Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 28

Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 28
[ ] Kolfinna Kolbeinsdóttir er aðeins tveggja ára gömul en þrátt fyrir það veit hún alveg hvað hún vill. Á daginn er Kolfinna á leikskólan- um Klömbrum. „Ég er alveg sjálf,“ segir hún og bætir því við að Hugi bróðir hennar sem var með henni á leikskólanum sé nefnilega byrjaður í skóla. Kolfinnu finnst gaman á leik- skólanum en hún segir að leik- skólakennararnir verði reiðir ef litlu börnin öskri. „Ég er hætt að öskra. Þegar litlu börnin öskra verður mér illt í eyrunum. Það á ekki að öskra. Kennarinn segir að það á að loka munninum inni í Laut þegar Patti er með gítarstund. Ef litlu börnin meiða sig fara þau til Patta. Patti er með gítarstund og við syngjum Gamli Nói er að poppa popp og Sigga litla systir mín.“ Þegar Kolfinna er ekki á leik- skólanum finnst henni skemmti- legast að fara í ísbúðina. „Mamma og pabbi og Hugi fara stundum með mig í ísbúðina,“ segir hún. Uppáhaldsliturinn hennar Kol- finnu er bleikur. „Ég segi mömmu minni að ég vil hafa glugginn minn bleikur og allt herbergið mitt bleikur. Ég er með rauða tungu og pabbi minn tók mynd af mér með rauða tungu,“ segir hún og hlær hjartanlega. Kolfinna segist eiga fullt af flott- um fötum. „Ég á kjól og pils og bleikar buxur. Ég á blómaskó og glimmerskó. Þeir eru rauðir. Til að dansa. Mamma mín var í spariskóm þegar hún var að dansa. Mamma mín keypti líka nýjan kjól.“ Kolfinna á litla kisu heima hjá sér sem er reyndar ekki alvöru kisa. „Ég á eina kisu og einn stór- an voffa og einn lítinn voffa og stóri voffinn er hvítur. Kisa heitir bara kisa og hún mjálmar. Hún segir: „Mjá, mjá, mjá“ og hún er stelpukisa. Ég á ekki ofurhunda- dót. Mamma mín verður að kaupa stelpu ofurhundadót. Mamma mín kaupir alltaf það. Mamma mín kaupir alltaf bleikur stelpu súper- manndót.“ Uppáhaldsmaturinn hennar Kolfinnu er fiskur. „Kanínur borða alltaf ost og gulrætur. Ég borða líka ost og líka ristað brauð. Ég elda stundum fisk handa kisu en hún kann ekki að borða hann því hún er ekki með munn. Voffi er með munn. Hann borðar stundum sjálfur.“ Þegar Kolfinna hættir á leik- skólanum ætlar hún að fara í skóla. „Ég ætla að fara í Latabæjar- skóla og læra að syngja Latabæjar- lagið. Mér finnst Solla stirða skemmtileg og Íþróttaálfurinn kemur og hjálpar litlu kisunni af því að hún datt niður og þá gat Íþróttaálfurinn bjargað henni og hann er með svona skegg.“ Kolfinna segir að ef kisan henn- ar lendi í vandræðum komi mamma hennar til bjargar. „Ef kisan mín dettur niður kemur mamma mín að ná henni. Ég dreg hana upp til mín. Hún labbar stundum upp til mín. Hún kann ekki að labba. Ég held alltaf á henni. Stundum set ég hana í kerru og hún fer alltaf í labbitúr með mér,“ segir Kolfinna og hlær. Þegar Kolfinna verður stór ætlar hún að verða söngkona. „Ég óska mér að verða söngkona. Ég óska mér líka að verða stór.“ emilia@frettabladid.is Fer stundum í labbitúr með kisuna í kerrunni Kolfinnu finnst gaman á leikskólanum en hún segir að henni verði samt illt í eyrunum þegar litlu börnin öskra. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Það besta sem manneskja getur gert til að hvetja aðra mann- eskju áfram er að hlusta á hana. - Roy Moody Hlíðasmári 17 • Sími 555-6688 (Róbert bangsi) Laugavegi 51 • s: 552 2201 Ný sending

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.