Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 27
[ ]
Hildur Kristín Helgadóttir leik-
skólakennari segir auðvelt að
lauma stærðfræðikennslu inn í
hvunndaginn á leikskólanum.
„Börn á aldrinum eins til þriggja
ára eru miklir stærðfræðisnilling-
ar,“ segir Hildur Kristín, sem starf-
ar á leikskólanum Arnarsmára í
Kópavogi. Hún segir fólk alltaf
verða svolítið hissa þegar talað sé
um stærðfræði í samhengi við svo
ung börn en hugtakið sé vítt. „Stærð-
fræði snýst ekki einungis um tölur
heldur margt annað. Bara það að
kenna börnum að flokka og raða
skóm getur flokkast undir stærð-
fræði. Ef við erum með þrjú pör af
skóm þarf að finna út hverjir eiga
saman. Börn byrja mjög fljótt að
raða hlutum, eftir litum stærðum
eða öðru. Þennan hæfileika er upp-
lagt að virkja.“ Hún segir mikið
unnið með form á hennar leikskóla,
svo sem hringi og ferhyrninga, og
telur það efla tilfinningu barnanna
fyrir stærðfræði. „Í vettvangsferð-
um finnum við svo formin í
umhverfinu,“ segir hún og nefnir til
dæmis umferðarskiltin í því sam-
bandi. „Auðvitað teljum við svo líka
hægt og rólega og gerum flóknari
hluti eftir því sem börnin eldast,“
bætir hún við.
Námskrá leikskólanna gerir ráð
fyrir stærðfræði sem hluta náms-
efnis og Hildur Kristín segir mark-
visst hafa verið byrjað að koma
henni inn í dagskrána í Arnar-
smára árið 2003. Þar hefur efni
verið hengt upp í augnhæð barn-
anna sem ómeðvitað síast inn, svo
sem form, punktar og tölur. Tveir
punktar hjá tölustafnum 2 og svo
framvegis. Hildur Kristín segir
dálítið miðað við punktana sem
eru á teningunum enda er þeim
eins raðað upp. „Svo fara börnin
líka að læra teningaspilin þegar
fram vindur,“ bendir hún á. Hún
segir þetta starf hafa skilað sýni-
legum árangri enda hafi börn úr
Arnarsmára fengið þann vitnis-
burð í grunnskólum að þau séu
með góðan stærðfræðigrunn.
„Það sem við höfum lært á þess-
um þremur árum er að því fyrr sem
við byrjum að kenna stærðfræði,
því betra,“ segir Hildur Kristín,
sem nýlega sat ráðstefnu á vegum
Háskólans á Akureyri sem einmitt
fjallaði um stærðfræði í leikskóla.
Aðalfyrirlesarar þar voru sænskir.
„Leikskólastarf á Íslandi og í Sví-
þjóð er á líkri línu en það sem ég
lærði helst af Svíunum er að við
Íslendingar eigum til að flýta okkur
um of. Við höldum kannski að það
sé nóg að gera hvert verkefni með
börnunum einu sinni til þrisvar en
Svíar eru mun rólegri og dvelja
lengur við verkefnin. Lítil börn
vilja alltaf fá endurtekningar og
læra best á þeim. Þegar þau eru
farin að finna sig í verkefnunum og
jafnvel farin að kenna næsta barni
þá er vinnan að skila sér,“ segir hún
og bætir við að lokum. „Börn eru
nefnilega oft mjög góðir kennarar
sjálf.“ gun@frettabladid.is.
Finnum formin í umhverfinu
Hildur Kristín notar ýmis tækifæri til að kenna börnunum um tölur og form. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Mímir Símenntun býður upp á
tvö ný námskeið, um Berlín og
Pétursborg.
Mímir Símenntun er að fara af
stað með tvö ný námskeið. Bryn-
dís M. Tómasdóttir kennir nám-
skeiðið um Berlín og Haukur
Hauksson deilir úr reynslubanka
sínum um Pétursborg.
Bryndís mun fjalla um Berlín
frá mörgum sjónarhornum. Farið
verður yfir sögu borgarinnar, þá
sérstaklega á millistríðsárunum
og tímann eftir sameiningu Vest-
ur- og Austur-Berlínar. Einnig
verður lögð áhersla á hinu „nýju“
Berlín, fjallað verður um hið fjöl-
skrúðuga menningar- og listalíf,
arkitektúr, helstu byggingar og
söfn. Einnig verða kynnt helstu
sérkenni borgarinnar og merkir
staðir.
Námskeiðið um Pétursborg er
með svipuðu sniði og mun Haukur
fjalla um stórbrotna sögu og
menningu borgarinnar, sem er
ekki nema rúmlega 300 ára gömul.
Borgin var vettvangur þriggja
stjórnarbyltinga í byrjun 20. aldar
og endurspeglast mikilfengleg
saga Rússaveldis í hverri bygg-
ingu og hverju síki. Rýnt verður í
Raspútín og spurningum um til-
veru hans velt upp en einnig verð-
ur Pétursborg skoðuð sem ferða-
mannastaður. Haukur Hauksson
hefur sjálfur búið í Rússlandi frá
1990 og er því fróður um menn-
ingu og staðhætti þessa lands.
Námskeiðin hefjast 12. og 13.
október. Nánari upplýsingar má
finna á www.mimir.is. - jóa
Berlín og Péturs-
borg í hnotskurn
Bryndís Tómasdóttir og Haukur Hauksson munu fræða áhugasama um Berlín og
Pétursborg á námskeiðum hjá Mími Símenntun.
Námsbókalestur getur verið deyfandi fyrir frjóan hug. Því er
gott að grípa stundum í bækur sem eru lausar við fræðimennsku til
að koma ímyndunaraflinu aftur af stað.
Grundaskóli á Akranesi fagnar
25 ára afmæli.
Mikið er um að vera í Grundaskóla
á Akranesi alla þessa viku í tilefni
25 ára afmælis skólans sem er á
föstudaginn kemur, 6. október.
Opið hús hefur verið hjá bekkjun-
um hverjum fyrir sig en á morgun
verður sameiginleg skemmtun
fyrir allan skólann frá klukkan níu
til tólf, sannkallað karnival. Þar
verður margt sér til gamans gert,
bæði í skólanum, á skólalóðinni og
í Akraneshöllinni. Afmælishátíð-
inni lýkur síðan með heljarinnar
afmælisveislu fyrir starfsfólk og
boðsgesti á föstudaginn.
Karnival í Grundaskóla
Heimabyggðin nefnist ein valgrein í
Grundaskóla og hér er Leó Jóhannesson
kennari með 9. og 10. bekk í vettvangs-
ferð niðri í fjöru.
Þrír fræðandi fyrirlestrar um
golf verða í Íþróttaakademí-
unni í Reykjanesbæ á næst-
unni.
Sveifluferill og grunnhreyfingar
nefnist fyrsti fyrirlesturinn af
þremur í Íþróttaakademíunni.
Hann verður 10. þessa mánaðar
og þar fjallar Brynjar Eldon
Geirsson um grunnhreyfingar og
tækni í golfíþróttinni.
Næsta þriðjudagskvöld á eftir,
þann 17. október, verður Guðjón
Bergmann með erindi um líkams-
þjálfun kylfinga og fer yfir það
hvernig best er að bæta liðleika,
kraft og þol. „Frá fyrsta teig til
lokapútts“ verður á dagskrá 24.
október og þar tekur Lárus Ýmir
huglæga hliðin á golfspila-
mennskunni. Hann mun meðal
annars fjalla um hvernig hægt er
að bæta eigin getu með því að
vera ekki að þvælast fyrir sér á
vellinum. Allir fyrirlestrarnir eru
milli klukkan 20 og 22 og kosta
2.000 krónur.
Allt um golf
Hér er einn með sveiflutaktana á hreinu.
MYND/DANÍEL RÚNARSSON
���������������������������������������������������������������������������
��������
����������
�����������
������������������������������
�������������� �������������������������
���������������������������������
��������������������������������������
������������������ ����������������
���������������������������������������
�������������
�����������������������������������������
�� ��������������
��������������������������������������
����������������������������������������
�����������������������������������������������������������������
��������������������������������������������������������������������������
����������������������������������������������������������������
�������������������������������������
�����������������������������������������
��������������������������������������������������
���������������������������������������
�� ��������������������������
// Málaskólar - Tungumálanám fyrir alla
Enska, spænska, franska, ítalska, þýska, arabíska,
rússneska, kínverska og japanska.
Til að ná góðum tökum á tungumáli þarf að dveljast
í því landi, þar sem tungumálið er talað.
BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662