Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 79
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Í dag heldur Runólfur Smári
Steinþórsson prófessor fyrir-
lestur um Michael E. Porter,
prófessor við Harvard-háskóla,
undir yfirskriftinni „Einn
helsti hugsuður heims - ágrip
um Michael E. Porter“. Er
fyrirlesturinn hluti af mál-
stofuröð Hagfræðistofnunar og
Viðskiptafræðistofnunar.
Í erindinu er sagt frá Porter,
sem er viðurkenndur sem einn
helsti hugsuður viðskiptalífsins.
Einnig verða helstu verk Porters
kynnt og sérstaklega fjallað um
eitt framlag hans; samkeppnis-
kraftagreininguna, sem kennd
er í viðskiptaháskólum og notuð
af árangursríkum fyrirtækjum
víða um heim.
Tilefni fyrirlestrarins er
koma Porters hingað til lands
hinn 2. október næstkomandi
en í heimsókninni heldur Porter
tvo fyrirlestra; annan um sam-
keppnishæfni Íslands og hinn
um stefnumótun, ásamt því að
taka við heiðursdoktorsnafnbót
við viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn er öllum opinn
og er haldinn klukkan 12.20 í
stofu 101 í Odda.
- hhs
Fjallað um Porter
MICHAEL PORTER Einn helsti hugsuð-
ur viðskiptalífsins er væntanlegur hingað
til lands í október. Af því tilefni heldur
Runólfur Smári Steinþórsson prófessor fyrir-
lestur um Porter í dag.
Gleðilega sýningu!
Jólaland 2006 fer fram í Laugardalshöll,
helgina 24. - 26. nóvember.
Jólaland 2006 er sölu- og markaðssýning
með mikið aðdráttarafl fyrir fjölskyldufólk.
Upplýsingar um leigu á básum
veitir Andri Björgvin í
síma 695 0400.
Microsoft á Íslandi ætlar í
næstu viku að ráðast í mikla
kynningarherferð á People-
Ready. Um er að ræða nýtt hug-
tak sem er afsprengi mikillar
hugmyndavinnu hjá Microsoft.
Fyrsta skrefið verður morgun-
fundur fyrir æðstu stjórnendur
fyrirtækja sem haldinn verð-
ur á Nordica Hotel á mánudag
í næstu viku. Verður honum
fylgt eftir með ráðstefnu fyrir
tæknistjóra og yfirmenn upp-
lýsingamála fyrirtækja hér á
landi í húsakynnum Microsoft
við Engjateig 7 daginn eftir
og námsstefnu fyrir tölvu- og
tæknisérfræðinga undir yfir-
skriftinni IT Pro Readiness
á miðvikudag en þar verður
Windows Vista kynnt. - jab
Microsoft
kynnir
People-Ready
Jack Stahl, forstjóri bandaríska
snyrtivörufyrirtækisins Revlon,
hefur sagt upp störfum eftir ein-
ungis fjögur ár í forstjórastóli.
Ástæðan er verri afkoma fyrir-
tækisins á öðrum fjórðungi árs-
ins en búist hafði verið við.
Stahl mun gegna stöðu sinni
næsta mánuðinn en eftir það mun
David L. Kennedy, fjármálastjóri
Revlon, taka við starfi hans.
Forstjóraskipti hafa verið
nokkuð tíð hjá Revlon en síð-
astliðin sex ár
hafa þrír for-
stjórar vermt
stólinn. Þeir
Kennedy og
Stahl komu
báðir til starfa
hjá snyrti-
v ö r u f r a m -
leiðandanum
fyrir fjórum
árum en báðir
ólust þeir
upp hjá gos-
drykkjarisan-
um Coca-Cola
í Bandaríkjunum og í Ástralíu.
Snyrtivöruframleiðandinn tap-
aði 87,1 milljón dala, eða tæplega
6,2 milljörðum króna, á öðrum
ársfjórðungi. Þetta er rúmlega
tvöfalt meira tap en á sama tíma í
fyrra, en þá nam tapið 35,8 millj-
ónum dala, rúmlega 2,5 milljörð-
um króna.
Helsta ástæða tapsins er
minni sala en búist var við á Vital
Radiance-snyrtivörulínunni, sem
hugsuð er fyrir konur yfir miðj-
um aldri og fór á markað síðast-
liðið haust. Um stærsta markaðs-
átak Revlon var að ræða í áratug
og átti línan að snúa afkomu fyrir-
tækisins til hins betra.
Forstjóri
Revlon segir
af sér
SNYRTIVÖRUR FRÁ
REVLON