Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 18
 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Áfengisneysla léttra vína á hvern íbúa 15 ára og eldri Heimild: Hagstofa Íslands 1980 6, 1 11 ,7 15 ,5 Lí tr ar á á ri 8, 0 1990 Ár 2000 2005 Áður en til leiðtogafundar- ins í Höfða kom árið 1986 var Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti fræddur um land og þjóð, til að hann gæti haldið uppi léttum samræðum við helstu leiðtoga Íslands. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur skoðaði minnisblað Reagans. Ronald Reagan Bandaríkjaforseta líkaði sjaldnast að lesa langar skýrslur eða greinargerðir í for- setatíð sinni. Á ferðum til útlanda gat komið fyrir að vanþekking for- setans á staðháttum kæmi honum í koll en langoftast réð sjarmi hans því að gestgjafarnir fyrirgáfu honum ef hann lét einhverja vitl- eysu út úr sér. Þar að auki rífast menn ekki svo glatt við forseta voldugasta ríkis í heimi. Best var auðvitað að Reagan væri vel undirbúinn og kynni lín- urnar eins og hann hafði farið létt með á löngum og farsælum leikara- ferli í Hollywood. Þegar fyrir lá haustið 1986 að leiðtogafundur hans og Gorbatsjovs yrði á Íslandi þurfti starfslið forsetans að útbúa minnis- blað með helstu staðreyndum um landið. Hann myndi hitta helstu ráðamenn hér; Vigdísi Finnboga- dóttur forseta, Steingrím Her- mannsson forsætisráðhera og Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra, og þyrfti því að geta hald- ið uppi léttum samræðum um land og þjóð. Fimm málsgreinar duga Minnispunktum fyrir fund Reag- ans með þessum þremur Íslending- um var komið fyrir í fimm máls- greinum á hálfri A4 síðu. Þar sagði fyrst að allir töluðu þeir ensku. Vigdís Finnbogadóttir hefði verið kjörin forseti árið 1980 en embætti hennar væri að mestu táknræn tignarstaða. Pólitísk völd lægju hjá forsætisráðherranum. Hann héti Steingrímur Hermannsson og væri formaður Framsóknarflokksins sem væri í samsteypustjórn með stærri flokki, Sjálfstæðisflokkn- um. Utanríkisráðherrann kæmi úr þeim flokki. Traustum bandamönnum þakkað Reagan átti að geta hrósað ráða- mönnum fyrir góðan árangur á sviði efnahagsmála. Ríkisstjórn Íslands væri líka traustur banda- maður innan NATO, „þrátt fyrir langa hefð einangrunarstefnu og hlutleysi í utanríkismálum“ á Íslandi. Minnisblaðinu lauk svo með þessari „línu“ fyrir Banda- ríkjaforseta: „Þú munt vilja þakka ríkisstjórn Íslands fyrir allt sem hún hefur gert til að tryggja að fundurinn með Gorbatsjov fari vel fram. Önnur umræðuefni gætu verið samskipti austurs og vesturs og samskipti við Ísland; til dæmis samkomulag um herflutninga og farþegaflug. Ekki er búist við því að Íslendingarnir veki máls á viðamiklum málefnum á meðan á kurteisisheimsókn þinni til þeirra stendur.“ Tveggja síðna upprifjun á sögunni Ronald Reagan fékk svo líka í hend- ur tveggja blaðsíðna „Background Paper“ um Ísland. Þar var farið yfir sögu landsins og helstu þjóðar- einkenni, auk þeirra mála sem höfðu sett mark sitt á samskipti Íslands og Bandaríkjanna undanfarin ár. Hér er stiklað á stóru í þeirri lýsingu: Ísland er eitt smæsta og fámenn- asta ríki Evrópu. Ísland á aðild að NATO en er ekki í Efnahagsbanda- laginu. Íslendingar eru norrænir að upplagi og lífsgæði eru jafngóð og annars staðar í Norður-Evrópu. Íslendingar eru mjög stoltir af landi sínu og sögu og taka það óstinnt upp ef þeim finnst að þeir njóti ekki tilhlýðilegrar virðingar. Í seinni heimsstyrjöld hernámu Bretar Ísland. Bandaríkjamenn tóku við af þeim og komu í veg fyrir að þessi mikilvæga eyja félli í hend- ur nasista (ekki var tekið fram að munur var á hernámi Breta og her- verndarsamningnum við Bandarík- in, enda vart rúm til þess). Íslend- ingar eru sérlega stoltir yfir þeim fórnum sem þeir færðu í stríðinu og benda á að hlutfallslega hafi fáir bandamenn misst jafnmarga í stríð- inu og þeir. Bandarísk vernd landsins Eftir stríð gekk Ísland í NATO og árið 1951 fóru ráðamenn banda- lagsins fram á að Íslendingar gerðu ráðstafanir til að tryggja varnir sínar. Bandaríkin og Ísland gerðu því með sér varnarsamning (aftur var sagan flóknari en þetta!). Í dag eru um 3.000 bandarískir hermenn í landinu. Bandaríkin borga enga leigu fyrir land undir varnarstöð- ina í Keflavík eða aðrar bækistöðv- ar. Þótt varnarsamningnum megi segja upp hvenær sem er eru engin ákvæði um reglulega endurskoðun hans. Öflugur kommúnistaflokkur Stjórnmálavettvangurinn á Íslandi nær frá íhaldsflokknum til hægri að litlum en öflugum kommúnista- flokki (það er að segja Alþýðu- bandalaginu). Núverandi sam- steypustjórn sýnir hagsmunum Bandaríkjanna og NATO mun meiri velvilja en síðustu ríkisstjórnir. Því hefur tekist að hefja nauðsynlegar umbætur á varnarstöðinni eftir langt hlé. Samt sem áður gætir ætíð talsverðrar andstöðu á Íslandi við umsvif Bandaríkjanna. Það er því mjög mikilvægt að huga ætíð vel að samskiptum okkar við Ísland. Þótt núverandi ríkisstjórn sé vinveitt Bandaríkjunum hafa ýmis vandræði komið upp undanfarin ár. Þau vekja litla athygli í Washington en teljast til mikilvægustu mála í utanríkisstefnu Íslands. Deilan um herflutninga erfiðust Deilan um herflutninga hefur verið erfiðust að eiga við. Íslensk stjórn- völd neita að lúta bandarískum lögum frá 1904 um einkarétt Bandaríkjamanna á flutningum fyrir herlið þeirra. Núna í sept- ember var undirritað samkomulag um sérstaka undanþágu fyrir Ísland í þessum efnum. Bandarísk lög um efnahags- þvinganir gegn þeim þjóðum sem stunda hvalveiðar hafa einnig vald- ið usla. Íslendingum finnst að Bandaríkjamenn séu að hlutast til um þeirra innanríkismál og þeir benda á að sjávarafurðir nemi um 80 prósentum alls útflutnings þeirra. Stærsti markaðurinn er í Bandaríkjunum. Undir lok áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda lenti Ísland í efnahagskreppu eins og flest önnur lönd í Vestur-Evrópu. Núverandi ríkisstjórn hefur aftur á móti tekist einstaklega vel að hafa hemil á verðbólgu og náð henni úr 80 pró- sentum fyrir þremur árum niður í um það bil 10 prósent. Atvinnuleysi þekkist vart og hagvöxtur nær lík- lega 3,5 prósentum þetta ár. Þessi hagstæða þróun mun styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins við næstu kosningar, sem verða haldnar í síð- asta lagi næsta vor. Svo mörg voru þau orð. Ronald Reagan kom til Íslands, ræddi við gestgjafa sína og var skemmtilegur í allri viðkynningu. Ekki er víst að hann hafi munað allt sem hann átti að læra; um þjóðina stoltu, mikil- vægi landsins fyrir Bandaríkin, deiluefnin undanfarin ár og efna- hagsárangur ríkisstjórnarinnar. Þingkosningarnar 1987 fóru síðan á allt annan veg en hinir bandarísku leiðbeinendur Reagans sáu fyrir, og gátu varla ímyndað sér að maður- inn sem tók það sama ár við for- mennsku í „Kommúnistaflokki Íslands“ yrði tæpum áratug seinna forseti Íslands. Íslandssaga fyrir Ronald Reagan RONALD REAGAN OG VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Reagan fékk að vita að staða Vigdísar væri að mestu táknræn tignarstaða. Pólitísk völd lægju hjá forsætisráðherra. Útför rússneska blaðamannsins Önnu Politkovskaju fór fram í Moskvu í gær. Blaðamenn á ritstjórnum á Norðurlöndunum, þar á meðal á Fréttablaðinu, og annars staðar í Evrópu heiðruðu blaðamanninn með mínútu þögn og sýndu líka með þeim hætti stuðning sinn við blaðamenn víðs vegar um heiminn sem vinna við erfiðar þjóðfélagsaðstæður. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lofað því að finna morðingjann. Hver var Anna Politkovskaja? Anna var 48 ára gamall blaðamaður á blaðinu Novaja Gazeta sem fjallaði með gagnrýnum hætti um stríðið í Tsjetsjeníu en hún er ein talin hafa unnið svipað afrek í Rússlandi og hópur bandarískra blaðamanna gerði með umfjöllun sinni um Víetnamstríðið. Anna gerði löndum sínum grein fyrir því að stríðið í Tsjetsjeníu væri villimannleg útrýmingarherferð með nauðgunum og pyntingum þar sem verslun með lík og gísla væri daglegt brauð. Anna sagði að hermennirnir væru fullir af minnimáttarkennd. Þetta væru menn sem kæmu frá fátækum fjölskyldum en í Tsjetsjeníu fengju þeir á tilfinninguna að þeir væru hálfgerðir guðir sem hefðu vald til að ákveða hverjir skyldu lifa og deyja. Loksins gætu þeir þénað peninga. Anna fjallaði um spillingu í Rússlandi og veitti valdhöfum þar í landi mikið aðhald. Hún var kölluð helsti óvinur Pútíns. Henni hafði margoft verið hótað lífláti, meðal annars opinberlega þegar nokkrir hermenn skrifuðu grein í blað og lýstu því yfir að Anna væri föðurlandssvikari og að þeir færu eftir lögum stríðsins. Margoft hafði verið reynt að ráða hana af dögum, meðal annars með eitri. Hvað með fjölskyldu hennar? Hún var tveggja barna móðir en maður hennar skildi við hana árið 1999 vegna vinnu hennar. Sonur Önnu átti erfitt með að skilja hvers vegna hún pirraði rússnesk stjórnvöld þar til hann kom eitt kvöld heim eftir að hafa neyðst til að borga umferðarlögreglunni fyrir að nauðga ekki kærustunni sinni. FBL GREINING: MORÐIÐ Á RÚSSNESKA BLAÐAMANNINUM ÖNNU POLITKOVSKAJU: Villimannleg útrýming í Tsjetsjeníu Alþjóðlegi geðheilbrigðis- dagurinn var haldinn í gær. Í tilefni þess stendur Hjálparsími Rauða krossins fyrir átaki fram á næsta mánu- dag sem á að beina sjónum fólks að þeim sem berjast við þunglyndi. Elfa Dögg S. Leifsdóttir starfar við Hjálparsímann 1717. Hvernig er hægt að berjast gegn þunglyndi? Það er til að mynda hægt með forvörnum frá bernsku. Fólk er hvatt til að ræða líðan sína við aðra. Þegar fólk finnur sig í öngstræti er svo mikilvægt að það leiti sér hjálpar hjá fagaðila, heilsugæslu eða annars staðar. Hvernig er árangur ykkar? Hjálp- arsímanum bárust sextán þúsund hringingar á síðasta ári, þegar öll símtöl voru talin. Það er erfitt að mæla árangur þessara símtala en þau símtöl sem við höfum fengið frá fólki sem hefur viljað þakka okkur seinna segja okkur töluvert. Hvað getur maður sjálfur gert fyrir aðra? Ef maður veit af einhverjum sem maður veit að líður illa er rétt að hvetja hann til að ræða málin, leita sér aðstoðar eða jafnvel að bjóðast til að fara með viðkom- andi að leita sér aðstoðar. SPURT & SVARAÐ ÞUNGLYNDI Bjóðum að- stoð okkar ELFA DÖGG S. LEIFSDÓTTIR STARFSMAÐUR HJÁLPARSÍMANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.