Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 24
[ ]Misskilinn gulur Munið að gult ljós við gatnamót þýðir ekki að gefa eigi í heldur að hægja eigi á ferðinni. Stöndum saman og gerum umferðina öruggari. Reynsluakstur Porsche 911 Carrera 4S með aflaukningar- pakka. Ímyndaðu þér að einn góðan veð- urdag komist þú að því að þú hafir aðeins notað annað lungað alla þína ævi. Skyndilega byrjar svo hitt lungað að starfa og í fyrsta skipti getur þú dregið andann fyrir alvöru. Þetta er kannski ekki góð sam- líking en gefur smá hugmynd um muninn á því að keyra Porsche 911 Carrera 4S og venjulegan fólksbíl. Samband ökumannsins við bílinn er mjög sterkt, maður skynjar hann og veginn með næstum öllum lík- amanum. Þrátt fyrir að vera hlað- inn búnaði af nýjustu sort verður hann fyrst og fremst framlenging á manni sjálfum. Og þá fyrst verður nú gaman að keyra bíl. Ekki skemmir að fyrir aftan aftursætin, og reyndar afturöxl- ana líka, liggur 381 hestafls mótor sem öskrar eins og hjörð villidýra um leið og þú treður bensíngjöf- inni niður. Kannski hávaði í eyrum sumra, en ljúfasta tónlist í eyrum allra sem kunna að njóta þeirrar óhefluðu ánægju sem það er að keyra alvöru sportbíl. Í akstri hefur bíllinn breitt notkunarsvið og þó að allar tölur sýni að hægt sé að koma honum í 300 km hraða er það alls ekki nauð- synlegt til að njóta þess að keyra hann. Maður er mjög fljótur að fá tilfinningu fyrir bílnum og hann er léttari og þægilegri í akstri en margir vinsælir fólksbílar, kannski ekki síst fyrir það hvað vélin svarar vel. Gírskiptingin er sérlega ljúf og áreynslulaus. Sama má segja um kúplingu og bensíngjöf, svo að bíllinn er mjög þægilegur í innan- bæjarakstri, öfugt við suma sport- bíla sem eru stífir og þreytandi að keyra lengi í þéttri og tafsamri umferð. Bíllinn er búinn fjórhjóladrifi sem tryggir honum gott upptak, aðeins 4,6 sekúndur úr kyrrstöðu í hundrað. Að viðbættri stillanlegri fjöðrun, breiðum dekkjum og kraftmiklum og stórum keramik- bremsum gerir það bílinn líka gríðarlega skemmtilegan í akstri. Á hlykkjóttum vegum heldur hann hraða í gegnum hverja beygjuna á fætur annarri án þess svo mikið sem að halla, og í þeim kröppustu er ekkert mál að bremsa eldsnöggt niður, taka beygjuna og skjótast aftur upp í leyfðan hámarkshraða á svipstundu. Þó að um hreinræktaðan sport- bíl sé að ræða ber innréttingin þess vott að Porsche er líka lúxus- bíll. Leður og burstað ál hvert sem litið er, gervihnattaleiðsögukerfi, mjög vandað hljóðkerfi og fallegt mælaborð sem er að hluta til staf- rænt. Skriðstillir, innbyggður sími og rafmagn í sætum, rúðum, spegl- um og topplúgu eru meðal annarra hluta sem hægt væri að telja upp. Porshe hefur að þessu leytinu breyst í gegnum árin, en áður fyrr voru bílarnir frekar hráir að innan, enda fyrst og fremst byggð- ir til að njóta þess að keyra þá. Eitt sem hefur ekki breyst er staðsetning vélarinnar, sem gerði það reyndar að verkum að í árdaga 911, fyrir fjörutíu árum, var frek- ar erfitt að stjórna bílnum. Aftur- endinn átti það til að vilja fara eitthvert annað en framendinn. Þessu hefur fyrir löngu síðan verið kippt í lag með háþróaðri fjöðrun og vandlegri þyngdar- dreifingu. Í dag ræður nánast hvaða ökumaður sem er við að keyra bílinn þannig að hans sé notið, enda af mörgum talinn best heppnaði og vandaðasti 911-bíll- inn til þessa. En þarf maður virkilega bíl sem er 4,6 sekúndur í hundrað, ræður við vinkilbeygju á mikilli ferð og kæmist í 300 ef maður færi með hann á kappaksturs- braut? Nei nei, ekkert frekar en maður þarf bæði lungun. Hreinræktaður sportbíll Mælaborðið er leðurklætt, með gervi- hnattaleiðsöguskjá, innbyggðum síma og mörgu fleiru. Í Porsche þýða gular bremsudælur að um keramikbremsur sé að ræða. Með aflaukingarpakkanum verður bíll- inn 381 hestafl í stað 355 áður. Útlit bílsins fylgir hefðbundnum línum 911, ef frá er talinn Aerokit vindskeiðapakkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PORSCHE 911 CARRERA S4 (MEÐ AFLAUKNINGARPAKKA) Vél: 3,8 lítra bensín 381 hestafl / 415 Nm Uppg. eyðsla í bl. akstri: 12,5 l/100 km Hámarkshraði: 300 km/klst 0-100 km/kls: 4,6 sek. Farangursrými: 105 lítrar Þyngd: 1.550 kg 6 gíra „short shift“ beinskipting PLÚS: Unaðslegir aksturseiginleikar Góð hröðun og bremsur Hljóðið í vélinni MÍNUS: Afturætin aðeins fyrir lítil börn Umboð: Bílabúð Benna REYNSLUAKSTUR Man 26.430. fyrst skráður Desember 2005. Tveggjadrifa dráttarbíll á lofti að aftan með sturtudælu. Nádrif - XL Hús með einni koju – Sólskyggni - Kælibox Símkerfi - Útvarp og geislaspilari - Rafm. í rúðum og speglum - loftkæling. Ekinn aðeins 48,000 km. Verð 7.250,000 + vsk. skráður og skoðaður. Nýir 2007. Ford 2,2 Lt 130 hestöfl - Commandrail diesel, ABS- EBD Aksturstalva – Útihitamælir - Leður stýri - Armpúðar á sætum. Loftkæling-2 öryggispúðar – Útvarp - Geislaspilari með fjarstýringu. Rafm. í rúðum - Gírskipting í mælaborði - Þjófavörn með fjarstýringu. Lengd 6,37 - Svefnpláss fyrir fjóra - Tvíbreitt rúm aftur í. Þriggja punkta öryggisbelti fyrir fjóra - Stór dekk 215/75 R16”. Verð 5,200,000 kr. með vsk. skráður og skoðaður. Til sölu fyrir viðskiptavin. Bílexport á Íslandi ehf. Bóas sími 0049-175-271-1783 • Eðvald sími 896-6456 BluCamp Sky 20 Mercedes Bens 316CDI árg. 2005. Ekinn 6000 km. 156 hestafl a Commandrail Td. Stórt hjónarúm aftur í - Stór geymsla m. aðgengi að utan, L eldhús – Loftkæling Geislaspilari-Dvd + tvö sjónvörp m/fl atskjá. og m.m.fl eira. Sjón er sögu ríkari. Verð 6.200.000 skráður og skoðaður. Mercedes Benz 316CDI MAN 26.430 Höfum til afhendingar strax Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.