Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 58

Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 58
 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR16 ... að hestur sem vegur 600 kíló étur sjö sinnum þyngd sína á ári? ... að kamelljón geta horft í tvær áttir í einu? ... að simpansar eru einu aparnir sem þekkja sjálfa sig í spegli? ... að kakkalakki getur lifað hátt í viku hauslaus? ... að kvenmakríllinn gýtur 500.000 eggjum í einu? ... að vírus sem gekk í Bandaríkj- unum árið 1872 drap fjórðung allra hesta í landinu? ... að köttur getur lifað lengur án vatns en kameldýr? ... að í venjulegu rúmi eru um það bil sex milljarðar rykmaura? ... að sebrahesturinn er hvítur með svörtum röndum? ... að auga ostrunnar er stærra en heilinn? ... að hægt er að frysta suma froska lifandi og þíða aftur án þess að þeim verði meint af? ... að drekaflugur fljúga hraðast allra skordýra eða 60 mílur á klukkustund? ... að árlega er 1,5 milljörðum dollara eytt í mat fyrir gæludýr, Það er fjórum sinnum meira en eytt er í barnamat? ... að litur gullfiska hverfur ef þeir eru geymdir á dimmum stað eða eru lengi í rennandi vatni? ... að það tekur humarinn um það bil sjö ár að verða hálft pund? ... að það þarf 35 til 65 minka í venjulegan minkapels? ... að Lassie var alltaf leikin af hundum en ekki tíkum vegna þess að hundarnir þóttu koma betur út í mynd? Sá sem oftast lék Lassie hét Pal. ... að það var einu sinni bannað í Pennsylvaníu að fara í bað oftar en einu sinni í mánuði? ... að flugur komu við sögu þegar andlitsfarðinn varð til? Þegar Egyptar byrjuðu að mála sig var það ekki bara til að líta vel út heldur aðallega til þess að verjast flugum. ... að naglalakk var fyrst notað árið 600 fyrir Krist? ... að aðalsmenn í Kína til forna létu fingurneglur sínar vaxa óáreittar til þess að sýna stöðu sína í samfélaginu? ... að Elísabet I Englandsdrottn- ing baðaði sig reglulega? Það var einu sinni í mánuði. ... að í baðhúsi einu í Japan geta gestir fengið að baða sig upp úr mjólk og rauðvíni? ... að í grennd við Berlín geta bjórunnendur farið í bjórbað? „Ég er vaknaður svona sjö til hálf átta og fæ mér morgunmat með fjölskyldunni. Svo keyri ég strák- inn í skólann. Þannig hefst dagurinn hjá mér og svo taka morgunverkin í hesthúsinu við,“ segir Sigurður V. Matthíasson hestamaður, sem er með um fjörutíu hross á fóðrum. Hann segir það ekki taka nema svona 30-40 mínútur að hirða hrossin á morgnana. Vinnan felist í að gefa og bera undir en mokað sé út úr safngryfjunum á mánaðarfresti. „Eftir morgunverkin taka við útreiðar, þjálfun, námskeið eða annað sem að höndum ber þann daginn. Núna er ég til dæmis í frumtamningu sölu- hesta,“ lýsir hann en segir dagana mjög breytilega bæði eftir árstíðum og verkefnum. Kvöldgjöfin í hesthúsunum er um sjöleytið, á sama tíma og margir snæða kvöld- verðinn heima. „Ég er ekki kominn heim fyrr en seint og er ekki sérlega vinsæll,“ segir Sigurður hlæjandi. „En fjölskyldan er öll í hestum svo hegðun mín mætir skiln- ingi,“ bætir hann við. „Það er bara þannig að á kvöldin og um helgar er fólk laust úr sinni vinnu og þá hentar því að skoða hestana sem ég er með. Frí um miðjan daginn? Nei, það er mjög lítið um frí í svona hesta- mennsku enda er hún bæði starf mitt og áhugamál og oft er erfitt að greina þar á milli.“ Sigurður kveðst alltaf borða kvöldmatinn heima, þó seint sé, og að í kringum miðnætti skreiðist hann í bólið. - gg HVUNNDAGURINN Allt snýst um hesta SIGURÐUR V. MATTHÍASSON HESTAMAÐUR. KONA HANS EDDA RÚN STENDUR HJÁ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VISSIR ÞÚ ... ECC Skúlagötu 63 – Sími 511 1001 Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakteríur Bætt líðan með betra lofti Ný sending komin. Kröftug ryksöfnun. Ryðfrí stálblöð safna á sig ryki og öðrum óhreinindum í stað hefðbundins fílters. Öflugt jónastreymi. Gefur frá sér mínus hlaðnar jónir sem hjálpa til við að eyða bakteríum, ryki, mengun, veirum og frjódufti. Heldur herbergisloftinu hreinu og bætir heilsuna. Bakteríudrepandi útfjólublár lampi. Útfjólubláa ljósið drepur ýmsa sýkla og bakteríur. Áhrifamikil lyktareyðing. Tækið eyðir lykt auðveldlega svo sem reykingalykt, matarlykt og fúkalykt. Ljóshvatasía. Ljóshvati er efni sem sýnir hvötunarviðbrögð þegar ljós skín á það. Þessi sía eyðir lífrænum efnasamböndum eins og köfnunarefnisoxíði, úrgangsgasi, ýmsum bakteríum, vondri lykt o.s.frv. Þrjú skref. HI, MED og LOW stillingar og Turbo stilling fyrir mismunandi aðstæður. (Blá ljós sýna stillingu). Gaumljós. Ljós sýna hvort þrífa þarf fílterinn (stál blöðin) eða hvort tækið þarfnast annars viðhalds. Falleg og hentug hönnun. Tækið er afar vel hannað bæði með útlit og notagildi í huga. Orkusparandi hönnun. Vegna orkusparandi hönnunar notar tækið aðeins 28W á klst. 20% afsláttur af öllum sængurverasettum og handklæðum miðvikud. - fi mmtud. og föstudag. Íslendingar og útlendingar fá allar upplýsingar á ensku um allt það sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma.; menningarviðburðir, tónleikar, skemmtistaðir, veitingastaðir, söfn, gallerí, tíska, verslanir og næturlíf. Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.