Fréttablaðið - 11.10.2006, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 11.10.2006, Qupperneq 51
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 S K O Ð U N Flestir gera sér grein fyrir því að þeir geta lent í verulegu fjár- hagslegu tjóni ef fyrirtækið þeirra verður fyrir eignatjóni. Slíkt tjón getur raskað rekstri fyrirtækja umtalsvert og jafn- vel leitt til rekstrarstöðvun- ar. Stjórnendur fyrirtæka vita þetta og gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir slíkt tjón, með tilheyrandi forvörnum og vátryggingum. En þeir eru færri sem leiða hugann að því hvað gerist ef tölvugögn fyrir- tækisins og hugbúnaður hverfur eða eyðileggst í tjóni. Fyrirtæki hafa í síauknum mæli komist að raun um mik- ilvægi tölvugagna sinna og að alvarlegt gagnatjón er raunveru- leg ógn við reksturinn. Ef mikil- væg gögn tapast getur verið mjög erfitt að vinna það upp sem glatast hefur og það sem meira er, að vinna aftur trúverð- ugleika fyrirtækisins. Fyrir utan kostnaðinn sem af þessu hlýst getur þetta haft veruleg áhrif á tekjur og gengi hlutabréfa. Breska viðskiptaráðuneytið staðhæfir að um 90% þeirra fyr- irtækja sem glata rekstrargögn- um sínum hætta rekstri innan tveggja ára. Til að draga sem mest úr áhættu við gagnatap, verða fyrirtæki og stofnanir að koma sér upp áætlun um órof- inn rekstur. Slíkar áætlanir geta verið allt frá því að tryggja eingöngu örugga afritun og end- urheimt gagna yfir í að uppfylla alþjóðlega öryggisstaðla fyrir upplýsingakerfi. Árlega verður fjöldi fyrir- tækja að þola fjárhagstjón vegna skemmda eða bilana á rafeindatækjum sem m.a. leiða til þess að verðmæt gögn glat- ast. Í mörgum tilfellum telja for- svarsmenn fyrirtækja sig vera vátryggða gegn slíkum áföllum, sem sjaldnast er raunin. Það er hægt að tryggja sig fyrir gagna- tapi, þ.e. það er hægt að tryggja sig fyrir þeim kostnaði sem fer í það að endurheimta gögnin eða að vinna þau aftur, en til að takmarka tjónið er best að tryggja að gögnin séu til afrituð á öruggum stað og að gott sé að komast í þau. Skjót endurheimt á gögn- um er lykilatriði í því að halda órofnum rekstri. Sé ekki hægt að ná aftur gögnum sem tapast hafa með skjótvirkum hætti eru líkur á að markmiðum um órof- inn rekstur verði ekki náð. En þá kemur að spurning- unni um hvaða kröfur fyrirtæki þurfa að gera til afritunarkerfa. Mikilvægt er að hafa í huga sex eftirfarandi þætti: • Að afrituð gögn séu tekin úr húsi jafnóðum. Reglugerðir og tilskipanir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum gera kröfu um að afrit fari úr húsi. Það sama ætti að gilda hér á landi enda eru kröfur til rekstrar þær sömu. • Að öll mikilvæg gögn séu afrituð, sama hvar þau liggja. Mikilvæg gögn geta til dæmis legið á útstöðvum. Rannsóknir sýna að um 80% af viðskiptagögnum eru vist- uð á einkatölvum sem fæstar eru afritaðar. • Að hægt séð að afrita far- tölvur utan netkerfis fyrir- tækisins. Stóraukin notkun fartölva og notkun þeirra á ferðalögum erlendis bendir til þess að mikilvæg gögn liggja í fartölvum sem verður að vernda. • Að tíðni afritunar mæti kröf- um rekstrarins. Suma gagna- grunna er nóg að afrita einu sinni á dag. En stundum má hámarksgagnatap ekki vera meira en einhverjar klukku- stundir. • Að endurheimtun gagna sé skjótvirk og auðveld. Ef endurheimtun gagna er ekki skjótvirk getur kostnaður- inn orðið gríðarlegur. Mörg dæmi eru um að það hafi tekið margar vikur að endurheimta gagnagrunna með tilheyrandi kostnaði vegna tæknimanna og töpuðum vinnustundum starfsmanna. • Að prófanir á endurheimt- um gögnum séu gerðar með reglubundum hætti á vélbún- aði hjá þriðja aðila. Það hefur lengi verið vanda- mál við afritatöku hvað hún hefur verið óþjál og óáreiðan- leg. Flestir kvarta yfir því að afritatakan taki of langan tíma eða það að koma gögnunum inn aftur taki langan tíma. Einnig er þetta mannfrekt og kostnað- arsamt, en nú er þetta að verða einfaldara. Tölvuþjónustur hér á landi gefa fyrirtækjum og stofnunum kost á að mæta þess- um sex kröfum í einu og öllu. Settur er hugbúnaður á einn net- þjón hjá viðskiptavini og sér hann um að draga til sín gögn innan netkerfis fyrirtækisins, dulkóða og þjappa gögnunum og senda þau svo yfir í gagna- miðstöðina. Í upphafi er tekið heildarafrit, en í framhaldi af því tekur hugbúnaðurinn ein- göngu breytingarnar yfir. Því er ekki þörf á mikilli bandbreidd og tekur afritunin mjög skamm- an tíma. Í gagnamiðstöðinni eru gögnin geymd dulkóðuð á diska- stæðum og eru alltaf aðgengileg eiganda gagnanna. Hvað varð- ar fartölvur sem afrita á utan netkerfisins, þá er settur léttur hugbúnaður í hana sem sér um að afrita fartölvuna í samræmi við afritunaráætlun, í hvert sinn sem hún tengist internetinu. Í sumum tilfellum er verið að afrita starfsstöðvar erlendis. Með réttum tryggingum, forvörnum og góðum afritum getum við verið öruggari um gögnin okkar. Geir Jóhannsson viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Sjóvár Öryggi gagna ���������������������������������� ���������������������������������� �� ����� ���� ����� ���������� ��� ��������� �� ��������� ����� ���� ����������� ����������������� ���� ������������� �������� �� ��� ������ ��� ������ �������������� � � ����� ��������� ��� ����� ���� ������ ������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ ����� ����� �������������� ���� ��������������� 569 7200 www.isprent.is - o rð sku lu stan d a! „...þjónusta sem treysta má fullkomlega“ Í rekstri fyrirtækis á borð við Fossberg skiptir persónuleg og vönduð þjónusta höfuðmáli. Um leið og við gerum miklar kröfur til okkar sjálfra í þessum efnum erum við afar kröfuhörð við þá sem veita okkur þjónustu. Íslandsprent hefur uppfyllt okkar ítrustu kröfur – gæðin eru framúrskarandi, tímasetningar hafa staðist í hvívetna og verðið er gott. Ég mæli hiklaust með Íslandsprenti, þetta er þjónusta sem treysta má fullkomlega. Benedikt Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Fossberg Benedikt Jóhannson framkvæmdastjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.