Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 10
10 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR 10% vaxtaauki! Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót eða SPRON Viðbót á Netinu fyrir 24. september næstkomandi fá 10% vaxtaauka á áunna vexti um áramótin. Enn frekari ávinningurstendur einum n‡jum reikningseigandatil bo›a:Fer›avinningur frá Heimsfer›um,gjafabréf a› andvir›i 150.000 kr. 150.000 kr.gjafabréf A RG U S / 06 -0 47 2 ���� ���� Nóatúni 4 Sími 520 3000 ����������� A T A R N A / S T ÍN A M A J A / F ÍT Skoðið öll tilboðin á: www.sminor.is Verið ávallt velkomin í heimsókn STJÓRNMÁL Nýtt frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga gerir ráð fyrir umfangsmiklum breytingum frá því sem nú er kveðið á um í lögun- um. Björn kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun en það er endurbætt útgáfa af frumvarpi sem hann lagði fyrir Alþingi síðasta vor en hlaut ekki framgöngu. Meðal nýmæla frumvarpsins er að upphaf fyrningarfrests kyn- ferðisbrota miðist við átján ára aldur brotaþola en ekki fjórtán ár eins og nú er. Refsihámark fyrir kynferðislega áreitni gegn börn- um verður hækkað þannig að brot gegn yngstu börnunum munu fyrnast á lengri tíma en nú er kveðið á um. Refsing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára verður þyngd og verða refsimörkin þau sömu og fyrir nauðgun; fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Með því er lögð áhersla á alvarleika slíkra brota og teljast þá nauðgun og kynmök við börn yngri en fjórtán ára alvarlegustu kynferðisbrotin í stað nauðgunar einnar áður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka refsingu eða fella hana niður ef sá er gerist sekur um samræði eða önnur kynferðis- mök gagnvart barni yngra en fjór- tán ára er á svipuðum aldri og þroskastigi og barnið. Hugtakið nauðgun verður rýmkað frá því sem nú er. Þannig er gert ráð fyrir að önnur kynferðis- nauðung og misnotkun á bágu and- legu ástandi og því að þolandi getur ekki spornað við verknaðin- um eða skilið þýðingu hans teljist nauðgun. Við það þyngist refsing vegna slíkra brota frá því sem nú er og verður fangelsisvist frá einu ári og allt að sextán árum, í stað fangelsis allt að sex árum nú. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsi- vert að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberum aug- lýsingum. Enn fremur er í frumvarpinu almennt ákvæði um lögfestingu refsiábyrgðar vegna kynferðis- legrar áreitni. bjorn@frettabladid.is Refsivert að auglýsa vændi Refsing fyrir að stunda vændi fellur niður en í stað- inn gert refsivert að auglýsa vændi. Þá verður refs- ing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára þyngd, samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra. BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra boðar hertari viðurlög við kynferðisbrotum. Enn fremur er í frumvarpi hans gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að auglýsa eftir kynmökum. Læknastofa Steingerðar Sigurbjörnsdóttur í Domus Medica Læknastofan lokar 1.nóvember næst- komandi. Þeim sem verið hafa í reglulegu eftirliti er bent á að panta tíma sem fyrst í s. 563 1011 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI KJARAVIÐRÆÐUR Kjaraviðræðum leikskólakennara hefur nú verið vísað til sáttasemjara ríkisins. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir það mat leikskólakennara að ekki beri mikið í milli og vonast til að samningar takist áður en samn- ingar leikskólakennara losna í lok september. Viðræður leikskólakennara hafa staðið yfir með hléum frá í júní en um síðstu helgi hafnaði launanefnd sveitafélaga tillögu Félags leikskólakennara, sem félagið telur forsendu samkomu- lags. Björg segir leiðréttingu launa leikskólakennara frá 1. janúar síðastliðinn hafa áhrif á kröfur þeirra nú. Björg vildi ekkert gefa upp um kröfur leikskólakennara eða hvers eðlis þær væru. Þess má geta að laun nýútskrifaðs leikskólakenn- ara eru 196.970 krónur á mánuði. Fyrsti fundur með ríkissáttasemj- ara hefur ekki verið ákveðinn. Launanefnd sveitafélaga hefur ákveðið að framlengja tímabundn- ar heimildir sveitarfélaga sem samþykkar voru í janúar til við- bótargreiðslna umfram kjara- samning leikskólakennara. Heim- ildirnar gilda til gildistöku nýs kjarasamnings. - hs Kjaraviðræðum leikskólakennara hefur verið vísað til sáttasemjara ríkisins: Kjaradeila til sáttasemjara BJÖRG BJARNADÓTTIR Það er mat leik- skólakennara að ekki beri mikið á milli í samningaviðræðum. MUNNFYLLI AF RÖRUM Svisslending- urinn Marco Hort sést hér troða 259 drykkjarstráum upp í sig í keppni sem fram fór í Vínarborg um helgina. Fleiri myndir eru á marcohort.com. NORDICPHOTOS/AFP GRÓÐURFAR Greni er víða í sæmilegu ástandi og mun minna er um sitkalús núna en fyrr í sumar. Þetta var meðal þess sem kom í ljós þegar útbreiðsla og skaðsemi trjásjúkdóma og meindýra var könnuð fyrir skömmu. Samtals komu rann- sóknarmenn við á 43 stöðum á landinu til að kanna ástand skóga. Yfirleitt reyndist heilbrigði trjágróðurs vera þokkalegt og munar þar mestu um að birki- maðksfaröldrum er lokið. Ösp er víða skemmd eftir haust- og vorfrost og sumstaðar hafa aspartré dáið vegna þessa. Leiðangursmenn voru Guðríð- ur Eyjólfsdóttir, Halldór Sverris- son og Guðmundur Halldórsson. - hs Ástand trjágróðurs víða gott: Sitkalúsin á undanhaldi FISKVEIÐAR Skip Greenpeace- samtakana, Arctic Sunrise, hefur verið á ferð um Eystrasalt og reynt að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Eystri hluti Eystrasaltsins er lokaður fyrir fiskveiðum frá 15. júní til 15. september en græn- friðungar sigldu fram á fjölda neta á svæðinu á þessu tímabili, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta. Samkvæmt talskonu Green- peace í Svíþjóð lögðu áhafnir pólskra fiskiskipa fjölda ólög- legra þorskaneta á svæðinu. Í netunum var aðallega ókynþroska smáþorskur. - hs Veiðar á lokuðu hafsvæði: Ólögleg þorska- net í Eystrasalti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.