Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 50
■■■■ { iðnaðarblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10 Ljósmyndastofan Mynd var stofn- uð árið 1984 og hefur verið í eigu hjónanna Bjarna Jónssonar og Grétu Björgvinsdóttur frá upphafi. „Við erum búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár hjónin og höfum alltaf haft í nógu að snúast,“ segir Bjarni Jónsson. Rekstur Myndar snýst að stórum hluta kringum fasta liði á borð við barna-, fermingar- og brúðkaups- myndir. Á haustin er líka farið í skóla og teknar bekkjar- og ein- staklingsmyndir. Mynd hefur alltaf verið til húsa í Hafnarfirði. Fyrirtækið flutti í eigið húsnæði við Bæjarlind 26 fyrir fimm árum eftir að hafa verið í leiguhúsnæði árin þar á undan. Starfsmenn Myndar eru fjórir. Bjarni segir rekstur ljósmynda- stofu nokkuð sveiflukenndan og árstíðabundinn. Mestu tarnirnar séu fermingar og stúdentaútskriftir á vorin og síðan mánuðirnir fyrir jól „Það er helst sumartíminn sem er rólegur en þá eru helgarnar þó vanalega fullbókaðar í giftingar eða barnamyndatökur. Áður fyrr var líka mikið af passamyndatökum á sumrin en nú eru slíkar myndir teknar á skrifstofu sýslumanns.“ Ljósmyndabransinn hefur breyst gríðarlega undanfarin ár með til- komu stafrænna myndavéla. Bjarni segist lengi hafa þráast við en loks látið undan fyrir um þremur árum. „Ég sakna nú ekki filmanna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Áður fyrr var ég mikill filmukarl og var því ekkert að skipta um bara til þess eins að skipta um.“ Bjarni segist hafa fengið lánaða stafræna vél fyrir nokkrum árum og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. Hann bar saman stafrænu mynd- irnar annars vegar og aðrar teknar með hefðbundinni vél og sá aug- ljósan gæðamun á myndunum. „Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki þráast mikið lengur við.“ Spurður hvort stafrænu vélarn- ar spari ljósmyndurum ekki mikla vinnu segir Bjarni svo ekki vera. Vinnan verði hins vegar öll miklu léttari þótt sparnaður sé líklega ekki mikill mældur í mínútum. „Munur- inn er sá að nú er maður alltaf að vinna í dagsljósi og sér hvað maður er með í höndunum. Ég ferðast mikið í starfinu og kom stundum til baka með tvö hundruð filmur og þurfti kannski að henda stórum hluta af því. Í dag sér maður þetta allt saman strax.“ Bjarni hafði komið sér upp miklu safni ljósmyndabúnaðar áður en hann skipti yfir í stafrænar vélar. „Ég á fullt af tækjum; vélum, linsum, stækkurum og dóti. Þetta stendur allt saman ónotað og eng- inn vill kaupa.“ Bjarni segir rekstur Myndar hafa gengið nokkuð vel um árin. Hins vegar liggi mikil vinna að baki, sérstaklega þar sem mikið þurfi að bera sig eftir vinnu við ljósmyndun. „Þetta hefur stundum verið barn- ingur. Hins vegar liggur ljóst fyrir að við værum ekki ennþá í þessu ef ekki hefði gengið hreint ágætlega. Við lifum ágætis lífi og höfum ekki yfir neinu að kvarta.“ Margir ljósmyndarar hafa misst spón úr aski sínum eftir að sýslu- mannsembættum var heimilað að taka passamyndir. Ljósmyndara- félag Íslands hefur höfðað mál á hendur dómsmálaráðuneytinu og hyggst leita úrlausnar málsins fyrir dómstólum. Bjarni segir svo- lítið skrítið að ljósmyndarar þurfi meistarabréf í faginu til að opna eigin stofur en ófaglærðir starfs- menn sýslumanns geti myndað fólk án þess að spyrja kóng eða prest. „Sumir eru að missa allt að helm- ingi tekna sinna. Svo eru þetta oft einu myndirnar sem til eru af fólki við andlát og betra að slíkar mynd- ir séu þokkalegar en ekki eins og af ótíndum glæpamönnum.“ Stafræna tæknin breytti öllu Hjónin Bjarni Jónsson og Gréta Björgvinsdóttir hafa rekið ljósmyndastofuna Mynd í rúm tuttugu ár. Starf ljósmyndarans gerbreyttist að mati Bjarna með tilkomu stafrænnar tækni. Hann segir rekstur ljósmyndastofu árstíðabundinn og telur furðulegt að ófaglærðir starfsmenn sýslumanns hafi nú leyfi til að taka passamyndir. Bjarni og Gréta hafa rekið ljósmyndastofuna Mynd í tuttugu og tvö ár. Stærsta breytingin varð með tilkomu stafrænna myndavéla, segir Bjarni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Norm-x • Auðbrekku 6 • Kópavogi • Sími 565-8899.Skoðaðu heimasíðuna www.normx.is NORM-X Hita pottar Ál-, stál- og trefjahúsgögn í miklu úrvali. Íslensk framleiðsla www.normx.is Viðarkamínur á ótrúlega góðu verði Mest seldu hita pottar á Íslandi Framleiddir með sérstöku tilliti til íslenska hitaveituvatnsins   Endingargóðir – yfir 30 ára reynsla Þúsundir ánægðra notenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.