Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 10
10 20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
10% vaxtaauki!
Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is
Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót
eða SPRON Viðbót á Netinu fyrir 24. september næstkomandi
fá 10% vaxtaauka á áunna vexti um áramótin.
Enn frekari ávinningurstendur einum n‡jum reikningseigandatil bo›a:Fer›avinningur frá Heimsfer›um,gjafabréf a› andvir›i 150.000 kr.
150.000 kr.gjafabréf
A
RG
U
S
/
06
-0
47
2
���� ����
Nóatúni 4
Sími 520 3000
�����������
A
T
A
R
N
A
/
S
T
ÍN
A
M
A
J
A
/
F
ÍT
Skoðið
öll tilboðin á:
www.sminor.is
Verið ávallt
velkomin
í heimsókn
STJÓRNMÁL Nýtt frumvarp Björns
Bjarnasonar dómsmálaráðherra
um kynferðisbrotakafla almennra
hegningarlaga gerir ráð fyrir
umfangsmiklum breytingum frá
því sem nú er kveðið á um í lögun-
um.
Björn kynnti frumvarpið á
fundi ríkisstjórnarinnar í gær-
morgun en það er endurbætt
útgáfa af frumvarpi sem hann
lagði fyrir Alþingi síðasta vor en
hlaut ekki framgöngu.
Meðal nýmæla frumvarpsins
er að upphaf fyrningarfrests kyn-
ferðisbrota miðist við átján ára
aldur brotaþola en ekki fjórtán ár
eins og nú er. Refsihámark fyrir
kynferðislega áreitni gegn börn-
um verður hækkað þannig að brot
gegn yngstu börnunum munu
fyrnast á lengri tíma en nú er
kveðið á um.
Refsing fyrir samræði og önnur
kynferðismök við barn yngra en
fjórtán ára verður þyngd og verða
refsimörkin þau sömu og fyrir
nauðgun; fangelsi frá einu ári og
allt að sextán árum. Með því er
lögð áhersla á alvarleika slíkra
brota og teljast þá nauðgun og
kynmök við börn yngri en fjórtán
ára alvarlegustu kynferðisbrotin í
stað nauðgunar einnar áður.
Þó er gert ráð fyrir að heimilt
verði að lækka refsingu eða fella
hana niður ef sá er gerist sekur
um samræði eða önnur kynferðis-
mök gagnvart barni yngra en fjór-
tán ára er á svipuðum aldri og
þroskastigi og barnið.
Hugtakið nauðgun verður
rýmkað frá því sem nú er. Þannig
er gert ráð fyrir að önnur kynferðis-
nauðung og misnotkun á bágu and-
legu ástandi og því að þolandi
getur ekki spornað við verknaðin-
um eða skilið þýðingu hans teljist
nauðgun. Við það þyngist refsing
vegna slíkra brota frá því sem nú
er og verður fangelsisvist frá einu
ári og allt að sextán árum, í stað
fangelsis allt að sex árum nú.
Þá er í frumvarpinu gert ráð
fyrir að refsing fyrir að stunda
vændi sér til framfærslu verði
felld niður og í staðinn gert refsi-
vert að bjóða fram, miðla eða óska
eftir kynmökum í opinberum aug-
lýsingum.
Enn fremur er í frumvarpinu
almennt ákvæði um lögfestingu
refsiábyrgðar vegna kynferðis-
legrar áreitni. bjorn@frettabladid.is
Refsivert að
auglýsa vændi
Refsing fyrir að stunda vændi fellur niður en í stað-
inn gert refsivert að auglýsa vændi. Þá verður refs-
ing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn
yngra en fjórtán ára þyngd, samkvæmt frumvarpi
dómsmálaráðherra.
BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra boðar hertari viðurlög við kynferðisbrotum.
Enn fremur er í frumvarpi hans gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til
framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að auglýsa eftir kynmökum.
Læknastofa
Steingerðar Sigurbjörnsdóttur
í Domus Medica
Læknastofan lokar 1.nóvember næst-
komandi. Þeim sem verið hafa í reglulegu
eftirliti er bent á að panta tíma sem fyrst
í s. 563 1011
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
KJARAVIÐRÆÐUR Kjaraviðræðum
leikskólakennara hefur nú verið
vísað til sáttasemjara ríkisins.
Björg Bjarnadóttir, formaður
Félags leikskólakennara, segir
það mat leikskólakennara að ekki
beri mikið í milli og vonast til að
samningar takist áður en samn-
ingar leikskólakennara losna í lok
september.
Viðræður leikskólakennara
hafa staðið yfir með hléum frá í
júní en um síðstu helgi hafnaði
launanefnd sveitafélaga tillögu
Félags leikskólakennara, sem
félagið telur forsendu samkomu-
lags.
Björg segir leiðréttingu launa
leikskólakennara frá 1. janúar
síðastliðinn hafa áhrif á kröfur
þeirra nú.
Björg vildi ekkert gefa upp um
kröfur leikskólakennara eða hvers
eðlis þær væru. Þess má geta að
laun nýútskrifaðs leikskólakenn-
ara eru 196.970 krónur á mánuði.
Fyrsti fundur með ríkissáttasemj-
ara hefur ekki verið ákveðinn.
Launanefnd sveitafélaga hefur
ákveðið að framlengja tímabundn-
ar heimildir sveitarfélaga sem
samþykkar voru í janúar til við-
bótargreiðslna umfram kjara-
samning leikskólakennara. Heim-
ildirnar gilda til gildistöku nýs
kjarasamnings. - hs
Kjaraviðræðum leikskólakennara hefur verið vísað til sáttasemjara ríkisins:
Kjaradeila til sáttasemjara
BJÖRG BJARNADÓTTIR Það er mat leik-
skólakennara að ekki beri mikið á milli í
samningaviðræðum.
MUNNFYLLI AF RÖRUM Svisslending-
urinn Marco Hort sést hér troða 259
drykkjarstráum upp í sig í keppni sem
fram fór í Vínarborg um helgina. Fleiri
myndir eru á marcohort.com.
NORDICPHOTOS/AFP
GRÓÐURFAR Greni er víða í
sæmilegu ástandi og mun minna
er um sitkalús núna en fyrr í
sumar.
Þetta var meðal þess sem kom
í ljós þegar útbreiðsla og
skaðsemi trjásjúkdóma og
meindýra var könnuð fyrir
skömmu. Samtals komu rann-
sóknarmenn við á 43 stöðum á
landinu til að kanna ástand skóga.
Yfirleitt reyndist heilbrigði
trjágróðurs vera þokkalegt og
munar þar mestu um að birki-
maðksfaröldrum er lokið. Ösp er
víða skemmd eftir haust- og
vorfrost og sumstaðar hafa
aspartré dáið vegna þessa.
Leiðangursmenn voru Guðríð-
ur Eyjólfsdóttir, Halldór Sverris-
son og Guðmundur Halldórsson.
- hs
Ástand trjágróðurs víða gott:
Sitkalúsin á
undanhaldi
FISKVEIÐAR Skip Greenpeace-
samtakana, Arctic Sunrise, hefur
verið á ferð um Eystrasalt og
reynt að koma í veg fyrir
ólöglegar veiðar.
Eystri hluti Eystrasaltsins er
lokaður fyrir fiskveiðum frá 15.
júní til 15. september en græn-
friðungar sigldu fram á fjölda
neta á svæðinu á þessu tímabili,
að því er fram kemur á vef
Fiskifrétta.
Samkvæmt talskonu Green-
peace í Svíþjóð lögðu áhafnir
pólskra fiskiskipa fjölda ólög-
legra þorskaneta á svæðinu. Í
netunum var aðallega ókynþroska
smáþorskur. - hs
Veiðar á lokuðu hafsvæði:
Ólögleg þorska-
net í Eystrasalti