Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 40

Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 40
[ ] Guðlaug María Sigurðardóttir, ljósmóðir og nálastungusér- fræðingur, býður verðandi for- eldrum upp á þrívíddarmyndir af börnum þeirra. „Þrívíddarsónar er tækni sem gefur færi á því að ómskoða í þrí- vídd,“ útskýrir Guðlaug María. „Í venjulegri ómskoðun er hægt að mæla fóstur og skoða innri líffæri, en með þrívíddarsónar er hægt að sjá það utan frá. Svo er talað um fjórvíddarsónar, en með því er átt við möguleikann á að sjá hreyfing- ar barnsins.“ Guðlaug María segir að við góð skilyrði sé hægt að ná mjög skýr- um myndum af barninu, en rekur þann varnagla þó á að það fari eftir konunni sem undirgengst skoðun- ina. „Það er háð því hvort konur séu með mikla fitu á kviðvegg eða ekki, staðsetningu fylgju, magni legvatns og legu barnsins,“ útskýr- ir hún. „Það þarf til dæmis að vera legvatn á milli barns og legveggs móður því annars er erfitt að kom- ast á milli til að mynda.“ Guðlaug María mælir með að konur komi ekki í skoðun fyrir 24 viku, því fyrir þann tíma sé húð barnsins oft svo þunn að beinin sjáist. „Skemmtilegustu myndirn- ar nást frá 24 til 32 viku, eftir það aukast líkur á að barnið hafi skorð- að sig í grindina og því ólíklegra að ná myndum af andliti þess,“ segir hún. „Vilji fólk ekki sjá kyn barns- ins, er síðan lítill vandi að sneiða hjá því,“ bætir hún við. Aðspurð segir Guðlaug María enga hættu stafa af þrívíddarsón- ar svo vitað sé. „Hann gefur frá sér sams konar bylgjur og hefð- bundinn tvívíddarsónar,“ segir hún. „Í tvívíddarsónar er sneið- mynd tekin og því beinast bylgj- urnar allar á einn stað. Í þrívíddar- sónar dreifast þær, svo minna álag er á vefinn.“ Guðlaug María er sú eina á landinu sem býður upp á ómskoð- un í þrívídd. Hún segir spítalana ekki bjóða upp á þessa þjónustu af þeirri einföldu ástæðu að mynda- takan hafi eingöngu afþreyingar- gildi fyrir verðandi foreldra, sem vilji kíkja á kúlubúann. „Það er í raun ekkert læknisfræðilegt við þessa skoðun,“ segir hún. Boðið er upp á þrívíddar- og fjórvíddarómskoðanir í 9 mánuð- um að Akralind 8 í Kópavogi, sem er í eigu Guðlaugar Maríu. Fyrir- tækið var upphaflega heildsala fyrir vörur sem tengjast nála- stungumeðferð en varð síðan hluti af heildrænnni meðferðarstofu undir heitinu Fyrir fólk, sem er í sama húsnæði. Að sögn Guðlaugar Maríu er Fyrir fólk rekið af nokkr- um sjálfstæðum meðferðaraðilum, sem eru með góða menntun og víð- tæka reynslu á sviði heildrænna meðferðarmála. roald@frettabladid.is Bumbubúi í þrívídd Hefðbundin sónarmynd af 38 vikna barni. MYND/GUÐLAUG MARÍA SIGURÐARDÓTTIR Hér sést nærmynd af 38 vikna barni, sem hægt er að ná með sónarnum hjá Guðlaugu Maríu. MYND/GUÐLAUG MARÍA SIGURÐARDÓTTIR Hér sést þrívíddarsónarinn sem Guðlaug Maríu notar við ómskoðanir. Hún er sú eina sem býður upp á þessa þjónustu á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hér eru nokkrar ókeypis leiðir sem þú skalt venja þig á á leið þinni að betri heilsu, bættara lífsmynstri og margfalt betri líðan. Lestu þér til um næringargildi matvæla á umbúð- unum. Það er grundvallaratriði að vita hvað maður lætur ofan í sig. Það eru reglur í þessu góða landi um að umbúðir matvæla skuli sýna næringarinnihald vör- unnar og ef upplýsingarnar eru ekki fullnægjandi skaltu bara sleppa því að kaupa vöruna. Ekki láta duga að lesa á merkimiða vörunnar þar sem segir t.d. að varan innihaldi 50% minni sykur en áður eða aðeins 1% fitu. Merkimiðarnir eru markaðstól og segja ekki alla söguna en innihaldslýsingar eru stað- reyndir. Gott er að hafa próteinhlutfallið frekar hátt og leit- aðu eftir „þar af sykur“ í kolvetnishlutanum. Sykur- innihald skal almennt ekki vera meira en 10% af heildinni, þ.e.a.s ekki meira en 10 g af 100 g eða alls ekki hærra en 15 g. Svo er fita ekki bara fita. Holla fitan er fjölómettaða og einómettaða fitan (eins og t.d. í ferskum fiski) en við þurfum að forðast mett- aða fitu. Slík fita getur valdið hárri blóðfitu og hækk- að „vonda“ kólesterólið í blóðinu á meðan holla fitan getur hækkað „góða“ kólesterólið. Að læra að lesa á umbúðir og velja eftir því er stórt skref í átt að auknum efnaskiptum líkamans vegna hreinni fæðu og þar af leiðandi betri heilsu. Þú þarft kolvetni, prótein og fitu Veljið vörur sem hafa alla þessa þrjá orkugjafa. Ekki sækja endilega í vörur sem t.d. eru alveg fitu- lausar (þær innihalda oft mikinn sykur). Við menn- irnir höfum í árþúsundir gengið fyrir þessum þrem- ur orkugjöfum og munum gera það áfram. Vandamálið er einfaldlega að við þurfum að hugsa betur um hlutfall þessara þátta í fæðu okkur en for- feður okkar og mæður þurftu að gera, meðal annars vegna kyrrsetulífsstílsins. Stærsta vandamálið er þetta gríðarlega magn af sykri (flokkast sem einfalt kolvetni) sem við neytum, en við megum alls ekki hætta að borða allt kolvetni þar sem það er stærsti orkugjafi okkar. Veljum gróft korn og hýðishrís- grjón í stað hveitis og hvítra hrísgrjóna og t.d. þurrk- aða ávexti og lífrænar kókosflögur í stað sætinda. Þú þarft að hreyfa þig! Það er ekki nokkur leið að vera við góða heilsu, ef þú hreyfir þig ekki. Þú kemst kannski upp með það í einhvern tíma á yngri árum, en fljótlega þarftu að fara að borga fyrir kyrrsetuna. Því lengri tími sem líður þeim mun verra verður það. Svo það eru dýrir og miskunnarlausir vextir á þessu „láni“. Drekktu vatn! Vatnið er ódýrasta og besta leiðin til betri líðanar almennt. Vatnið er til alls fyrst og er eitt besta heilsuleyndarmál sem vitað er um fyrr og síðar. Reyndar er þetta ekkert leyndarmál. Það vita þetta allir, en aðeins örfáir fara eftir því. Þú getur síður lést, melt fæðu, framleitt nýjar frumur og afkastað einhverju ef þú ert vatnsþurfi. Og ef þú drekkur minna en einn og hálfan lítra af vatni á dag ertu vatnsþurfi, þó þú finnir ekki endilega fyrir því. Farið vel með ykkur, ókeypis! Kær kveðja, Borghildur Það er ekki dýrt að hugsa um heilsuna Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Þriðjudaginn 10. október næstkomandi verður haldið námskeið í zen-hugleiðslu með zen-meistaranum Jakusho Kwong roshi. Kwong roshi byrjaði að iðka zen árið 1960 og stofnaði Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu árið 1973. Hann kom fyrst til Íslands árið 1987 og hefur komið árlega til landsins til að leiðbeina félögum Zen á Íslandi. Árið 2003 kom út fyrsta bók Kwong roshi „No Beginning, No End“ sem og hljóðbókin „Breath Sweeps Mind“. Námskeiðið stendur frá kl. 18- 22 og fer fram á Laufásvegi 22. Byrjendum og þeim sem einhvern tíma hafa lagt stund á hugleiðslu gefst einstakt tækifæri til að kynnast grunnatriðum zen-iðkun- ar, þar sem Kwong roshi og nokkr- ir af eldri nemendum hans á Íslandi munu leiðbeina þátttak- endum og svara spurningum um zen-hugleiðslu. Nánari upplýsing- ar og skráning er á www.zen.is eða branda@mmedia.is. Zen-námskeið Jakusho Kwong roshi. Margir byrja á því að kaupa sér rándýran íþróttafatnað áður en líkamsræktin er hafin. Notið frekar það sem þið eigið fyrir þangað til líkams- ræktin er orðin að rútínu. Þá má verðlauna sig með flottum íþróttafatnaði. �������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.