Fréttablaðið - 05.10.2006, Síða 68

Fréttablaðið - 05.10.2006, Síða 68
 5. október 2006 FIMMTUDAGUR32 nám, fróðleikur og vísindi MENNTUN Í lögum um háskóla, sem samþykkt voru á seinustu dögum sumarþings nú í sumar, er í fyrsta skipti kveðið á um í lögum að háskólum beri að sinna innra gæða- mati með kerfisbundnu eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna auk þess sem menntamálaráðu- neyti skuli sinna ytra gæðamati. Gæðaeftirlit háskólastigs er mjög misjafnt eftir löndum í Evr- ópu að sögn Eyrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra námsmanna. „Sum lönd eru komin miklu framar en við í þessum málum meðan önnur eru rétt að taka fyrstu skrefin. Sam- kvæmt skyldum Bolognaferlisins, sem Ísland er aðili að ásamt öðrum Evrópuríkjum, á gæðaeftirlit með háskólum að vera komið í lög fyrir árið 2010. Með því að festa þetta í rammalögum um háskóla núna er Ísland að taka þetta skrefinu lengra heldur en mörg önnur lönd.“ Eyrún segir það muna gríðarlega miklu fyrir háskólamenntun að gæðaeft- irlit sé lögfest og bendir á að skort- ur á því hafi verið stór þáttur í því sem var gagnrýnt í nýlegri skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu um menntun á Íslandi. Í lögunum segir að menntamála- ráðherra gefur út reglur um viður- kenningu háskóla sem byggjast á alþjóðlegum viðmiðum um háskóla- starfsemi. Í reglunum eru skilyrði sem háskólar eiga að fullnægja til að öðlast viðurkenningu og lúta þau meðal annars að fyrirkomulagi kennslu og rannsókna, hæfisskil- yrðum starfsmanna, innra gæða- kerfi og lýsingu á inntaki náms út frá þekkingu, hæfni og færni við námslok. Viðurkenning háskóla er bundin við tiltekin fræðasvið og uppfylli háskóli sem fengið hefur viður- kenningu ekki ákvæði laganna eða þær kröfur sem gerðar eru til kennslu og rannsókna getur menntamálaráðherra afturkallað viðurkenningu á einstökum fræða- sviðum eða að fullu. Háskólar fá tveggja ára aðlögunartíma til að verða sér úti um viðurkenningar. Vinna við gerð reglna um viður- kenningar er nú í gangi hjá mennta- málaráðuneytinu að sögn Hellenar M. Gunnarsdóttur, deildarstjóra háskóladeildar hjá menntamála- ráðuneytinu. „Það verða væntan- lega þrjár leiðir. Í fyrsta lagi þegar viðurkenning verður veitt, í öðru lagi verður viðurkenning veitt með skilyrðum til úrbóta og í þriðja lagi verður viðurkenning ekki veitt.“ Eyrún vonar að þessu verði fylgt eftir. „Það skiptir sköpum fyrir alla háskólanema að ganga að því vísu að þeirra nám sé viður- kennt og farið sé eftir öllum sett- um reglum og gæðastuðlum. Fyrir nemendur sem greiða skólagjöld er þetta sérstaklega þýðingarmik- ið, eins og staðan er í dag geta háskólar hækkað skólagjöldin ár eftir ár þrátt fyrir að nemendur hafi í raun enga tryggingu fyrir gæðum námsins sem skólarnir bjóða upp á.“ Eyrún segir eðlilegt að háskóli fái tíma og svigrúm til að bæta úr ef hann uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til hans samkvæmt þeirri viðurkenningu sem skólinn hefur hlotið. „En gerist það ekki segir það sig sjálft að svipta þarf skólana áður fenginni viðurkenn- ingu.“ sdg@frettabladid.is Háskólinn í Reykjavík ætlar að bjóða öllum grunnskólanemendum 5. til 8. bekkja í Reykja- vík á námskeið í ólympíustærðfræði í vetur. Námskeiðin eru hluti af átaki sem heitir Stærð- fræði er skemmtileg. Átakið snýst um eflingu stærðfræðimenntunar í íslensku samfélagi og hefur öllum grunnskólabörnum á aldrinum 10- 13 ára í Reykjavík verið boðið að taka þátt. Alls eru þetta á sjötta þúsund nemenda og verða námskeiðin haldin í 17 skólum borgarinnar í vetur og ennfremur í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Ólympíustærðfræði byggist á þraut- um sem reyna á hugmyndaflug og rökhugsun og má rekja þetta verkefni aftur til 1977. Að þessu sinni taka 40 lönd þátt í verkefninu og eru þátttakendur um 150.000 börn um allan heim. Nemendur í Hlíðaskóla tóku þátt í nám- skeiði af þessu tagi í fyrra og tókst svo vel til að ekkert brottfall varð í hópnum. „Ég byrjaði á því að kenna í grunnskóla og fannst það alveg óskaplega gaman. Þegar ég fór svo að kenna í framhaldsskóla, af því mig langaði að prófa að kenna eldri krökkum, komst ég að því að það er alveg jafn skemmtilegt. Mér fannst ég hins vegar vera svolít- ið gamaldags í kennsluháttum og langaði að kenna öðruvísi og betur, þannig að ég fór í framhaldsnám. Í kjölfarið var mér boðið að byggja upp nýtt nám við háskólann sem heitir kennslufræði tungumála. Það var allt of freistandi til að hafna,“ segir Hafdís E. Ingv- arsdóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands um fyrstu skref sín inn í fræðin. „Það eru mannlegu samskiptin sem gera kennslu á öllum skólastigum svona skemmtilega, þau eru bæði svo gefandi og krefjandi. Maður er alltaf að endurnýja sig, prófa eitthvað nýtt og hitta nýtt fólk.“ Hún segir oft gleymast hvað kennarastarfið býður upp á mikla möguleika og hvað það getur gefið fólki mikið. „Þetta er svo einstaklega gefandi starf.“ Hafdís segist á kafi í rannsóknum þessa dagana, enda eru þær mjög stór hluti af starfinu. „Ég er að vinna að stóru rann- sóknarverkefni sem fjallar um breytingar á kennsluháttum í framhaldsskólum. Kennsla í framhaldsskólum hefur mjög lítið verið rannsökuð, en það er svið sem er mjög mikilvægt að skoða svo við getum breytt og bætt framhaldsskólakennsluna.“ KENNARINN: HAFDÍS E. INGVARSDÓTTIR, DÓSENT Í UPPELDIS- OG KENNSLUFRÆÐI Mannlegu samskiptin gera kennsluna skemmtilega Kjarni málsins > Fjöldi nema í viðskipta- og hagfræði á Íslandi 65 8 2. 98 8 74 4 1985 2005 1995 Gæðaeftirlit viðhaft með háskólastiginu Í fyrsta skipti er bundið í lög á Íslandi að háskólar þurfa að sækja um viður- kenningu til menntamálaráðherra. Skiptir sköpum fyrir nema að vita að nám þeirra sé viðurkennt, segir framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra námsmanna. EINBEITTIR NEMENDUR HJÁ EINBEITTUM KENNARA Menntamálaráðuneytið hefur verið að gera úttektir í einstaka deildum og skólum en ekkert í því magni sem það á að gera, segir framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra námsmanna. MENNTUN „ISO 9001 er alþjóðleg- ur gæðastaðall vottaður af utan- aðkomandi aðila sem kemur tvisvar á ári og tekur út starf- semina,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands. „Staðallinn gengur út á það að það er fyrirfram ákveðið hvernig hlutirnir eiga að gerast. Hvernig við innritum nemendur, hvernig við kennum og hvernig við kaupum búnað til dæmis. Síðan kemur úttektaraðilinn og gengur úr skugga um að rétt sé staðið að málum.“ Engir aðrir skólar nota þetta gæðakerfi að sögn Jóns en Verk- menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Kópavogi eru í vottunarferli. „Háskólarnir vinna eftir eigin gæðakerfi en það tekur þau enginn út og vottar. Þar er verulegur munur á því vottorð kallar á það að við þurfum að vera á tánum gagnvart úttektar- aðila. Sé vottun ekki í lagi megum við ekki útskrifa nemendur.“ Jón segir Fjöltækniskólann töluvert á undan íslensku skóla- samfélagi og að mikill munur hafi sést á skólastarfinu eftir að gæðakerfið var tekið í notkun. „Við búum í raun til okkar kerfi og það er mikil vinna sem felst í því að teikna allt upp í ferla. Við afhendum síðan hverjum sem vill þetta kerfi og förum yfir hvernig hægt er að nýta það.“ - sdg Fjöltækniskólinn hefur búið til eigið gæðakerfi til að uppfylla alþjóðlega staðla: Eini skólinn með ISO staðal ■ Háskólinn í Reykjavík býður upp á ólympíustærðfræði: Hugmyndaflug og rökhugsun Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5600 Ekkert blað? - mest lesið Rannsóknarþing norðursins hófst í Oulu í Finn- landi í gær. Yfirskrift þingsins er að þessu sinni Norðurslóðir án landamæra og munu fjölmargir vísindamenn frá Norðurlöndunum, Bandaríkjun- um, Kanada og Rússlandi kynna rannsóknir sínar. Meðal viðfangsefna þingsins eru atvinnulíf og tækniþróun á norðurslóðum, samvinna í efna- hags-, menningar- og umhverfismálum, jafnrétt- ismál og réttindi þjóðarbrota, löggjöf og sam- göngur. Það var Tarja Halonen, forseti Finnlands, sem setti þingið en Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, flutti ávarp við opnunina. Forsetarnir hafa einnig efnt til viðræðufundar um vaxandi samvinnu landanna á fjölda sviða sem og samstarfi um málefni þróunarlandanna. Fjölmargir fræðimenn, forystu- menn í atvinnulífi og fulltrúar frumbyggja á norðurslóðum sitja þingið, sem var stofnað fyrir sex árum að frumkvæði Ólafs Ragnars. ■ Rannsóknarþing norðursins: Aukin samvinna milli Íslands og Finna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.