Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 73
H A U S MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 Ú T T E K T viðskiptasamböndum og hjálpað til við að byggja upp og bæta samskipti. Nýleg dæmi sanna að oft getur það sem álitið er saklaust skop á einum stað verið túlkað sem argasti dónaskapur eða eitthvað mun verra annars staðar. Nærtækasta dæmið um hvernig húmor getur snúist upp í and- hverfu sína er skopteikningamálið sem skók heimsbyggðina alla í fyrrahaust. Hvort sem segja má að það hafi verið saklaus húmor eða illkvittni af ásetningi mun fáa hafa grunað hversu víðtækar afleiðingar það átti eftir að hafa í för með sér. Það kostaði ekki bara fjölmörg dönsk fyrirtæki ógrynnin öll af pening- um og áratugalöng viðskiptasam- bönd töpuðust, heldur gróf það enn frekar undan þeim skilningi sem þegar var til staðar milli menningarheimanna tveggja. Sjaldan er vænlegast til vinn- ings að haga samskiptum sínum við fólk erlendis og eins og þeim má haga heima á Íslandi. Á það bæði við um fjarlæga og fram- andi menningarheima en líka um Evrópu þar sem fjölmörg þjóða- og menningarbrot búa saman á tiltölulega litlu landsvæði og menning þjóða sem jafnvel deila sömu landamærum getur verið gjörólík. VAXANDI ÁHUGI Á FJÖLMENNINGAR- FRÆÐUM Rafn Kjartansson, lektor við við Háskólann á Akureyri, er einn þeirra sem tekið hafa þátt í nýsköpunarverkefninu CEReS á sviði menningarfræða sem kostað er af Leonardo, þróunar- sjóði Evrópusambandsins. Háskólakennarar og kaupsýslu- menn taka þátt í verkefninu auk nemenda úr fjórum háskólum í Evrópu sem að Rafns sögn brúa bilið milli akademíunnar og við- skiptalífsins. Tilgangur verk- efnisins er hönnun námsefnis af nýjum toga í menningarlæsi og fjölmenningu sem ætlað er viðskiptadeildum háskóla og fyrirtækjum sem starfa erlendis. Rafn segir verkefnið brýnt því bæta þurfi menntun á sviði fjölmenningarfræða. „Maður lærir vissulega fyrst og fremst samskipti með því að eiga samskipti við fólk. En þótt reynslan sé hinn ágætasti kennari getur það verið þjáningarfullt að læra með því að reka sig á menningarmúrana.“ Áður en hafist var handa við framkvæmd verkefnisins var gerð könnun á því meðal háskóla aðildarlandanna hvort áhugi væri fyrir slíkri menntun. Kom í ljós að vaxandi áhugi er á þessum fræðum og svo virðist sem fleiri séu farnir að sjá gildi þess að þekkja viðskiptavininn og hvernig hann hugsar. NOTKUN HÚMORS SKIPTIR MÁLI Hluti af verkefninu var að nemendur tóku viðtöl við 25 stjórnendur víðs vegar um Evrópu. Voru þeir beðnir um að segja frá því hvað hefði farið úrskeiðis í alþjóðlegum samskiptum þeirra og leyfa þannig öðrum að læra af mistökum þeirra. Allir sem einn voru þeir sammála um að afar mikilvægt væri að nota húmor í viðskiptum. Jafn vissir voru þeir þó um að það bæri að fara að öllu með gát og mikilvægt að nota húmorinn rétt. Einn þeirra sem sagði sögu sína var breskur stjórnandi sem einhverju sinni var að stjórna löngum og erfiðum samninga- viðræðum í Asíu með stórum hópi fólks. Þegar gert var hlé á fundinum vildi hann hrista upp í mannskapnum, eins og tíðkast á hans heimaslóðum, og lagði fyrir hópinn leik. Eftir fundinn fékk hann að heyra að með þessu hafði hann móðgað hátt settan yfirmann fyrirtækisins alvarlega og sett samningaviðræðurnar í uppnám. Honum hafði láðst að taka með í reikninginn að í Asíu er svokölluð valdafjarlægð mun meiri en hann átti að venjast. Þar sýna undirmenn yfirmanni sínum við allar kringumstæður djúpa virðingu og með þessu hafði hann opnað fyrir þann möguleika að hann yrði hlægilegur í návist þeirra. Stjórnendurnir voru sammála um að húmor virkar ágætlega til að tryggja og tengja langtímaviðskipti. Þeir töluðu jafn- framt um að hann virkaði vel þegar mistök verða eða misskilningur manna á milli, sem er ekki óalgengt í samskiptum fólks sem er jafnvel að tala tungumál sem það hefur ekki fullt vald á. Húmorinn geti því bjargað miklu við að hlæja að mistökunum í staðinn fyrir að skiptast á ásökunum. ÍSLENDINGAR SJÁ HEIMINN Í MISMUNANDI GRÁUM LITATÓNUM Serbinn Milan Todorovich er svæðisstjóri hjá Actavis á Balkansvæðinu og sér um umsvif fyrirtækisins í Serbíu, Króatíu, Bosníu, Albaníu, Makedóníu og Rúmeníu. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2003 og hefur því öðlast umtalsverða reynslu af samskiptum við Íslendinga sem hann hafði fyrir þann tíma haft lítil afskipti af. „Það er gríðarlega mikill menningarmun- ur milli Serbíu og Íslands, hvort sem litið er til hugarfars íbúanna eða þjóðararfsins. Þegar ég kom fyrst til starfa hjá Actavis hugsaði ég sem svo að heimssýn Íslendinga væri örugglega nokkurn veginn sú sama og mín – litskrúðug og flókin eins og í mínu landi. Eftir nokkurn tíma áttaði ég mig þó á því að sú var ekki raunin. Íslendingar líta heiminn mun einfaldari augum en við – og það reynist þeim vel í viðskiptum. Ég hef oft sagt, kannski meira í gríni en alvöru, að Íslendingar sjái heiminn tvílitan. Ekki svartan og hvítan, eins og sumir kynnu að halda, heldur ljósgráan og dökkgráan. Þannig að ég vil meina að Íslendingar sjái í raun bara einn lit en í mismunandi tónum. Og það sem þeir sjá er nokkuð raunsær, þægilegur og jákvæður litur.“ Það tók Milan nokkurn tíma að átta sig á hegðun og samskiptamáta Íslendinganna en hann segist nú far- inn að þekkja og kunna að meta hann. „Þeir eru mjög opnir og óhræddir við að koma inn í nýjan og óþekktan heim og læra af öðrum. Á sama tíma eru þeir mjög íslenskir í hegðun og hugs- unarhætti. Þeir eru framkvæmdaglað- ir og hafa alltaf augun á takmarkinu. Stundum eru þeir ekki mjög næmir á staðbundnar kringumstæður, einfald- lega vegna þess að þeir þekkja ekki falin merki menningarinnar þegar kemur að samskiptum milli fólks, bakgrunni þess, sögunni og þar fram eftir götunum. Við Serbar höfum til- hneigingu til að flækja málin á meðan Íslendingarnir ganga hreint til verks og sóa engum tíma. Þetta er mikill kostur en um leið galli því þeir verða þá að taka afleiðingunum af því að einfalda hlutina um of.“ HLÆJA AÐ SÖMU BRÖNDURUNUM Milan þykir þeir Íslendingar sem hann hefur kynnst skemmtilegir og segir í reynd ekki mikinn mun á skopskyni Íslendinga og Serba þrátt fyrir ólíkan bakgrunn þjóðanna. „Við eigum ekki í neinum vandræðum með menn- ingarmun þegar kemur að húmornum því við hlæjum öll að sömu bröndurunum. Það er ekki hægt með sumum þjóðum, eins og til dæmis Belgum og Austurríkismönnum. Landfræðilega eru þau lönd nær okkur en í raun er munurinn á þeim og okkur meiri en á okkur og Íslendingum. Það gæti verið að sumum þætti erfitt að fylgja Íslendingunum eftir, því þeir eru mjög orkumiklir, en þannig er íslenskt viðskiptafólk.“ Íslensk kímni er óþýðanleg Valur Bergsveinsson starfar sem ráð- gjafi í alþjóðasamskiptum og felst vinna hans í að aðstoða fólk og fyrirtæki með samskipti við „erfið“ markaðssvæði. Ef samskipti við eitthvert svæði ganga erfiðlega, svo sem við samninga, kemur Valur að og reynir að finna út úr því hvar vandamálin liggja og finna lausn á þeim í samráði við stjórnendur. Áður bjó Valur á Kýpur í sjö ár þar sem hann rak fyrirtæki sérhæft í verkefnaþró- un og var í miklum samskiptum við Miðausturlönd og þekkir því það svæði sérstaklega vel. „Ég ráðlegg þeim sem eru að fara í viðskipti við framandi þjóðir að láta sína kímni ekki endilega koma fram og um fram allt að reyna ekki að segja brand- ara. Kaldhæðnisbrandarar eiga sérstak- lega aldrei við, enda er ekkert fyndið að vera kaldhæðinn, nema kannski við einhvern sem skilur þig og þekkir mjög vel. Íslenskan húmor er ekki hægt að þýða, það er svo einfalt,“ segir Valur sem segir það fyrst og fremst nauð- synlegt að bjóða af sér góðan þokka og þægilegt viðmót. „Það sem kemur frá hjartanu nær til hjartans,“ segir hann og vill með því segja að mikilvægast sé að fólk sé það sjálft þótt það sýni gildis- mati annarra nærgætni og hagi sér ekki endilega eins og heima hjá sér. „Það er afar mikilvægt að leita sér upplýsinga um viðskiptavininn áður en samskiptin hefjast og kynna sér til hlítar hvað hann vill og hverju hann er vanur. Hvað þykir dónaskap- ur í hans landi? Hvernig á ég að klæða mig? Hvernig eru borðsiðirnir? Hvernig er gjafamenningin? Allt eru þetta hlutir sem er nauðsynlegt að vera meðvitaður um áður en maður fer af stað,“ segir Valur og segir lítið þýða að hoppa upp í flugvél og halda að maður geti alltaf verið maður sjálf- ur. Þetta segir hann algeng mistök hjá Íslendingum sem lenda í vandræð- um með samskipti erlendis. „Sumir hverjir eru ekki nógu næmir og gagn- rýnir á sjálfa sig, sína veikleika og sína viðskiptahegðan. Þar af leiðandi haga þeir sér nákvæmlega eins og þeir myndu gera heima á Íslandi. Það getur verið eins og að vera fíll í postulínsverslun.“ Valur bendir á að oft séu mestu við- skiptasnillingarnir ekki endilega fær- astir í samskiptum og öfugt. Þeir sem eigi erfitt með samskipti ættu því að fá einhvern til að hjálpa sér við þau því annars sé hætta á að ekki náist að byggja upp það traust sem þarf til við- skipta. „Það er stundum of mikil þjóð- remba í okkur og við áttum okkur ekki á að okkar nálgun virkar ekki á fjölmarga kúltúra.“ Valur segir það hafa færst í vöxt að fyrirtæki leiti sér aðstoðar með alþjóða- samskipti þótt þess viðhorfs gæti enn að í viðskiptum tali allir sama tungumál- ið. „Ég hef heyrt háttsetta stjórnendur íslenskra fyrirtækja segja: „Þetta er algjört bull, maður, við erum öll eins“ þegar talið berst að menningarmun og menningarlæsi. Það er alveg rétt, við erum að upplagi sama fólkið. En undir- liggjandi þættir, gildismat okkar og viðmið, sem og félagsmótun, eru allt aðrir. Það færi enginn íslenskur kaup- sýslumaður að kaupa fyrirtæki erlendis án þess að hafa gert á því verðmat og kynnt sér reksturinn í þaula. Hvernig stendur þá á því að farið er af stað án þess að kynna sér viðmið, gildismat, venjur og siði mótaðilanna?“ VALUR BERGSVEINSSON, RÁÐGJAFI Í ALÞJÓÐASAMSKIPTUM Valur segir að íslenskir kaupsýslumenn sem starfa á framandi mörkuðum átti sig oft ekki á því að íslenska nálgunin virkar ekki á fjölmarga kúltúra. Nýleg dæmi sanna að oft getur það sem álitið er sak- laust skop á einum stað verið túlkað sem argasti dóna- skapur eða eitthvað mun verra en það annars staðar. Nærtækasta dæmið um hvernig húmor getur snúist upp í andhverfu sína er skopteikningamálið mikla sem skók heimsbyggðina alla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.