Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 74

Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 74
 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR30 Ljósmyndasýningin ,,Leiðtoga- fundurinn í Reykjavík 1986” stendur nú yfir í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur. Þar gefur að líta rúmlega fjörutíu myndir sem flestar voru teknar af ljósmynd- urum Morgunblaðsins og DV, sem voru tvö stærstu dagblöðin árið 1986. Þar eru þó einnig myndir frá Rússlandi, annars vegar frá Itar- Tass fréttastofunni og hins vegar frá Yuri A. Lizunov einkaljós- myndara Gorbachev en myndir hans hafa ekki komið fyrir sjónir almennings áður. Einnig eru myndir á sýningunni frá ljós- myndurum Hvíta hússins sem Ronald Reagan-safnið hefur lánað. Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur veg og vanda af uppsetn- ingu sýningarinnar en Guðmund- ur Magnússon sagnfræðingur valdi myndir og samdi skýringar- texta við myndirnar. Sýningin er opin á þjónustutíma Ráðhússins og stendur til 18. október. - khh LÖGÐU SPILIN Á BORÐIÐ Sjaldséðar myndir frá leiðtogafundinum í Höfða 1986 eru nú til sýnis í Ráðhúsinu. MYND/AP Margmynduð mikilmenni Frieze-listastefnan í London hefst á morgun. Þar verða 150 listagall- erí með bása og selja samtímalist eftir þúsundir listamanna frá öllum heimshornum. Bandarísk gallerí verða æ fyrirferðarmeiri á þessari söluhátíð sem kennd er við listatímaritið Frieze, en það tók nafn sitt af frægri myndlistarsýn- ingu sem Damien Hirst stóð fyrir seint á níunda áratugnum sem setti verk ungra breskra mynd- listarmanna í sviðsljósið. Frieze-sölusýningin hefur vaxið ár frá ári og er langt komin með að skáka Basel-sýningunum í Sviss og Florida og Dokumenta- sýningunni þýsku. Hinar stærri sölumessur í Evrópu eru teknar að bera æ meiri svip af venjulegum verslunarsýningum. Frieze hefur til þessa haft þá sérstöðu að þar hefur almenningur ekki aðeins sótt sölubásana heim heldur hefur fólk af götunni keypt sér myndlist í ríkari mæli en áður hefur þekkst. Ekkert íslenskt gallerí tekur þátt í messunni og ef rennt er augum yfir þann fjölda listamanna sem þáttökugalleríin hafa á sínum snærum kemur í ljós að þar er enginn íslenskur myndlistarmað- ur á skrá nema Ólafur Elíasson. Hljóta það að vera nokkur von- brigði íslenskum myndlistarmönn- um en úrval þeirra fékk viðamikla kynningu á alþjóðavettvangi með Listahátíð 2005. Gallerí i8 hefur tekið þátt í Basel-messunni og verður með í amerísku Basel-sýningunni sem haldin er í Miami í desember. Þá er i8 með aðstöðu í fyrsta sinn á Photo Paris þar sem áhersla er lögð á verk Hrafnkels Sigurðsson- ar. Að sögn Auðar Jörundsdóttur hjá I8 hafa Edda Jónsdóttir og stöllur hennar þar á bæ sótt um þátttöku í Frieze en ekki komist að, sökum þrengsla á sýningar- svæðinu sem er þegar sprungið. Auður sagði að haldið yrði áfram að sækja á Frieze-menn og á end- anum myndi það ganga. i8 legði áherslu á þátttöku í sýningunum í Basel og Miami, auk Brussel- messunnar. Auður sagði árangur ótvíræðan af þáttöku í þessum messum: „Það skiptir okkur öllu máli að vera með, bæði upp á kontakta og varðandi kynningu á íslenskum listamönnum.“ Frieze Art er með aðstöðu í Regent Park, en messan heldur úti vef: Friezeartfair.com. Sýningin heldur úti fyrirlestrum, fjöl- skyldunámskeiðum, kynningum og gefur katalóga og sérrit. Henni lýkur á sunnudag. pbb@frettabladid.is ÓLAFUR ELÍASSON Eini íslenski listamaðurinn sem á verk á listamessunni í London. Frieze í Konungsgarði Kviksaga, heimildarmyndastöð ReykjavíkurAkademíunnar, efnir til samstarfs við Menningarmiðstöð- ina Gerðuberg og sýnir heimildar- myndina „In and Out of Africa“ eftir Ilisa Barbash og Lucian Taylor í aka- demíunni annað kvöld kl. 20. Myndin er sýnd í tengslum við sýninguna „Flóðhestar og frama- konur: Afrískir minjagripir á Íslandi“ í Gerðubergi sem mann- fræðingurinn Ólöf Gerður Sigfús- dóttir tók saman en á henni má finna fjölbreytta minjagripi frá Afríku. Mynd Barbash og Taylor fjallar í hnotskurn um fljótandi merkingu afrískra lista og veltir upp áleitnum spurningum um samband Vestur- landabúa við afríska menningu. Hún sýnir á skoplegan og oft kald- hæðnislegan hátt hvernig gildi list- muna breytist eftir því í hvaða sam- hengi þeir eru settir. Höfundar myndarinnar vefa saman á skemmtilegan hátt sögur af vest- rænum listaverkasöfnurum, íslömskum kaupmönnum og afrísk- um listamönnum og fræðimönnum. Myndin byggir meðal annars á rannsóknum mannfræðingsins Christopher Steiners, sem gerði viðamiklar vettvangsrannsóknir á afrísku handverki á Fílabeins- ströndinni en kvikmyndamiðillinn þykir henta afar vel til þess að koma rannsóknarniðurstöðum hans og gögnum til skila til áhorfand- ans. Katla Kjartansdóttir þjóðfræð- ingur kynnir myndina, sem tekur um klukkustund í sýningu, en hún er sýnd með enskum texta. Aðgang- ur er ókeypis. Þess má geta að sýningin „Flóð- hestar og framakonur“ er opin virka daga frá kl. 11-17 og um helg- ar frá 13-16 en sýningin stendur til 12. nóvember. Fljótandi merking Á FERÐ UM AFRÍKU Heimildarmynd um merkingu afrískra lista verður sýnd í ReykjavíkurAkademíunni annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRÍÐUR B. TÓMASDÓTTIR Ljóðabókin By the Seaside er ell- efta ljóðabók Önnu S. Björnsdóttur en sú fyrsta sem út kemur á ensku. Fyrsta ljóðabók hennar, Örugglega ég, kom út árið 1988 en hún hefur síðan verið iðin við kolann. Verk hennar hafa aukinheldur birst í fjöl- mörgum safnritum bæði hér heima og erlendis. Þýðendur ljóðanna eru Hallberg Hallmundsson og Karl J. Guð- mundsson, sem báðir hafa hlotið fjölmargar vegtyllur fyrir ljóða- þýðingar sínar. Kápuna prýðir myndverk eftir Kristján Davíðsson. - khh Ljóð við strönd ENSKAR LJÓÐA- ÞÝÐINGAR Ellefta ljóðabók Önnu B. Björnsdóttur. ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� ����������������������������������������������� ������������������������������������������������������������� ��������������� �������������������������������������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ����� �������������������� �������������������������� �����������������������������������������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.