Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 10
10 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Norðvestur- kjördæmi. Helga Vala er leikari að mennt og hefur bæði leikið og leik- stýrt. Þá hefur hún unnið að dagskrárgerð hjá Bylgjunni, Ríkisútvarpinu, Talstöðinni og á NFS. Helga Vala er búsett í Bolungarvík. - bþs Helga Vala Helgadóttir: Í prófkjör Sam- fylkingarinnar HELGA VALA HELGADÓTTIR DÓMSMÁL Aðalmeðferð hefst í dag í máli Auðar Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Laxness, gegn Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni vegna brota á höfundarrétt- arlögum. Forsaga málsins er sú að Hannesi er gefið að sök að hafa brotið höfundarréttarlög „með grófum og ítrekuðum hætti“ í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókaraðar sinnar um ævi nóbelsskáldsins. Í ákærunni eru brotin sögð framin af ásetningi eða stór- felldu gáleysi. Fjölskylda Hall- dórs vill að Hannes verði dæmdur samkvæmt 54. grein höfundar- réttarlaga en refsing við slíkum brotum getur verið fjársekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Málið var þingfest fyrir Hér- aðsdómi í nóvember 2004. Því var síðar vísað frá þann 9. júní 2005 með þeim rökum að ekki hafi verið gerð nægileg grein fyrir brotum Hannesar í máls- höfðuninni og hún hafi því verið ófullnægjandi. Var Auði einnig gert að greiða Hannesi 500 þús- und krónur í málskostnað. Hæstiréttur felldi frávísunina úr gildi í september á síðasta ári með þeim rökum að málið væri einkarefsimál og ekki ætti að gera sambærilegar kröfur til málatil- búnaðar í slíkum málum og gerð- ar væru til ákæru í opinberu máli. Héraðsdómur mun nú taka efnis- lega afstöðu til málsins. - þsj Aðalmeðferð í máli Auðar Sveinsdóttur gegn Hannesi Hólmsteini hefst í dag: Efnislegrar afstöðu að vænta HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON AUÐUR LAXNESS BETRI YFIRSÝN Bakarameistarinn hefur stækkað ört á síðustu 10 árum. TOK bókhaldskerfið hefur stækkað með okkur og veitt okkur þá yfirsýn yfir reksturinn sem við þurfum hverju sinni. Þannig höldum við okkur í fararbroddi með nýjungar og getum boðið viðskiptavinum okkar upp á gæðavöru. Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarinn hf. Ræddu við okkur um hvernig TOK hentar þér í síma 545 1000. HugurAx Grjóthálsi 5 www.hugurax.is HugurAx Guðríðarstíg 2-4 hugurax@hugurax.is Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar 28. september kl. 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 39 50 09 /2 00 6 SAMGÖNGUMÁL Breikkun Suður- landsvegar er lífsnauðsynleg. Þetta segir Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Á rúmum tíu árum hefur umferð frá Selfossi og nágrenni þess til Reykjavíkur aukist um allt að níutíu prósent. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni bendir allt til þess að þessi þróun haldi áfram og muni þá jafnvel tvöfald- ast á næstu tíu árum. Í gær var undirritað samkomu- lag um stofnun Suðurlandsvegar ehf. Tilgangur félagsins er að flýta breikkun á veginum milli Selfoss og Reykjavíkur. Stofnendurnir eru Sjóvá, sveitarfélögin austan Hell- isheiðar, Mjólkursamsalan og Sam- tök sunnlenskra sveitarfélaga. Tillögur um framkvæmdirnar hafa ekki enn verið teknar inn í samgönguáætlun Alþingis, sem von er á í haust. Samkvæmt gild- andi samgönguáætlun er gert ráð fyrir 300 milljóna framlagi til vegabóta á Suðurlandsvegi. Til samanburðar bendir Þorvarður á að samkvæmt útreikningum Sjó- vár var beinn kostnaður trygg- ingafélaga og tjónavalda árið 2004 vegna slysa á veginum um 600 milljónir. Við það bættust 400 milljónir sem samfélagið stóð straum af. - kdk Eignarhaldsfélag um breikkun Suðurlandsvegar var stofnað í gær: Segja breikkun lífsnauðsynlega VIÐ STOFNUNINA Tilgangur félagsins er að flýta fyrir breikkun á veginum sem liggur á milli Selfoss og Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR STRÍPAÐ GEGN STJÓRNVÖLDUM Þessi ungi maður beraði á sér bossann í mótmælunum vegna lygahneykslisins í Ungverjalandi á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELDSVOÐI Vélaskemma á Þor- gautsstöðum í Hvítársíðu brann til kaldra kola um helgina. Slökkvilið Borgarfjarðardala var kallað út en þegar það kom á staðinn þótti ljóst að ekki væri hægt að bjarga skemmunni. Slökkviliðsmönnum tókst þó að afstýra því að eldurinn breiddist út í nálægt timburhús en sögðu þeir að litlu hefði mátt muna. Töluvert tjón varð í eldsvoð- anum þar sem í skemmunni voru meðal annars tvær dráttarvélar, nýleg sláttuvél og heyvinnuvélar. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá rafmagni. - þsj Skemma brann til kaldra kola: Töluvert tjón á tækjabúnaði NORÐURLÖND Vinsæl Eyrarsundsbrú Eitt hundrað milljón farþegar hafa farið yfir Eyrarsundsbrú milli Danmerkur og Suður-Svíþjóðar síðan hún var tekin í gagnið fyrir sex árum. Ökumenn þurfa að greiða 2.900 krónur til að fara þessa 15,3 kílómetra leið. LEIKSKÓLAR Nú vantar starfsfólk í 15-16 stöðugildi á leikskólum í Kópavogi. Sesselja Hauksdóttir leikskóla- fulltrúi segir að á flesta leikskóla í bænum vanti aðeins einn til starfa en fáar umsóknir komi inn frá faglærðu fólki. „Nú býðst leiðbeinendum á leikskólum í Kópavogi að sækja nám við Fjölbrautaskólann í Garðabæ sem Kópavogsbær greiðir fyrir.“ Sesselja segir að um 40-45 starfsmenn hafa tekið þessu boði en náminu fylgja launaflokka- hækkanir fyrir utan þær einingar sem starfsfólk vinnur sér inn. - hs 15-16 vantar á leikskólana: Bærinn greiðir nám starfsfólks LEIKSKÓLABÖRN Nú vatnar starfs- fólk í um 15 stöðugildi á leikskólum í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.