Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 24
[ ]
Fjöldinn allur af frumsýningum
og uppfærslum til sýnis.
Í tískuborginni París er vani að frum-
sýna það sem heimsbyggðin á eftir
að girnast. Að minnsta kosti þeir sem
hafa einhvern sans fyrir tísku. Það
má því segja að borgin sé kjörin stað-
ur fyrir bílasýningar, líkum þeirri
sem hófst þar um helgina.
Ein athyglisverðasta frumsýn-
ingin í París í ár er án efa Audi R8
sportbíllinn. Hann er byggður að
hluta til á Lamborghini-grunni og
hefur tekið sáralitlum breytingum
frá hugmyndaútgáfunni. Í bígerð
er að búa bílinn Audi V8 mótor en
V10 útgáfa verður líklega í boði
innan skamms.
Annar bás sem nýtur töluverðr-
ar athygli hefur meðal annars að
geyma tvo uppfærða bíla frá
Porsche, annarsvegar splunkunýj-
an Targa sem er að rúlla í sölu um
þessar mundir og hinsvegar GT3
RS sem er í raun kappakstursbíll,
dulbúinn sem lögleg-
ur götubíll.
Á meðal annarra
frumsýninga má
nefna uppfærðan
BMW X3, nýjan
Mini Cooper, fram-
leiðsluútgáfuna af
Volvo C30 smábíln-
um og Volkswagen Scirocco hug-
myndabílnum.
Auk þeirra sem hér eru nefndir
er fjöldinn allur af
spennandi sýningar-
gripum en nánar
verður fjallað um
sýninguna á þess-
um síðum í næstu
viku.
Sýningin stendur
til 15. október og ef
einhver er á leiðinni til Frans er
rétt að benda á að aðgangur á sýn-
inguna kostar aðeins 12 evrur.
Fáguð en dýrsleg fegurð ræður ríkjum
í hönnun Peugeot 908RC lúxushug-
myndabílsins.
187 hestafla dísilmótor er hjarta
þessa hugmyndabíls, Chevrolet
WTCC Ultra.
C-Métisse hugmyndabíll Citroën er að
matri sumra stjarna sýningarinnar.
Flottir bílar í Frakklandi
Audi sýnir þennan R8 á sýningunni í París en hann er búinn miðlægum 420 hestafla V-8 mótor.
GM ætlar að framleiða lúxus-
bifreið í Kína.
Bílaframleiðandinn GM ætlar að
framleiða nýja Buick-lúxusbifreið
í Kína sem á að fara á markað þar
í landi, eftir því sem fram kemur á
fréttavef CNN. Þetta er nokkur
breyting en áður hefur GM verið
með smábíla á markaði í Kína.
GM á í samstarfi við Automotive
Industrial Corp. í Shanghai. Saman
hafa fyrirtækin verið leiðandi í
sölu bíla á markaði í Kína sem
stækkar ört þessa dagana. Hins
vegar hefur áherslan verið á
smærri bíla hingað til.
Þó hefur GM flutt inn nokkra af
sínum stærri lúxusbílum frá
Bandaríkjunum að undanförnu.
Nýja bifreiðin mun bera nafnið
Buick Royaume í Kína en ekki er
enn ljóst hvenær hann mun líta
dagsins ljós. - sgi
Buick-lúxusbifreið
á Kínamarkað
Buick LaSabre. Eitthvað þessu líkt verður að finna á götum Kína ef að líkum lætur
Virðum hraðatakmarkanir í hverfum og nálægt skólum þar sem
lítil kríli eru á ferð.
Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
fjallabilar@fjallabilar.is
Japan/U.S.A.
Öxulliðir í flestar
gerðir jeppa
FRAMÖXLAR Í
JEPPA
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
HÆTTIÐ AÐ PRÍLA
RAFSTÝRÐAR YFIRBREIÐSLUR
FYRIR VÖRUBÍLA, VAGNA OG GÁMA
G.T. ÓSKARSSON EHF
VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR
Sími 554 6000 • www.islandia.is/scania