Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 4

Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 4
4 5. október 2006 FIMMTUDAGUR GENGIÐ 04.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 120,3335 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 68,78 69,10 129,27 129,89 87,14 87,62 11,685 11,753 10,367 10,429 9,350 9,404 0,5820 0,5854 101,54 102,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SVÍÞJÓÐ Nýtt dómsmál, þar sem maður er sakaður um að hafa haft mök við lík konu, vekur nú gríðarlega athygli í Svíþjóð enda er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur fyrir sænska dóm- stóla, segir í Dagens Nyheter. Maðurinn, sem áður var kirkjuvörður í Västmanland, er 43 ára gamall. Hann er ákærður fyrir röskun á grafhelgi og að hafa brennt niður Surahammars kirkjuna árið 1998. Auk þess er hann sakaður um þrjár aðrar íkveikjur og þjófnað. Hann hefur þegar játað sekt sína. Sænskir fjölmiðlar lýsa manninum sem ákaflega einmana einstaklingi sem á við alvarlegt áfengisvandamál að stríða. - smk Sænskur glæpamaður: Sagður hafa haft mök við lík TEIKNINGAR AF FYRIRHUGUÐU HRINGTORGI Endanlegar áætlanir um breytingar á Vesturlandsvegi liggja ekki enn fyrir en á myndinni sést hvernig búast má því að hringtorgið á gatnamótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar líti út, þegar það verður tilbúið. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNVEIGAR Aðgreining aksturs- stefna að leiðarljósi Stefnt er að miklum úrbótum á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Undirbúning- ur að stórfelldum framkvæmdum við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Eykur öryggi, segir Gísli Marteinn Baldursson. JÓN RÖGNVALDSSON SAMFÉLAGSMÁL Kópavogsdeild Rauða krossins og BYKO undirrituðu í gær styrktarsamn- ing vegna átaksins „Byggjum betra samfélag“. Samstarfið miðar að því að tryggja fjármagn fyrir nýtt verkefni sem ætlað er að stuðla að betra samfélagi án mismununar. Þarna munu hittast ungmenni af íslenskum og erlendum uppruna og vinna að fjölbreyttum og mannbætandi verkefnum. Þar verða hugtök á borð við vináttu, virðingu og umburðarlyndi í brennidepli. - sþs BYKO og Rauði krossinn: Skrifa undir styrktarsamning „Við höfum þegar hafið undirbúning að því að auka afkastagetu veg- anna út frá Reykjavík.“ JÓHANNES TÓMASSON UPPLÝSINGAFULLTRÚI SAMGÖNGURÁÐUNEYTISINS ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ �������������� ���� ��������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� HÚSNÆÐISMÁL Íbúar nokkurra gam- alla húsa við Lindargötu hafa fengið heimsóknir að undanförnu. Þar eru á ferðinni fulltrúar frá fyrirtæki sem kallast Skuggabyggð ehf. Erindi mannanna er að falast eftir kaupum á húsunum til þess að rífa þau og byggja ný. Tveir húseigend- ur sem Fréttablaðið ræddi við sögðu að þeir hefðu fengið kauptilboð í hús sín og að tilboðið hefði átt að gilda í viku. Boðið væri markaðs- verð í eignirnar og Eignaumboðið fasteignasala myndi sjá um gerð kaupsamninga. Kristinn B. Ragn- arsson hjá fasteignasölunni sagði að í bígerð væri að hún sæi um gerð kaupsamninga ef af sölum yrði. Guðbjartur Ingibergsson athafnamaður, einn af eigendum Skuggabyggðar ehf., kannaðist í samtali við Fréttablaðið við að fyr- irtækið hefði áhuga á að kaupa hús við Lindargötuna, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Ég á þarna nokkar lóðir,“ sagði hann og bætti við að hann hefði verið að festa kaup á þeim síðastlið- in ár. Hann sagði að þessi lóðakaup væru eins og hver önnur viðskipti og kvaðst ekki svara Fréttablaðinu frekar. - jss Verktakar vilja kaupa hús í Skuggahverfinu: Banka upp á og vilja kaupa VIÐ LINDARGÖTU Eigendur nokkurra eldri húsa við Lindargötu hafa fengið kauptilboð. Myndin er úr safni. STJÓRNMÁL Stefnt er að að því að auka afkastagetu vega út frá Reykjavík með stórfelldum vega- bótum. Á þetta minntist Geir H. Haarde í stefnuræðu sinni á Alþingi en undirbúningur að breytingum á Vesturlandsvegi og Suðurlands- vegi, auk hringtorgs á gatnamótum Þingvallavegar og Vesturlandsveg- ar, hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Jóhannes Tómasson, upplýsinga- fulltrúi samgönguráðuneytisins, segir það mat ríkisstjórnarinnar, og sérfræðinga í umferðarmálum, að brýnt sé að huga sem fyrst að vegafram- kvæmdum í nágrenni Reykjavíkur. „Við höfum þegar hafið undirbúning að því að auka afkastagetu veganna út frá Reykjavík. Bæði Vestur- landsveginn, áleiðis upp í Borgarnes, og Suður- landsveginn milli Reykjavíkur og Selfoss. Stefnan er sú að halda áfram að vera með vegi sem eru tvær akreinar í aðra átt og ein í hina, og aðgreina með því aksturs- stefnur. Þessar breytingar hafa verið í undirbúningi nokkuð lengi og nú hefur verið gefið vilyrði fyrir því að ráðast í þessar framkvæmd- ir. Í breytingartillögunum er einnig gert ráð fyrir hringtorgi á gatna- mótum Þingvallavegs og Vestur- landsvegar.“ Að sögn Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra liggur ekki ljóst fyrir hversu umsvifamiklar fram- kvæmdirnar verða, þar sem ekki sé ljóst ennþá hversu miklum pening- um verður varið til framkvæmda. „Við vitum ekki ennþá hversu mikl- ir peningar verða settir í þetta verk- efni. En undirbúningsvinna vegna framkvæmda hefur farið fram og að þessu verður unnið áfram. Umsvif framkvæmdanna fara vit- anlega eftir því hversu miklir pen- ingar verða settir í þessi verkefni.“ Gísli Marteinn Baldurssonn, for- maður samgöngu- og umhverfis- ráðs Reykjavíkurborgar, fagnar boðuðum breytingum. „Ég fagna því mjög að auka eigi öryggi á umferðaræðum að og frá Reykja- vík. Við höfum verið í markvissum aðgerðum í Reykjavík sem miða að því að auka öryggi í Reykjavík, og við þurfum að ganga enn lengra í þeim efnum. Það hefur sýnt sig að mörg alvarleg slys hafa orðið í nágrenni Reykjavíkur og það er gott að vita til þess að peningar verði settir í samgönguúrbætur á þessu svæði.“ magnush@frettabladid.is Aðstaðan til fyrirmyndar Norðmenn ætla að opna Barnahús að íslenskri fyrirmynd á næsta ári. Barnahús hefur verið notað til að taka skýrslu af börnum sem hafa sætt kynferðisofbeldi. Íslenska barnahúsið hefur verið starfrækt í átta ár. BARNAHÚS LÖGREGLUMÁL Karlmaður í Vesturbænum þurfti að kalla á lögreglu seint gærkvöld eftir að hafa lent í hremmingum við þvott. Maðurinn greindi lögreglu frá því að hann hefði sett óhreint tau í vélina en það hafi ekki tekist betur til en svo að vélin fór að skoppa um með miklum látum og á endanum hafi hún skorðast við þvottahúsdyrnar. Lögreglumenn komu manninum til bjargar og hafði varðstjóri á orði að þetta væri eitt dæmið um að þvottar væru ekki karlmanns- verk. - kdk Lögregla kvödd á vettvang: Maður fastur í þvottahúsi ELDHUGAR Í KÓPAVOGI Rauði krossinn og BYKO gerðu með sér samkomulag. NOREGUR, AP Öryggismálayfirvöld í Evrópu hafa komið upp um og í veg fyrir 30 til 40 hryðjuverkatil- ræði í álfunni á síðustu fimm árum, eða frá 11. september 2001. Frá þessu greindi Jörn Holme, yfirmaður norsku öryggislögregl- unnar, í gær. Holme sagði á öryggismálaráð- stefnu í Ósló að norska öryggislög- reglan og systurstofnanir hennar í öðrum löndum Evrópu hefðu gert það að sínu mesta forgangsmáli að hindra slíkar árásir. Töluna yfir fjölda hindraðra tilræða hafði Holme frá Tore Björgmo, sérfræðingi í hryðju- verkamálum við norska lögreglu- háskólann. - aa Hryðjuverkavarnir í Evrópu: Komið í veg fyr- ir tugi tilræða

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.