Fréttablaðið - 26.09.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 26.09.2006, Síða 12
12 26. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR MANCHESTER, AP Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hefur lengi vonast til þess að taka við af Tony Blair sem bæði forsætisráð- herra og leiðtogi Verkamanna- flokksins. Í gær skýrði hann frá hugmyndum sínum um stefnu flokksins eins og hún yrði undir sinni forystu í ræðu sem hann flutti á þingi Verkamannaflokksins í Manchester. Brown hóf ræðu sína á því að bera lof á Tony Blair og sagði að bæði hann sjálfur og Verkamanna- flokkurinn hefðu lært mikið af Tony Blair. Meðal annars að Verkamanna- flokkurinn gæti ekki „bara haldið með verkafólki, við verðum að halda með fyrirtækjunum líka,“ og einnig að „enginn getur verið hlut- laus í baráttunni gegn hryðjuverk- um.“ Hann sagði að flokkurinn mætti aldrei falla þá í gryfju hatast við Bandaríkin, en biðlaði þó til þeirra sem lengst eru til vinstri í flokknum með því að segja að Bretar mættu aldrei fara í stríð án þess að hafa til þess samþykki þjóðþingsins. Flokksfélagar þeirra Browns og Blairs, sem hlýddu á ræðuna, fögn- uðu þó mest þegar hann fjallaði um innanlandsmálefni, ekki síst þegar hann sagðist ætla að „njóta þess“ að takast á við Íhaldsflokkinn. Svo skaut hann aðeins á David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, þegar hann sagðist hafa lagt fyrir sig stjórnmál til þess að gera eitt- hvað sem skiptir máli en ekki til þess að verða frægur. Brown viðurkenndi einnig að á ýmsu hefði gengið í samskiptum þeirra Blairs, og bætti því við að þar sem „ágreiningur hefur leitt athyglina frá því sem máli skiptir, þá sé ég eftir því, og ég veit að Tony gerir það líka.“ - gb Hrósaði Blair í bak og fyrir Gordon Brown flutti í gær langa stefnuræðu á flokksþingi breska Verkamannaflokksins og vonast til þess að taka fljótlega við af Tony Blair. LÍKLEGUR ARFTAKI BLAIRS Gordon Brown fjármálaráðherra segist hafa lært mikið af Tony Blair. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FO R V A RN AR D A G UR IN N 2 0 0 6 TAKTU ÞÁTT! HVERT ÁR SKIPTIR MÁLI www.forvarnardagur. is Verkefnið er styrkt af Hvetjum börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Stuðningur foreldra skiptir sköpum. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 4 9 2 KÓLOMBÓ Sjóher Srí Lanka réðst á báta Tamílatígra í gær. Talsmaður hersins segir sjötíu uppreisnar- menn hafa fallið, en Tígr- arnir sjálfir kannast ekki við að fleiri en þrír hafi látist í átökunum. Tígr- arnir halda því að auki fram að þeir hafi náð að skemma tvö árásarskip stjórnarhersins. Þorfinnur Ómarsson, talsmað- ur norrænu eftirlitssveitanna, segir ómögulegt að segja nokkuð með vissu í þessu tilfelli. Tölur séu iðulega ýktar af báðum fylkingum. Áróð- ursstríð standi yfir og ásakanir á báða bóga, til að mynda þegar fjöldi múslima var myrtur í síð- ustu viku. Enn sé óvíst hver hafi átt þar hlut að máli og bendir hvor fylk- ingin á hina. Á næstu dögum er von á ályktun um ástand mála í Srí Lanka frá norrænu eftirlitssveitinni, að sögn Þorfinns Ómarssonar. - kóþ Áróðursstríð á Srí Lanka: Deilt um hvort þrír eða sjötíu hafi fallið ÞORFINNUR ÓMARSSON STJÓRNMÁL Valdimar Sigurjóns- son, nemi við Háskólann á Bifröst, gefur kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norðvestur- kjördæmi. Valdimar er viðskiptalög- fræðingur og stundar meistaranám í skattarétti á Bifröst. Hann er formaður Framsóknarfélagsins Bifrastar og varamaður í sveitarstjórn Borgarbyggðar. - bþs Valdimar Sigurjónsson: Í prófkjör Framsóknar VALDIMAR SIGURJÓNSSON HÉRAÐSDÓMUR Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli Lesley Ágústsson gegn afsláttar- og markaðssetningar- fyrirtækinu Aquanetworld. Við réttarhöldin kom fram að Lesley hefði greitt 2,6 milljónir króna í fyrirtækið fyrir nokkrum árum. Lesley átti að fá vildarpunkta- ávísun á fjögurra mánaða fresti og 2,5 prósent af allri veltu fyrir fjárfestingu sína og vinnu í þágu fyrirtækisins. Hún sagðist ekkert hafa fengið, ekki einu sinni endur- greiðslu. Aquanetworld safnaði fyrir- tækjum á afsláttarlista og gaf út kort. Kortunum átti að renna í gegnum posa þannig að punkta- söfnun færi fram. Lesley átti að fá eigin heimasíðu en á henni átti að vera listi með afsláttarfyrir- tækjum. Í dómnum kom fram að hug- búnaður hefði aldrei verið fullþró- aður eða tekinn í notkun og að posar hefðu verið settir upp á Kýpur í blekkingarskyni og til að sannfæra Lesley um að halda áfram í Aquanetworld. Mark Ashley Wells, stofnandi Aquanetworld, mætti ekki í dóm- inn og hafnaði viðtali en sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að Lesley Ágústsson hafi brotið samkomulag við fyrirtækið og síðan markvisst reynt að valda fyrirtækinu tjóni, til dæmis með lygum. - ghs MARK ASHLEY WELLS Aðalmeðferð í máli Lesley Ágústsson gegn Aquanetworld: Posar notaðir til að blekkja DÓMSMÁL Sátt hefur verið gerð í máli Sigurðar Björnsson gegn fyrrverandi ritstjórum DV, Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfa- syni. Sigurður höfðaði málið vegna umfjöllunar og myndbirt- ingar þar sem greint var frá veikindum hans vorið 2005. Sáttagjörðin felur í sér að 365 miðlar greiði Sigurði miskabætur og málskostnað en fjárhæð bótanna er trúnaðarmál. Þá er tekið fram að 365 miðlar harmi nærgöngulan fréttaflutning DV af veikindum Sigurðar samhliða því sem hann er beðinn afsökunar á þeim óþægindum sem umfjöllun blaðsins olli honum. - sdg Mál gegn fyrrum ritstjórum DV: Sátt gerð vegna málshöfðunar HAUST Í MOSKVUBORG Í Moskvu er óvenju heitt um þessar mundir. Hitinn fór í 22 gráður um helgina, þegar þessi mynd var tekin. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.