Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 73
MIÐVIKUDAGUR 4. október 2006 37
FÓTBOLTI Eftir að framherjinn
Samuel Eto`o meiddist illa í síðustu
viku og ljóst varð að hann verður
frá næstu fimm mánuðina eða svo
hafa forráðamenn Barcelona litið í
kringum sig með það fyrir augum
að fá annan framherja til liðsins í
hans stað, það er að segja ef Eiður
Smári Guðjohnsen og Javier
Saviola reynast ekki nógu öflugir
arftakar Eto`o.
Samkvæmt katalónskum fjölmiðl-
um hefur Barcelona sett sig í
samband við Bayern München og
spurst fyrir um Hollendinginn Roy
Makaay sem áður lék með
Deportivo la Coruna. Rob Jansen,
umboðsmaður Makaays, mun hafa
sagt í samtali við fjölmiðla að hann
hafi sagt forráðamönnum Barce-
lona að Makaay stæði þeim til
boða. - esá
FÓTBOLTI Jóhann B. Guðmundsson,
leikmaður sænska úrvalsdeildar-
liðsins GAIS, meiddist illa á
æfingu með liðinu á föstudag og
leikur hann ekki meira á þessu
tímabili. „Það er enn ekki ljóst
hvort fremra krossbandið hefur
slitnað í vinstra hnénu en ég á
eftir að fara í sneiðmyndatöku
þar sem það verður skoðað.
Annars er klárt að liðbandið að
innanverðu hnénu er rifið og verð
ég frá í að minnsta kosti sex
vikur þótt ekkert annað sé að.“
Jóhann gekk til liðs við GAIS
fyrir tímabilið og samdi til eins
árs. „Ég var að fara að hefja
viðræður um nýjan samning
þegar þetta gerist og er því allt í
lausu lofti eins og staðan er nú.“
Jóhann B. Guðmundsson:
Óttast að kross-
band sé slitið
– Mest lesið
Sirkus kemur á föstudögum!
Nú færðu nýtt og litríkara Sirkus tímarit með Fréttablaðinu á
föstudögum. Sirkus er blaðið sem flytur þér skemmtilegar
fréttir af áhugaverðu fólki og sér til þess að þú vitir allt sem er
að gerast um helgina. Auk þess fjallar blaðið á ferskan hátt um
tísku, kvikmyndir, tónlist, lífsstíl og alls kyns fleira skemmtilegt.
Föstudagar eru
sirkusdagar
Helgin í hnotskurn – ferskustu fréttirnar
Hollywoodslúðrið og persónuleg viðtöl
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Barca vill framherja:
Makaay í
sigtinu
DHL-deild kvenna:
AKUREYRI-FH 18-21
Mörk Akureyrar (skot): Ester Óskarsdóttir 7 (11),
Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 3 (7), Guðrún Helga
Tryggvadóttir 3 (7), Erla Heiður Tryggvadóttir 2 (4),
Þórdís Sigurbjörnsdóttir 1 (1) , Inga Dís Sigurðar-
dóttir 1 (7), Jóhanna Tryggvadóttir 1 (3).
Varin skot: Jarmila Kurcaska 4, Sigurbjörg Hjartar-
dóttir 9.
Hraðaupphlaup: 0
Fiskuð víti: 3 (Ester 2, Guðrún Helga 1)
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk FH (skot): Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 7
(12), Kamilla Opsahl 6 (11), Ásta Agnarsdóttir 5
(8) Harpa Vilhjálmsdóttir 1 (6), Andrea Olsen 1
(3), Ásdís Sigurðardóttir 1 (4).
Varin skot: Laima Miliauskaite 19.
Hraðaupphlaup: 2 (Harpa, Kamilla)
Fiskuð víti: 3 (Andrea, Harpa Ásta)
Utan vallar: 6 mínútur
VALUR-STJARNAN 22-20
Mörk Vals (skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 5/3
(9/3), Sigurlaug Rúnarsdóttir 5 (8), Katrín Andrés-
dóttir 3 (3), Rebekka Skúladóttir 2 (4), Hildigunn-
ur Einarsdóttir 2 (2), Hafrún Kristjánsdóttir 1 (1),
Brynja Steinsen 1 (1), Arna Grímsdóttir 1 (3).
Varin skot: Pavla Skavronkova 26.
Mörk Stjörnunnar (skot): Rakel Dögg Bragadótt-
ir 6/2 (12/2), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 4 (10),
Kristin Clausen 4 (7), Alina Pehache 2 (6), Kristín
Guðmundsdóttir 2 (7), Anna Kristín Blöndal 1 (2),
Elísabet Gunnarsdóttir 1 (3).
Varin skot: Florentina Grecu 13.
HAUKAR-FRAM 20-21
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Hinn 33 ára gamli
framherji Chris Sutton skrifaði í
gær undir samning við Aston
Villa til loka tímabilsins. Sutton
lék síðast með Birmingham en
fékk ekki nýjan samning eftir
síðasta tímabil.
Sutton er þriðji leikmaðurinn
sem Martin O´Neill fær til
félagsins en hinir tveir, Dider
Agathe og Stilian Petrov, spiluðu
einnig undir stjórn O´Neill hjá
Celtic. - hbg
Chris Sutton:
Semur við
Aston Villa
HANDBOLTI Hið nýstofnaða Akur-
eyri-Handboltafélag lék í gær sinn
fyrsta heimaleik undir merkjum
sameinaðra liða KA og Þórs. Þess-
um tímamótaleik fyrir handbolt-
ann á Akureyri vilja norðanmenn,
og stúlkur, þó líklega gleyma sem
allra fyrst þar sem gestirnir úr
FH fór með sigur af hólmi, 21-18.
Í dökkbláum búningum með
hvítu ívafi byrjaði Akureyri mun
betur, komst í 3-0 en það tók gest-
ina úr Hafnafirði tólf mínútur að
komast á blað. Þær náðu þó að
jafna leikinn um miðbik hálfleiks-
ins en með góðum kafla undir lok
fyrri hálfleiks náði Akureyri upp
þriggja marka forskoti, 10-7, sem
voru hálfleikstölur í KA-heimilinu
í gær.
Dæmið snerist við i síðari hálf-
leik. Vörn FH small saman og við
það tók markvarslan við sér en
ekkert gekk hjá Akureyrarstúlk-
um, sem skoruðu aðeins fjögur
mörk á fyrstu 24 mínútum síðari
hálfleiks. FH-stúlkur gengu á
lagið, nýttu færin sín út í æsar og
uppskáru að lokum sanngjarnan
þriggja marka sigur, 21-18.
„Þetta var erfið fæðing. Við
vorum slakar í fyrri hálfleiknum
og þetta gekk reyndar erfiðlega
nánast allan leikinn en þessi tvö
stig eru vel virði fimm tíma bíl-
ferðarinnar hingað norður. Það er
alltaf erfitt að koma hingað norð-
ur og þessi sigur, þar sem við
vorum með viljann að vopni í síð-
ari hálfleik, gefur okkur aukið
sjálfstraust upp á framhaldið,“
sagði Halldór Kristjánsson, þjálf-
ari FH. - hþh
FH vann góðan sigur á Akureyri-Handboltafélagi nyrðra í gær:
Tvö stig eru virði fimm tíma
ferðar í bíl til Akureyrar
HARKA Heimasúlkur gáfu ekkert eftir í
gær en það dugði ekki til.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRIR TRYGGVASON
HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA? FH-stúlkan Hafdís Hinriksdóttir reynir hér að brjótast í gegn-
um vörn hins nýjá Akureyrarliðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRIR TRYGGVASON
HANDBOLTI Valsstúlkur höfðu
margt að sanna í gærkvöldi þegar
Stjarnan kom í heimsókn í Höllina
enda var Valur án sigurs eftir tvo
leiki og hafði leikur liðsins í fyrstu
tveim leikjum mótsins ollið nokkr-
um vonbrigðum. Að sama skapi er
pressa á Stjörnunni enda liðinu
spáð Íslandsmeistaratitli. Leikur-
inn stóð fyllilega undir vænting-
um og heimastúlkur fóru að lokum
með sigur, 22-20.
Gestirnir úr Garðabænum
byrjuðu leikinn mikið mun betur
og komust fljótlega í 4-1. Mest
náði Stjarnan fimm marka for-
ystu, 10-5, í fyrri hálfleik en leiddi
með aðeins tveim mörkum þegar
blásið var til leikhlés, 11-9.
Munurinn á liðunum hefði verið
mun meiri ef ekki hefði verið fyrir
stórleik Pövlu Skavronkovu í
marki Vals en hún varði tíu skot í
fyrri hálfleik.
Valsstúlkur mættu mjög
grimmar til síðari hálfleiks, vörn-
in fór í gang og Stjarnan skoraði
ekki nema þrjú mörk fyrstu 18
mínútur síðari hálfleiks en Valur
skoraði fyrstu fjögur mörk hálf-
leiksins og komst í 13-11.
Mest náði Valur fjögurra marka
forystu, 17-13, en þá tók Stjarnan
við sér á ný og náði að minnka
muninn í eitt mark, 17-16.
Þá stigu Valsstúlkur á bensínið
á ný og tryggðu sér sætan og sann-
gjarnan sigur í stórskemmtilegum
leik og Valur því loksins komið á
beinu brautina og þungu fargi
eflaust létt af þjálfara liðsins,
Ágústi Jóhannssyni.
Valur tók á móti Stjörnunni í Laugardalshöll:
Stjörnustúlkum skellt
af Val í Höllinni
FANGBRÖGÐ Það var ekkert gefið eftir í leik Vals og Stjörnunnar í Laugardalshöll í
gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM