Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 04.10.2006, Síða 40
MARKAÐURINN 4. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T „Umræðunni um leiðir til að auka samkeppnis- hæfni þjóðar lýkur aldrei,“ segir prófessor Michael E. Porter, en hann er með öðrum störfum forseti World Economic Forum, sem gefur út Global Competitiveness Report, ein- hverja virtustu skýrslu heims um samkeppnis- hæfni þjóða. Porter sótti landið heim síðasta mánudag og hélt hér tvo fyrirlestra, annan um samkeppnishæfni þjóðarinnar, sem hann skoðaði sérstaklega fyrir þessa heimsókn, og svo fyrirlestur um stefnumótun. Sama dag var Porter einnig gerður að heiðursdoktor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Deildin undirbýr jafnframt, í samstarfi við Harvard-háskóla, kennslu í rekstrarhagfræði með sérstakri áherslu á samkeppnishæfni. Námskeiðið, námsefnið og aðferðir eru þróuð af Porter og stofnun Harvard um stefnu- mótun og samkeppnishæfni. AÐSTÆÐUR ERU SÍBREYTILEGAR Húsfyllir var í stóra sal Hótels Nordica þar sem Michael Porter kynnti niðurstöður sínar varðandi samkeppnishæfni Íslands og mátti þar sjá breiðan hóp fólks úr viðskipta- og atvinnulífi auk stjórnmálamanna. Að loknu erindi Porters tóku við pallborðsumræður þar sem Baldur Pétursson frá European Bank í Lundúnum, Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbanka Íslands, Hannes Smárason, forstjóri FL Group, Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, og dr. Gylfi Magnússon, forseti Viðskipta- og hagfræði- deildar Háskólans, spurðu fræðimanninn einnar spurningar hvert. Michael E. Porter segist himinlifandi að hafa loksins fengið tækifæri til að heim- sækja landið, enda teldust ekki til heimsókna einstaka millilendingar þar sem hann hefði ekki einu sinni farið úr vélinni. „Og það þrátt fyrir að ég hafi lengi verið forvitinn um land og þjóð og dóttir mín hugfangin af smá- hestunum og tungumálinu.“ Með erindi sínu á Nordica segist hann vilja skapa grundvöll fyrir frekari umræðu, um bæði hvar landið Hér er of mikið af byggingarkrönum Prófessor Michael E. Porter segir misrétti grafa undan framleiðni í samfélögum. Menntakerfi og heilbrigðisþjónusta þurfa að vera í lagi í ríkj- um sem ætli að standa sig í samkeppni þjóða. Óli Kristján Ármannsson sat fyrirlestur Porters á mánudaginn þar sem fræðimaðurinn sagði meðal annars að kostnaðurinn við að halda úti krónunni væri meiri en næmi ávinningnum. Hann segir samstarf stjórnmála, fræða og atvinnulífs þurfa til að þjóðin standi sig í samkeppni og komi sér saman um stefnu. MICHAEL E. PORTER Auk þess að halda fyrirlestur eld- snemma á mánudagsmorg- uninn mætti prófessor Porter í Háskólabíó klukkan tvö, eftir að hafa fengið heiðursdoktors- nafnbót við Háskólann, og hélt fyrirlestur fyrir um þús- und manns um stefnumótun. Markaðurinn/Pjetur Prófessor Michael E. Porter nýtur óhemjuvirðingar, bæði fyrir sýn sína og fræði- mennsku, en árið 2001 komu Harvard Business School og Harvard-háskólinn á fót stofnun stefnumótunar og samkeppnishæfni (eða Institute for Strategy and Competitiveness) til að efla starf hans. Hann er höfund- ur 17 bóka og yfir 125 greina og er helsti sérfræðingur heimsins á sínu sviði. Porter er sagður boða hagnýt fræði sem ganga upp í raun, auk þess að vera sam- félagslega þenkjandi. Porter lítur svo á að fyrirtækin beri samfélagslega ábyrgð og telur að markaðssamfélagið og velferðarsjónarmið séu ekki gagnkvæmt útilokandi. Þvert á móti eigi þau að geta unnið saman að því að búa til skapandi og betra samfélag. Á þessu sviði er hann braut- ryðjandi og er um leið virk- ur á margvíslegum öðrum sviðum. Porter er stuðnings- maður lista og menningar, hann á 40 manna fyrirtæki sem einbeitir sér að upp- byggingarstarfi í fátækustu hlutum borga Bandaríkjanna þar sem glæpir eru mikl- ir og félagslegar aðstæð- ur fólks bágar. Um leið er hann harður markaðs- og samkeppnishyggjumaður og starfaði meðal annars sem efnahagsráðgjafi Ronalds Reagan, í tíð hans sem for- seti Bandaríkjanna. Þá hefur Porter orð á sér fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér í allri nálgun á fræðin og framkvæmd þeirra. Eins og aðrir fræði- menn hefur hann fengið á sig gagnrýni, þar á meðal á þá leið að hann leggi ofur- áherslu á greiningu, en í þeim viðhorfum hans spilar ef til vill ekki síst inn í bak- grunnur hans og menntun í geimtækni og vélaverk- fræði. Porter telur að grein- ingarvinnan þurfi að koma til ætli menn sér að ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér. Nokkuð mikið bar á þessari gagnrýni á miklum uppgangstímum í upplýs- ingatækni á síðasta áratug og töldu margir að ekki væri neinn tími fyrir alla þessa greiningarvinnu, hlutirnir breyttust of hratt til að hún kæmi að gagni. Minna bar svo á þessari gagnrýni eftir að netbólan sprakk, eins og Porter hafði reyndar spáð, og fræði hans komust aftur í tísku. Mannvinur sem ráðlagði Reagan VIÐ UPPHAF FUNDAR Geir Haarde forsætisráherra var meðal fjölda gesta sem hlýddu á Michael Porter á mánudagsmorguninn. Hér heilsast þeir, en lengst til vinstri glittir í Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og hægra megin er Hákon Gunnarsson frá Capacent. Markaðurinn/GVA SIGURJÓN ÁRNASON OG HANNES SMÁRASON Bankastjórinn og forstjórinn bera saman bækur sínar fyrir fundinn með Porter á mánudagsmorgun- inn, en þeir voru báðir í pallborði eftir fyrirlestur hans. Markaðurinn/GVA „Hér er efna- hagsumhverfið að nokkru leyti erfitt, landfræði- leg einangrun er dæmi um slíkan þátt ... þegar enginn er nágranninn gerir það viðskiptum erfiðara fyrir.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.