Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 6

Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 6
6 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR KJÖRKASSINN HVALVEIÐAR Verið er að gera Hvalstöðina í Hvalfirði upp til að hún verði tilbúin ef stjórnvöld ákveða að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir verkið komið vel á veg. „Við erum bara að fara yfir þessi tæki og tól og laga það sem þarf að laga. Það eru lagnir sem eru utandyra sem þarf að endur- nýja. Þetta er allt að ryðga í sundur enda hefur húsið staðið ónotað síðan 1989. Við höfum staðið í þessu dálítið lengi og það fer að sjá fyrir endann á þessu.“ Íslendingar settu fyrirvara um að hefja ekki veiðar að nýju þegar þeir gengu aftur í Alþjóðahvalveiðiráð- ið árið 2001. Sá fyrirvari rann út í ár og gætu stjórn- völd því ákveðið að hefja veiðar í atvinnuskyni að nýju. Kristján segist vona að það gerist bráðlega. „Við erum bara að bíða eftir að einhver geri eitthvað í framhaldinu. Til hvers að hafa svona fyrirvara ef ekkert gerist í framhaldinu?“ Hvalveiðiskipið Hvalur 9 var sett í slipp í sumar og er nú tilbúið. Haffærnisskírteini á skipið er væntan- lega í vikunni. „Við ætlum hins vegar ekkert að eiga við hin skipin í bili. Þetta tekur svo langan tíma að við gerum ekkert í þeim fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári,“ segir Kristján. - sh Vongóðir hvalveiðimenn vinna hörðum höndum að undirbúningi veiða: Gamla hvalstöðin gerð upp KJÖRKASSINN Ferðu reglulega í messu? Já 9,7% Nei 90,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgdist þú með stefnuræðu forsætisráðherra? Segðu skoðun þína á visir.is LÖGREGLUMÁL Tæplega tvítugur maður var stöðvaður af lögregl- unni í Reykjavík um miðnættið á mánudagskvöld þar sem skrásetningarnúmer vantaði á framhlið bifreiðar sem hann ók. Þegar lögreglan kannaði bifreiðina nánar kom í ljós að hún var einnig ótryggð. Ungi maðurinn gat ekki framvísað neinum persónuskil- ríkjum þegar lögreglan krafðist þess og reyndi að blekkja lögreglu með því að gefa upp kennitölu annars manns. Að sögn lögreglu er slíkt athæfi ekki einsdæmi en þó fjarri því að vera algengt. - þsj Reyndi að blekkja lögreglu: Gaf upp kenni- tölu annars DÓMSMÁL Fimmtán mótmælendur hafa verið ákærðir fyrir að halda til inni á lokuðu vinnusvæði við Kárahnjúka og neita að hlýða lögreglu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Austurlands í gær. Þrír Íslendingar eru meðal ákærðu. Ákærðu er sögð hafa framið meint lögbrot í sumar er þau voru að mótmæla framkvæmdunum við Kárahnjúka. Lögreglan á Egilsstöð- um fer með stjórn á svæðinu en mótmælendurnir hlekkjuðu sig meðal annars við vinnuvélar. Ekki hefur tekist að birta öllum efni ákærunnar þar sem hluti þeirra er farinn af landinu. - mh Mótmælendur ákærðir: Mótmælt á lok- uðu vinnusvæði MARKAÐURINN Fjármálaeftirlitið hefur reiknað út áhrif af álagsprófi á bankana. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðs- skuldabréfum, vaxtafrystum/ virðisrýrðum útlánum og fullnustu- eignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Niðurstaða framangreindra álagsprófa er að eiginfjárhlutfall KB lækkar úr 12,1% í 9,2%, Glitnis úr 13,7% í 12,5%, Landsbanka úr 15,1% í 12,7% og Straums Burða- ráss úr 31,7% í 24%. Bankarnir standast allir álagsprófið og eru töluvert yfir lögbundnu 8% hlutfalli eftir reiknuð áföll. -hh Afallaþol íslensku bankanna: Standast prófið UMRÆÐUR UM STEFNURÆÐU FORSÆTISRÁÐHERRA HVALSTÖÐIN Í HVALFIRÐI Unnið er að því að gera hana upp þannig að hægt verði að vinna hval í stöðinni. „Um kvótakerfið ríkir engin sátt og við í Frjáls- lynda flokknum munum leggja hiklaust í baráttu gegn óbreyttu kerfi sem veikir byggðir landsins eins og dæmin sanna, hvert af öðru,“ sagði Guðjón A. Kristj- ánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Hann ræddi brotthvarf varnar- liðsins og sagði ríkisstjórnina hafa látið taka sig í bólinu. Sagði hann nauðsynlegt að miða við að örygg- isviðbúnaður á friðartímum væri virkur til eftirlits og viðbragða. Guðjón gagnrýndi forgangs- röðun í skattamálum, hún hefði aukið misskiptingu og ítrekaði vilja Frjálslyndra til afnáms verðtrygg- ingar og stimpilgjalda. Guðjón sagði sérkennilega þá vegferð ríkisstjórnarflokkanna að lagfæra aðeins kjör þeirra sem lægsta afkomu hafa, að undan- gengnum hótunum eða með málaferlum. Hann furðaði sig á því að það hefði aðeins tekið þrjá mánuði að vinna gegn þenslu og sagði fram komna nýja hagfræði- þekkingu – 90 daga Haarde- áætlunina – sem vænleg væri til útflutnings. -bþs Guðjón A. Kristjánsson: Engin sátt um kvótakerfið ATVINNUMÁL Bæjarráð Bolungar- víkur lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ratsjárstofnunar að segja upp starfsfólki við ratsjár- stöðina á Bola- fjalli. Búið er að segja upp níu af ellefu starfs- mönnum og með þessu hverfa lið- lega fimm pró- sent útsvarstekna Bolungarvíkur- kaupstaðar sem er talsvert högg fyrir samfélagið að sögn Gríms Atlasonar bæjarstjóra. „Ég er sérstaklega ósáttur við aðdraganda uppsagnanna því fyrir mánuði síðan var ákveðið að reka ratsjárstöðina með óbreyttu sniði fram til 15. ágúst á næsta ári. Í síð- ustu viku kom í ljós að Banda- ríkjamenn ætluðu sér ekki að leggja meiri pening í ratsjárstöðina og að til uppsagna kæmi nú þegar.“ Grímur segir þetta ótæk vinnu- brögð því ráðherrar og þingmenn hafi sagt að unnið yrði að því að halda starfsmönnunum við ratsjár- stöðina á Bolafjalli. „Það er einnig óskiljanlegt að hluti þessara starfa skuli fluttur á höfuðborgarsvæðið þar sem þenslan er mest á meðan Vestfirð- ingar leitast við að fjölga atvinnu- tækifærum á svæðinu.“ Grímur segist hafa ýmsar hug- myndir varðandi atvinnuuppbygg- ingu á svæðinu og óskar eftir við- ræðum við ráðamenn um þessi málefni. - hs Uppsagnir starfsfólks Ratsjársstofnunar áfall: Bæjarstjóri ósáttur við uppsagnir GRÍMUR ATLASON Óskar eftir viðræðum við ráðamenn um atvinnu- uppbyggingu í Bolungarvík. Það er einnig óskiljan- legt að hluti þessara starfa skuli fluttur á höfuðborg- arsvæðið GRÍMUR ATLASON BÆJARSTJÓRI Samstarf ríkis- stjórnarflokkanna hefur skilað miklu til þjóð- arinnar, sagði Jón Sigurðs- son, formaður Framsóknar- flokksins. Hann sagði stjórnina vera ríkisstjórn nýsköpunar, frjálslyndis og alhliða framfara. Jón sagði nýlegar mótvægisað- gerðir gegn óróleika í efnahags- kerfinu væru byrjaðar að skila árangri. Þá bæri samkomulag við eldri borgara vitni um sanngirni ríkisstjórnarinnar. Hann gat þess einnig að fyrirhugaðar aðgerðir til að lækka matvælaverð væru gerðar í samstarfi við bændur og afurðastöðvar. Jón sagði unnið að gerð heildaráætlunar um nýtingu og vernd auðlindanna og ráði þar ferðinni ráðdeild og aðgát, varúð og virðing. Þá sagði Jón þjóðina hafa orðið vitni að ótrúlegum rangfærslu m um Kárahnjúkavirkj- un. „Árangur ríkisstjórnarinnar er ótvíræður og því hverfa stjórnar- andstæðingar í örvæntingu að því óráði að sá fræjum ótta og kvíða, efasemda og samsæriskenninga. En þessi viðleitni hittir þá aðeins sjálfa fyrir.“ - bþs Jón Sigurðsson: Stjórnin skilað miklu til fólks „Stjórnarandstað- an er einhuga í því að takast á við þjáningar ríkisstjórnarinn- ar, veita henni líkn frá þraut og skipta um ríkis- stjórn hér eftir kosningar í vor,“ sagði Ingibjörg við upphaf ræðu sinnar. Ingibjörg fagnaði brottför bandaríska hersins og sagði svika- brigsl hafa verið höfð uppi í áratugi vegna deilunnar um hersetuna, og hætta væri á svipuðum svika- brigslum í tengslum við deiluna um stóriðju og náttúruvernd. Hún sagði jafnframt stóriðjustefnuna ekkert erindi eiga við framtíðina. Hún sagði ríkisstjórnina koma tómhenta til þings. Hún hefði ekki staðið vörð um gildi samfélagsins, og að Íslendingar hefðu tapað stolti sínu; stéttlausu þjóðfélagi, ósnortinni náttúru og stöðu sinni sem friðsöm þjóð. Hún minnt- ist sérstaklega á að vöruverð á Íslandi drægi úr samkeppnishæfni þjóðarinnar og að tímabært væri að atvinnufrelsi yrði innleitt í íslenskan landbúnað. Hún boðaði ríkisstjórn frjáls- lyndis og jafnaðar sem myndi inn- leiða stöðugleika í þjóðfélagið og fjárfesta í menntun og mannauði. -sh Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Ríkisstjórnin mætir tómhent „Það dugir ekki að lifa í draumaheimi eigin ímyndaðr- ar snilligáfu og ágætis og kenna öllum öðrum um ef eitthvað bjátar á, Seðlabankan- um, Viðskipta- bankanum, eða jafnvel dönskum bönkum,“ sagði Steingrímur um efnahagsástandið í landinu og gagnrýndi forsætis- ráðherra fyrir að kalla ástandið „óróa í þjóðarbúskapnum“. Steingrímur fagnaði brotthvarfi hersins og gagnrýndi Morgun- blaðið og ritstjóra þess alvarlega fyrir ásakanir í Staksteinum á hendur andstæðingum hersetu. Hann sagði varnarsamninginn ekki góðan, í ljósi þess að Bandaríkja- mönnum hafi ekki verið gert að hreinsa mengun á svæðinu. Steingrímur sagði nauðsynlegt að upplýsa almenning um það hvað leyniþjónusta Sjálfstæðis- flokksins, eins og hann orðaði það, aðhafðist á tímum Kalda stríðsins. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin hefði glutrað niður tækifæri til að sameina þjóðina eftir að herinn tilkynnti brotthvarf sitt með því að halda stóriðju- stefnu sinni til streitu og ala áfram á sundrung. -sh Steingrímur J. Sigfússon: Fagnar brott- för hersins ALÞINGI Umræður verða um varnarmál á Alþingi í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra flytur munnlega skýrslu um nýgerðan samning Íslendinga og Bandaríkjamanna og í kjölfarið fylgja umræður þar sem fulltrúar allra flokka taka þátt. Í dag verða einnig fundir í öllum fastanefndum þingsins þar sem kjörið verður í embætti formanns og varaformanns. Þá er stefnt að gerð samkomu- lags um aukinn aðgang að opinberum skjölum, í tilefni af umræðum og kröfum um aðgang að gögnum er varða hleranir á tímum Kalda stríðsins. -bþs Umræður á Alþingi í dag: Varnarmálin rædd á þingi ALÞINGI Fastanefndir funda í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.