Fréttablaðið - 04.10.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 04.10.2006, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 4. október 2006 AF NETINU Umræðan Önnur grein af fjórum eftir Jóhann Óla Guðmundsson um heilbrigðis- og öldrunarmál. Grein eftir Dagbjörtu Þyri Þorvarðardóttur, hjúkrunar- fræðing, lektor og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistu, sem birtist í Morgunblaðinu þann 26. ágúst sl., er mjög gott innlegg í umræðuna um þjónustusamn- inga sem forsvars- menn hjúkrunarheim- ilanna hafa óskað eftir að verði gerðir við þá. Í umræddri grein kemur fram að ríkið er nú þegar að greiða til sumra hjúkrunar- heimila fyrir þjónustu sem ekki er veitt og hefur um áratuga skeið ekki verið veitt að því er virðist. Alþingi Íslendinga er ábyrgt fyrir því að veita árlega og eftirlitslaust fjármunum í þessa ósýnilegu hít og hefur látið fara fram opinberar rannsóknir af minna tilefni en hér blasir við. Ég tek algerlega undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram af stjórnendum nokkurra hjúkrunarheimila og öðrum þeim sem láta sig þessi mál varða, um það að ríkið þurfi að gera skilgreinda þjónustusamninga við öll hjúkrunarheimili í landinu, annað er beinlínis fásinna. Þetta á reyndar líka við um rekstur allrar almennrar dvalarheimilisþjón- ustu. Það blasir við að óskilgreind og eftirlitslaus þjónusta, sem greitt er fyrir af almannafé, er haldlítil trygging fyrir umönnunar- gæðum og á sér naumast hliðstæðu í neinni tegund verktöku, sbr. upplýsingar úr grein Dagbjartar Þyri. Því miður er hér um að ræða algerlega óviðunandi ástand fyrir alla aðila málsins og verður ekki annað séð en þetta verklag skrifist á viljaskort og sláandi getuleysi heilbrigðisráðuneytisins til að sinna hlutverki sínu með viðunandi hætti. Biðlistakerfið – hverjum þjónar það: Stjórnmálamenn eiga að taka þeirri áskorun sem sjálfsagðri, að fjalla heildstætt um málefni aldraðra sem og alls heilbrigðis- kerfisins með opinni umræðu á kosningavetri og kanna þar hug þjóðarinnar til þess hvort stjórnvöld eru á réttri leið með hina grimmu sjálfsfækkunar- stefnu biðlistanna, eða hvort þjóðin vill nýjar áherslur í heilbrigðismálum sínum. Í Bretlandi er biðlistakúltúrinn skammaryrði og nota fjölmiðlar hann sem stöðuga mælingu og aðhald á frammistöðu stjórnvalda þar í landi við að mæta kröfum almennings um bætt ástand og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Umbylting heilbrigðiskerfisins á Íslandi er sannarlega komin á dagskrá og verður fróðlegt að sjá hvernig þjóðin sjálf heldur á málum sínum í þeirri umbóta- baráttu. Þetta á jafnt við um alla aldurshópa og er það einskær sjálfsblekking að halda því fram að biðlistar séu eitthvað sem þjóðin á að una við í þeim mæli sem nú viðgengst. Mér væri nær að kalla þessa biðlista, „dauða- lista“ og tel alla meðvitaða um það réttnefni. Þessir listar eru lítið annað en tilboð ríkisins til almennings um að spila við sig „rússneska rúllettu“ með líf og heilsu þeirra þjáðu. Hér er kerfið að þjóna sjálfu sér en ekki velferð þjóðarinnar. Þó hefði ég haldið að þetta tvennt ætti að fara saman. Eðlilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í nútíma velferðarsamfé- lagi er grunnkrafa sem á ekki að þurfa að lúta lögmálum rúllettuspils. Biðlistamenningin mætir ekki slíkri grunnkröfu, hún er þvert á móti andstæð- ingur hennar. Það verður ekki lengra haldið á þessari óheillabraut, enda eru fónarlömbin orðin allt of mörg. En spurningin er; af hverju þarf ríkið eða kerfið með sínum nafnlausu einstaklingum að vera andstæð- ingur þjóðarinnar, í stað þess að vera þjónn hennar. Hver er til fyrir hvern? Nýrra skilgreininga og viðmiðana er þörf og hvet ég þingmenn til að taka af alvöru á þessu mikilvæga viðfangsefni í stað endalausra undanbragða. „Foreldraflokkurinn“ þarf að bæta úr misheppnuðu uppeldi: Undanfarið hafa komið fram hugmyndir um að vinna að sjálfstæðu þverpólitísku framboði á vegum aldraðra. Mig undrar ekki að slík umræða fari fram og er viss um að slíkt framboð fengi gríðarlegt fylgi, því réttmæti slíks framboðs er yfirþyrmandi ljóst. Ég er nokkuð viss um að slíkt skref kallaði fram mun hraðvirkari og heildstæðari aðgerðir í mála- flokknum og ég er viss um að aldraðir myndu valda slíkri pólitískri ábyrgð vel, í stað barna þeirra sem lítið vilja aðhafast í málefnum þeirra. Það er undarleg staðreynd að ráðandi kynslóð alþingismanna lætur sem aldraðir eigi beinlínis að betla úr lófa þeirra eða barna sinna þau lágmarks mannréttindi að eiga sér viðeigandi samastað á ævikvöldinu. Okkar kynslóð ætti að skammast sín og biðja aldraða afsökunar á afglöpum sínum og hafa hraðan á við að lagfæra þessa skömm. Ef af yrði þá myndi ég gefa þessum nýja flokki nafnið „Foreldraflokkurinn“ og ætti tilvist hans að bæta úr þeim uppeldis- og tillitsskorti sem virðist hrjá allt of marga innan þings sem utan gagnvart þessum málum. Hér þarf þverpólitíska samstöðu en ekki ómarkvissa og útþynnta flokkapólitík, málefnið er yfir slíkt hafið. Það er nokkuð heillandi hugsýn að sjá fyrir sér þingmenn „Foreldraflokksins“ vanda um fyrir misvel meðvituð- um börnum sínum í þingsölum Alþingis og ekki finnst mér veita af í þessu efni. Höfundur er stjórnarformaður Öldungs hf. sem rekur hjúkrunar- heimilið Sóltún. Þjónustusamning- ar eða svindl JÓHANN ÓLI GUÐMUNDSSON Jón Valur og varnirnar Skelmir skrifar á Visir.is. Það er heldur óvíst að landið hafi grætt á herverunni eins og JVJ [Jón Valur Jensson] segir. Í fyrsta lagi eyðilagði Breta- og Kanavinna íslenskt vinnusið- ferði, vinnusvik urðu eðlilegur hlutur. Í öðru lagi treystu Íslendingar því að „ameríski herinn svo réttsýnn og rogginn rétti þeim eitthvað í gogginn“. Afleiðingin var algert ábyrgðarleysi í efnahagsmálum bæði hjá ríki og einkafyrirtækjum. Í þriðja lagi græddu alls konar illa gefnir kónar á Kananum og fengu Íslendingar þá flugu í höfuðið að menntamenn væru lítils virði því þeir græddu ekkert. Þess vegna hefur það tekið landa vora langan tíma að skilja að menntun er leið til velsældar. Ábyrgðarleysi í menntamálum sem er óbein afleiðing hernámsins hefur verið efnahagslífinu feykidýrkeypt. Það blasir við að óskil- greind og eftirlitslaus þjónusta, sem greitt er fyrir af almannafé, er haldlítil trygging fyrir umönnunargæðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.