Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 6
6 5. október 2006 FIMMTUDAGUR
SAS verkfalli afstýrt
Tuttugu stunda maraþonfundur
forráðamanna SAS flugfélagsins og
talsmanna sænskra flugþjóna félags-
ins afstýrði í gær yfirvofandi verkfalli
flugþjónanna. Starfsmennirnir eru þó
enn óánægðir með vinnustundirnar
og verður málið tekið upp á ný fyrir
febrúar á næsta ári.
SVÍÞJÓÐ
Vandað stell
í eldhúsið
Matardiskur Kr: 2.390.- 4.stk
Súpudiskur Kr: 2.390.- 4.stk.
Kaffibolli Kr: 2.390.- 4.stk.
Hliðardiskur Kr: 2.390.- 4. stk.
50-300.000 kr.
AFSLÁTTUR
AF NOTUÐUM VÖGNUM!
www.seglagerdin.is Eyjarslóð 5, sími 511 2200
Dæmi: VERÐ ÁÐUR: TILBOÐ:
ÆGIR tjaldvagn ‘06 YE-125 660.000 460.000
PALOMINO COLT ’04 OM-606 800.000 600.000
TEC WELTBUMMLER ‘06 EH-498 2.900.000 2.600.000
Skoðið fleiri tilboð
og myndir á
www.seglagerdin.is
ALÞINGI Fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar á Alþingi sögðu forsætis-
ráðherra og utanríkisráðherra
hafa „talað í vestur og austur“ í
framsöguerindum sínum í þing-
umræðum um stöðuna í varnar-
málum þjóðarinnar eftir brottför
bandaríska varnarliðsins, sem
fram fóru í gær.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra hóf umræðuna með því að
gera grein fyrir samningunum
við Bandaríkjamenn, annars
vegar um framhald varnarsam-
starfs þjóðanna og hins vegar um
skil Bandaríkjahers á landi og
mannvirkjum.
Að sögn Geirs teldi ríkisstjórn-
in að helstu samningsmarkmið
Íslendinga hefðu náðst. Varnar-
áætlunin sem tekur við af fastri
viðveru Bandaríkjahers hér á
landi og byggir á „hreyfanlegum
herstyrk“ sé „trúverðugar varn-
ir“. Hann sagði ríkisstjórnina
leggja áherslu á að staðið verði
við áform um árlegar heræfingar
hér á landi, einkum með þátttöku
herþotna.
Valgerður Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra sagði að niðurstað-
an úr samningunum við Banda-
ríkjamenn væri „viðunandi“. Hún
sagði Íslendinga hljóta að rækta
áfram tengslin við Bandaríkin og
viðhalda varnarsamningnum. En
hún sagði einnig að „sem Evrópu-
þjóð hljótum við að fylgjast
grannt með öryggis- og varnar-
málastefnu Evrópusambandsins“.
Sú stefna sé í örri þróun og til
lengri tíma litið „skyldi alls ekki
útiloka að Ísland geti leitað sam-
starfs við ESB á sviði öryggis-
mála“.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, sagði áberandi
að forsætis- og utanríkisráðherr-
ann töluðu „annar í vestur, hinn í
austur“ og vísaði þar til þess að
Geir talaði eingöngu um mikil-
vægi áframhaldandi náins sam-
starfs við Bandaríkjamenn en
Valgerður um að Íslendingar ættu
líka að líta til Evrópusambands-
ins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar,
fagnaði því að í fyrsta sinn væri
ekki ágreiningur um það á Alþingi
að „svo friðvænlegt sé í okkar
heimshluta að ekki sé þörf á
bandarískum herafla í landinu“.
Hún gagnrýndi hins vegar hvern-
ig ríkisstjórnin hefði haldið á
samningum við Bandaríkjamenn.
Síðast í febrúar hafi forsætisráð-
herra haldið því fram að „sýnileg-
ar varnir“ í formi fjögurra
orrustuþotna Bandaríkjahers
væri algjör lágmarksviðbúnaður.
Núna léti hann eins og það hefði
ekki verið neitt að marka þau orð
hans.
Ingibjörg, Steingrímur og
fleiri fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar gagnrýndu einnig þá leynd
sem hvíldi yfir varnaráætluninni
sem koma á í staðinn fyrir varnar-
liðið. audunn@frettabladid.is
Varnarmálastefna
í vestur og austur
Ný staða í varnarmálum var rædd á Alþingi í gær. Forsætisráðherra sagði samning-
ana við Bandaríkjamenn tryggja „trúverðugar varnir“. Fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar sögðu forsætis- og utanríkisráðherra tala „í austur og vestur“ um stefnuna.
Fylgdist þú með stefnuræðu
forsetans?
Já 26,6%
Nei 73,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú smyglað ólöglegum
varningi til landsins?
Segðu skoðun þína á visir.is
GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Utan-
ríkisráðherra.
Sem Evrópuþjóð hljótum
við að fylgjast grannt
með öryggis- og varnar-
málastefnu Evrópusambandsins
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
UTANRÍKISRÁÐHERRA
KJÖRKASSINN
Hitaveita Hvalfjarðar gæti verið
skaðabótaskyld, komi í ljós að lokun
hennar á rennsli Laxár í Leirársveit
á dögunum hafi valdið skaða í
lífríki árinnar. Sigurður Guðjónsson
fiskifræðingur sagði í fréttum NFS að
seiðabúskapur gæti verið í hættu en
áin er ein besta laxveiðiá landsins.
HITAVEITA
Gæti hafa skaðað lífríkið
SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknir þarf að auka verulega
hér á landi. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra sem kynnti í gær skipulagsbreytingar
á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð hefur verið
ný deild innan hans sem fer með sjávarrannsóknir á
samkeppnissviði. Breytingunum er ætlað að gefa
fleirum færi á að sækja um styrk til Verkefnasjóðs
sjávarútvegsins til að stunda hafrannsóknir, ekki síst
þeim sem starfa utan Hafrannsóknastofnunarinnar en
þeir hafa haft takmarkaðan aðgang að styrkjum til
þessa.
Næstu þrjú ár renna samtals 75 milljónir af fé í
eigu sjóðsins til deildarinnar. Fjármununum verður
svo úthlutað til rannsóknar- og þróunarverkefna á
lífríki sjávar umhverfis Ísland með það að markmiði
að efla sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins og
samkeppnishæfni sjávarútvegs. Einar segist fyrst og
fremst vonast til þess að þetta verði til að auka
fjölbreytni á hafrannsóknum hér við land þar sem ný
leið opnist fyrir vísindafólk til að afla fjár til rann-
sókna sinna.
Hann ítrekar þó að Hafrannsóknarstofnun hafi
unnið mjög gott starf sem þurfi einnig að efla og
verða fjárveitingar til hennar auknar um 100 milljónir
á ári. - kdk
Sjávarútvegsráðherra kynnti skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins:
Hafrannsóknir þarf að efla
SKIPULAGSBREYTINGAR KYNNTAR Jakob K. Kristjánsson,
formaður stjórnar deildar um sjávarrannsóknir, og Einar K.
Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra á fundinum í gær.
DÓMSMÁL Fíkniefnamál gegn
tveimur mönnum var þingfest í
Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Öðrum manninum er gefið að sök
að hafa haft í fórum sínum um 48
grömm af kannabisefnum, tæp 4
grömm af kókaíni og lítilræði af
tóbaksblönduðu hassi. Hann er
einnig ákærður fyrir að geyma
umtalsvert magn fíkniefna fyrir
hinn meðákærða og fyrir að
reyna að koma eignarhaldi á hluta
fíkniefnanna yfir á hann.
Hinum manninum er gefið að
sök að eiga rúmlega 220 grömm af
hassi, tæp 6 grömm af kókaíni og
lítilræði af amfetamíni sem ætlað
væri til sölu. - þsj
Héraðsdómur Reykjaness:
Ákærðir fyrir
fíkniefnabrot
GLÆSILEG TILÞRIF Nördarnir sýndu svo um munaði að þeir hafa lært sitthvað í
knattspyrnu undanfarnar vikur. Ólafur Þórðarson, fyrrverandi þjálfari ÍA, var eitt af
leynivopnum nördaliðsins ásamt Auðuni Blöndal sem skoraði fyrsta mark leiksins.
FRÉTTABLAÐIÐ VILHELM
SJÓNVARP Rúmlega sjö þúsund
manns mættu á Laugardalsvöll í
gær til að berja leikmenn KF Nörd
og Íslandsmeistarana í FH augum.
Gríðarleg stemning myndaðist á
vellinum og þurfti að seinka leikn-
um um stundarfjórðung á meðan
fólk streymdi að. Eins og áhorf-
endur Sýnar hafa tekið eftir hafa
nördarnir tekið stórstígum fram-
förum í knattspyrnu undir dyggri
leiðsögn Loga Ólafssonar, fyrrver-
andi landsliðsþjálfara.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari
FH, hafði hótað að segja af sér ef
nördarnir bæru sigur úr býtum.
Til að tryggja að allt gengi vel dró
hann upp takkaskóna eftir langt
hlé og spilaði með sínum mönnum
ásamt aðstoðarþjálfaranum Heimi
Guðjónssyni. Töldu áhorfendur að
leiknum hefði lokið með stórsigri
nördanna, sem skoruðu fimm
mörk á móti ellefu mörkum FH.
- kdk
Fjölmenni á Laugardalsvelli:
Nördarnir
slógu í gegn