Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 43
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 31. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR16 U M V Í Ð A V E R Ö L D S K O Ð U N Balanced Scorecard, þýtt sem stefnumiðað árangursmat, er hug- verk dr. Robert S. Kaplan og dr. David P. Norton en þeir stofnuðu fyrirtækið Balanced Scorecard Colloborative Inc. (BSCol.) árið 1992. Megintilgangur með notk- un aðferðarinnar er í stuttu máli að efla fyrirtæki og stofnanir í að hrinda sinni stefnu í framkvæmd. Hugmyndafræðin byggist á því að fyrirtæki og stofnanir inn- leiði stefnu hratt og á árangurs- ríkan hátt. Árangursstjórnunin samhæfir árangursmælingar og stjórnskipulag fyrirtækis eða stofnunar. Árangursmælingar eru einnig lykillinn að hvatn- ingu til frekari árangurs og að gera hann sýnilegri. Stefnumiðað árangursmat er ein af bestu aðferðafræðum í árangurs- stjórnun seinustu 75 ára að mati Harvard Business Review og er nú kennd í flestum viðskiptahá- skólum heims og notuð af fjölda fyrirtækja og stofnana. BSCol. er eina fyrirtækið í heiminum sem hefur heimild til að veita ráðgjöf sem byggir á aðferðafræðinni eins og hún er skilgreind af Kaplan og Norton. IMG hóf samstarf við BSCol. á síðastliðnu ári og kallast því Balanced Scorecard Affiliate, þ.e. útibú BSCol. á Íslandi. Með þessari aðild varð IMG fjórða ráðgjafarfyrirtækið í Evrópu sem öðlaðist heimild til Balanced Scorecard ráðgjafar undir merkj- um Kaplans og Nortons. Í þessu nána samstarfi er IMG þátttak- andi í mótun og þróun aðferða- fræðinnar ásamt því að vera ávallt með undir höndum allra nýjustu upplýsingar, tæki og tól á sviði stefnumiðaðs árangursmats. Til að mynda hafði IMG handrit af nýju bókinni Alignment í hálft ár til yfirlestrar og athugasemda áður en hún var gefin út. Símon Þorleifsson, ráðgjafi hjá IMG, hefur unnið síðastlið- in þrjú ár við árangursstjórn- un og stefnumiðað árangursmat og hefur haft veg og vanda af samstarfinu við BSCol. Hann segir samstarfið ganga vel og að aðferðafræðin hafi verið löguð að íslenskum og skandinavískum aðstæðum og henti fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum. IMG hefur nú aðstoðað og unnið með yfir tuttugu fyrirtækjum á Íslandi við innleiðingu stefnu- miðaðs árangursmats auk þess að halda fyrirlestra fyrir fyrir- tæki í Danmörku. Fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis sem hafa nýtt sér stefnumiðað árangursmat hafa m.a. afrekað eftirfarandi: - Aukna markaðshlutdeild - Aukna ánægju og tryggð við- skiptavina - Aukinn hagnað - Hækkun á gengi hlutabréfa - Bætta ímynd - Markvissari upplýsingamiðlun til starfsmanna - Markvissari uppbyggingu upp- lýsingatækni Stofnanir bæði hérlendis og erlendis sem hafa nýtt sér stefnumiðað árangursmat hafa m.a. afrekað eftirfarandi: - Skýrari stefnu og sýn á aðalat- riðin - Aukna ánægju viðskiptavina og skjólstæðinga - Áreiðanlegri rekstraráætlanir - Aukna framleiðni og afköst - Aukna ánægju starfsmanna - Aukna þekkingu starfsmanna á starfseminni - Hagræðingu í innri ferlum - Markvissari uppbyggingu upp- lýsingatækni - Heildarárangur stofnunar eykst og verður sýnilegri Símon segir ákveðna þróun á hugmyndafræðinni hafa átt sér stað sl. ár. Fyrst hafi áherslan verið á svokallað „skorkort” þar sem árangursmælikvarðar voru settir upp. Síðar hafi stefnumið- að árangursmat verið skilgreint sem verkfæri til breytingar- stjórnunar og áherslan lögð á stefnudrifið fyrirtæki. Þá hafi stefnumiðað árangursmat orðið stjórnum fyrirtækja nauðsynleg viðbót sem heildrænt stjórntæki inn í allar rekstrareiningar. Auk þess hefur aðferðafræðin verið heimfærð upp á samskipti við samstarfsaðila og birgja eins og fram kemur í nýjustu bók þeirra Kaplans og Norton Alignment. Bókin Alignment er mjög gagnleg lesning fyrir fyrirtækja- samsteypur, stór fyrirtæki, rík- isstofnanir og ráðuneyti. Þó svo að rekstrareiningar fyrirtækja eða stofnana séu reknar af mjög hæfum stjórnendum kemur það oftar en ekki fyrir að áætlanir þeirra stangast á, samstarf er ekki nógu gott eða meginmark- mið stuðla ekki að bestu heild- arafkomu fyrirtækis. Fyrir vikið glatast tækifæri og auðlindir eru vannýttar. Bókin útskýrir og kennir aðferðir til að koma í veg fyrir þessi vandamál, ekki aðeins innan fyrirtækisins heldur einnig milli fyrirtækja og stjórnar, fjárfesta, birgja og viðskiptavina. Hún sýnir hvernig forstjórar geta byggt upp stefnukort samstæð- unnar og sett fram á grafísk- an hátt árangur fyrirtækisins á öllum vígstöðvum sem staðfestir stöðu og staðsetningu fyrirtækis eða stofnunar og hvernig ná skuli hámarks samlegð allra rekstrar- eininga og stoðeininga. Það er reynsla fyrirtækja og stofnana á Íslandi að innleið- ing stefnumiðaðs árangursmats hefur aukið yfirsýn stjórnenda á allar hliðar rekstrarins og þar með bætt árangur heildarinnar. Innleiðingin hefur einnig auð- veldað ríkisstofnunum að ná tökum á árangursstjórnunar- samningum sem þær gera við ráðuneytin. Fjármálaráðuneytið hefur einnig mælt með stefnu- miðuðu árangursmati sem verkfæri við útfærslu árang- ursstjórnunar til að auðvelda ríkisstofnunum að hrinda stefnu í framkvæmd. Símon telur íslensk fyrirtæki almennt árangursmiðuð, en oft á tíðum geti þau ekki sýnt fram á árangurinn nema í fjárhags- stærðum. Í ljósi breytinga á efnahagslífinu upp á síðkastið er því enn brýnna að fyrirtæki séu trúverðug og geti sýnt fram á árangur á öllum sviðum. Íslensk fyrirtæki hafa stækkað og stærri og sjálfstæðari rekstrareiningar eru meira áberandi og því er það enn mikilvægara nú fyrir íslensk fyrirtæki og stjórnendur þeirra að hafa góða yfirsýn og ná sem mestum samlegðaráhrifum allra rekstareininga til að ná afburða- árangri í sívaxandi samkeppnis- umhverfi. Stefnumiðað árangursmat Fjóla María Ágústsdóttir Ráðgjafi hjá IMG O R Ð Í B E L G Þó svo að rekstrareiningar fyrirtækja eða stofn- ana séu reknar af mjög hæfum stjórnendum kemur það oftar en ekki fyrir að áætlanir þeirra stangast á, samstarf er ekki nógu gott eða megin markmið stuðla ekki að bestu heildarafkomu fyrirtækis. Fyrir vikið glatast tækifæri og auðlindir eru vanýttar. Plastflaska sem leysist upp The Independent | The Independent fjallar um umhverfisvænar umbúðir neysluvarnings. Nýlega hafi drykkjarframleiðandinn Belu sett á markað plastflösku sem eyðist sjálf- krafa á nokkrum mánuðum. Flaskan er unnin úr korni og fer allur hagnaður af sölunni til góðgerðarsamtakanna Wateraid. Telur blaðið að mikil vitundarvakning hafi orðið meðal fram- leiðenda. Stórverslanarisinn Sainsbury selji nú skyndimat í umhverfisvænum umbúðum. Þá hafi Coca-Cola hafið prófanir á flöskum sem eyðist sjálfkrafa, auk þess sem sælgætisframleiðandinn Nestlé hyggist setja á markað umbúðir sem leysist upp komist þær í snertingu við vatn. Þrátt fyrir að ofangreindir framleiðendur séu greinilega á réttri leið er enn langt í land að mati The Independent. „Meðalmaðurinn í Bretlandi fleygir umbúðum sem nema eigin líkamsþyngd á sjö vikna fresti,“ segir í leiðara blaðsins. Fyrirsögnin felldi fyrirtækið Wall Street Journal | Wall Street Journal segir dóma yfir sakborningum í Enron-málinu hafa sannað í eitt skipti fyrir öll að enginn, hversu valdamik- ill sem hann kann að vera, er ósnertanleg- ur. Leiðarahöfundur telur forstjórana fyrrverandi Kenneth Lay og Jeffrey Skilling í raun hafa tapað málinu strax á fyrstu stig- um með því að halda því fram að Enron hefi hrunið vegna fyrirsagna í Wall Street Journal. Höfundur þakkar hrósið, en segir Wall Street Journal hvergi nærri svo valdamikinn fjölmiðil. „Fjárfestar töpuðu milljörðum Bandaríkjadala. Lífeyrisréttindi fyrir 2,1 milljarð fóru í vaskinn og 5.600 manns misstu vinnuna. Enron-málið sannar að ef þú lýgur að fjárfestum, starfs- mönnum og almenningi um raunverulega stöðu fyrirtækis þíns þarftu að gjalda fyrir það,“ segir í Wall Street Journal. Hætta er á að erfitt verði að finna viðunandi lausn á breyttu umhverfi á lánamarkaði hér á landi. Í miðju þensluástandi var tekin ákvörðun um að auka heimildir Íbúðalánasjóðs til útlána með þeim afleiðingum að bankarnir fóru af krafti inn á íbúðalánamarkaðinn. Slík þróun var óhjákvæmileg fyrr eða síðar. Hins vegar var tíma- setningin afleit og bein afleiðing af pólitískri ákvörðun um hækkun hámarkslána og hækkun lánshlutfalls af eignum. Stjórnvöld skelltu skollaeyrum við viðvörunum um að afleiðing þessarar ákvörðunar yrði veruleg útlánaþensla eins og raunin varð. Nú er í gangi vinna um að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt er að út úr þeirri vinnu komi skynsamleg niðurstaða þar sem ríkið hættir samkeppni á fjár- málamarkaði. Einkavæðing bankanna var yfirlýsing um það hvers konar fjár- málakerfi við viljum hafa. Árangurinn hefur verið gríðarlegur og sú ákvörðun mun um ókomin ár auka á hagsæld þjóðarinnar. Við höfum slæma reynslu af ríkisreknu bankakerfi og erum ekki ein um það. Víðast hvar í nágrannalöndum okkar tíðkast einfalt kerfi í íbúðalánum. Bankar lána til húsnæðiskaupa. Þannig hafa Danir haft þetta kerfi í aldaraðir, frá brunanum mikla í Kaupmannahöfn, án þess að almenningur hafi átt í erfið- leikum með að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Pólitíska spurningin er hvort ríkið eigi að lána íslenskri efri- og millistétt fyrir húsnæði sínu. Þeir sem aðhyllast markaðshagkerfi hljóta að svara slíku neitandi. Andstæðingarnir tína gjarnan til rök um það að ríkið tryggi sam- keppni á lánamarkaði. Þetta eru fráleit rök og endurspegla bara eina skoðun. Það er þá að markaði sé ekki treystandi fyrir samkeppni almennt. Með sömu rökum væri full ástæða fyrir ríkið að opna matvöruverslun, bensínstöð, stofna tryggingafélög og tísku- verslanir. Þeir sem aðhyllast slíka sýn eru einfaldlega fylgismenn allt annars konar hagkerfis en við flest viljum búa við. Hagkerfis sem sér vart stað lengur nema í Norður-Kóreu, með tilheyrandi velsæld almennings eða hvað? Andstaðan við að taka skrefin til fulls í markaðsvæðingu fjár- málakerfisins byggja á röklitlum tregðulögmálum, ótta við breyt- ingar og verndarstefnu gagnvart stofnunum. Það sama á við um andstöðu við að sparisjóðir geti breyst í hlutafélög og eignarhald þeirra farið að lúta almennum markaðslögmálum. Þeir sem hafa áhyggjur af því að hópar í samfélaginu fái ekki aðgang að markaðsvæddu fjármálakerfi vegna afskekktrar búsetu eða fátæktar verða einfaldlega að leita pólitískra lausna á slíkum vanda. Sú lausn verður að vera önnur en sú að gerast ríkisrekinn dragbítur á hagræðingu í markaðsvæddu hagkerfi. Spurningin um Íbúðalánasjóð er spurning um hvers konar fjármálakerfi við viljum. Ræður markaðurinn eða ríkið? Hafliði Helgason Pólitíska spurn- ingin er hér hvort ríkið eigi að lána íslenskri efri- og millistétt fyrir hús- næði sínu. Þeir sem aðhyllast markaðs- hagkerfi hljóta að svara slíku neitandi ... Með sömu rökum væri full ástæða fyrir ríkið að opna matvöruverslun, bensínstöð, stofna tryggingarfélög og tískuverslanir. VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. “Í þessu er fólginn mikill tímasparnaður.” Ester Ýr Jónsdóttir, kennari “Hreinn tímaþjófur að láta það fram hjá sér fara.” Rut Skúladóttir, 20 ára nemi. Meiri tími – Aukið forskot – Sterkari sérstaða Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, mikil aðstoð, árangursríkt, góð þjónusta. Nýtt námskeið - 6. vikna hraðnámskeið 7. júní Akureyri 3. vikna hraðnámkeið 26. júní Náðu árangri með okkur í sumar og skráðu þig á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans. Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400. Gerum föst verðtilboð í fyrirtækjanámskeið Betri leið til að vinna á tímaskorti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.