Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 53
15MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N BIRGIR SIGURÐSSON hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og rekstr- arsviðs HEKLU. Birgir útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá þjóðhagskjarna viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1984 og hefur starfað hjá Opnum kerfum síðastliðin 15 ár. Hann var fjármálastjóri Opinna kerfa hf. frá 1991 til 2004 og síðan fram- kvæmdastjóri fjármála Opinna kerfa Group hf. frá 2004. Hann hefur jafnframt setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis. Birgir sinnti ýmsum fjármálatengdum störfum áður en hann réðst til Opinna kerfa. Hann var fjármálastjóri hjá Hewlett-Packard á Íslandi frá 1987 til 1991, forstöðu- maður hjá Kaupþingi frá 1986 til 1987 og fjármálastjóri hjá P. Samúelssyni frá 1983 til 1985. Birgir er kvæntur Sigrúnu Jóhannesdóttur og eiga þau þrjú börn. F Ó L K Á F E R L I ÞANN 30. september 2006 var gengið frá samningum um umtalsverða fjölgun í hópi eigenda Regula lögmanns- stofu ehf. Friðbjörn E. Garðarsson hdl., Jón Jónsson hdl. og Eva Dís Pálmadóttir hdl. eru nú öll eigendur lögmannsstofunnar, auk fyrri eig- enda hennar Sigríðar Kristinsdóttur hdl., Berglindar Svavarsdóttur hdl., Hilmars Gunnlaugssonar hdl. og Loga Guðbrandssonar hrl. Helstu starfssvið Regula lögmannsstofu eru sveitarstjórn- arréttur, eignarréttindi landeigenda, sifja- og skaðabótaréttur, vinnuréttur, innheimtu- og gjaldþrotaréttur auk hefðbundinna lögmannsstarfa fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. FRIÐBJÖRN E. Garðarsson hdl. varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2002 og varð héraðsdómslögmaður árið 2003. Hann starfaði sem fulltrúi hjá Lögmönnum Austurlandi ehf. árin 2002 til 2003 en síðan sem fulltrúi og svo lögmaður á Regula lögmannsstofu ehf. frá árinu 2003. Friðbjörn mun brátt ljúka BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. JÓN JÓNSSON hdl. varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 1996. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2000 og varð héraðsdómslögmaður árið 2004. Hann starfaði á Hagstofu Íslands þjóð- skrá árin 2000 til 2001, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga árin 2002 til 2003 og sem lögmaður á Regula lögmanns- stofu ehf. frá áramótum 2003 og 2004. EVA DÍS Pálmadóttir hdl. varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1998. Hún útskrifaðst úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2002 og varð héraðs- dómslögmaður árið 2003. Hún starfaði sem fulltrúi og síðan sem lögmaður á Lögmannsstofunni Fortis ehf. árið 2003 og á Regula lögmannsstofu ehf. frá ára- mótum 2003 og 2004. EIGENDUR REGULA Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is HTC, sem áður hét Qtek, er stærsti framleiðandi lófatölvusíma í heiminum. HTC stendur fyrir High Tech Computer og er fyrirtækið aðalsamstarfsaðili Microsoft í Windows PC stýrikerfum fyrir lófatölvusíma. HTC sameinar síma og tölvu í einu tæki. Þú getur valið úr lófatölvusímum sem eru samlokusímar, símum með lyklaborði og símum hlöðnum aukabúnaði. HTC sameinar símann, tölvupóstinn og gagnasamskipti í einu tæki. Qtek hefur fengið nafnið HTC HTC 8500 Samlokusími sem keyrir á Windows Mobile Smartphone PC-stýrikerfinu. Næfurþunnur samlokusími, 2,2 tommu 65 þús. lita skjár, Quad-Band virkni og 1,3 megapixla myndavél. HTC 8310 Hlaðinn aukabúnaði. Keyrir á Windows Mobile 5.0 stýrikerfinu sem opnar ýmsa möguleika í gagnavinnslu, samstillingu við PC o.fl. Bluetooth- tenging, WLAN og Quad-Band virkni. HTC (TyTN) Keyrir á Windows Mobile 5.0 Pocket PC stýrikerfinu. 400 MHz örgjörvi, útdraganlegt lyklaborð á hliðinni, auðvelt að skrifa texta með íslenskum stöfum. Quad-Band sími, WLAN og Bluetooth-tenging, stuðningur við öll helstu vinnuforritin frá Microsoft og 2,0 megapixla myndavél. HTC 9100 Minnsti en um leið öflugasti lófatölvusíminn. Keyrir á Windows Mobile 5.0 Pocket PC stýrikerfinu. Útdraganlegt lyklaborð á hliðinni, auðvelt að skrifa texta. Quad-Band sími, WLAN og Bluetooth- tenging, stuðningur við öll helstu vinnuforritin frá Microsoft og 1,3 megapixla myndavél. Stærsti framleiðandi á lófatölvusímum í heiminum · Windows Mobile 5,0 stýrikerfi · Þú getur notað HTC til að tengjast Outlook, skoðað og sent tölvupóst (Microsoft Pocket Outlook) · Þú getur tengst MSN · Þú getur vafrað um á netinu · Microsoft Windows Media Player 10 – nýjasti spilarinn frá Microsoft · Microsoft ActiveSync við Exchange Server · Microsoft Pocket Office: Word, Excel og PowerPoint · Þráðlaus nettenging Wi-Fi gerir þér kleift að tengjast hvar og hvenær sem er (Hot-Spot) HTC (MTeor) HTC MTeor er fyrsti 3G snjallsíminn sem keyrir á Windows Mobile 5,0 stýrikerfinu. Bluetooth-tenging, 3ja banda virkni, háhraðagagnaflutningur, GPRS/EDGE/UMTS stuðningur. HTC lófatölvusímar fást hjá söluaðilum um land allt P IP A R • S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.