Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 96
menning@frettabladid.is ! 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR28 Kl. 12.00 Þorgerður Einarsdóttir fjallar um staðalmyndir kynjanna í erindi sem hún nefnir „Kynjakerfið: Feðraveldi á undanhaldi eða lífsseigasta yfir- ráðakerfið?“ á vegum Félagsvísinda- torgs Háskólans á Akureyri í stofu L101 á Sólborg við Norðurslóð. > Ekki missa af... síðustu bíódögum kvikmyndahátíðar- innar IFF sem lýkur á fimmtudaginn. dansleikhúsi Pinu Bausch sem sýnir verkið Água í Borgarleikhúsinu. Síð- asta sýningin er kl. 20 í kvöld. samsýningingunni „Guðs útvalda þjóð“ í galleríi Kling & bang. Fjöldi myndlistar- og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni en sýningarstjóri er Snorri Ásmundsson. Ein trú - tveir heimar Samkomur í Dómkirkjunni Ræðumaður sr. Helgi Hróbjartsson Fimmtudagur 21. september kl. 20 Ávarp og ritningarlestur: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur og Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hk. Tónlist er í umsjá Léttsveitar Dómkórsins, Marteins H Friðrikssonar og Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Föstudagur 22. september kl. 20 Ávarp og ritningarlestur: Sr. Hjálmar Jónsson, sóknarpr. og sr. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastj. SÍK. Tónlist er í umsjá Óskars Einarssonar, Fannyar Tryggvadóttur, Hrannar Svansdóttur og Páls Rósinkrans. Eftir að samkomum lýkur er boðið upp á ráðgjafarsamtöl um trúarlíf og fræðslu og fyrirbæn. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkjuprestur leiðir samkomurnar. HJARTANLEGA VELKOMIN! Leikritið Fagnaður eftir breska leikskáldið og Nóbelsverðlauna- hafann Harold Pinter fer aftur á svið Þjóðleikhússins og verður fyrsta sýningin næstkomandi sunnudag. Harold Pinter, eitt frægasta leikskáld samtímans, hlaut Nóbels- verðlaunin í bókmenntum árið 2005 en leikritið Fagnaður er af mörgum álitið hans fyndnasta og aðgengilegasta verk í áraraðir. Pinter er eitt frumlegasta og merkasta leikskáld Breta á síðari hluta tuttugustu aldar en hann hefur á ferli sínum skrifað á þriðja tug leikrita og haft gífurleg áhrif á leiklistarlíf í Bretlandi, bæði sem leikstjóri og höfundur. Á síðari árum hefur Pinter látið mikið til sín taka á opinberum vettvangi en hörð gagnrýni hans á ríkisstjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna vegna stefnu þeirra í alþjóðastjórnmálum hefur vakið mikla athygli. Harold Pinter voru á þessu ári veitt evrópsku leiklistarverðlaunin, virtustu leik- listarverðlaun álfunnar. Mörg leikrita Pinters hafa verið sett upp á Íslandi; þau þekkt- ustu eru Húsvörðurinn, Eins konar Alaska, Kveðjuskál, Heim- koman, Elskhuginn og leikritið Svik sem sett var upp hérlendis á síðasta ári. Fagnaður gerist á veit- ingastað í London þar sem matar- gestir eru allir að fagna einhverju. Undir niðri býr þó ógn og tauga- veiklun sem ágerist þegar líður á. Verkið er margslungið og óvænt- ur húmor leikskáldsins nýtur sín vel. Í tengslum við endurupptöku sýningarinnar verður boðið upp á Kvöldstund með Pinter þau kvöld sem sýningar verða og verður þá boðið upp á næringu fyrir líkama og sál. Að loknum málsverði í Leikhúskjallaranum mun Martin Regal, dósent í ensku við Háskóla Íslands, flytja erindi um Pinter og verk hans en leiksýningin hefst síðan kl. 21.00. Leikstjóri Fagnaðar er Stefán Jónsson en leikarar eru Edda Arn- ljótsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Jón Páll Eyjólfsson, Kristján Franklín Magnús, Margrét Kaaber, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Ólafur Egill Egilsson. Þýðandi er Elísabet Snorradóttir, búningar eru í hönd- um Rannveigar Gylfadóttur, Björn Bergsteinn Guðmundsson sér um lýsingu og höfundur leik- myndar er Börkur Jónsson. - khh Fagnaður á svið á ný FAGNAÐI FAGNAÐ Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Verk Nóbelskáldsins Harolds Pinters fer aftur á svið um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR Flæmski rithöfundurinn Sylvía Vanden Heeden líkir höfuðinu á sér við safnhaug. Þar sé allt fullt af handa- hófskenndum upplifunum en í óreiðunni verða samt til frjósamar afurðir og ein þeirra er sagan um Rebba og Héru. „Ég byrjaði að skrifa því ég gat ekki gert neitt annað,“ segir Sylvía kímin. „Ég ætlaði mér að verða listamaður og fór í lista- skóla. Ég hef verið að skrifa smá- sögur frá því ég var 9-10 ára og mig dreymdi um að skrifa bækur en óraði aldrei fyrir því að neitt yrði gefið út.“ Hún segist jafnan hafa byrjað með mikilfenglegan titil og langan efnislista. „Ég byrjaði á einum kafla og skrifaði annan og kannski síðustu setn- inguna í sögunni en kláraði aldrei það sem þurfti að vera á milli. Maður þarf sjálfsaga til að skrifa bækur og ég hafði hann hrein- lega ekki.“ Núna er Sylvía búin að skrifa liðlega þrjátíu bækur af ýmsum toga. Eftir að hún hreppti verð- launasæti í samkeppni um sögur fyrir unga lesendur kom fyrsta bókin hennar út, 1987, og hún hefur verið sískrifandi síðan. „Allt í einu var ég orðinn rit- höfundur, eins og fyrir algjöra slysni,“ segir hún í gríni. Sylvía segist skrifa allt nema ljóð. „Bækurnar mínar eru mjög ólíkar, ég skrifa fyrir börn á aldr- inum 6-16 ára en líka myndabæk- ur fyrir yngri lesendur, sögulegar skáldsögur og sálfræðilegar sögur fyrir fullorðna. Ég skrifa fantasí- ur eins og Rebba og Héru en líka sögur um dýr sem ekki ganga í fötum eða tala,“ áréttar hún. Reyndar gleyma lesendur oft að hún hefur skrifað fleiri bækur en sögurnar um þá títtnefndu vini. „Það hafa komið út átta bækur um þau og sú fyrsta er komin út á íslensku.“ Sögurnar um Rebba, Héru og vini þeirra þykja með eindæmum hugljúfar og hafa notið gríðarlegra vin- sælda um allan heim á undan- förnum árum. Fyrsta bókin um Rebba og Héru segir frá vetri í skóginum og er sérstaklega hugs- uð fyrir börn sem eru að byrja að lesa. „Ég skrifaði þessa bók með unga lesendur í huga. Þeim finnst auðveldara að byrja á stuttum orðum og setningum en svo lengj- ast þau eftir því sem líður á sög- una. Þetta er svona saga sem vex með barninu en það er auðvelt að byrja á henni.“ Sögurnar hafa ílengst á metsölulistum um alla Evrópu og hugmyndin hefur undið talsvert upp á sig, búið er að gera tölvuleiki eftir bókunum og gefa út orða- og uppskriftabók í sömu seríu. Sylvía segist sjaldan þurfa að leita innblásturs fyrir skriftirn- ar, hugmyndirnar flæði nokkuð greiðlega en hún líkir höfðinu á sér við safnhaug. „Ég er ekki með heila, bara safnhaug,“ segir hún hlæjandi. „Þú veist að safnhaug- urinn er í raun og veru bara rusl en úr honum verður samt frjó- samur jarðvegur. Allt sem ég sé og upplifi fer á safnhauginn, flestu gleymi ég, eins og til dæmis hvar ég set lyklana mína, en svo geta verið litlir hlutir eða hugmyndir þar sem breiða úr sér, blómstra og úr verður saga.“ kristrun@frettabladid.is Safnhaugur í heilastað SYLVÍA VANDEN HEEDEN RITHÖFUNDUR Varð rithöfundur fyrir slysni en hefur verið sískrifandi síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tilkynnt var um útgáfu á ófullgerðri sögu rithöfundarins J.R.R. Tolki- en fyrr í vikunni. Sagan ber heit- ið The Children of Hurin og mun hún koma út hjá Houghton Mifflin útgáfunni í Bandaríkunum og HarperCollins í Bretlandi. Frétta- vefur dagblaðsins The Guardian greinir frá því að yngsti sonur Tolkiens, Christopher Tolkien, sem hefur helgað sig verkum föður síns síðustu þrjátíu árin, hafi fullgert söguna og að hún muni koma út næsta vor. Söguslóðirnar eru kunnuglegar þeim sem lesið hafa Hringadróttins- sögu, þekktasta verk Tolkiens sem hlaut endurnýjun lífdaga í kvik- myndaaðlöun leikstjórnas Peter Jackosons. Sagan var æskuverk Tolk- iens en hann vann að gerð hennar árið 1918. Hringa- dróttinssaga kom ekki út fyrr en rúmum þrjáíu árum síðar. Bókin ku greina frá elstu sögnum ævintýraheims- ins sem Tolkien skapaði og kenndur er við Miðgarð. Christopher Tolkien á útgáfurétt að bókum föður síns en hann hefur með ötulli vinnu leitast við að varpa ljósi á feril Tolkiens með útgáfu ýmiss konar rita. Hann er einnig þekktur fyrir teikning- ar sínar sem birtust í þríleikn- um vinsæla sem selst hefur í rúmum fimmtíu milljónum eintaka um allan heim. RITHÖFUNDURINN J.R.R. TOLKIEN Christoper Tolkien fullkláraði sögu föður síns sem kemur út á næsta ári. Sonur dregur föður að landi Píanóleikarinn Peter Máté heldur tónleika í TÍBRÁR-tónleikaröð Salarins í kvöld. Á efnisskránni eru verk eftir Janácek, Chopin, Bartók, Hjálmar H. Ragnarsson, Schubert og Franz Liszt. Í tilkynn- ingu frá listamanninum segir að flest verkanna séu ættuð frá Austur-Evrópu. „Tónmál verkanna eru nátengd mállýsku og sérstök- um framburði á tungu höfund- anna, til dæmis móravísku Janáceks og ungversku Bartóks, og með það í huga er skemmtilegt að velta fyrir sér óvenjulegum hendingum í verkunum.“ Peter Máté er ættaður frá Ung- verjalandi og lauk einleikara- og meistaragráðu frá Tónlistar- akademíunni í Prag. Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann kveðst hafa fengið tæki- færi undanfarið til að leika fyrir þröngan vinahóp á stofutónleik- um. „Það hefur verið mjög skemmtileg reynsla að leika fyrir lítinn hóp eins og tíðkaðist oft á tímum rómantísku risanna þó að fyrirbærið eigið sér raunar mun lengri sögu. Spenna, gleði, ást, vinátta og kærleikur eru aðeins nokkur þeirra orða sem koma upp í hugann. Það er einmitt von og ósk mín að eiga góðra vina fund með píanóverkum meistar- anna á þessum tónleikum.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld. PETER MÁTÉ PÍANÓLEIKARI Leikur verk ættuð frá Austur-Evrópu. Músíkalskur fundur við meistarana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.