Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2006, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 07.10.2006, Qupperneq 90
 7. október 2006 LAUGARDAGUR50 menning@frettabladid.is ! Kl. 15.00Hljómsveitin Skakkamanage heldur tónleika í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg og kynnir nýútkominn disk sinn Lab of Love. > Ekki missa af... Norrænum músíkdögum sem nú standa yfir í Reykjavík. Nor- rænar og kanadískar nýsmíðar í flutningi margra færustu hljóð- færaleikara álfunnar. Airwaves-tónlistarhátíðinni síðar í mánuðinum. Ekki seinna vænna að festa sér miða og merkja við í dagskrána. myndlistarsýningu Þórdísar Aðalsteinsdóttur á Kjarvals- stöðum. Húmor og harka mætast í háskafullum verkum en yfirbragðið er samt merkilega krúttlegt. Sýningin „Málverkið eftir 1980“ verður opnuð í Listasafni Íslands í dag en þar er þróun málverksins á Íslandi rakin frá 1980 fram til dagsins í dag. Sýningarstjórarnir Laufey Helgadóttir og dr. Halldór Björn Runólfsson ræða um sprengikraft og gerjun „nýja málverksins“, skipa- lakk og hversdagsvæðingu. Tímaramminn spannar rúm 25 ár og Halldór Björn útskýrir að það hafi gefið auga leið að marka hann af við sprenginguna sem kennd er við „nýja málverkið“ sem ruddi sér til rúms í byrjun níunda áratugarins. Stefnan kom upp sem andsvar við hugmynda- listinni sem hafði verið móðins um langa hríð með tilheyrandi áherslu á texta, ljósmyndir en minna á handverkið sjálft. „Þessi sprenging varð ekki aðeins hér heldur einnig í Bandaríkjunum og Evrópu en það kemur fram mjög sterk kynslóð hér í kringum 1980,“ útskýrir Halldór Björn og vísar til tveggja stórra samsýn- inga frá þessum tíma, Gullströnd- in andar í JL húsinu og UM á Kjarvalsstöðum. Fjórir salir Á sýningunni verða á annað hundrað verk eftir 56 listamenn en henni er skipt í fjóra sali eftir tímabilum. Í einum eru til dæmis elstu verkin – sum hver fyrstu verk þeirra listamanna sem nú hafa fest sig í sessi og teljast meðal virtustu listamanna lands- ins. Þau eru þó langt því frá bernskubrek því verkin bera aug- ljósan vott um kraft og mögu- leika listamannanna sem gaman er að bera saman við þróun sem rekja má í hinum sölunum þrem- ur, allt til verka yngstu kynslóð- arinnar sem unnin eru á þessu ári. Hversdagsvæðingin Halldór Björn útskýrir að þróun málverksins hafi verið samofin tíðarandabreytingum og komu pönksins. Áhrifin komu víða að því listafólkið lærði í ólíkum löndum og því varð úr ólgandi deigla þegar ólíkir straumar utan úr heimi mættust hér á klakan- um. „Það voru mikil tengsl milli tón- listar og myndlistar á þessum tíma, til dæmis tóku skáld eins og Didda, Þór Eldon og Sjón þátt í sýningunni Gullströndin andar,“ áréttar Halldór Björn. Mörkin milli listgreina voru tekin að dofna og þar með einangrun mið- ilsins en með „nýja málverkinu“ opnuðust ótal möguleikar fyrir áræðna listamenn. „Þetta var í fyrsta sinn sem málverkið var rifið úr þessum lokaða vinnustofuhjúpi þar sem hver og einn málari situr einn og bollaleggur um viðfangsefni sitt. Listin varð meira hópefli og nán- ari tengsl milli fólks,“ segir Hall- dór Björn og áréttar að málverk- ið hafi í raun verið rifið úr rammanum og hversdagsvætt. „Nýja málverkið var unnið hrátt og málað gróft, menn notuðu ódýr hráefni, máluðu á lök til dæmis með traktora- og skipalakki,“ segir Laufey. „Mörg þessara elstu verka eru mjög tilvistarleg, sumpart mjög dökk enda voru menn að fást við sitt nánasta umhverfi og einkalíf,“ segir Hall- dór Björn og segir menn hafa opnað sig alveg ofan í kviku sem var algjör nýjung á þessum tíma. Blendnar viðtökur Laufey segir að hún og Halldór Björn hafi upplifað þessa nýliðnu umrótartíma á ólíkan hátt, hún bjó í París á þessum árum en hann hér í Reykjavík þar sem hann fylgdist vel með þróuninni og var einn aðal myndlistargagn- rýnandi þessa tíma. „Ég fylgdist með í gegnum linsu fjölmiðlanna en upplifði líka nýja málverkið í Frakklandi,“ segir hún. Þessi nýja stefna fékk mis- jafnar undirtekir meðal eldri kynslóðanna og Halldór segir að það hafi verið hald manna að nýj- ustu afurðir listamannanna væru afsprengi markaðsvæðingar gall- eríanna sem vildu láta framleiða söluvöru en síðar fjaraði undan þeirri bábilju og með tíð og tíma tóku menn nýja málverkið í sátt. Forvinna og skandall Verkin koma víða að, mörg frá listamönnunum sjálfum og úr einkaeigu og Laufey útskýrir að fæst þeirra hafi sést oft áður. Þau Laufey og Halldór Björn þurftu að vinna mikla forvinnu því heim- ildir um þennan tíma í listasög- unni er einvörðugu að finna í blaðaskrifum og sýningarskrám. Ennfremur hafi mikið af verkum frá þessum tíma glatast eða verið verið eyðilögð. Sýningarstjórarn- ir heimsóttu fjölda listamanna og segja að sumir þeirra hafi verið tregir til að láta elstu verk sín af hendi. „Þeir héldu hreinlega sumir að þetta væri bara gamalt drasl en þegar verkin eru komin í sam- hengi sjá menn að svo er ekki,“ segir Halldór Björn. Hann bætir því við í véfréttar- stíl að í farvatninu sé að skrásetja og gefa út íslenska listasögu frá 1960 en rit um íslenska listasögu hefur ekki komið út síðan Björn Th. Björnsson gaf út tvær bækur um efnið fyrir áratugum síðan. „Það er náttúrulega skandall að sjálf bókaþjóðin hafi ekki sinnt þessu betur,“ segir Halldór Björn en er vongóður í vissu sinni um að bragarbót verði brátt gerð þar á. Í tengslum við sýninguna verð- ur skipulögð fjölbreytt fræðslu- dagskrá sem felur til dæmis í sér sérfræðileiðsögn um sýninguna og málþing um stöðu og áhrif „nýja málverksins“ sem haldið verður um næstu helgi. Nánari upplýsingar um dagskrána sem og opnunartíma safnins er að finna á heimasíðunni www.lista- safn.is. kristrun@frettabladid.is Málverkið rifið úr rammanum LAUFEY HELGADÓTTIR OG HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON SÝNINGASTJÓRAR VIÐ VERK ÞÓRS VIGÚSSONAR Íslensk deigla úr alþjóðlegum straumum á sýningu Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERK KJARTANS ÓLASONAR Rauðir menn frá árinu 1982. MEÐAL ÞÁTTTAKENDA: Jón Axel Björnsson, Björg Örvar, Tolli, Kjartan Ólason, Gretar Reyn- isson, Hallgrímur Helgason, Jón Óskar, Daði Guðbjörnsson, Bryn- hildur Þorgeirsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Magnús Kjartansson, Hulda Hákon og Steingrímur Eyfjörð. Efnt verður til málþings í tengsl- um við sýningu Listasafns Reykja- víkur, Pakkhús postulanna, í Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu. Ellefu listamenn sem fæddir eru eftir 1968 taka þátt í samsýningu í hús- inu og sýna innsetningar og gjörn- inga. Stjórnandi umræðna er Oddný Eir Ævarsdóttir ritstjóri sýning- arskrár, en þátttakendur í umræð- unni eru meðal annarra Ragna Sigurðardóttir, rithöfundur og gagnrýnandi, Valur Brynjar Ant- onsson, skáld og heimspekingur, Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við LHÍ, Daníel Karl Björnsson og Huginn Þór Arason sýningarstjórar sýningarinnar, listamenn sýningarinnar auk Haf- þórs Yngvasonar, safnstjóra Lista- safns Reykjavíkur. Gestir eru hvattir til að taka þátt í samræðum um sýninguna, sýningarskrána, undirbúnings- ferlið og gagnrýna umræðu sem hluta af ferli sýninga. Málþingið hefst kl. 13 en kl. 16 fremur myndlistarmaðurinn Magnús Árnason gjörning. Málþing um postulana RÆTT UM PAKKHÚS POSTULANNA Í HAFNARHÚSINU Umgjörð og anddyri sýningarinnar var hannað af Brynhildi Páls- dóttir og Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttir. Tónleikaröð kennara við Tónlist- arskóla Kópavogs í Salnum sem kennd er við TKTK hefst á morg- un með tónleikum Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara, Kristínar Mjallar Jakobsdóttur fagottleikara og Eydísar Franz- dóttur óbóleikara. Yfirskrift tónleikanna vísar til hinna töfrandi tóna sembals, fagotts og óbós sem löngum hafa verið hálfgerð utangarðs- hljóðfæri í íslenskum tónlistar- skólum. Tónlistarskóli Kópavogs eignaðist nýverið glæsilegan sembal og miðast efnisskrá þess- ara fyrstu tónleika raðarinnar við að kynna möguleika sembalsins í einleik og samleik. Á efnisskránni er svíta fyrir semb- al eftir Louis Couperin, frum- flutningur á sónötu fyrir fagott og sembal eftir Jónas Tómasson, svíta fyrir sembal eftir Dan Locklair og sónata fyrir óbó og fylgirödd eftir Thomas Vincent. Góður rómur hefur verið gerður að tónleikaröð þess- ari sem hleypt var af stokk- unum árið 2000. Með þeim er kennurum búinn ákjósan- legur vettvangur til að vinna að frumsköpun þeirri, sem er mikilvægur þáttur í þjálfun hvers tónlistarmanns og um leið í starfi kennarans. Tón- leikarnir eru klukkustundar langir án hlés og hefjast kl. 13 á laugardag. Töfratónar í Salnum Spennusagan Ríki gullna drekans er önnur unglinga- spennusaga skáldkonunnar Isabel Allende en í henni segir af prinsinum Dil Bahadur sem brátt tekur við hinu forboðna ríki sem kennt er við drekann. Ferðalang- arnir Alexander, Nadía og Kate Cold eru á ferð á sömu slóðum en þau hafa áhuga á helgu tákni ríkis- ins, ómetanlegum dreka alsettum gulli og gimsteinum sem er þó vel gætt. Fyrr en varir fer ævintýra- leg atburðarás af stað sem ferða- langarnir dragast inn í með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Þýðandi er Kolbrún Sveinsdóttir en Mál og menning gefur bókina út. Glóandi gull ÓBÓ, FAGOTT OG SEMBALL Hljóðfæri sem stundum lenda utangarðs í tónlistarskólum fá notið sín á tónleikum TKTK.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.