Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 52
MARKAÐURINN 11. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R I R L E S T U R Dugnaður, atorkusemi og iðjusemi eru gildi sem ófáir Íslendingar vilja tengja sig við. Ýmislegt bendir jafnframt til þess að gildi á borð við þessi, sem tengjast helst vinnu, séu enn í miklum mæli notuð sem viðmið til þess að meta persónuleika fólks, bæði af því sjálfu og öðrum. Á mánudaginn var hélt Hjálmar G. Sigmarsson mannfræðingur fyrirlestur undir nafninu „Ég hef miklar áhyggjur af þessu“ í Háskóla Íslands. Tilgangurinn var að kynna niðurstöður MA-ritgerðar hans í mannfræði þar sem hann skoðaði, út frá ýmsum hliðum, hvert mikilvægi vinnu væri fyrir sjálfsmynd- arsköpun Íslendinga. „Hugmyndin kom fyrir fjórum árum þegar ég hafði ákveðið að fara í mastersnám. Þá var mér mjög hugleikið af hverju við Íslendingar erum svona uppteknir af vinnu og fór að velta fyrir mér út frá hvaða sjónarhorni mætti skoða það. Ég var forvitinn um af hverju við tölum svona mikið um vinnu, dugnað og iðjusemi og þetta að vera „alltaf að“.“ FYRST ER ÞAÐ VEÐRIÐ... SVO VINNAN Hjálmar ákvað að elta forvitnina og gaf ritgerðinni vinnuheitið og nafnið „Eru ekki allir Íslendingar alltaf að?“. Hann segist hafa langað til að fá tilfinningu fyrir því hvernig fólk upplifði sitt líf og sitt umhverfi og hvernig það skilgreindi hvað skiptir máli. „Markmiðið var ekki að staðfesta eða hrekja hvort Íslendingar vinni eins mikið og þeir tala um. Það var þessi orðanotkun og hug- takanotkun sem mér fannst spennandi og það hvað okkur Íslendingum þykir auðvelt að detta inn í umræðuna um vinnu. Það er tvennt sem Íslendingar tala alltaf um – fyrst er það veðrið og svo vinnan. Það er alltaf þessi spurning: „Er ekki nóg að gera?““ Verkefninu skipti Hjálmar upp í þrjá hluta. Í þeim fyrsta skoðaði hann ýmsar kenningar og rannsóknir um vinnu úr félagsfræði og mannfræði. Í öðrum hlutanum tók hann fyrir skrif um Ísland og vinnu og hvernig hún hefur verið skoðuð í gegnum tíðina. Þannig vildi hann sjá hvernig um vinnuna er talað og hvernig þessi ímynd að Íslendingar séu dugleg þjóð birtist í rituðu máli. Þriðji hlutinn samanstóð af viðtölum við tíu einstaklinga; sex konur og fjóra karla á aldrinum 40 til 60 ára. „Ég valdi þennan ald- urshóp því ég vildi að fólk hefði samanburð- inn. Þetta var allt fólk sem man sjálft eða í gegnum foreldra sína hvernig hlutirnir hafa breyst hérna undanfarna áratugi og hefur þar að auki sumt alið upp börn sjálft og séð hvernig þau eru að koma sér fyrir í námi eða starfi. Ég vildi fá þau til þess að lýsa hvernig þau upplifa mikilvægi vinnunnar, hvernig þau upplifðu það í æsku og áhrif þess á fram- tíðina og hvernig áhrif vinna hefur haft á þeirra daglega líf og líðan.“ DUGNAÐUR, ATORKUSEMI, IÐJUSEMI! Hjálmar komst vissulega að því að vinna væri og hefði alla tíð verið mjög áberandi, fyrirferðarmikil og mikilvæg á Íslandi. Svo virðist einnig sem hún hafi aukist í umræð- unni síðustu árin – í íslenskum fjölmiðlum til að mynda og ekki síst í tengslum við íslensku útrásina – og Íslendingar telji sig nú sem aldrei fyrr duglega, atorkusama og iðjusama og þeir kunni að grípa tækifærið og aðlagast nýjum aðstæðum. Af niðurstöðum Hjálmars mætti ef til vill ráða að það sé að verða enn ríkara í okkur Íslendingum að líta á vinnuna sem dyggð. „Já, kannski,“ segir Hjálmar. „Þó eru gild- in ekki bara tengd vinnunni heldur vissum dugnaði og iðjusemi.“ Hann segir það líka segja meira en mörg orð að skoða mikil- vægi vinnusemi í íslensku samfélagi til að undirstrika virkni okkar í samfélaginu. „Það heyrist alveg ennþá: „Hann var nú meiri sauðurinn og fór nú ekki vel með fjölskyld- una sína... en hann vann vel!“ Blæbrigði af þessu fannst mér ég greina af viðmælendum mínum og almennt í þeim heimildum sem ég skoðaði. Þannig að vinnan virðist vissulega teljast mikil dyggð á Íslandi.“ HJÁLMAR G. SIGMARSSON MANNFRÆÐINGUR Meðal þess sem Hjálmar komst að raun um við vinnslu MA-ritgerðar sinnar er að ýmislegt bendir til þess að Íslendingar telji sig nú, sem aldrei fyrr, duglega, atorkusama og iðjusama. MARKAÐURINN/HEIÐA Eru ekki allir Íslendingar alltaf að? Tvennt er það sem Íslendingar þreytast ekki á að tala um - fyrst er það veðrið en fast á hæla þess kemur vinnan. „Er ekki nóg að gera?“ er ein af þeim spurningum sem ýttu Hjálmari G. Sigmarssyni út í að skoða mikilvægi vinnu fyrir sjálfsmyndarsköpun Íslendinga. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Hjálmar í vinnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.