob leggur þó áherslu á innri vöxt; það sé sá vöxtur sem drífur fyrirtækið áfram þegar lengri tíma er litið. Stjórnendur Alfesca segja að fuglaflensa hafi haft lítil áhrif á söluna undanfarna mánuði en hún hefur valdið þeim sem fylgjast með félaginu áhyggj- um. Jakob neitar því ekki að menn þar á bæ hafi verið búnir undir það versta og því hafi þeir átt gott samstarf við yfirvöld á svæðum þar sem endurnar eru ræktaðar, auk franskra land- búnaðaryfirvalda. „Í sjálfu sér kemur það ekki á óvart að hún hafi ekki áhrif á söluna. Þvert á móti var metsala á andalifur fyrir jólin í fyrra og góð sala það sem af er þessu ári, til dæmis um páskana.“ Bæði KB banki og Glitnir mæla með kaupum á hlutabréf- um í félaginu. KB banki setur verðmiðann 5,2 krónur á hlut en Glitnir 4,4. Þegar Glitnir gaf út verðmat sitt stóð Alfesca í geng- inu 3,7 en miðað við það var innra virði félagins 0,85 - sem merkir að eigið fé var hærra en markaðs- virði hlutafjár. JAKOB SIGURÐSSON OG NADINE DESWASIÈRE, TVEIR AF STJÓRNENDUM ALFESCA Fyrirtækið leitar leiða að stækka með ytri vexti og koma þrenns konar möguleikar til greina. Alfesca leitar að tækifærum Þrenns konar kostir í stöðunni. Fuglaflensa hefur lítil áhrif haft á söluna. Innra virði Alfesca yfir markaðsvirði. Ísfélag Vestmannaeyja hagn- aðist um 1.261 milljón króna á síðasta ári samanborið við 635 milljóna króna hagnað árið 2004. Hagnaður af aðalstarfsemi var 651 milljón eftir skatta en óreglu- legar tekjur skiluðu um 610 millj- ónum króna. Heildarvelta Ísfélagsins jókst um sextán prósent á milli ára, fór úr 3,4 milljörðum í tæpa fjóra milljarða. Þótt umsvif félagsins hafi aukist á síðasta ári lækkaði framlegð vegna hás gengis krón- unnar. Veiking krónunnar á þessu ári bætir hins vegar rekstrarskil- yrði félagsins. Eignir Ísfélagsins voru um 9,5 milljarðar í árslok og lækkuðu um 669 milljónir króna en skuldir lækkuðu um tæpa tvo milljarða króna. Eigið fé var 3,7 milljarðar og eiginfjárhlutfall 39 prósent. - eþa NÓTASKIPIÐ ANTARES Hagnaður Ísfélagsins var 1.261 milljón króna í fyrra og jukust umsvif félagsins. Ísfélagið tvöfaldar hagnað milli ára Skuldir félagsins lækkuðu um tvo milljarða Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, högnuðust um tæpan milljarð á síðasta rekstr- arári samanborið við 1,3 millj- arða hagnað árið áður. Uppgjör félagsins er undir væntingum stjórnenda, sem benda á að verð- stríð á matvörumarkaði hafi haft mikil áhrif á reksturinn og muni áfram setja mark sitt á hann. Meðalálagning lækkaði úr 33,1 prósenti í 26,7 prósent. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 1,6 milljarðar króna, sem var undir áætlunum, og dróst saman um átta prósent. Velta Haga nam 58,4 milljörðum króna og jókst um 26,7 prósent milli ára. Tveir milljarðar féllu til í sölu- hagnað vegna sölu á Skeljungi og norræna smásölufyrirtækinu Trenor en söluhagnaður árið áður var 2,2 milljarðar króna. Eignir Haga voru 27 milljarð- ar í lok febrúar og höfðu dregist saman um sjö milljarða milli ára þar sem Skeljungur fer úr bókum félagsins. Hagar hafa einfaldað rekst- ur sinn og lagt áherslu á smá- sölumarkaðinn á Íslandi. Félagið hefur sótt inn á sérvörumark- aðinn í miklum mæli og fest kaup á tíu sérvöruverslunum í Kringlunni og Smáralind nýlega eins og Fréttablaðið hefur greint frá. - eþa Afkoma Haga undir væntingum Söluhagnaður eigna forðar félaginu frá tapi. Framlegð lækkar. V E R Ð S T R Í Ð H E F U R Á H R I F Á A F K O M U H A G A 2005/06 2004/05 Meðalálagning * 26,70% 33,10% Framlegð sem hlutfall af sölu 21,10% 24,90% * Meðalálagning - sala/kostnaðarverð seldra vara Straumur-Burðarás hefur um skeið verið stærsti hluthafinn í norska upplýsingatæknifyrirtæki nu Tandberg Data, sem framleiðir gagnavistunarbúnað með segul- bandstækni. Þótt eignarhlutur Straums standi aðeins í sex prósentum er félagið engu að síður langstærsti hluthafinn. Árið 2003 var norska fyri skipt upp í tvö félög, Tandberg Data og Tandberg Storage, en fyrrnefnda félagið á tæpan þriðj- ungshlut í því síðarnefnda. Ekki er um stóra fjárfestingu að ræða, enda er markaðsvirði Tandberg Data tæpir fjórir millj- arðar króna. Straumur hefur verið iðinn við kolann á norska markaðnum og er meðal stærstu hluthafa í skipafélaginu Camillo Eitzen og netleikjaframleiðandum Funcom. Þá er hann einnig meðal stórra hluthafa í sænsku félögunum Cherryföretagen, FlyMe og Pricer. - eþa Straumur stærstur í Tandberg Data H E L S T U F J Á R F E S T I N G A R S T R A U M S Á N O R Ð U R L Ö N D U M Félag Land Starfsemi Finnair Finnland Flugrekstur Camillo Eitzen Noregur Skiparekstur Funcom Noregur Netleikir Tandberg Data Noregur Upplýsingatækni Cherry Svíþjóð Netleikir FlyMe Svíþjóð Lággjaldaflugrekstur Intrum Svíþjóð Innheimtufyrirtæki Pricer Svíþjóð Upplýsingatækni Scribona Svíþjóð Upplýsingatækni ���������������� ��������� ������������������������� ������������������� � �� �� �� � � �� �� �� �� �� �������������������������������������������� �������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� Það færist sífellt í aukana að sérsmíðaðir skartgripir séu meðal þess sem erlendir ferða- menn fjárfesti í á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Heimsmarkaðsverð á gulli er sem kunnugt er í hæstu hæðum og fór hæst í 725 dollara nú í maí úr 414 dollurum fyrir ári. Í gær kostaði únsan á heimsmarkaði 659,4 dollara, um 47.500 íslensk- ar krónur. Ása Gunnlaugsdóttir í Félagi íslenskra gullsmiða segir heimsmarkaðsverð á gulli vissulega spila inn í heildarverð skartgripa en aðrir þættir, eins og launakostnaður, hafi meira að segja fyrir endanlegt verð vörunnar. Hún segir skartgripi á Íslandi tiltölulega ódýra. Hér sé ekki um neina fjölda- framleiðslu að ræða og því hafi skapast hefð fyrir því að hlutfalls- lega meira sé fram- leitt af sérsmíðuðu skarti hér en annars staðar. Ása segir algengt að erlendir ferðamenn kaupi sérsmíðaða skartgripi á Íslandi og þeim komi jafnan á óvart hversu ódýrt sé að kaupa skart hér, enda sé það ekki sú ímynd sem þeir hafi af landinu. - hhs Ferðamenn kaupa skart á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.