Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 104
36 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
> Ólafur liggur undir feldi
Ólafur Þórðarson knattspyrnuþjálfari liggur nú undir feldi og
mun senn ákveða framtíð sína í knattspyrnunni. Hann sagði
í samtali við Fréttablaðið að hann væri að skoða sín mál en
vildi ekki staðfesta hvort hann ætti í viðræðum við eitt eða
fleiri félög. Hann staðfesti þó að hann hefði hafnað tilboði
frá ÍR fyrir skömmu en hann hefur einnig verið orðaður við
þjálfarastöðuna hjá Þrótti. Þá sagði hann
einnig að til greina kæmi að hætta
alfarið þjálfunarstörfum en yrði þá
mikil eftirsjá að honum.
Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson, leikmaður Silkeborgar í Dan-
mörku, varð fyrir því leiðinlega atviki í síðustu viku að vera skall-
aður í andlitið af samherja sínum. Hörður sagði málið vera graf-
ið og að atvikið hefði átt sér stað í hita leiksins.
„Það var bara smá æsingur á æfingunni sem er búið að
leysa. Þetta var bara leyst strax og ekkert vandamál,“
sagði Hörður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það
var bara hasar á æfingunni og þetta var ekkert alvar-
legt. Málið var svo bara afgreitt þannig að menn
myndu ekkert tjá sig um þetta og málið yrði leyst
innan félagsins. Mér semur mjög vel við þenn-
an samherja minn utan vallar. Svona
gerist bara í hita leiksins en þetta var
auðvitað leiðinlegt atvik,“ sagði Hörð-
ur, sem fékk blóðnasir og rispu á nefið við
skallann.
Hörður sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í þessum mánuði
að hann væri mjög sáttur hjá Silkeborg og hann sagði að þetta
atvik breytti engu þar um. „Þetta er bara til að krydda tilveruna.
Það þýðir ekkert að erfa þetta, sérstaklega núna þegar við
erum vonandi komnir á beinu brautina,“ sagði Hörður en
Silkeborg sigraði Vejle 4-2 í síðasta leik.
Hörður sagðist ekki finna fyrir pressu af stuðningsmönnum
Silkeborgar þrátt fyrir að stigin hefðu ekki verið að skila sér
í hús. „Þetta hefur verið ósköp þægilegt og við höfum
alveg fengið að æfa í friði. Við erum búnir að vera
óheppnir í þessum leikjum og alls ekkert mikið
slakari en hin liðin. Nema kannski í leiknum á
móti FC Kaupmannahöfn. Þeir eru með hrikalega
sterkt lið,“ sagði Hörður og hann vildi ekki meina
að umrætt atvik á æfingunni í síðustu viku hefði
verið vegna gremju leikmanna með gengi liðsins.
„Gremjan hefur verið furðulítil vegna þess að við
höfum verið að spila vel, það vantar bara að fá síð-
ustu sendinguna á réttan stað. Það er verið að vinna í
þessu og við skoruðum nú fjögur mörk í síðasta leik.
Það er bara vonandi að það opnist einhverjar flóðgáttir
í kjölfarið.“
HÖRÐUR SVEINSSON: LENTI Í HELDUR LEIÐINLEGU ATVIKI Á ÆFINGU MEÐ SILKEBORG Í SÍÐUSTU VIKU
Var skallaður af samherja á æfingu
FÓTBOLTI Eins og fram hefur komið
í Fréttablaðinu er Guðjón Þórðar-
son sterklega orðaður við ÍA sem
næsti þjálfari liðsins en hann
hefur lýst yfir áhuga á starfinu og
segir aðila á Akranesi hafa komið
að máli við sig um að þjálfa liðið.
Ekki er þó búið að skrifa undir
neina samninga og það er ekkert
fast í hendi í knattspyrnuheimin-
um fyrr en búið er að skrifa
undir.
Það veit Guðjón líka en hann
sagði í viðtali við nafna sinn Guð-
mundsson á Sýn um síðustu helgi
að hann væri ekki á vonarvöl þó
hann fengi ekki starfið hjá ÍA og
að það væru fleiri kostir í stöð-
unni. Fréttablaðið fór á stúfana og
skoðaði hvaða aðra möguleika
Guðjón á hér á landi.
Fréttablaðið gefur sér að FH,
KR. Valur, Keflavík og ÍBV komi
hreinlega ekki til greina. Þrjú
fyrstu liðin eru með þjálfara,
Keflavík fer klárlega ekki aftur í
samstarf við Guðjón og svo verð-
ur að teljast mjög ólíklegt að hann
fari til ÍBV í 1. deildinni.
Að mati Fréttablaðsins koma
þar af leiðandi átta lið til greina
hér á landi sem gætu mögulega
ráðið Guðjón í vinnu - Breiðablik,
Fylkir, Grindavík, Víkingur, Fram,
HK, Þróttur og Stjarnan.
Forráðamenn Breiðabliks
sögðu að það væri pólitískur vilji
af hálfu félagsins og Ólafs
Kristjánssonar um að gera nýjan
samning. Sama þótt liðið félli.
Þegar spurt var hvort félagið
hefði áhuga á Guðjón Þórðarsyni
var svarið klárt nei.
Fylkismenn eru með samning
við Leif Garðarsson sem rennur
ekki út fyrr en eftir tvö ár og hann
verður virtur að sögn Harðar
Antonssonar, formanns meistara-
flokksráðs Fylkis.
Hjá nýliðum HK fengust þau
svör að þar væri enginn áhugi á
að skoða þjálfaraskipti og verður
því að teljast ansi líklegt að Gunn-
ar Guðmundsson haldi áfram með
liðið. Þróttur hefur samkvæmt
heimildum blaðsins engan áhuga
á Guðjóni en félagið hefur verið í
viðræðum við Ólaf Þórðarson,
fyrrum þjálfara ÍA.
Nokkra athygli vekur að
Grindavík vill ekki loka á þann
möguleika að semja við Guðjón,
sem var kominn langleiðina til
félagsins á sínum tíma en tók u-
beygju við Bláa lónið á elleftu
stundu og samdi við Keflavík. Sú
ákvörðun fór ekki vel í þá aðila
sem voru tilbúnir að greiða laun
Guðjóns og spurning hvort þeir
séu til í að setja pening í Guðjón í
dag.
Ákveðið óvissuástand er í her-
búðum Stjörnunnar þar sem
Bjarni Benediktsson er að láta af
formennsku í knattspyrnudeild-
inni og ekki er enn ljóst hver tekur
við af honum. Jörundur Áki
Sveinsson hefur þjálfað liðið síð-
ustu ár en ekki liggur fyrir hvort
hann muni gera það áfram. Það er
því ekki hægt að afskrifa Stjörn-
una en oft hafa fundist peningar
fyrir íþróttalífið í bænum þegar á
þarf að halda.
Róbert Agnarsson, formaður
knattspyrnudeildar Víkings, sagði
að félagið væri með þjálfara og
væri ánægt með hann. Magnús
Gylfason á tvö ár eftir af núver-
andi samningi við félagið en samn-
ingurinn er væntanlega uppsegjan-
legur af beggja hálfu í lok móts.
Aðspurður vildi Róbert ekki neita
því að félagið hefði áhuga á Guð-
jóni.
Undir stjórn Ásgeirs Elíasson-
ar vann Fram 1. deildina í sumar
en þrátt fyrir það er Ásgeir ekki
öruggur um stöðu sína. Samning-
ur Ásgeirs við Fram er með endur-
skoðunarákvæði að loknu hverju
tímabili og að sögn Finnbjörns
Agnarssonar, formanns Fótbolta-
félags Reykjavíkur, er stjórnin að
skoða framhaldið en hann var
ekki til í að slá því föstu að Ásgeir
yrði áfram við stjórnvölinn.
Aðspurður hvort félagið hefði
áhuga á Guðjóni Þórðarsyni svar-
aði Finnbjörn: „Hvaða lið hefur
ekki áhuga á Guðjóni Þórðar-
syni?“
henry@frettabladid.is
Hvaða kosti á Guðjón Þórðarson?
Guðjón Þórðarson sagðist í sjónvarpsviðtali um helgina ekki vera á vonarvöl fengi hann ekki vinnu hjá ÍA,
fleiri kostir væru í stöðunni. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins eru aðeins fjórir mögulegir kostir í stöðunni
hjá Guðjóni fyrir utan ÍA. Ekki er samt víst að öll þessi félög muni leita eftir hans kröftum.
HVAÐA LIÐ ÞJÁLFAR HANN? Guðjón Þórðarson er kominn heim og ætlar að þjálfa lið
hér á landi næsta sumar. ÍA er líklegt en ef það gengur ekki upp virðist Guðjón eiga
fjóra möguleika í stöðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Mögulegur áhugi á Guðjóni:
Fram
Grindavík
Stjarnan
Víkingur
Ólíklegt að reyni við Guðjón:
Breiðablik
FH
Fylkir
HK
ÍBV
Keflavík
Valur
Þróttur
FÓTBOLTI Þegar stundarfjórðung-
ur var liðinn af leik Brann og
Sandefjord í norsku úrvalsdeild-
inni um helgina varð Kristján
Örn Sigurðsson fyrir olnboga-
skoti andstæðingsins og
nefbrotnaði við höggið. Hann
kláraði engu að síður leikinn og
af því var læknir liðsins, Ola
Jösendal, ekki hrifinn. „Það var
ekki gott að sjá til þeirra. Það
væri engu líkara að þeir hefðu
lent í götuslagsmálum,“ sagði
Jösendal en annar leikmaður
Brann, Erlend Hanstveit, lék
með lausa framtönn í leiknum
eftir samstuð við leikmann.
Hann sagði að hann væri
hræddur leikmannanna vegna
en þeir eru óneitanlega mikil
hörkutól.
Sjálfur sá Kristján ekkert
athugavert við þetta. „Ég fann
ekki fyrir neinum sársauka eða
varð var við neitt annað
vandamál,“ sagði Kristján við
Bergens Tidende. - esá
Læknir Brann í Noregi:
Ósáttur við að
Kristján spilaði
FÓTBOLTI Vefmiðillinn Soccernet
vakti athygli á því í gær að FH
væri fyrsta liðið sem væri búið að
tryggja sér þátttökurétt í
forkeppni Meistaradeildarinnar
sem hefst á næsta ári.
Riðlakeppnin í núverandi móti
er rétt nýhafin. FH tók þátt í
forkeppninni nú í sumar, rétt eins
og í fyrra, en féll úr leik í 2.
umferð fyrir pólska liðinu Legia
Varsjá. FH mun því þurfa að bíða
í ansi langan tíma eftir því að
spila á ný í Meistaradeildinni og
þessi bið vekur nokkra athygli
hjá erlendum félögum. - esá
Íslandsmeistarar FH:
Fyrstir í Meist-
aradeildina
FÓTBOLTI Á spjallsíðu ÍA var fyrir
tveim dögum sett í gang skoðana-
könnun á meðal stuðningsmanna
liðsins um hvort þeir vildu fá Guð-
jón Þórðarson sem þjálfara eða
halda tvíburunum Arnari og
Bjarka Gunnlaugssonum áfram.
Um kvöldmatarleytið í gær
höfðu aðeins tíu stuðningsmenn
félagsins kosið. Sjö gáfu Arnari og
Bjarka sitt atkvæði, Guðjón fékk
tvö en einn vill hvorugan þessara
kosta.
Stuðningsmennirnir ræða
málið einnig á síðunni og þá kemur
í ljós að ekki eru allir jafn hrifnir
af því að fá Guðjón aftur upp á
Akranes en yfirveguðustu stuðn-
ingsmennirnir vilja geyma
umræðuna fram yfir næstu helgi
og benda á að mikilvægast sé að
styðja liðið um næstu helgi og
tryggja um leið sætið í Lands-
bankadeildinni endanlega.
- hbg
Kosning um Arnar og Bjarka eða Guðjón Þórðarson:
Skoðanalausir
Skagamenn?
TVÍBURARNIR VINSÆLIR Fleiri Skaga-
menn vilja að þeir haldi áfram en að
Guðjón taki við, samkvæmt skoðana-
könnun á heimasíðu ÍA.
sport@frettabladid.is