Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 98
 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR30 LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Gunnlaðarsaga Kvenfélagið Garpur / Hafnarfjarðarleik- húsið Leikrit byggt á skáldsögu Svövu Jakobs- dóttur / Leikgerð Sigurbjörg Þrastar- dóttir / Leikmynd Wytautas Narbutas / Búningar Filippía Elísdóttir / Sviðs- hreyfingar Lára Stefánsdóttir / Tónlist og hljóðmynd Hlynur Aðils Vilmarsson / Lýsing Björn Bergsteinn Guðmunds- son / Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir Verk Svövu Jakobsdóttur hafa orðið leikhúslistafólki andleg upp- örvun og kveikja hugmynda undan- farin misseri. Í Þjóðleikhúsinu gengur ,,Eldhús eftir máli“ ennþá eftir að hafa slegið rækilega í gegn á síðasta leikári og nú í byrjun nýs leikárs frumsýnir Kvenfélagið Garpur leikgerð Sigurbjargar Þrastardóttur á Gunnlaðarsögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Gunnlaðarsaga er mikið bók- menntaverk og sumpart uppgjör höfundar við ritlistina, pólitíkina, þjóðina, lífið og tilveru mannkyns á jörðinni. En ekki síst það hlut- skipti að vera kona, rithöfundur, skáld, listamaður með ríka og sjálfstæða vitund í heimi sem karlar hafa skapað og þar af leið- andi farið með ákvörðunarvald eins og Guð hafi af örlæti sínu falið þeim það þrátt fyrir að konan sé lykill sköpunarverksins. Jafn- vel orð eins vitund, greind, gáfur, sköpun og ást eru kvenkynsorð ef það skyldi hafa farið fram hjá ein- hverjum. Verk Svövu eru ekki augljós í fyrstu atrennu enda eru þau oft og tíðum djúphugsuð, margræð og það þarf að fletta gegnum nokkur lög áður en komið er að innsta kjarnanum rétt eins og manneskj- an í öllu sínu lífi sem aldrei getur lesið í það í upphafi þrátt fyrir góðan ásetning og fagrar fyrirætl- anir. Nú bíð ég bara í ofvæni eftir því að sjá „Leigjandann“ á sviði ef einhver vill vera svo væn/n að skrifa leikgerð svona í tilefni þess að hann er nú loksins á förum héðan eftir að hafa verið þaulsæt- inn í hálfa öld. Það má heldur ekki gleyma því að Svava skrifaði prýð- is leikrit á ferli sínum sem öll gætu gengið í endurnýjun lífdaga hvar og hvenær sem er. En hvað varðar sýninguna þá vil ég að byrja á því að hrósa fallegu og glæsilegu samspili leik- myndar, ljósa og hljóðmyndar. Leikstjórinn nýtir rýmið vel og stílfærðar hreyfingar leikaranna njóta sín vel í ljósi, skuggum og speglum. Sigurbjörg Þrastardóttir nálgast bókmenntaverkið af mik- illi auðmýkt og virðingu en þar liggur ef til vill veikleiki sýning- arinnar. Mér fannst textaflutningurinn oft svo yfirdrifinn, bókmenntaleg- ur og hátíðlegur að ég átti í mestu erfiðleikum með að trúa því sem persónurnar voru að segja. Áhersl- ur voru á stundum skringilegar og hefði leikstjórinn mátt vinna sum eintölin betur með leikurunum. Um miðbikið slitnaði þráðurinn nokkuð en lokaspretturinn var magnaður og áhrifaríkur. Sóley Elíasdóttir fór með burð- arhlutverkið, móðurina sem fer til Kaupmannahafnar að vinna í málum Dísar dóttur sinnar og fórst það prýðilega úr hendi utan smá óstyrks í byrjun sem á eftir að hverfa þegar líður á sýningarn- ar. Mér fannst þó búningurinn ekki hjálpa henni mikið í túlkun- inni og jafnvel setja henni vissar skorður líkamlega svo hún virkaði stundum þvinguð þegar hún þurfti á því að halda að sleppa sér í til- finningaólgunni. Sama fannst mér reyndar um rauða kjólinn sem Dís var látinn klæðast. Hann var skelfilega óklæðilegur með fullri virðingu fyrir því sem liturinn og sniðið átti að tákna af hálfu bún- ingahönnuðarins. Aðrir búningar féllu ágætlega að heildarmyndinni. Sólveig Guð- mundsdóttir var í hlutverki Dísar og túlkaði það af einlægni framan af, en eins og áður sagði; yfirmót- aður flutningurinn gerði mér erf- itt fyrir um að trúa því sem sagt var. Svo skildi ég ekki af hverju leikstjórinn var að láta leikarana enduróma sjálfa sig af bandi og þykjast jafnvel vera að syngja af bandi. Það virkaði bara pínlegt. Erling Jóhannesson var eina persónan sem talaði og hegðaði sér „eðlilega“ enda skilaði hann hlutverki sínu eins og til var ætl- ast, á rólegum afslöppuðum nótum. Arndís Hrönn Egilsdóttir lék Önnu, sem er megin stoðhlut- verkið í sýningunni. Henni tókst að gæða persónu sína nokkrum húmor og kaldhæðni en mér þótti sem skjóta þyrfti styrkari stoðum undir samband hennar og móður- innar (Sóleyjar). Leikverkið sem slíkt hefur ekki raunsæja bygg- ingu; er í eðli sínu dialektískt og þess vegna hæpið að gera kröfu um svona röklega smámuni, en það hefði að mínu viti gefið skýr- ari mynd af persónunum. Aðrir leikarar áttu ekki margar línur utan Maríanna Klara Lúthersdótt- ir sem fór ágætlega með hlutverk Urðar. Sveinn Ólafur Gunnarsson gerði fátt eftirminnilegt og sömu sögu er að segja um Maríu Hebu. Ívar Örn sýndi hversu vel þjálfað- ur hann er líkamlega og fram- kvæmdi tilsettar hreyfingar hnökralaust. Leikhópurinn var að skila vinn- unni sinni og auðvitað geta ekki allir verið í aðalhlutverki en samt vottaði fyrir einhverjum skorti á sameiginlegri orku til að setja punktinn yfir. Það verður að segj- ast eins og er að sjónrænt yfir- bragð sýningarinnar er afskaplega fallegt en leikurunum gengur mis- vel að nálgast innra líf textans til að geta skilað hreinni túlkun. En undir lok sýningarinnar verða skilaboðin skýr og eiga vissulega erindi við okkur mannkynið sem er á góðri leið með að tortíma sjálfu sér og heiminum sem það lifir í. Plús í kladdann fyrir að þora! GUNNLAÐARSAGA Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Aðalhlutverk: Sóley Elíasdóttir, Sólveig Guð- mundsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Erling Jóhannesson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ívar Örn Sverrisson, Maríanna Clara Lúthersdóttir. Niðurstaða: Sjónrænt falleg sýning en leikhópinn skorti orku til að setja punktinn yfir i-ið. Sjónræn skáldskaparlist LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í Landnámssetri í september og október Laugardagur 23. september kl. 20 Uppselt Sunnudagur 24. september kl. 16 Uppselt Miðvikudagur 27. september kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 28. september kl.20 Laus sæti Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 6. október kl. 20 Laus sæti Laugardagur 7. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 8. október kl. 20 Örfá sæti laus Fimmtudagur 12. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 13. október kl. 20 Laus sæti Laugardagur 14. október kl. 20 Örfá sæti laus Sunnudagur 15. október kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 19. október kl. 20 Laus sæti Frumsýning 15. september uppselt 2. sýning 16. september örfá sæti laus 3. sýning 22. september 4. sýning 23. september ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� �������������� �� ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������������������������������������������������������� ������������ ���������������������������������������� ����������������������������������� �������������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.