Fréttablaðið - 26.09.2006, Side 10

Fréttablaðið - 26.09.2006, Side 10
10 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Norðvestur- kjördæmi. Helga Vala er leikari að mennt og hefur bæði leikið og leik- stýrt. Þá hefur hún unnið að dagskrárgerð hjá Bylgjunni, Ríkisútvarpinu, Talstöðinni og á NFS. Helga Vala er búsett í Bolungarvík. - bþs Helga Vala Helgadóttir: Í prófkjör Sam- fylkingarinnar HELGA VALA HELGADÓTTIR DÓMSMÁL Aðalmeðferð hefst í dag í máli Auðar Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Laxness, gegn Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni vegna brota á höfundarrétt- arlögum. Forsaga málsins er sú að Hannesi er gefið að sök að hafa brotið höfundarréttarlög „með grófum og ítrekuðum hætti“ í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókaraðar sinnar um ævi nóbelsskáldsins. Í ákærunni eru brotin sögð framin af ásetningi eða stór- felldu gáleysi. Fjölskylda Hall- dórs vill að Hannes verði dæmdur samkvæmt 54. grein höfundar- réttarlaga en refsing við slíkum brotum getur verið fjársekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Málið var þingfest fyrir Hér- aðsdómi í nóvember 2004. Því var síðar vísað frá þann 9. júní 2005 með þeim rökum að ekki hafi verið gerð nægileg grein fyrir brotum Hannesar í máls- höfðuninni og hún hafi því verið ófullnægjandi. Var Auði einnig gert að greiða Hannesi 500 þús- und krónur í málskostnað. Hæstiréttur felldi frávísunina úr gildi í september á síðasta ári með þeim rökum að málið væri einkarefsimál og ekki ætti að gera sambærilegar kröfur til málatil- búnaðar í slíkum málum og gerð- ar væru til ákæru í opinberu máli. Héraðsdómur mun nú taka efnis- lega afstöðu til málsins. - þsj Aðalmeðferð í máli Auðar Sveinsdóttur gegn Hannesi Hólmsteini hefst í dag: Efnislegrar afstöðu að vænta HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON AUÐUR LAXNESS BETRI YFIRSÝN Bakarameistarinn hefur stækkað ört á síðustu 10 árum. TOK bókhaldskerfið hefur stækkað með okkur og veitt okkur þá yfirsýn yfir reksturinn sem við þurfum hverju sinni. Þannig höldum við okkur í fararbroddi með nýjungar og getum boðið viðskiptavinum okkar upp á gæðavöru. Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarinn hf. Ræddu við okkur um hvernig TOK hentar þér í síma 545 1000. HugurAx Grjóthálsi 5 www.hugurax.is HugurAx Guðríðarstíg 2-4 hugurax@hugurax.is Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar 28. september kl. 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 39 50 09 /2 00 6 SAMGÖNGUMÁL Breikkun Suður- landsvegar er lífsnauðsynleg. Þetta segir Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Á rúmum tíu árum hefur umferð frá Selfossi og nágrenni þess til Reykjavíkur aukist um allt að níutíu prósent. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni bendir allt til þess að þessi þróun haldi áfram og muni þá jafnvel tvöfald- ast á næstu tíu árum. Í gær var undirritað samkomu- lag um stofnun Suðurlandsvegar ehf. Tilgangur félagsins er að flýta breikkun á veginum milli Selfoss og Reykjavíkur. Stofnendurnir eru Sjóvá, sveitarfélögin austan Hell- isheiðar, Mjólkursamsalan og Sam- tök sunnlenskra sveitarfélaga. Tillögur um framkvæmdirnar hafa ekki enn verið teknar inn í samgönguáætlun Alþingis, sem von er á í haust. Samkvæmt gild- andi samgönguáætlun er gert ráð fyrir 300 milljóna framlagi til vegabóta á Suðurlandsvegi. Til samanburðar bendir Þorvarður á að samkvæmt útreikningum Sjó- vár var beinn kostnaður trygg- ingafélaga og tjónavalda árið 2004 vegna slysa á veginum um 600 milljónir. Við það bættust 400 milljónir sem samfélagið stóð straum af. - kdk Eignarhaldsfélag um breikkun Suðurlandsvegar var stofnað í gær: Segja breikkun lífsnauðsynlega VIÐ STOFNUNINA Tilgangur félagsins er að flýta fyrir breikkun á veginum sem liggur á milli Selfoss og Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR STRÍPAÐ GEGN STJÓRNVÖLDUM Þessi ungi maður beraði á sér bossann í mótmælunum vegna lygahneykslisins í Ungverjalandi á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELDSVOÐI Vélaskemma á Þor- gautsstöðum í Hvítársíðu brann til kaldra kola um helgina. Slökkvilið Borgarfjarðardala var kallað út en þegar það kom á staðinn þótti ljóst að ekki væri hægt að bjarga skemmunni. Slökkviliðsmönnum tókst þó að afstýra því að eldurinn breiddist út í nálægt timburhús en sögðu þeir að litlu hefði mátt muna. Töluvert tjón varð í eldsvoð- anum þar sem í skemmunni voru meðal annars tvær dráttarvélar, nýleg sláttuvél og heyvinnuvélar. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá rafmagni. - þsj Skemma brann til kaldra kola: Töluvert tjón á tækjabúnaði NORÐURLÖND Vinsæl Eyrarsundsbrú Eitt hundrað milljón farþegar hafa farið yfir Eyrarsundsbrú milli Danmerkur og Suður-Svíþjóðar síðan hún var tekin í gagnið fyrir sex árum. Ökumenn þurfa að greiða 2.900 krónur til að fara þessa 15,3 kílómetra leið. LEIKSKÓLAR Nú vantar starfsfólk í 15-16 stöðugildi á leikskólum í Kópavogi. Sesselja Hauksdóttir leikskóla- fulltrúi segir að á flesta leikskóla í bænum vanti aðeins einn til starfa en fáar umsóknir komi inn frá faglærðu fólki. „Nú býðst leiðbeinendum á leikskólum í Kópavogi að sækja nám við Fjölbrautaskólann í Garðabæ sem Kópavogsbær greiðir fyrir.“ Sesselja segir að um 40-45 starfsmenn hafa tekið þessu boði en náminu fylgja launaflokka- hækkanir fyrir utan þær einingar sem starfsfólk vinnur sér inn. - hs 15-16 vantar á leikskólana: Bærinn greiðir nám starfsfólks LEIKSKÓLABÖRN Nú vatnar starfs- fólk í um 15 stöðugildi á leikskólum í Kópavogi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.