Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 74

Fréttablaðið - 04.10.2006, Side 74
38 4. október 2006 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Dregið var í riðla í UEFA-bikarkeppninni í gær en eitt Íslendingalið, AZ Alkmaar, er meðal þeirra 40 sem eftir eru í keppninni. Með AZ leika Grétar Rafn Steinsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Efstu þrjú liðin í hverjum riðli komast áfram í 32 liða úrslit ásamt þeim átta liðum sem lentu í þriðja sæti sinna riðla í Meistara- deildinni. - esá A-RIÐILL AUXERRE (FRAKKLANDI), RANGERS (SKOT- LANDI), PARTIZAN (SERBÍU), LIVORNO (ÍTALÍU), MACCABI HAIFA (ÍSRAEL). B-RIÐILL LEVERKUSEN (ÞÝSKALANDI), CLUB BRUGGE (BELGÍU), BESIKTAS (TYRKLANDI), DINAMO BÚKAREST (BÚLGARÍU), TOTTENHAM (ENG- LANDI). C-RIÐILL SEVILLA (SPÁNI), AZ ALKMAAR (HOLLANDI), LIBERCEC (TÉKKLANDI), GRASSHOPPER (SVISS), BRAGA (PORTÚGAL). D-RIÐILL PARMA (ÍTALÍU), LENS (FRAKKLANDI), HEER- ENVEEN (HOLLANDI), OSASUNA (SPÁNI), ODENSE (DANMÖRKU). E-RIÐILL FEYENOORD (HOLLANDI), BASEL (SVISS), WISLA (PÓLLANDI), BLACKBURN (ENG- LANDI), NANCY (FRAKKLANDI). F-RIÐILL AJAX (HOLLANDI), SPARTA PRAG (TÉKK- LANDI), ESPANYOL (SPÁNI), AUSTRIA WIEN (AUSTURRÍKI), ZULTE WAREGEM (BELGÍU). G-RIÐILL PANATHINAIKOS (GRIKKL.), PSG (FRAKK- LANDI), RAPID BÚKAREST (BÚLGARÍU), TEL AVIV (ÍSRAEL), MLADA BOLESLAV (TÉKKL.). H-RIÐILL NEWCASTLE (ENGLANDI), CELTA (SPÁNI), PALERMO (ÍTALÍU), FENERBAHCE (TYRK- LANDI), EINTRACHT F. (ÞÝSKALANDI). UEFA-bikarkeppnin: Eitt Íslendinga- lið í keppninni ÍÞRÓTTALJÓS HENRY BIRGIR GUNNARSSON henry@frettabladid.is HANDBOLTI Dómur féll í máli mark- varðarins Egidijusar Petkevicius- ar á dögunum en HSÍ vildi ekki samþykkja félagaskipti hans frá Fram yfir í HK. Markvörðurinn taldi eðlilegt að HSÍ samþykkti félagaskiptin þar sem viðauka- samningur hans (launasamning- ur) var útrunninn en eitt ár var eftir af leikmannasamningnum hans, sem heitir A-leikmanna- samningur. Petkevicius taldi sig lausan allra mála þar sem hann var ekki lengur á launum en því var HSÍ ekki sammála. Dómstóll HSÍ staðfesti fyrri niðurstöðu sambandsins og neit- aði að staðfesta félagaskiptin. HK ætlaði í fyrstu að áfrýja dómnum alla leið en komst að samkomulagi við Fram áður en til þess kom og greiddi fyrir leikmanninn en það ætlaði félagið aldrei að gera. Það er í raun miður að málið hafi ekki farið alla leið í dómskerfi HSÍ því áhugavert hefði verið að fá endan- legan úrskurð í þessu máli, enda um mikið hagsmunamál fyrir leik- menn að ræða. Réttur leikmanna enginn En af hverju dæmdi dómstóll HSÍ ekki markverðinum í vil og hver er eiginlega réttur þeirra leikmanna sem eru með styttri viðaukasamning en leikmanna- samning? Seinni spurningunni er fljótsvarað: enginn! Ástæðan er klaufalegt orðalag í A-leikmannasamningnum sem gerir félögum kleift að ráðskast með leikmenn séu þeir svo „vit- lausir“ að hafa ekki sömu dagsetn- ingu á A-leikmannasamningnum og viðaukasamningnum. Á móti kemur að hægt er að velta fyrir sér hvað vaki fyrir þeim félögum sem hundsi leið- beiningar Handknattleikssam- bandins og geri samninga við leikmenn með mismunandi dag- setningum. Í leikmannasamningnum stend- ur stórum stöfum: „Viðaukasamn- ingur skal ávallt hafa sömu tíma- mörk og A-leikmannasamningur viðkomandi samningsaðila“. Þetta er frekar afdráttarlaus setning sem ekki á að vera hægt að mis- skilja en vandamálið liggur í lítilli línu aðeins ofar sem af einhverj- um óskiljanlegum ástæðum var bætt inn í samninginn: „Ef að samningarnir hafa ekki sama gildistímann þá gilda tímamörk A-leikmannasamnings HSÍ“. Þessi setning, sem átti augljós- lega að vera leiðbeinandi, gjald- fellir í raun fyrri setningu þar sem afdráttarlaust var sagt að sömu tímamörk ættu að vera á samn- ingnum. Með öðrum orðum þýðir þessi setning að ef leikmaður gerir til að mynda tveggja ára viðauka- samning og þriggja ára A-leik- mannasamning þá „á“ félagið hann þriðja árið og réttur leik- mannsins er í raun enginn. „Það er ekkert sem segir að félagið verði að gera nýjan við- aukasamning við leikmanninn eða að gamli viðaukasamningurinn haldi þar sem A-samningurinn sé lengri. Hefðu getað haldið Petja Ef mið er tekið af niðurstöðu dómsins hefði Fram í raun getað haldið Petkevicius hjá félaginu fram á næsta sumar án þess að borga honum krónu fyrir, hefði félagið kosið svo. Leikmenn verða því að að passa upp á að sömu tímamörk séu á samningunum því annars nær félagið hreðjataki á leikmannin- um miðað við úrskurðinn. Í raun er ótrúlegt til þess að hugsa að einhverjir leikmenn skuli hrein- lega gera þessi mistök. Ensk útgáfa samningsins öðruvísi Það sem er einnig athyglisvert í máli Petkeviciusar er að hann skrifar undir íslensku útgáfu leik- mannasamningins en ekki ensku útgáfuna eins og tíðkast þegar erlendir leikmenn semja við íslensk félög. Í fyrstu gæti einhver haldið að samningarnir væru nákvæmlega eins en svo er ekki. Þessa „afdrifa- ríku“ setningu sem segir „að ef samningarnir séu ekki með sömu tímamörk gildi A-samningurinn“ er nefnilega ekki að finna í ensku útgáfunni. Með öðrum orðum er líklegt að Petkevicius hefði verið laus um leið og viðaukasamningnum lauk hefði hann skrifað undir ensku útgáfuna miðað við þennan nýfallna dóm. Lögfróðir menn sem Frétta- blaðið ræddi við segja að ef Pet- kevicius hefði sagt upp A-samn- ingnum skriflega á sínum tíma, á þeim forsendum að ekki væri leng- ur um greiðslur að ræða, hefði hann líklega losnað frá Fram án vandræða. Það myndi tæplega halda vatni að hægt væri að halda leikmanni nauðugum í vinnu án greiðslu. „Leikmenn verða að sjálfsögðu að lesa vel það sem þeir skrifa undir og þótt erlendi samningur- inn sé ekki eins er meiningin sú sama og það er ætlast til að sömu tímamörk séu á þessum samning- um,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við hljót- um að bregðast við þessu á réttan hátt því breytinga er augljóslega þörf. Líklegt er að formannafund- ur skipi nefnd sem fer yfir málið. Niðurstaða þessa dóms sýnir galla sem við sáum ekki fyrir.“ Leikmannasamningur HSÍ gerir félög- um kleift að ráðskast með leikmenn Leikmannasamningur HSÍ í núverandi mynd er meingallaður og ef leikmenn gá ekki að sér í samninga- gerð getur félagið haft öll ráð þeirra í hendi sér, miðað við nýfallinn dóm dómstóls HSÍ. Breytinga er þörf segir framkvæmdastjóri HSÍ sem býst við að málið verði tekið fyrir á næsta ársþingi. EGIDIJUS PETKEVICIUS Tapaði máli sínu gegn Fram og HK varð því að greiða fyrir hann. Dómur í hans máli sýnir að leikmenn geta misst réttindi sín passi þeir ekki upp á að hafa sömu tímamörk á A-leikmannasamningi sínum og viðaukasamningn- um. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Baldur Bett hefur tilkynnt for- ráðamönnum knattspyrnudeildar FH að hann muni ekki endurnýja samning sinn við félagið þegar hann rennur út um áramótin. Eins og reglur KSÍ kveða á um verður honum frjálst að ræða við önnur félög eftir 15. október næstkom- andi. „Ég mun fara frá FH eftir leik- inn gegn KF Nörd,“ sagði Baldur en Íslandsmeistararnir mæta sjónvarpsstjörnunum í dag. Hann segir að ákvörðin sín hafi komið forráðamönnum FH nokkuð á óvart en Baldur hefur ekki átt víst sæti í byrjunarliði liðsins undan- farin ár. Hann hefur þó spilað mikið og tók til að mynda þátt í sextán leikjum FH í Landsbanka- deildinni í sumar. Hann segist vera harðákveðinn að reyna sig hjá öðru liði en ekki sé enn ljóst hvar hann muni spila. Hann er þó þess fullviss að hann vilji spila í Landsbankadeildinni næsta sumar. „Það er alveg 100% öruggt,“ sagði hann. Baldur er 25 ára gamall og hefur spilað með FH undanfarin fimm ár. Á þeim tíma hefur hann þrívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu. Yngri bróðir hans, Calum, hefur ekki spilað mikið undanfar- in ár en hann hefur fengið að taka þátt í æfingum með HK undanfar- ið. Óljóst er hvort að hann muni freista gæfunnar með HK eða öðru liði á næsta keppnistímabili. - esá Á LEIÐ FRÁ FH Baldur Bett (lengst til vinstri) er á leið frá FH. Hér fagnar hann Íslandsmeistaratitlinum í haust ásamt félögum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslandsmeistarar FH missa sterkan miðjumann sem hyggur á að leika áfram í Landsbankadeildinni: Baldur Bett hefur ákveðið að fara frá FH FÓTBOLTI Jóhannes Harðarson hefur lítið sem ekkert getað spilað með liði sínu Start í norsku úrvals- deildinni í sumar. Lítið er eftir af tímabilinu og segir hann í samtali við Fréttablaðið að hann sé nú þegar farinn að huga að því næsta. Hann er samningsbundinn Start út leiktíðina 2008. „Ég er búinn að vera meiddur síðan í febrúar ef frá eru taldar nokkrar vikur í upphafi tímabils- ins,“ sagði Jóhannes en einu leik- irnir sem hann hefur komið við sögu er þegar hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum í apríl. „Þá tóku sig upp sömu meiðsli aftur og ég hef verið í sömu sporunum síðan þá.“ Óhætt er að segja að meiðsli Jóhannesar séu þrálát en vöðva- festing í nára skaddaðist og hefur enn ekki náð að gróa. „Á meðan svo er get ég ekki spilað fótbolta. Það er útilokað að ég geti eitthvað verið meira með á þessu tímabili og ef ég batna ekki á næstu vikum þarf ég væntanlega að fara í aðgerð.“ Hann segir þó ekki sjálfsagt að aðgerðin verði til bóta og er því nokkuð áhættusöm. Hann neitar því ekki að meiðslin stofni ferli hans jafnvel í hættu. „Forráða- menn Start hafa viljað bíða með aðgerðina fram á síðustu stundu þar sem hún er nokkuð áhættu- söm.“ En þar sem hann er samnings- bundinn liðinu næstu ár ætlar hann fyrst og fremst að einbeita sér að ná sér á strik á nýjan leik. „Við verðum að sjá til hvernig það gengur og svo sér maður til með framtíðina.“ Start er sem stendur í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar að fjórum umferðum óleiknum. - esá MEÐ LANDSLIÐINU Jóhannes Harðar- son (til vinstri) á æfingu með íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jóhannes Harðarson hefur lítið getað spilað í Noregi í sumar vegna meiðsla: Meiðsli stofna ferli Jóhannesar í hættu FÓTBOLTI Ágúst Gylfason staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri að velta fyrir sér framtíð sinni hjá KR. Hann hitti Teit Þórðarson að máli í fyrradag og gekk sá fundur vel. Ágúst er nú erlendis en mun í næstu viku funda með stjórn KR. Hann segir helmingslíkur á því að hann verði áfram hjá KR. Hann sagði einnig að honum hefðu borist nokkrar óformlegar fyrirspurnir frá öðrum félögum og væri áhugi fyrir því að fá hann sem spilandi þjálfara. - esá Ágúst Gylfason og KR: Helmingslíkur á að vera áfram ÁGÚST GYLFASON Hefur hugsanlega leikið sinn síðasta leik með KR. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Guðmundur Viðar Mete, varnarmaður Keflvíkinga, verður samningslaus í lok ársins og segist vera í viðræðum við stjórn félagsins um nýjan samning. „Ég er í viðræðum við Keflavík þessa dagana en maður á aldrei að segja aldrei,“ sagði Guðmundur og bætti því við að viðræður gengju vel. „Við erum með mjög gott lið hérna í Keflavík og ég stefni á að vera hér áfram. Ég myndi skoða öll tilboð sem kæmu en eins og staðan er núna er Keflavík eina liðið sem hefur boðið mér samning,“ sagði Guðmundur. - dsd Guðmundur Viðar Mete: Til í að skoða önnur tilboð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.