Fréttablaðið - 04.10.2006, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 04.10.2006, Qupperneq 41
H A U S MARKAÐURINN sé statt og á hvaða leið það kunni að vera, en sú umræða muni halda áfram um ókomna tíð. „Aðstæður eru síbreytilegar. Þegar laun hækka, svo dæmi sé tekið, þarf að bregðast við með breytingum sem staðið geta undir þeim.“ Jafnframt kveðst Porter hlakka til að fylgjast með þeirri umræðu og taka þátt í henni í gegnum starf stofnunar hans við Harvard-háskóla. „Fyrst langar mig að nefna að saga Íslands er alveg stórmerkileg, dæmi um ótrúlega velgengni og einstæðan árangur síðustu 10 til 15 árin, og þjóðin ætti að vera stolt af því sem náðst hefur. Hér er efnahagsumhverfið að nokkru leyti erfitt, landfræðileg einangr- un er dæmi um slíkan þátt.“ Porter segir þjóðir eiga auðvelt með að stunda viðskipti þegar nágranninn sé á næsta leiti. „En þegar enginn er nágranninn gerir það viðskiptum erfiðara fyrir.“ Hann segir náttúrulegar auð- lindir þjóðar geta verið til blessunar um leið og þær kunni að vera til trafala. Þjóðirnar fái auðæfin í arf og sá arfur geti þvælst fyrir þegar kemur að verðmætasköpun. „Þeir sem erft hafa auðlindir telja sig ríka og taka þá gjarnan ekki nauðsynleg skref í þá átt að búa til þær stofnanir, menningu og þann jarðveg sem þarf til að búa til meiri verðmæti. Er þá eftir umræðan um hvernig nota skuli auð- lindirnar á arðbæran hátt þannig að ýti undir framleiðni.” EIN STARFSEMI GETUR AF SÉR AÐRA Þá segir Porter mannfæðina hér hindrun í sjálfu sér, enda komi enginn hingað í leit að viðskiptum vegna fólksfjölda, líkt og raun- in sé með Kína. „Og Kína er í raun fremur ömurlegur staður til að eiga í viðskiptum, spilling er mikil og þar fram eftir götunum. Samt dregur landið að sér fjárfesta vegna stærðar markaðarins.” Hér þarf því að búa til aðstæður sem laða að sér viðskipti, segir Porter og kveður smæðina í raun fremur vera til framdráttar en hitt í alþjóðahagkerfinu. „Áður fyrr höfðu stærri ríki yfirhöndina, en í æ ríkari mæli sjáum við hvernig þau smærri hafa náð forskoti,“ segir hann og bendir á hvernig stærri ríki skiptist niður í smærri svæði sem hvert hafi sína sérstöðu. Þannig hafi í Bandaríkjunum myndast þekkingar- þyrpingar sem tengist ákveðnum iðnaði og mikill munur sé á milli svæða þrátt fyrir að á milli ríkja séu engar hömlur settar á flæði fólks eða þeirrar atvinnustarfsemi sem byggja megi upp. Til þess að þyrping atvinnustarfsemi nái að byggjast upp segir Porter fjölmarga þætti samfélagsins þurfa að vera í lagi; í þess- um efnum styðji hvað annað. Þannig skipti menntakerfi miklu máli, því geti atvinnugrein gengið að sérhæfðu og fagmenntuðu starfs- fólki á ákveðnu svæði og fyrirtækin þurfi ekki sjálf að sjá um að mennta fólk til starfa hvert í sínu lagi, þá laði það að. Í þyrpingu getur þannig vaxið upp ólík en tengd atvinnu- starfsemi og hefur Porter í rannsóknum sínu fundið út hvaða iðnaður er líklegastur til að vaxa upp á sama svæði. Þannig séu til dæmis fiskveiðar og landbúnaður líkleg til að geta af sér iðnað í matvælavinnslu. Ferðamennska, skemmtanaiðnaður og fólksflutningar tengist og þar fram eftir götunum. Grundvöllur farsældar þjóða liggur að sögn Porters í nokkrum grundvallaratriðum. „Til að eiga viðskipti þarf maður að vera í stöðu til að framleiða. Framleiðnin ein skap- ar verðmæti.“ Hann segir þjóðir ekki lengur sjálfum sér nægar. „Tæknin er orðin slík að það ræður enginn við það. Það er ekki hægt að vera góður í öllu, heldur finnur hver sér sinn stað og einbeitir sér að uppbyggingu á ákveðnum sviðum verðmætasköpunarinnar.“ Porter segir lönd eða svæði keppa í því að bjóða atvinnugreinum besta starfsumhverfið. „Þið viljið verða segull sem dregur til sín erlend fyrirtæki,“ segir hann og áréttar að engu máli skipti hver eigi fyrirtækin held- ur sé aðalmálið hvað fyrirtækin geri fyrir svæðið sem þau starfi á. Eftirsóknarverðast sé að vera með blöndu innlendra og erlendra fyrirtækja, enda komi þar með inn í landið þekking og nýjar hugmyndir sem geri starfs- umhverfið frjórra. Hér segir hann að við verðum að leggja áherslu á að byggja upp umhverfi þar sem fái þrifist iðnaður sem við getum sótt fram í og þar sem við getum byggt á þeim atvinnu- greinum sem hér eru fyrir, svo sem land- búnaði, fiskveiðum og orkugeiranum. Í slíku umhverfi verði framþróun og nýsköpun, að því gefnu að grunnþættir á borð við mennta- kerfi, heilbrigðiskerfi og fleira slíkt séu í lagi. „Misrétti gagnvart konum vinnur til dæmis á móti framleiðni, því þá fara um leið mikil- vægir starfskraftar forgörðum. Eins þarf að huga að heilbrigði fólks og hamingju, því þeir skila mestu sem líður vel.“ Þá segir hann gaman að sjá að hér skuli líftækniiðnaður vera að skjóta rótum, en hann hafi ekki enn komið í land sem segist ekki leggja áherslu á að búa í haginn fyrir þann iðnað. „Allir vilja byggja upp líftækniþyrpingar, en á því sviði sækir Ísland á.“ KRÓNAN OF KOSTNAÐARSÖM Þá segir Porter grundvallarmistök að leggja ofuráherslu á hag útflutningsfyrirtækja og gefa heimamarkaði lítinn gaum. Sem dæmi nefnir hann Japan sem gekk vel að flytja út, en heima fyrir jókst sífellt kostnaður fyrir- tækjanna þar til enginn vildi fjárfesta þar. „Fyrirtæki verða að geta starfað í landinu,“ segir hann og telur umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hversu landið sé dýrt. Hann vill draga úr kostnaði við viðskipti. „Íslendingar standa vel á mörgum svið- um, en þurfa að gæta að fjárfestingu innanlands sem ekki stuðlar beint að aukinni framleiðni. Hérna er allt of mikið af bygg- ingarkrönum,“ segir hann og telur launakostnað og dýrtíð kunna að vera hér meiri en góðu hófi gegni. Michael Porter horfir líka til krónunnar, sem hann telur orsaka óstöðug- leika smæðar hennar vegna og því fylgi henni kostnaður sem falli á fyrirtækin. „Gjaldmiðlar endurspegla samkeppnis- hæfni þjóða, en á Íslandi spila inn í fleiri þættir sem ýta undir óstöðug- leika vegna smæðar gjald- miðilsins.“ Hann segir niðurstöðu sína að meiri kostnaður fylgi krónunni en ávinningur af sveigjan- leikanum sem hún færi okkur. Hagkerfið hér sé enda svo sveigjanlegt að raunveruleg spurning sé hvort krónunnar sé þörf og hvetur hann til áfram- haldandi umræðu um málið. Porter segir öllu skipta að búa til tækifærin sem farsæld fái sprottið úr. „En fyrirtækin eru ein fær um að skapa verð- mæti og auðlegð. Ekkert land fær notið velgengni án fyrirtækja sem gengur vel. Stjórnmálaleiðtogum hér og hvar um heiminn dettur stundum í hug að fyrirtækin séu vond,“ segir hann hneykslaður og spyr hvernig í ósköpunum menn ætli að byggja upp öflug hagkerfi án þess að hlúa að fyrirtækjum sem skili hagnaði. „Um það snýst þetta allt saman,“ segir hann, en áréttar um leið að fyrirtækin þurfi sem best starfsumhverfi. Þá segir hann ljóst að hér þurfi að ýta undir erlenda fjárfestingu, en telur að þar séu hlutir farnir að þróast í rétta átt. Bæði komi þar til nýleg fjár- festing í stóriðju auk þess sem samruni Kauphallar Íslands við OMX-kaup- hallirnar vegi þungt. „Þrautin við sam- keppnishæfi þjóða er að allt skiptir máli, skólar, vegagerð, lagaumgjörð og hvað eina. Það sem gild- ir er að vera vakandi og bregðast við breytingum. Hér skiptir raunhæft mat á aðstæðum þjóðarinn- ar höfuðmáli og þetta er efni í eilífðarvangaveltur sem stöðugt breytast með aðstæðum,“ segir hann og kveðst vonast til að hafa komið með hjálplegt inn- legg í þá umræðu. 11MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006 Ú T T E K T Nákvæmlega ári áður en prófessor Michael E. Porter kom hingað til að flytja fyrirlestra og taka við heiðursdokt- orsnafnbót, 2. október árið 2005, var Hákon Gunnarsson, meðeig- andi hjá Capacent, búinn að verða sér úti um fimm mínútna fund með Porter eftir fyrirlestur í Kaupmannahöfn. Þar var ísinn brotinn og við tók undirbúningur að heimsókn mannsins sem af mörgum er talinn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar. Í þeim hópi er Hákon og hann hlær því við þegar hann er spurður að því hve langur aðdragandinn að heimsókn Porters hing- að til lands hafi verið og rekur hann í raun aftur til námsára sinna í háskóla. „Fyrir rúmum 20 árum var ég nemi í við- skiptafræði í Háskóla Íslands og sat kúrsinn Stefnumótun fyrirtækja. Kennari minn var Árni Vilhjálmsson og hann kynnti fyrir okkur bókina Competitive Strategy sem honum fannst tímamótaverk og tíminn hefur leitt í ljós að var hárrétt. Á þess- um tíma hélt ég reynd- ar að þessi Porter væri gamall karl, en hann er fæddur árið 1947 og hefur þá verið undir fertugu,“ segir Hákon. Þegar hann var að ljúka námi árið 1986 kom svo út bókin Competitive Advantage, annar horn- stein í stefnumótunar- fræðum Porters. „Þar kynnir hann til sögunnar þessa frægu virðiskeðju, eða value chain, þar sem fyrirtæki eru greind niður í smæstu eindir bæði lárétt og lóðrétt. Ég hreifst mjög af þessum módelum og hef alltaf notað þau í vinnu síðan. Hann er sá fræðimaður sem ég hef mest litið til í störfum mínum.” Ferlið sem svo leiddi að heim- sókn Porters nú segir Hákon að mörgu leyti hafa verið reyfarakennt og tilviljanir á endanum ráðið för, enda hafi marg- ir reynt árum saman að fá Porter hingað til lands en án árangurs. „Ég var á leiðinni heim frá Grikklandi úr sumarfríi í fyrra þegar ég sá auglýsta ráðstefnu í Kaupmannahöfn þar sem hann var einn af 10 fyrirlesurum, innan um fólk á borð við Clinton, Jack Welsh og Anneta Roddik og fleiri.” Hákon gengur í að sannfæra yfirmenn sína um að hann þurfi að fara á þessa ráðstefnu og send- ir um leið tölvupósta út um víðan völl, þar á meðal á ráðstefnuhald- arana og fleiri, um hvort ekki sé hægt að komast í samband við skrifstofu Porters. Eftir nokkuð mikla vinnu tekst honum svo að kría út fimm mín- útna fund með Porter eftir fyrirlestur hans og hafði þá notið liðsinn- is bæði ráðuneyta og Háskólans við að koma honum á. „Ég fór að hitta hann eftir fyrirlestur- inn, sem ég hreifst mjög af, og var með að vopni bréf frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta lýð- veldisins, og það held ég að hafi gert útslag- ið. Þetta var 2. októb- er í fyrra.“ Mínúturnar fimm urðu tuttugu og þótti Porter nokkuð til þessa áhugi héðan af klakanum koma. „Hann spurði mikið um land og þjóð. Hér hafði hann millilent en aldrei farið úr vélinni og ætlaði varla að trúa því að hér hefðu menn heyrt á hann minnst. Svo horfði hann bara á bréfið frá Ólafi Ragnari og mig til skiptis og þótti mikið til koma.“ Hákon segir að eftir fundinn hafi tekið við undirbúning- ur að heimsókninni sem þar sem hann og hægri hönd Porters við Institute of Strategy and Competetiveness við Harvard-háskóla hafi fundið samstarfsaðila sem reynst hafi vel. Í kjölfarið hafi jafnframt orðið til hugmyndin að heiðursdoktorsnafnbót Porters og samstarf kviknað á milli háskól- anna. „Ég er afskaplega hrifinn af kenningum Porters og honum sjálf- um eftir viðkynnin og er mjög stoltur fyrir hönd Capacent að við skulum hafa náð þessu máli í höfn,“ segir Hákon Gunnarsson. Maðurinn á bak við komu Porters Aðdraganda heimsóknar Porters má með góðum vilja telja í áratugum. Undir lokin réðu tilviljanir og reyfara- kennd atburðarás þar sem meðal annars forsetinn kemur við sögu. HÁKON GUNNARSSON Hákon, sem er meðeigandi í Capacent (áður IMG ráðgjöf), hefur lengi átt sér þann draum að fá Michael E. Porter hingað til lands. Hann náði fundi við Porter fyrir ári síðan og þá tók boltinn að rúlla. Markaðurinn/Anton Brink Í STÓRA SALNUM Á NORDICA Michael Porter leggur áherslu á mál sitt í pontu en við pall- borðið sitja (frá vinstri) Bjarni Snæbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Capacent í Danmörku, sem var ráðstefnusjóri, Baldur Pétursson frá European Bank, Sigurjón Þ. Árnason Landsbankanum, Gylfi Magnússon frá Háskóla Íslands, Hannes Smárason FL Group og Þórdís Sigurðardóttir frá Dagsbrún. Markaðurinn/GVA Hér er of mikið af byggingarkrönum Prófessor Michael E. Porter segir misrétti grafa undan framleiðni í samfélögum. Menntakerfi og heilbrigðisþjónusta þurfa að vera í lagi í ríkj- um sem ætli að standa sig í samkeppni þjóða. Óli Kristján Ármannsson sat fyrirlestur Porters á mánudaginn þar sem fræðimaðurinn sagði meðal annars að kostnaðurinn við að halda úti krónunni væri meiri en næmi ávinningnum. Hann segir samstarf stjórnmála, fræða og atvinnulífs þurfa til að þjóðin standi sig í samkeppni og komi sér saman um stefnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.