Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 31. maí 2006 Bílslysum fjölgar eftir því sem líður á heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Heimsmeistaraæðið rennur brátt á knattspyrnuáhugamenn. Aðrir sem vart hafa sýnt knetti áhuga í gegnum tíðina smitast af brjálæð- inu og fara að fylgjast með fóta- taki fótboltamanna í Þýskalandi þar sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram á næstunni. Á heimasíðu Top Gear birtist nýlega frétt þar sem greint er frá því að bílslysum fjölgi töluvert í Bretlandi meðan fótboltavertíðin stendur yfir. Ástæðan sé sú að menn flýti sér um of heim að fylgj- ast með Beckham og félögum í sjónvarpinu. Þá er talið að komist England í úrslit muni slysum fjölga um helming en þetta er stutt af nýlegri rannsókn Churchill-tryggingafé- lagsins. Meðan á Evrópukeppn- inni 2004 stóð hafi slysatíðnin auk- ist um 50 prósent. - sgi HM æði renn- ur á bílstjóra Bílslysum mun fjölga meðan á HM stendur. Forstjóri Michelin, stærsta hjólbarðaframleiðslufyrirtækis í heiminum, drukknaði síðast- liðinn föstudag. Edouard Michelin, forstjóri Michelin, drukknaði þegar fiski- bátur sem hann var á sökk. For- stjórinn var að sjóstangaveiðum utan við eyna Sein. Hinn 42 ára Michelin fannst lát- inn skammt vestan Bretagne-skaga en hvorki tangur né tetur hefur fundist af félaga hans Guillaume Normant. Kafað var niður að flaki bátsins sem fannst á 70 metra dýpi um 15 kílómetrum frá eynni Sein. Rannsókn stendur yfir á slysinu en engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna báturinn sökk. Lát Michelin er mikið áfall fyrir þetta fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað fyrir yfir 100 árum af langafa Edouard og bróð- ur hans. Edouard hefur rekið fyrir- tækið frá árinu 1999. Hann þótti hafa mun léttari stjórnunarstíl en faðir hans sem aldrei veitti fjöl- miðlum viðtöl né leyfði nokkrum manni sem ekki var starfsmaður fyrirtækisins að stíga fæti inn í verksmiðjur Michelin. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 þúsund manns um allan heim, þar af þrjátíu þúsund í Frakklandi. Við starfi Michelin tekur Michel Rolli- er, einn meðeigenda fyrirtækis- ins. Michelin verður jarðsunginn í dag í dómkirkjunni í Clermont- Ferrand. - sgi Forstjóri Michelin lætur lífið Tvær ungar stúlkur leggja blóm við mynd Edouard Michelin. Á spjaldinu stendur „Takk fyrir, Edouard Michelin“ en það stendur fyrir framan höfuðstöðvar Michelin-fyrirtækisins í Clermond-Ferrand. DANIR HEFJA Í DAG SÖLU Á SVO- KÖLLUÐU BÍÓBENSÍNI. Danska olíufélagið Statoil hefur í dag sölu á bensíni sem framleitt er að hluta úr sykurreyr, korni eða maís. Bensínið verður fáanlegt á um 170 Statoil og 1-2-3 bensínstöðvum í Dan- mörku og kallast Bio95. Nýja bensínið mun að minnsta kosti sums staðar koma alveg í stað blýlauss 95 oktana bensíns. Samsetning nýja bensínsins er 95 prósent venjulegt bensín en 5 prósent er svokallað bíóetanól en gufur þess innihalda ekki lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum. Verðið á nýja bensíninu er hið sama og á venjulegu 95 oktana bensíni. Umhverfisvænna bensín Nýtt og umhverfisvænna bensín verður fáanlegt í Danmörku frá deginum í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.