Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 11. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR10
Ú T T E K T
Í þjóðhagsspám bankanna og fjármálaráðu-
neytisins sem gefnar hafa verið út síðustu
daga og vikur er gert ráð fyrir snörpum við-
snúningi í viðskiptahalla við útlönd, samdrætti
í efnahagslífinu á næsta ári með minni spennu
og lokum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi
og svo vaxandi hagvexti frá og með árinu
2008. Atburðir síðustu daga kunna þó að setja
eitthvert strik í síðustu spár, enda boða stjórn-
völd að lagt verði í framkvæmdir á vegum
hins opinbera auk þess sem aðgerðir til lækk-
unar matvælaverðs taka gildi í mars.
ÁHERSLUMUNUR Í SPÁM
Spárnar eru ekki alveg samhljóða og í þeim
nokkur áherslumunur. Fjármálaráðuneytið
spáir 4,2 prósenta hagvexti á þessu ári, einu
prósenti á því næsta og svo 2,6 prósenta hag-
vexti árið 2008. Ekki er gert ráð fyrir frekari
stóriðjuframkvæmdum í spá ráðuneytisins
enda ekki búið að negla neitt slíkt niður.
Greiningardeild Glitnis er samhljóma ráðu-
neytinu um hagvöxt þessa árs en gerir ráð
fyrir heldur meiri niðursveiflu á því næsta,
eða 0,3 prósenta hagvexti. Síðan taki hag-
kerfið við sér á ný árið 2008 með 2,3 prósenta
hagvexti.
Kaupþing spáir
heldur snarpari sam-
drætti strax á þessu
ári, 3,5 prósenta hag-
vöxtur nú, neikvæð-
ur hagvöxtur um 0,2
prósent á næsta ári,
en svo viðsnúning-
ur árið 2008 með 3,1
prósents hagvexti.
Landsbankinn sker
sig svo nokkuð úr í
þessari talnaleikfimi
og tekur dálítið annan pól í hæðina, spáir minni
hagvexti á þessu ári en hinir, 3,2 prósentum,
svo 1,3 prósenta hagvexti á næsta ári og svo
uppgangi með nýjum stóriðjuframkvæmdum
og 6,0 prósenta hagvexti árið 2008.
Greiningardeild Landsbankans er ein um að
gera ráð fyrir frekari slíkum framkvæmdum
í spá sinni, en uppi eru fyrirætlanir um slíkt
þótt ekkert hafi verið fastsett enn. Bankinn
spáir reyndar ámóta hagsveiflu og nú hefur
átt sér stað með stóriðjuframkvæmdunum
næstu sem standi til ársins 2010 þegar aftur
verði samdráttur og gengisfall krónunnar, líkt
og á þessu ári.
Óvissuþættir eru nokkrir í spám bankanna,
enda hefur engum tekist að spá nákvæmlega
fyrir um gengisþróun, en hún er jú lykilatriði
þegar kemur að þróun verðbólgu og viðskipta-
halla. Allir eru þó sammála um í spám sínum
að dragi úr þenslu á næstu misserum.
FRAMKVÆMT Á NÝJU ÁRI
Í stefnuræðu sinni á Alþingi í byrjun mán-
aðarins fjallaði Geir H. Haarde forsætisráð-
herra um þróunina í efnahagsmálum. Hann
segir helsta verkefni ríkisstjórnarinnar og
Seðlabankans að undanförnu hafa verið að ná
niður verðbólgu og útlit sé fyrir að hún verði
komin niður að 2,5 prósentum, verðbólgu-
markmiði Seðlabankans, um eða fyrir mitt
næsta ár.
Þá segir Geir að heildareftirspurn í hag-
kerfinu muni minnka þegar dregur úr einka-
neyslu og framkvæmdum við virkjanir og
stóriðju fyrir austan ljúki. Hann segir því ljóst
að þenslan sé á undanhaldi. „Af þessum sökum
er nú óhætt að fella úr gildi fyrri ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um að setja ekki af stað
um ótiltekinn tíma ný útboð á framkvæmd-
um. Þar með verður haldið áfram með þær
samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar
að undanförnu, sem og aðrar framkvæmdir,“
sagði hann í ræðu sinni og kvað munu verða
lagt til við Alþingi að þegar í stað yrði ráðist
í sérstakt átak til úrbóta á umferðaræðum út
frá höfuðborginni.
Að auki koma til framkvæmda eftir áramót
skattalækkanir og í byrjun vikunnar upplýsti
ríkisstjórnin svo um aðgerðir til að lækka
matvælaverð, en þær felast í lækkun virðis-
aukaskattsprósentu um helming, í 7,0 prósent,
auk lækkunar á tollum og vörugjaldi. Allar ýta
þessar aðgerðir fremur undir þenslu.
AÐHALDS ER ENN ÞÖRF
Kaupþing telur þó að lækkun virðisauka-
skattsins muni flýta fyrir verðbólguhjöðnun
til skamms tíma. „Ef miðað er við að vísitala
lækki um 2,7 prósent á fyrri hluta næsta
árs líkt og útreikningar forsætisráðuneytis-
ins gera ráð fyrir mun það leiða til þess að
verðbólga verður að meðaltali 3,5 prósent
árið 2007 samkvæmt spá greiningardeildar í
stað 5,4 prósenta. Auk þess sem Seðlabanki
Íslands nær verðbólgumarkmiði undir lok
árs 2007 í stað þess að ná því um mitt ár 2008
samkvæmt spá greiningardeildar. Hins vegar
gæti þetta leitt til meiri verðbólgu árið 2008
vegna aukinnar einkaneyslu landans,“ segir
greiningardeildin.
Landsbankinn tekur í sama streng og segir
aukinn kaupmátt heimilanna á næsta ári
hljóta að leiða til þess að líkur á minnkandi
einkaneyslu séu nú minni en áður og að sam-
dráttur þjóðarútgjalda verði hægari en áður
var reiknað með. Bankinn segir því ljóst að
verðbólguþrýstingur verði meiri, sérstaklega
þegar frá líður. „Að okkar mati er líklegast að
Seðlabankinn bregðist við þessu með hægari
lækkun stýrivaxta en áður var útlit fyrir.“
Ingólfur H. Bender, forstöðumaður grein-
ingardeildar Glitnis, segir ljóst að enn sé
talsverð spenna í hagkerfinu og fylgikvillar
hennar meðal annars sýnilegir í verðbólgu
og viðskiptahalla. „Viðskiptahallinn var um
23 prósent af landsframleiðslu á fyrri hluta
VIRKJAÐ LAND
Á HELLISHEIÐI
Hagkerfið þarf ráðrúm
til að jafna sig áður
en kemur að frekari
stórframkvæmdum
í ætt við virkjanir
eða ný álver að mati
sérfræðinga. Þá þykir
varhugavert að gefa
undir fótinn vænting-
um um miklar fram-
kvæmdir eða aukin
útgjöld hins opinbera
á næsta ári því slíkt ýti
undir þenslu og grafi
undan trúverðugleika
hagstjórnarinnar.
Markaðurinn/GVA
Ó L Í K A R H A G S P Á R G R E I N I N G A R D E I L D A
B A N K A O G R Á Ð U N E Y T I S
H A G V A X T A R S P Á R
2006 2007 2008
Fjármálaráðuneytið 4,2% 1,0% 2,6%
Glitnir 4,2% 0,3% 2,3%
Kaupþing 3,5% -0,2% 3,1%
Landsbankinn 3,2% 1,3% 6,0%*
*Landsbankinn gerir einn ráð fyrir nýjum stóriðjuframkvæmdum í spá sinni og
telur hagvöxt árin 2008-2010 að meðaltali verða 5,0 prósent á ári.
Varasamt er að fagna of snemma
Stóru viðskipta-
bankarnir hafa
allir sett fram
hagspár sínar. Í
spám þeirra er
einhver áherslu-
munur þótt allar
hafi þær gert ráð
fyrir hraðri hjöðn-
un þenslu í hag-
kerfinu á næsta
ári. Óli Kristján
Ármannsson kynnti
sér horfurnar og
viðhorf forsvars-
manna greiningar-
deilda til fyrir-
hugaðra fram-
kvæmda og ann-
arra ákvarðana.
Forsætisráðherra
segir þenslu á
undanhaldi en
sérfræðingar vara
við of snemm-
bærum fögnuði.
Geir H. Haarde
forsætisráðherra
segir helsta
verkefni ríkis-
stjórnarinnar og
Seðlabankans að
undanförnu hafa
verið að ná niður
verðbólgu og útlit
sé fyrir að hún
verði komin niður
að 2,5 prósentum,
verðbólgumarkmiði
Seðlabankans,
um eða fyrir mitt
næsta ár.