Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 44
■■■■ { sendum grýluna heim } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Svíþjóð hefur náð langt á alþjóða- vettvangi í knattspyrnu. Því er ekki hægt að neita. Landið er eitt af fáum sem hafa fengið að halda heimsmeistaramót í knattspyrnu og á heimavelli komst sænska lands- liðið alla leið í úrslitaleikinn þar sem það tapaði fyrir Brasilíu og 17 ára ungstirninu Pelé. Samtals hefur Svíþjóð ellefu sinnum komist í úrslitakeppni HM og þrívegis hefur liðið unnið til verðlauna. 1934 - HM á Ítalíu Svíar tóku þátt í fyrstu heimsmeist- arakeppninni sem haldin var í Evr- ópu. Þetta var einnig fyrsta keppn- in þar sem undankeppni var haldin. Sextán lið tóku þátt og var keppt samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi. Svíar unnu Argentínu í sextán liða úrslitum en töpuðu fyrir Þjóðverj- um í fjórðungsúrslitum. 1938 - HM í Frakklandi Sama fyrirkomulag var í keppninni og þeirri á undan og komust Svíar nú alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir frábæru liði Ung- verja. Í leik um þriðja sætið tapaði Svíþjóð fyrir Brasilíu. 1950 - HM í Brasilíu Engar keppnir voru haldnar á stríðsárunum og komst Svíþjóð því á sitt þriðja mót í röð. Nú var keppt í riðlum og unnu Svíar sinn riðil með því að vinna Ítali og gera jafn- tefli við Paragvæ. Fjögur lið kom- ust í sérstakan úrslitariðil þar sem Svíþjóð náði þriðja sæti og þar með sínum fyrstu verðlaunapeningum. 1958 - HM í Svíþjóð Svíar komust ekki á HM fjórum árum fyrr en fengu nú að halda keppnina og taka þátt sem gestgjaf- ar. Nú var keppnisfyrirkomulagið líkara því sem gerist í dag - fyrst riðlakeppni, svo útsláttarkeppni. Svíar unnu sinn riðil og lögðu svo Sovétmenn og Vestur-Þýskaland á leið sinni í úrslitin. Þeir þóttu lík- legri til sigurs en Brasilía í úrslita- leiknum en þá tók 17 ára gutti að nafni Pelé til sinna ráða og skoraði tvö mörk í 5-2 sigri. Svíþjóð komst þó yfir í leiknum. 1994 - HM í Bandaríkjun- um Í Bandaríkjunum létu Svíar fyrst almennilega til sín taka síðan þeir héldu keppnina sjálfir. Þeir komust upp úr sínum riðli ásamt Brasilíu en skildu Rússa og Kamerúna eftir. Í sextán liða úrslitum lagði liðið Sádi-Arabíu og svo Rúmeníu í fjórðungsúrslitum. Í undanúrslitum var svo aftur komið að Brasilíu og maður mótsins, Romario, skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Svíar rúlluðu svo yfir Búlgari í leikn- um um þriðja sætið. Aðrar keppnir Síðan 1970 hefur Svíþjóð tekið þátt í öllum úrslitakeppnum HM nema þremur. Í fjögur skipti af þeim sjö hefur liðið komist áfram úr fyrstu umferðinni og er það einnig tilfellið um síðustu tvær keppnir. Sannkölluð stórþjóð Thomas Ravelli varð þjóðhetja á svip- stundu í Svíþjóð er hann varði síðustu spyrnu Rúmena í vítaspyrnukeppninni í leik liðanna í fjórðungsúrslitum á HM í Banda- ríkjunum. Hér óskar Magnus Hedman honum til hamingju. NORDIC PHOTOS/GETTY Það þarf vart að taka það fram að sænska landsliðið sem Íslendingar etja kappi við í dag er firnasterkt. Margir vilja halda því fram að Svíar hafi ekki á jafn sterku liði að skipa nú og oft áður. Benda menn á að í liði þeirra nú sé enginn Zlatan Ibra- himovic, Henrik Larsson hættur og Andreas Isaksson meiddur. Það var þó ekki að sjá á leik liðsins gegn Spánverjum á dögunum að þarna væri vængbrotið lið á ferðinni. Svíar hafa náð besta árangri allra Norðurlandaþjóðanna á stór- mótum, ef frá er talinn eftirminni- legur sigur Dana á EM árið 1992 þegar keppnin var haldin í Svíþjóð. Svíar hafa að vísu aðeins þrisvar komist í lokakeppni EM og þar af einu sinni sem gestgjafar. Besta árangri sínum á EM náðu Svíar ein- mitt á heimavelli þegar þeir kom- ust í undanúrslit. Árangur þeirra í lokakeppni HM er öllu glæsilegri. Svíar hafa ellefu sinnum komist í lokakeppni HM og besti árangur þeirra kom á heimavelli árið 1958 þegar Svíar töpuðu úrslitaleikn- um gegn Brasilíu, 5-2. Svíar hafa tvisvar endað í þriðja sæti á HM og einu sinni í fjórða sæti. Svíar tóku þátt á HM í Þýskalandi í sumar og það var fjórða stórmótið í röð sem þeir komust á. Færum okkur nú nær nútím- anum. Svíar hafa leikið þrjá leiki í undankeppni EM til þessa. Fyrsti leikur liðsins var gegn Lettum á úti- velli þar sem Svíar fóru með sigur af hólmi, 1-0, með marki frá Kim Källström. Í næsta leik tóku Svíar á móti Liechtenstein á heimavelli og unnu þann leik 3-1. Marcus All- bäck skoraði tvö mörk fyrir Svía í leiknum og Markus Rosenberg, leikmaður Ajax, skoraði eitt. Í síð- ustu umferð tóku Svíar, sem léku á heimavelli, Spánverja í bakaríið og fjölmiðlar í Svíþjóð tala um að sá leikur hafi verið einn sá besti í sögu þjóðarinnar. Svíar unnu leikinn 2-0 þar sem Johan Elmander og Marcus Allbäck skoruðu mörkin. Leiðindaatvik kom upp í sænska landsliðshópnum í síðasta mánuði þegar þrír leikmenn liðsins brutu útivistarreglu og voru fyrir vikið reknir úr hópnum. Leikmennirn- ir þrír voru þeir Olof Mellberg, Christian Wilhelmsson og Zlat- an Ibrahimovic. Þeir báðust allir afsökunar og sögðust allir vera tilbúnir að spila fyrir landsliðið á nýjan leik ef þeir yrðu kallaðir í hópinn að nýju. Svo fór að Olaf Mellberg og Christian Wilhelmsson voru valdir í hópinn að nýju en Zlatan Ibrahimovic bað um að fá frí í þessa tvo leiki sem hópurinn átti að taka þátt í, gegn Spánverj- um og íslendingum. Ibrahimovic hefur látið hafa það eftir sér að hann sé tilbúinn að spila fyrir hönd Svía á nýjan leik ef kallið kemur. Þeir eru þó ekki margir sem sakna hans eftir sigurinn á Spánverj- um um síðustu helgi og Svíar eru brattir fyrir leikinn í dag. dagur@frettabladid.is Svíar sakna ekki Ibrahimovic Svíar eiga sér glæsta sögu á knattspyrnuvellinum og þeir mæta með sterkt lið gegn Íslandi í dag. Svíar eru brattir fyrir leikinn eftir sigurinn á Spánverjum á dögunum. Svíar eru hér á æfingu á Laugardalsvellinum á mánudaginn. Þeir mæta með gott lið til leiks og eru með sjálfstraustið á sínum stað eftir góðan sigur á Spánverjum í síðasta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kim Källström er fæddur 24. ágúst 1982 í Sandviken en gælunafn hans er „Kongo“ Kim. Þessi örvfætti miðjumaður leikur með stórliði Lyon í Frakklandi, en þangað var hann keyptur í sumar frá franska liðinu Rennes. Källström er mjög skotfastur leikmaður og frægt var í sumar þegar hann skaut í hausinn á markverði sænska landsliðsins, Andreas Isaksson, á æfingu á HM í sumar með þeim afleiðingum að Isaksson rotaðist. Källström getur spilað jafnt á miðjunni sem og á vinstri kant- inum. Hann er fljótur og hefur góðan leikskilning auk þess sem hann er gjarn á að taka af skarið þegar mest liggur við. Fyrsta félagið sem bauð Källström atvinnumannasamning var BK Häcken þar sem faðir hans var aðstoðarþjálfari. Stóra tækifærið fékk hann árið 2002 þegar hann var keyptur til Djurgården. Um vorið árið 2004 flutti Källström sig um set og hóf að leika með Rennes í Frakklandi þar sem hann lék m.a. með Andreas Isaksson. Í sumar keypti Gerard Houllier svo kappann til franska meistaraliðs- ins Lyon. Källström lék sinn fyrsta lands- leik árið 2001 gegn Finnum en alls hefur hann leikið 36 leiki og skor- að 5 mörk fyrir Svía. Källström var einn besti leikmaður Svía á HM í sumar. Hann byrjaði keppnina á bekknum en kom inn í liðið fyrir Anders Svensson og var í byrjun- arliðinu í þremur leikjum eftir það. Källström skoraði sigurmark Svía í 1-0 sigri þeirra á Lettum í síðasta mánuði með glæsilegu skoti. - dsd „Kongo“ Kim Källström Källström er öflugur miðjumaður sem leikur með Lyon í Frakklandi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES  Marcus Allbäck heitir fullu nafni Marcus Christian Allbäck og er fæddur 5. júlí árið 1973 í Gautaborg. Allbäck er sóknar- maður og hefur víða komið við á löngum ferli en leikur nú með FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Þau lið sem Allbäck hefur leik- ið fyrir á ferlinum eru Örgryte í Svíþjóð, Lyngby í Danmörku, Heerenveen í Hollandi, Bari á Ítalíu, Aston Villa á Englandi og Hansa Rostock í Þýskalandi. Allbäck hefur spilað á mörgum stórmótum fyrir Svía og hefur alls leikið 61 leiki fyrir Svía og skorað 25 mörk en fyrsti lands- leikur hans var gegn Suður-Afr- íku í nóvember árið 1999. Allbäck skoraði jöfnunarmark Svía gegn Englendingum á HM í sumar og það var jafnframt 2000. markið sem skorað hefur verið í lokakeppni HM í knattspyrnu. Allbäck skoraði tvö mörk fyrir Svía í 3-1 sigri þeirra á Liechten- stein í síðasta mánuði og síðara mark Svía gegn Spánverjum á laugardaginn og hefur því skor- að þrjú mörk í þremur leikjum til þessa í undankeppni EM 2008. Marcus Allbäck Allbäck er mikill markaskorari og hefur víða komið við á löngum ferli sem knattspyrnumaður. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES  Olof Mellberg, leikmað- ur Aston Villa á Englandi, heitir réttu nafni Erik Olof Mellberg og er fæddur 3. september árið 1977 í Amne- härad. Mell- berg er mjög l e i k r e y n d u r leikmaður og var fyrirliði sænska lands- liðsins þar til í ágúst þegar Fredrik Ljung- berg tók við fyrirliðaband- inu af honum. Mellberg hefur einnig verið fyrir- liði Aston Villa í nokkurn tíma en eftir að Martin O‘Neill tók við Villa-liðinu hefur Gareth Barry gegnt stöðu fyrirliða. Olaf Mellberg hefur leikið 75 landsleiki fyrir Svía og skorað í þeim tvö mörk. Mellberg hefur spilað með Svíum í tveimur loka- keppnum EM og í tveimur loka- keppnum HM og því er ljóst að þar er á ferðinni gríðarlega reynd- ur leikmaður. Árið 2003 hlaut Mellberg viðurkenninguna Besti leikmaður Svíþjóðar og í ágúst á þessu ári varð hann fyrsti leikmaðurinn til að skora á hinum nýja heimavelli Arsenal, Emirates-leikvanginum, í 1-1 jafntefli Arsenal og Aston Villa. Mellberg er gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum Aston Villa enda mjög harður í horn að taka og mjög fastur fyrir í vörn liðs- ins. Mellberg er nokkuð áberandi á velli enda með mikið skegg og minnir oft meira á skógarhöggs- mann en knattspyrnumann. - dsd Leikreyndur varnarmaður Olof Mellberg er gríðarlega vinsæll leikmaður enda harður í horn að taka og leikreyndur varnarmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Lykilleikmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.