Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 49

Fréttablaðið - 04.10.2006, Page 49
F Y R S T O G S Í Ð A S T MARKAÐURINN Vantar diskapláss? Þessi er 2 Terabyte og stækkanleg í 42 ! Tölvuþjónustan SecurStore - 575 9200 Hitachi Tagmastore WMS100 iSCSI - Single Controller - 2 x 2 ISCSI interfaces með 2 GigE ports. - 2 TB SATA diskar (4 x 500 GB) stækkanleg í 42 Tb - 512 MB Cache - 12 mánaða viðhaldssamningur iSCSI sameinar tvo samkiptastaðla (SCSI og TCP/IP) sem gerir þér kleift að tengja diskastæður við netkerfi þitt á einfaldan og hagkvæman hátt og nýta þar með núverandi fjáfestingu í netkerfi fyrirtækisins betur. Hitachi Data Systems hafa undanfarin ár verið leiðandi framleiðandi á diska- stæðum fyrir stórfyrirtæki. Nú hefur fyrirtækið einbeitt sér að lausnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem sameina háþróaða tækni, stækkanleika, hátt þjónustustig og gott verð. Afhendingartími á lausnum frá Hitachi er mjög skammur (oftast innan við vika) og 12 mánaða viðhaldssamningur er alltaf innifalinn. HDS framleiðir diskastæður sem henta öllum stærðum fyrirtækja. Nánari upplýsingar eru á: www.hds.com eða í síma 575 9200. Verð 833.222* m.vsk * Verð sem m iðast við gengi DKK þann 24.08.06. Athugið að 19" skápur sem sýndur er á m ynd er ekki innifalinn í verði. MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006 ÞRÍR SÉRFRÆÐINGAR Í VENJUNUM SJÖ SEM EIGA AÐ LEIÐA MANN BEINT TIL ÁRANGURS Jannick B. Pedersen, forstjóri FranklinCovey NordicApproach, ásamt þeim Guðrúnu Högnadóttur, þróunarstjóra Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík og Lilju Dóru Halldórsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, sem munu leiðbeina fólki og fyrirtækjum sem vilja nýta sér hugmyndafræðina hér á landi. 7 venjur til árangurs í HR Norðurlöndin fimm, var stadd- ur hér á landi á dögunum og hélt erindi á kynningarfundi sem Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík stóð fyrir. Þegar Jannick er beðinn að lýsa því hvað geri þessa aðferðafræði betri en þær fjölmörgu sem í boði eru er hann ekki lengi til svars. „Oft á tíðum snúast aðferð- ir stjórnenda um að veita starfs- fólki þjálfun sem miðar að því að hámarka hagnað fyrirtækis- ins. Þessi aðferð snýst hins vegar um að bæta bæði einkalíf þitt og vinnuafköst. Starfsfólkið verður tryggara fyrirtækinu þegar það finnur að það hefur fengið eitt- hvað út úr þjálfuninni sem nýtist því í öllum hlutverkum sínum en ekki bara í vinnunni.“ Jannick segir alla einhvern tímann lenda í fórnarlambshugsuninni að finn- ast þeir dregnir áfram á asnaeyr- unum og hafa enga stjórn yfir eigin lífi. Eitt af fyrstu og mikil- vægustu skrefunum í þjálfuninni snúi að því að frelsa sjálfan sig undan þessari hugsun. Jannick segir augu yfirstjórna fyrirtækja farin að opnast betur fyrir því að líðan starfsfólksins skipti sköpum fyrir afkomu fyrir- tækja. „Það er hægt að byggja upp fyrirtæki með hörkuna að verkfæri til skamms tíma litið. En það gengur ekki til lengri tíma litið. Í því þekkingarsamfélagi sem við búum við í dag er ekki hægt að virkja kraftinn sem býr í höfði fólks ef komið er fram við það eins og hluti.“ 19

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.