Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 26
[ ] Iceland Express flýgur þrisvar í viku til Friedrichshafen sem er við Bodensee í Suður Þýska- landi. Saga Bodensee-svæðisins er margslungin og mótuð af flug- umferð og vélarhönnun. Claude Dornier, flugvélahönnuður, Ferdninand von Zeppelin greifi sem var loftskipahönnuður og Wilhelm og Karl Maybach, sem hönnuðu vélar fyrir Mercedes Benz bílana voru frumkvöðlar sem Friedrichshafen á mikilvægi og velmegun sína að þakka. Heilmargt er hægt að gera sér til ánægju og yndisauka á svæð- inu. Tæplega 20 farþegaskip sigla á næststærsta stöðuvatni Evrópu. Þau liggja einnig við akkeri í Friedrichshafen og ferja þaðan farþega til annarra bæja við bakka þessa stóra stöðuvatns þar sem löndin þrjú Þýskaland, Austurríki og Sviss liggja saman. Framhjá vínviðarekrum sem bera vott um blómstrandi vín- yrkju siglir maður til fallegra borga eins og Lindau, Meersburg, Überlingen eða Stein am Rhein sem eru, með sínar einstöku byggingar og þröngu götur, sér- lega aðlaðandi. Enginn ætti að missa af siglingu til blómaeyjunnar Main- au en þar dafna í veðursældinni, auk þúsunda blóma, sítrónur og bananar. Ef einhver er á hraðferð er hægt að fara um borð í nýjan „katamaran“ í Friedrichshafen og fara til háskólaborgarinnar Konstanz sem er stærsta borgin við Bodensee. Það er einnig hægt að fara frá Friedrichshafen með bílferju sem flytur bæði bíl og farþega beint til Sviss. Um miðjan júlí hefjast siglingar til Bregenz í Austurríki en þar er árlega haldin hátíðin Bregenzer Festspiele á stærsta sviði í Evrópu sem byggt er á stöðuvatni og í ár var hin rómantíska ópera Verdis Il Trovatore sýnd. Að upplifa þessa sýningu á hlýju sumarkvöldi við blóðrautt sólarlag á vatninu er ólýsanlegt og mun seint úr minni hverfa. Vinsældir Bodensee-flug- vallar í Friedrichshafen aukast sífellt, einkum hjá þeim sem stunda vetraríþróttir. Í fyrra komu þangað tíu þúsund skíða- menn, aðallega frá Englandi, Norðurlöndunum og Rússlandi, og héldu þaðan áfram með rútum í nálægar skíðabrekkur í Allgäu, Austurríki og Sviss. Þeir sem kjósa að dvelja í Friedrichshafen geta bókað hóteldvöl þar með ferðum í skíðabrekkurnar að morgni og til baka á kvöldin og látið dekra við sig í Zeppelin- borginni. Þennan möguleika býður Frey-Zeit-Service einnig upp á frá Lindau. Frá flugvellinum í Friedrichs- hafen er möguleiki á áframhald- andi flugi til annarra þýskra borga og dvalarstaða eða sumar- áfangastaða við Miðjarðarhafið. Hægt er að fara með rútu eða lest beint frá flugvellinum til Austur- ríkis eða Sviss og til hinna ýmsu bæja við bakka Bodensee-vatns. Lestarstöðin er aðeins fáeinum metrum frá komusalnum. Sjálfsagt er að kíkja inn síð- una hjá Bodenseesérfræðingnum Frey (www.frey-zeit-service-ice- land-express.de / c.frey@frey- zeit-service.de ) þar sem er að finna nánari upplýsingar um hvað eina sem hægt er að gera á svæðinu. Hann aðstoðar við hót- elbókanir, leigu á húsbílum, og veitir jafnframt upplýsingar um söfn eða setur saman hjólareiða- túra og finnur góða golfvelli svo eitthvað sé nefnt. Þar sem vegir liggja til allra átta í Evrópu Þýskland, Austurríki og Sviss eiga landamæri að Bodensee-vatni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Kastali í Allgau í Bæjaralandi í Suður-Þýsklandi, skammt frá Friedrichshafen. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Handfarangur í flugvélum lýtur ákveðnum reglum. Ferða- langar ættu að kynna sér þær reglur áður en pakkað er niður, svo afgreiðslan gangi hraðar á flugvellinum. Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Ferða- málastofu fyrir árið 2006. Hinn 16. nóvember næstkomandi verða umhverfisverðlaun Ferða- málastofu veitt. Þá eru aðilar í ferðaþjónustu sem þykja hafa skarað fram úr í umhverfismálum heiðraðir. Tilgangur verðlaunanna er meðal annars að hvetja ferðaþjón- ustuaðila til að huga að þeirri auð- lind sem þeir nýta, ásamt því að hvetja til ábyrgðar á eigin athöfn- um og styrkja þannig framtíð ferðaiðnaðarins. Ferðamálastofa óskar eftir til- nefningum til umhverfisverðlaun- anna og er öllum heimilt að senda þær inn. Við tilnefningu er vert að hafa í huga að viðkomandi upp- fylli markmið umhverfisvænnar ferðaþjónustu; verndi menningar- og náttúrulegt umhverfi og vinni að samspili milli ferðamanna, heimamanna og umhverfis. Tilnefningar þurfa að berast umhverfisfulltrúa Ferðamála- stofu fyrir 30. september. Tilnefn- ingar má senda með tölvupósti á netfangið valur@icetourist.is eða til Ferðamálastofu í Strandgötu 29, 600 Akureyri. Nánari upplýs- ingar má finna á www.ferdamala- stofa.is. - jóa Tilnefnt til um- hverfisverðlauna Ferðamálastofa óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 MasterCard Mundu ferðaávísunina! ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� � � � � � � �� �� �� �� �� � �� �� � ���� ����������� ����������������������������� ����������� ������������������������������������ ������������������ ������������������ ��������������� �������������� ��������������� ��������������� ��������������� ���������������� ��������� ����������������������� ������������ ����������������� �������������������������� ����������������� ���������������������������������������� ������������������� ��� ��������� �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.