Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 63
63■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■23
Photoshop-fræðingurinn Ben Will-
more er á leið til Íslands og mun
halda námskeið í photoshop fyrir
fagmenn og áhugamenn um hönn-
un og prentsmíði dagana 5.-6.
október.
Á námskeiðinu kemur Willmore
meðal annars inn á gegnsæi og
vatnsmerki, „layera“ og meðhöndl-
un þeirra í flókinni myndvinnslu
meðal annars og meðhöndlun
„vextor“-texta utan photoshop svo
fátt eitt sé nefnt.
Námskeið Willmores hafa notið
mikilla vinsælda í gegnum tíðina,
enda þykir hann bæði vera frábær
kennari og fyrirlesari, meðal annars
vegna þess að hann getur gert flók-
in verkefni einföld og aðgengileg.
Námskeiðið er haldið á vegum
prenttæknisviðs Iðunnar og verður
haldið í húsnæði fræðslusetursins
að Hallveigarstíg 1. Það er um að
gera og tryggja sér sæti með því að
hafa samband í síma 590 6400 enda
takmarkaður sætafjöldi í boði. Nán-
ari upplýsingar á www.si.is
-rve
Tölvusnillingur sýnir réttu taktana
Hönnuðurinn og photoshop-kennarinn Ben Willmore
heldur námskeið á vegum prenttæknisviðs Iðunnar.
Iðnnám þróast og breytist eins
og annað nám, auk þess sem nýir
áfangar bætast við. Til dæmis má
nefna að Iðnskólinn í Reykjavík
býður nú í ár í fyrsta skiptið upp á
nám í lýsingarfræði, sem er mennt-
un fyrir fólk til þess að hanna og
skipuleggja lýsingu í húsnæði. „Við
setjum þetta upp á háskólastigi
þar sem við gerum kröfur um að
nemendur hafi ákveðið mikið nám
að baki,“ útskýrir Baldur Gíslason,
skólameistari Iðnskólans í Reykja-
vík. Námið skiptist í tvennt; annars
vegar er hægt að verða lýsingar-
fræðingur og hins vegar lýsingar-
hönnuður og eru áherslurnar í nám-
inu mismunandi eftir bakgrunni
nemenda.
Aðspurður um þær breytingar
sem orðið hafa á undanförnum árum
á iðnnámi segir Baldur þær vera þó
nokkrar. „Í nær öllum iðngreinum
eru komnar nýjar námskrár, sú nýj-
asta í rafiðngreinum. Breytingarnar
felast að mestu í því að handverkið
er farið að vega minna en tæknin er
að verða meiri.“ Undir þessi sjónar-
mið tekur Þór Pálsson, áfangastjóri
Iðnskólans í Hafnarfirði. „Námið
er komið meira í skólana og aukin
fagþekking og verkkunnátta er það
sem hefur verið að þróast mest.
Krafan um meiri tækni er alltaf að
aukast.“ - sha
Tæknin í iðn-
námi að aukast
Miklar breytingar hafa orð-
ið í iðnnámi að undanförnu
og eru áherslur að breytast.
Nýjar námskrár hafa tekið gildi í fjölmörg-
um iðngreinum á undanförnum misser-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8