Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 22
20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR22
Umræðan
Bréf til forstöðumanns NFS
Við á Ríkisútvarpinu erum fullkom-lega sammála því að þjóðin þurfi
frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess
vegna vil ég senda þér nokkrar línur.
Í bréfi þínu „Kæri Jón“ í blöðum, þar
sem þú biður NFS griða - gætir rang-
hugmynda um starf okkar hér á RÚV
sem skylt er að leiðrétta.
Þú segir að fólki á NFS hafi þótt
freistandi að ganga til liðs við RÚV, því
þar vinni menn tólf daga í mánuði á
fullum launum. NFS-menn vinni lang-
an og strangan vinnudag og fleiri daga
í mánuði en á RÚV.
Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og
útvarpsfréttamenn vinna venjulega
dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpil-
klukku. Þeir sem eru í vaktavinnu
vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarps-
fréttamenn vinna að meðaltali 15 daga
í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu
og hálfur tími, sem varla er styttri
dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn
vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla
virka daga, sumir morgna, kvöld eða
nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisút-
varpinu vinnur tólf daga í mánuði á
fullum launum. Föst heildarlaun með
vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krón-
ur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir ára-
tuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður
í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en
ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kast-
ljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin.
Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra
ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki
í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar
fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu
fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En
því miður er oftast nær aðkeypt fólk
fengið í Kastljós.
Samanburður þinn á frammi-
stöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfé-
lagsmálum sýnir sjálfstraust sem
örugglega er gott að hafa þegar ráð-
ist er í risavaxin verkefni. En eitt-
hvað skortir á raunveruleikateng-
inguna þegar þú segir að fjölmiðlar
framtíðarinnar verði eins og NFS.
Fjölmiðlar framtíðarinnar verða
vonandi ekki eins og NFS. Það er
ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt
undir Kæra Jóni og þarf að biðja
hann um náðun ef dauðadómur er
kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur
trygga afkomu, óháða fréttamenn,
gagnsæi í launum. Tilvera hans
byggir á því að almenningur í land-
inu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöll-
un um hvaðeina sem máli skiptir í
samfélaginu. Með fullri virðingu
fyrir Kæra Jóni treysti ég honum
ekki til að tryggja þetta. Raunar
treysti ég ekki öðrum eigendum
fjölmiðla eða fulltrúum þeirra held-
ur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjöl-
miðla, sem aftur þurfa aðhald
almennings. Fjölmiðlar framtíðar-
innar verða vonandi ekki heldur
eins og RÚV er núna, mikið nagað
pólitískt bitbein til margra ára. En
viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna
okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt
tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjár-
hagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmála-
manna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem
þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í
rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðun-
andi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg
samstaða fjölmiðlafólks.
Höfundur er fréttamaður á Ríkisútvarpinu og for-
maður Félags fréttamanna.
Kæri Róbert
BJÖRG EVA ERLENDSDÓTTIR
Umræðan
Viðbrögð við ummælum
Davíðs Oddssonar
Þegar ljóst var að vinir ALCOA höfðu í tvígang leynt Alþingi
grundvallarupplýsingum um geig-
vænlega hættu af því að byggja
stíflur við Kárahnjúka og varðar
ekki aðeins rekstur
virkjunar heldur
líka líf og heill fólks
í byggðum neðan
Hálslóns.
Þegar alþjóð varð
kunnugt um að vin-
irnir höfðu tvívegis
þaggað niður í einum
virtasta og hugað-
asta jarðvísinda-
manni landsins sem
vildi upplýsa stjórn-
völd, Alþingi og
almenning um
áhættuna af lón- og
stíflustæði á hvells-
prungnu landi.
Þegar upplýst
var að ALCOA
styrkir austfirska
lögreglumenn til
æfinga í sérstökum
búðum í Bandaríkj-
unum og kom þannig
óorði á grandvara
lögreglumenn og
rýrði traust á stofn-
anir þeirra.
Þegar ALCOA
hélt áfram ólög-
mætri byggingu
verksmiðju án umhverfismats í
skjóli dómsmálaráðuneytis – var
ljóst að bregðast þurfti við með
óvæntri atlögu.
Og hver skyldi þá ekki birtast
nema örlagavaldur alls þessa,
sveinninn með smjörklípuna.
Í stórfurðulegum Kastljósþætti
Evu Maríu Jónsdóttur 3.9. 2006
opinberaði Davíð Oddsson aðferða-
fræði sína. Árátta þessa merka
hrekkjalóms íslenskra stjórnmála
er að trufla óþægilega umræðu
með því sem hann lýsti sjálfur sem
smjörklípu-aðferðinni. Sannarlega
hefur hún mótað íslensk stjórnmál
frá því að ríkisstjórn hans réðist í
Kárahnjúkavirkjun að Íslending-
um forspurðum. Erfitt hefur verið
að halda uppi opinni og vitsmuna-
legri umræðu því jafnan hefur
smjörklípan verið á lofti og klínt á
næsta mann, næsta umræðuefni –
til að trufla.
Sem fjölleikamaður í Seðla-
banka spratt Davíð fram á Morg-
unvaktinni 1. september (ansi
snemma á ferð) með smjörklípu á
lofti og taldi umræðu um leyni-
skjöl „venjulega vitleysu sem allt-
af kemur fram ...“ að ákvarðanir
um jarðfræðirannsóknir, glufur og
sprungur eigi ekkert erindi á
Alþingi ... „vitleysa ... vitlaust ...
færustu vísindamenn ... vitleysa“.
Davíð gerði lítið úr upplýstri
umræðu svo og hæfileikum og
dómgreind þingmanna (að vísu
ekki nýlunda) en aldrei virðist
hann hafa tileinkað sér þá visku
sem felst í uppbyggilegri gagnrýni
og vel þótti honum takast að þagga
niður í vísindamanninum í tvígang;
hann sá ekkert athugavert við
málsmeðferðina. Ef marka má orð
Davíðs Oddssonar er hann hlynnt-
ur því að skerða tjáningar- og skoð-
anafrelsi til verndar forsjárhyggj-
unni, pólitísku hryggjarstykki
Kárahnjúkavirkjunar.
Yfirleitt er þingmönnum talið
til tekna að þeir hafi vit á umræð-
um á Alþingi. Sumir þeirra virðast
þó fljóta vel á talandanum án þess
að vita eða skilja meginrök og
klína sméri. Samt eiga þeir aldrei
að samþykkja virkjun á ótraustum
grunni berglaga og efnahags. Þeir
eiga að hafa vit á því.
„Ákvörðunin að virkja við Kára-
hnjúka er sennilega gálausasta
fjárfesting á heimsbyggðinni
miðað við fjölda fólksins, sem þarf
að borga brúsann ef illa fer. Ofan á
þetta bætist að einstæðum nátt-
úruverðmætum verður fórnað til
þess eins að misvitrir stjórnmála-
menn geti lofað leikjum og brauði
fyrir næstu kosningar.“
Guðmundur E. Sigvaldason.
Erindi í Borgarleikhúsinu 15. jan.
2003
Hver ber ábyrgð?
Davíð á erfitt með að kyngja því
að þeir Halldór Ásgrímsson tóku
ákvörðun um virkjun af full-
komnu ábyrgðarleysi og á
Morgunvaktinni fór hann frjáls-
lega með staðreyndir. Hann sagði
ósatt að „færustu vísindamenn“
hefðu farið yfir öll jarðfræði-
gögn um „sprungur og glufur“.
Upplýsingar um
virkar sprungur
vantaði frá upphafi
– voru ekki þúsund-
ir blaðsíðna eins og
Davíð staðhæfði.
Athugasemdirnar
sem Alþingi var
meinað að sjá árið
2002 og skiptu sköp-
um voru þrjár blað-
síður. Í nóvember
2005 kom loks út
Sprunguskýrsla (31
bls.) ásamt korti
sem enginn þing-
maður sá. Nóg er að
lesa kortið til að sjá
að HÆTTA er á
ferð og þar átti að
stoppa Kára-
hnjúkalestina.
Þessi gögn hefðu
átt að liggja fyrir
þegar þeir Davíð
og Halldór spáðu í
virkjun. Svo er hitt
að færustu og
reyndustu vísinda-
menn okkar vör-
uðu við virkjuninni
eins og fram kom í
merkilegum varnarorðum Helga
Björnssonar jöklafræðings í Vel-
vakanda (Mbl. 22. ágúst sl.). Og
margir þeirra eru ennþá uggandi.
Haraldur Sigurðsson eldfjalla-
fræðingur og prófessor hvatti til
þess að unnið yrði nýtt og óháð
áhættumat. Dettur einhverjum í
hug að hann hafi sagt það sem
pólitískan aulabrandara? Fram-
kvæmdin í heild ber merki ofs-
topa og valdhroka, sama hvert
litið er. Talnaglaði seðlabanka-
stjórinn fullyrti líka að fram-
kvæmdin myndi skila „11% arði
á ári“. Ein leyniskýrslan enn,
ekki satt? Orð Davíðs eru ótraust
og án sönnunar verður fullyrð-
ingin dæmd dauð og ómerk líkt
og klisjan að „færustu vísinda-
menn okkar“ hafi grandskoðað
allt. Samkvæmt tölum Lands-
virkjunar og útreikningum á
vegum Náttúruverndarsamtaka
Íslands er tapið 20–30 milljarðar
ólíkt trúverðugra – og ærlegra.
Davíð kemur nú inn í íslenska
pólitík líkt og Hurðaskellir sem
lætur fólki bregða en er óðara
horfinn. Samt vita allir að hann
leynist á bak við næstu hurð með
smjörklípu milli fingra. Örlög
íslenskrar náttúru og þjóðarhags
eru sveipuð skugga hans og því
eðlilegt að spyrja:
Var niðurstöðum úr tilrauna-
mati Rammaáætlunar leynt fyrir
Alþingi í aðdraganda Kárahnjúka-
umræðu á Alþingi þar sem svæðið
fékk hæstu einkunn sem náttúru-
gersemi og verstu einkunn sem
virkjanakostur vegna náttúru-
gæða?
Hver ber ábyrgð á gróðureyð-
ingu og rofi á Vesturöræfum, haldi
lón og stíflur vatni?
Hver ber ábyrgð, aðra en fjár-
hagslega, ef Hálslón heldur illa
vatni?
Hver ber ábyrgð ef stíflurof
verður?
Hver ber ábyrgð ef Kára-
hnjúkavirkjun er ónýt fram-
kvæmd?
Kannski er núna ráð að grípa til
gömlu smjörklípunnar og tala um
allt annað – til dæmis lýsingu Dav-
íðs Oddssonar þ.v. forsætisráð-
herra á fallega, litla fjallavatninu
Hálslóni þar sem fólk gæti unað
sér á vatnaskíðum í jökuleðjunni á
sumrin. NFS-stöðin gæti nú end-
ursýnt þá fantasíu og svo má líka
lesa fullyrðingu hans í tímaritinu
Smithsonian frá því í júní 2002
(bls. 92) að virkjunin „muni ekki
skaða landslagið“ – will not spoil
the landscape.
Davíð Oddsson var forsætis-
ráðherra Íslands frá 1991 til 2004.
Höfundur er náttúrufræðingur.
Smjörklípur
GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON
Davíð kemur nú inn í
íslenska pólitík líkt og
Hurðaskellir sem lætur
fólki bregða en er óðara
horfinn. Samt vita allir
að hann leynist á bak við
næstu hurð með smjör-
klípu milli fingra.
Laun fyrir dagvinnu fara
niður í 200 þúsund. Nær
allir vinna meira en dag-
vinnu, en ná samt ekki
launum gullmolanna sem
NFS og Kastljósið hafa
kastað á milli sín síðustu
misserin.