Fréttablaðið - 05.10.2006, Page 91
FIMMTUDAGUR 5. október 2006 55
DHL-deild kvenna
GRÓTTA-ÍBV 26-21
Mörk Gróttu: Anna Ú. Guðmundsdóttir 7, Sandra
Paegle 5, Kristín Þórðardóttir 4, Ragna K. Sigurð-
ardóttir 3, Anna M. Erlingsdóttir 3, Natasa Damilj-
anovic 3, Eva M. Kristinsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Valentina Radu 7, Renata Horvath 5,
Pavla Plaminkova 4, Andrea Löw 3, Pavla Nevar-
ilova 2.
DHL-deild karla
STJARNAN-HK 23-28
Mörk Stjörnunnar: David Kekelia 5 (8), Ólaf-
ur Ólafss. 4 (5), Tite Kalandadze 4 (12), Björn
Friðrikss. 3 (4/1), Elías Halldórss. 3 (11), Patrek-
ur Jóhanness. 2/1 (4/1), Björn Guðmundsson 1
(2), Guðmundur Guðmundss. 1 (6), Volodimir
Kybil (1).
Varin skot: Árni Þorvarðarson 11 (30/3), Roland
Eradze 5 (14/1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 7 (Kekelia 3, Björn
2, Elías 1, Kalandadze 1).
Fiskuð víti: 2 (Kybil 1, Björn Óli 1).
Utan vallar: 16 mínútur (Kybil rautt).
Mörk HK: Valdimar Þórss. 7/3 (12/3), Ragnar
Hjaltested 6/1 (11/1), Sergey Patraitis 4 (7), Tomas
Eitutis 3 (6), Augustas Strazdas 3 (6), Brynjar Val-
steinss. 2 (3), Ólafur Ragnarsson 2 (3), Árni Brynj-
ar Þórarinsson 1 (3), Sigurgeir Árni Ægisson (1).
Varin skot: Egidijus Petkevicius 16 (44/2)
Mörk úr hraðaupphlaupum: 8 (Ragnar 3, Brynjar
1, Eitutis 1, Strazdas 1, Ólafur 1, Petraitis 1).
Fiskuð víti: 4 (Petraitis 2, Strazdas 1, Brynjar 1).
Utan vallar: 10 mínútur.
FRAM-HAUKAR 29-30
Mörk Fram: Þorri Gunnarss. 8 (8), Sergey Ser-
enko 6 (10), Andri Berg Haraldss. 3 (7), Haraldur
Þorvarðars. 3 (4), Jóhann G. Einarss. 3/1 (6/1),
Brjánn Bjarnas. 2 (4), Sigfús Sigfúss. 1 (4), Guðjón
Drengss. 1 (3), Rúnar Káras. 1 (3), Stefán Stefánss.
1 (1)
Varin skot: Björgvin Gustavsson 22.
Mörk úr hraðaupphlaupum: 1 (Þorri 1).
Fiskuð víti: 1 (Haraldur 1).
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Hauka: Andri Stefan 7 (12), Guðmundur
Pedersen 6/4 (7/4), Gísli Þóriss. 4 (10), Árni Sig-
tryggss. 4 (14), Freyr Brynjarss. 4 (5), Kári Kristj-
ánss. 3 (4), Samúel Árnas. 1 (2), Þröstur Þráinss.
1 (1).
Varin skot: Magnús Sigmundsson 21.
Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Freyr 2, Þröstur 1).
Fiskuð víti: 4 (Kári 2, Freyr 1, Árni 1).
Utan vallar: 6 mínútur.
ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR
HANDBOLTI Stjarnan er enn án
stiga eftir fyrstu tvær umferðirn-
ar í DHL-deild karla eftir slæmt
tap gegn HK í gær. Kópavogsbú-
ar koma sterkir til leiks og eru
enn með fullt hús stiga.
Það er áhyggjuefni að Stjarn-
an hefur tapað báðum þessum
leikjum á heimavelli en eftir góða
frammistöðu í Meistarakeppni
HSÍ þar sem liðið vann sigur á
Fram virðist sem allur botn sé úr
leik Garðabæjarliðsins. Stjörnu-
menn áttu engin svör við sterkri
5:1 vörn HK-manna í fyrri hálf-
leik og voru heimamenn þegar
komnir sex mörkum undir eftir
20 mínútna leik. Roland Eradze
fann sig illa í marki Stjörnunnar
og kom Árni Þorvarðarson inn í
hans stað og kom sínum mönnum
aðeins í gang með ágætri mark-
vörslu.
En HK-menn áttu alltaf svör
og voru duglegir að keyra áfram
sóknarleik sinn þegar Stjörnu-
menn virtust ætla að saxa á for-
skotið.
Forystan í hálfleik var sex
mörk og í upphafi þess síðari
héldu gestirnir uppteknum hætti
og komust mest í níu marka for-
ystu. Stjörnumenn skoruðu reynd-
ar fimm mörk á tæpum þremur
mínútum, seint í síðari hálfleik en
það var of lítið og of seint.
„Þetta var frábær sigur og ein-
mitt það sem við þurftum. Við
erum á sama reiki og Stjarnan og
þetta var því fjögurra stiga leik-
ur,“ sagði Sigurgeir Árni Ægis-
son, varnarmaður HK sem átti
skínandi góðan leik við hlið línu-
mannsins sterka Sergey Petrait-
is. „Við náðum að loka vörninni
vel í fyrri hálfleik. Taktíkin gekk
alveg upp en hún gekk út á að
beita 5:1 vörninni gegn Patta. Við
ætlum okkur að vera sterkir í
vetur og förum í hvern leik til að
vinna. Við sjáum hvert það skilar
okkur.“
Patrekur Jóhannesson Stjörn-
umaður var vitanlega óánægður
með leik sinna manna. „Við fórum
með fullt af færum í fyrri hálf-
leik og erum að elta þá allan leik-
inn. Það var engu líkara að við
höfum farið aftur í tímann og
erum að spila handbolta úr forn-
öld, slík var frammistaða okkar.“
Patrekur var ekki með lengi
vel í síðari hálfleik og segir að
það hafi verið sín ákvörðun. „Í
undanförnum leikjum höfum við
verið að keyra þetta á of fáum
mönnum og ég segi að þessir
erlendu leikmenn sem eru hér
sem 100% atvinnumenn verða að
stíga upp og taka meiri ábyrgð á
sig í leik liðsins. Þeir verða að
sýna að þeir eru með Stjörnu-
hjarta því annars gengur þetta
ekki og við verðum í fallbaráttu í
vetur. Svona spilamennska þýðir
að það verða færri í húsinu og við
neðar í töflunni. Mönnum er ein-
faldlega ekki bjóðandi upp á
þetta.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
LOK. LOK OG LÆS Sergey Petraitis og Tomas Eitutis loka á Patrek Jóhannesson í leiknum í gær sem var lykilatriði í sigri HK.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HK valtaði yfir Stjörnuna í Ásgarði
HK fór ansi létt með Stjörnuna í leik liðanna í Garðabænum í gær. Stjörnumenn sáu aldrei til sólar í leikn-
um og virtist sóknarleikur liðsins í molum. Patrekur Jóhannesson var ómyrkur í máli eftir leikinn.
Íslendingar og útlendingar fá allar upplýsingar á ensku um allt það sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum
tíma.; menningarviðburðir, tónleikar, skemmtistaðir, veitingastaðir, söfn, gallerí, tíska, verslanir og næturlíf.
Íslendingar þurfa líka að fylgjast með!
HANDBOLTI Haukar unnu sann-
gjarnan sigur á Íslandsmeisturum
Fram í Safamýrinni í gær. Framar-
ar skoruðu fyrsta markið en náðu
aldrei að endurheimta forystuna
eftir það enda var leikur liðsins of
kaflaskiptur. Allt annað var að sjá
til Haukaliðsins frá því í fyrsta
leik þess í mótinu og greinilegt að
það langaði meira í sigurinn.
Það var talsverð spenna fyrir
þennan leik enda var spáð því
fyrir mótið að þessi tvö lið myndu
keppa við Val um Íslandsmeist-
aratitilinn. Haukar þurftu að rétta
úr kútnum eftir dapra byrjun í
mótinu þegar þeir töpuðu óvænt
fyrir ÍR í Austurberginu á sama
tíma og Fram vann sannfærandi
sigur á Stjörnunni í Garðabæn-
um.
Það voru heimamenn sem skor-
uðu fyrsta markið í gær en það
var í eina skiptið í leiknum sem
þeir voru með forystu. Andri Stef-
an tók til sinna ráða og skoraði
þrjú mörk í röð eftir það. Haukar
komust í bílstjórasætið og voru
lengi með tveggja marka forskot
en Framarar breyttu varnarleikn-
um hjá sér og náðu að jafna 8-8.
Magnús Sigmundsson lokaði þá
markinu á mikilvægu augnabliki
og kom í veg fyrir að Fram kæm-
ist mikið lengra.
Samúel Ívar Árnason var bor-
inn út af á börum í fyrri hálfleik
eftir að hafa engst um á gólfinu.
Haukar létu þó ekki deigan síga,
settu í næsta gír og höfðu fimm
marka forystu í hálfleiknum 17-
12. Rúnar Kárason klóraði í bakk-
ann á lokasekúndu fyrri hálfleiks
og kom í veg fyrir sex marka for-
skot gestanna í leikhléi.
Haukar byrjuðu seinni hálf-
leikinn eins og þeir kláruðu þann
fyrri en svo vöknuðu Framarar á
nýjan leik. Þeir jöfnuðu 20-20 og
skyndilega var mikil spenna
hlaupin í leikinn. Mikið jafnræði
var með liðunum næstu mínútur
en Frömurum tókst þó ekki að
komast yfir. Árni Sigtryggson átti
mjög slakan dag í gær en það var
þó mark hans á lokamínútunni
sem tryggði sigurinn og Haukar
unnu á endanum 30-29.
Magnús Sigmundsson varði
mjög vel í leiknum í gær, Kári
Kristján Kristjánsson var mjög
öflugur í vörninni og sóknarleik-
urinn var borinn uppi af Andra
Stefani. Þá átti Freyr Brynjarsson
fantagóðan leik og vann ófáa bolta.
Hjá heimamönnum var Þorri
Gunnarsson bestur en annars voru
flestir leikmenn Fram talsvert frá
sínu besta. Haukar töpuðu báðum
leikjum sínum gegn Fram síðasta
tímabil en voru vel að sigrinum
komnir í gær. - egm
Haukar báru sigurorð af Fram í Safamýrinni í gær:
Sanngjarn sigur Hauka
SKOT REYNT Sigurbergur Sveinsson Haukamaður reynir hér skot að marki Framara en
Brjánn Bjarnason er honum til varnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM