Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 72
11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR28
menning@frettabladid.is
!
Ólíkindatólin Skoppa og Skrýtla
eru góðkunningjar yngstu kyn-
slóðarinnar en nýverið var frum-
sýnd óvenjuleg barnasýning um
þær skottur í Þjóðleikhúsinu. Þess-
ar furðuverur úr Ævintýralandi
syngja og dansa af hjartans list en
eiga að líka til að láta óskir barna
rætast enda leitast þær við að vera
glaðar, góðar, guðdómlegar og auð-
vitað yfirmáta hjálpsamar.
Sýning þeirra tekur aðeins 40
mínútur í flutningi og er ætluð
áhugasömum leikhúsgestum frá
níu mánaða aldri. Í henni er farið í
gegnum mörg viðfangsefni barna
á leikskólaaldri eins og liti, tölu-
stafi, rím og ýmsar þrautir auk
þess sem gestir fá fræðslu um
leikhúsið.
Höfundar og leikarar í sýning-
unni eru leikkonurnar Linda
Ásgeirsdóttir og Hrefna Hall-
grímsdóttir en leikstjóri er Þór-
hallur Sigurðsson. Katrín Þor-
valdsdóttir gerði leikmynd og
búninga en Hallur Ingólfsson
samdi tónlist. Lýsingu annaðist
Ásmundur Karlsson og myndbrot í
sýningu gerði Davíð Guðjónsson.
HINAR ÓBORGANLEGU ÆVINTÝRAVERUR
Skoppa og Skrýtla skemmta og fræða
börnin. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Óskirnar rætast
> Dustaðu rykið af...
ljóðum pólsku skáldkonunnar Wis-
lawa Szymborska. Þegar fólk bíður
eftirvæntingarfullt eftir Nóbelsverð-
launaúthlutun ársins er vert að glugga
í ljóðabókina Endir og upphaf sem út
kom hjá Bjarti árið 1999, þremur árum
eftir að Szymborska hreppti hnossið.
Geirlaugur Magnússon þýddi.
Djasssveitin Póstberarnir leikur í tónleikaröðinni
„Tónar við hafið“ í Þorlákshöfn í kvöld. Sveitin
flytur tónlist Megasar í djassútsetningum undir
yfirskriftinni „Tóneyra Megasar“ þar sem lögð er
áhersla á tónsmíðar hans en ekki texta eins og
oft áður. Textunum verða þó einnig gerð skil því
þeim verður, ásamt teikningum listamannsins,
varpað á tjald á meðan á tónleikunum stendur.
Sveitina skipa Andrés Þór Gunnlaugsson
gítarleikari, Eyjólfur Þorleifsson sem leikur á
tenorsaxófón og Ólafur Stolzenwald sem leikur
á kontrabassa. Með þeim spila á tónleikunum
Agnar Már Magnússon á orgel og Erik Qvick á
trommur.
Aðrir tónleikar í tónleikaröðinni Tónar við hafið
verða í Þorlákshöfn miðvikudaginn 11. október.
Tónleikarnir verða haldnir í Versölum, Ráðhúsi
Ölfuss, og hefjast kl. 20. Nánari upplýsingar
um tónleikana og tónleikröðina er að finna á
heimasíðunni www.olfus.is
TÆKLAR TÓNSMÍÐAR MEGASAR Andrés Þór Gunn-
laugsson og félagar hans í djasssveitinni Póstberun-
um leika Megasarlög.
Póstberar djassa Megas upp
Kl. 11.00
Í Galleríi húnoghún, Skólavörðu-
stíg 17b, standa yfir tvær sýning-
ar. Manuela Gudrun Rozvitars-
dottir sýnir skartgripi úr gulli,
silfri og eðalsteinum en Þuríður
Helga Jónasdóttir og Sif Ægisdótt-
ir sýna ljósmyndir og silfurgripi.
Sýningunum lýkur 15. október.
Íslenski dansflokkurinn
frumsýnir verk á morgun
í samstarfi við Norræna
músíkdaga sem nú standa
yfir í Reykjavík. Ólöf
Ingólfsdóttir danshöfund-
ur ræðir um möguleika
mannsraddarinnar og þá
óumflýjanlegu þörf manns-
ins að halda alltaf áfram.
Verkið „Við erum komin“ gerir
Ólöf í samstarfi við tvö tónskáld,
Áskel Másson og raddlistamann-
inum Maju Ratkje auk þess sem
dansarar Íslenska dansflokksins
hafa lagt sitt af mörkum í þróun
þess. „Frumkvæðið að samstarf-
inu er komin frá Íslenska dans-
flokknum og Norrænum músík-
döum sem stefndu okkur saman.
Þetta er búin að vera náin sam-
vinna hópsins, við hittumst í vor
og svo hefur verkið að miklu leyti
orðið til í samstarfi við dansar-
ana, sem hafa verið mjög virkir í
ferlinu. Tónskáldin hafa síðan
unnið sínar smíðar út frá æfinga-
ferlinu - séð hvert verkið er að
stefna og mátað sínar hugmyndir
við dansinn.“
Ólöf hefur oft starfað náið með
tónskáldum áður en segir það
nýbreytni að vinna með tveimur
ólíkum skáldum. „Það var líka
mjög gaman að vinna með hópn-
um enda er hann sérstaklega
frjór.“
Tíu dansarar taka þátt í sýn-
ingunni auk Maju sem fremur
sína list á staðnum auk kontra-
bassaleikarans Borgars Magna-
sonar. Slagverkstónlist Áskels
Mássonar og óvenjulegur radd-
flutningur Maju skapa undarleg-
an hljóðheim sýningarinnar. „Hún
notar söngröddina eins og rytma-
hljóðfæri og tekur upp hljóð jafn-
óðum og vinnur þau á sviðinu eins
og raftónlist, samplar og býr til
lög. Hún notar röddina eins og alls
konar hljóð því þetta er ekki bein-
línis ómfögur balletttónlist,“
útskýrir Ólöf.
Ólöf útskýrir að upprunalega
hugmyndin hafi leitað á sig sem
mynd af fólki á sífelldum þönum.
„Ég sá fyrir mér fólk á ferðinni en
það fer samt alltaf í sömu átt -
einskonar sístreymi af fólki.“
Hugmyndin hverfist síðan um hið
óafturkallanlega og eilífa framrás
lífsins. „Það er engin leið til baka,
frá því augnabliki að maðurinn
fæðist er eini valkosturinn að
halda áfram. Það er ekki hægt að
snúa við því fæðing er óaftur-
kræfur verknaður. Þetta má yfir-
færa á allt sem við gerum því það
er aldrei hægt að gera annað en
halda áfram og af því leyti mætti
segja að verkið fjallaði um sjálft
lífshlaupið.“
Íslenski dansflokkurinn sýnir
einnig nýtt verk eftir dansarana
og danshöfundana Aðalheiði Hall-
dórsdóttur og Valgerði Rúnars-
dóttur annað kvöld en saman kalla
þær sig Vaðal. Verkið er afrakst-
ur vinnur þeirra í Danssmiðju Íd
síðastliðið vor og ber heitið „Hver
um sig“. Tónlistin í verkinu er
frumsamin af Valdimar og
Jóhanni Jóhannssyni auk þess
sem harðkjarnarokkararnir í
ísfirsku hljómsveitinni Nine
Elevens leggja sitt af mörkum.
Íslenski dansflokkurinn sýnir í
Borgarleikhúsinu en aðeins sex
sýningar verða á verkunum
tveimur. kristrun@frettabladid.is
List hins óafturkræfa
TVÖ NÝ VERK Á FJÖLUNUM HJÁ ÍSLENSKA DANSFLOKKINUM Dansverk eftir Ólöfu
Ingólfsdóttur og dúóið Vaðal verða frumsýnd í Borgarleikhúsinu á morgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Alþjóðlega uppboðshúsið
Christie´s birtir nú á vef sínum
uppboðsskrá fyrir norræna list-
muni sem haldið verður í húsa-
kynnum þess í King Street hinn
31. október. Alls verða 133 upp-
boðsgripir slegnir hæstbjóðend-
um en nokkuð er liðið síðan
Christie´s hefur staðið fyrir upp-
boði helguðu norrænum gripum.
Úrvalið er afar fjölbreytt: hús-
gögn frá blómatíma danskrar
húsgagnagerðar, finnskt gler,
sænskur vefnaður. Uppboðsgrip-
irnir koma víða að en eru flestir
úr eigu einstaklinga á Bretlands-
eyjum en líka frá Skandinavíu.
Það þykir nokkur heiður að
efnt skuli til uppboðs af þessu
tagi á vegum Christie´s. Upp-
boðsmarkaðir hafa tilhneigingu
til að vera staðbundnir, fáum
listamönnum tekst að ná þeim
stalli að verk þeirra þyki eftir-
sóknarverð á alþjóðlegum lista-
verkamarkaði: Íslendingar sem
eiga verk á uppboðinu eru fjórir:
eftir Ólaf Elíasson er þrjú stök
ljósmyndaverk og stóra mynd-
röðin hans Glacier frá 1999, 42
myndir í samstæðu og er verð-
mat á þeim grip 120 til 180 þús-
und pund eða milli fimmtán og
tuttugu og þrjár miljónir.
Jóhannes Kjarval á olíumál-
verk sem málað er á síð-
ari hluta fjórða ára-
tugsins og er
það metið á
35 til 45 þús-
und pund
eða rúm-
lega fjórar
til fimm
miljónir og
sjö hundruð
þúsund. Louisa
Matthíasdóttir á verk á
uppboðinu og er metin á
20 til 30 þúsund pund, en
vinkona hennar Nína
Tryggvadóttir er metin á 18
til 25 þúsund pund. Hennar mál-
verk er frá 1959.
Aðrir norrænir listamenn á
uppboðinu eru misjafnlega verð-
lagðir: þarna er að finna gott
úrval aldamótamálara og þeir
eru býsna hátt metnir enda verk-
in flest vönduð.
Athygli vekur hversu lítið er
af dönskum módernistum, en þeir
eru alla jafna fyrirferðarmiklir á
uppboðum sem þessum, einkum
þeir sem tilheyrðu COBRA-hópn-
um. Hér verður þó selt stórt verk
eftir Asger Jorn, félaga þeirra
Halldórs Laxness og Svavars
Guðnasonar. Það er málað 1945
þegar þeir Svavar voru samtíða í
Kaupmannahöfn og er eitt verka
úr syrpu sem Jorn kallaði Dida-
ska og er upphaflega úr eigu Elnu
Fonnesbech-Sanberg sem var
bakhjarl málarans á þeim tíma.
Verkið hefur síðan verið í eigu
tveggja og var síðast selt á upp-
boði 1989. Nú er það metið býsna
rúmt, milli 200 til 300 þúsund
pund, eða milli 26 og 38 miljónir.
Það er málað rétt fyrir stofnun
COBRA og þykir því hafa sér-
staka þýðingu á ferli Jorn.
Utan þessara verka gefur upp-
boðið góða mynd af formskynjun
og verklagi norrænna lista-
manna á löngu tímabili.
Þar kallast á Carl Lar-
son hinn sænski og
Ólafur Elíasson og
verður fróðlegt fyrir
eigendur gripa eftir
þessa listamenn að sjá
hvernig uppboðið þróast.
Vefsíðan fyrir uppboðið er
http://www.christies.com/Lot-
Finder/search/lotsummary.
asp?intSaleID=20300. - pbb
Norræn list til sölu
KUNNUGLEGUR VASI EFTIR ALTO Vas-
inn er hannaður 1936 en blásinn
og klipptur 1937. Verð er áætlað
milli 15 til 20 þúsund pund eða um
tvær til tvær og hálf miljón. MYND/CHRISTIE´S
Í gær var dreift til fjölmiðla vænt-
anlegri ævisögu Matthíasar
Jochumssonar, Upp á Sigurhæðir,
sem Þórunn Valdimarsdóttir,
skáldkona og sagnfræðingur,
hefur unnið að um nokkurra ára
skeið. Verður verkinu dreift í
verslanir hinn 19. október.
Upp á Sigurhæðir er stór bók,
672 síður að stærð með heimilda-
skrám og nafnaskrám. Hún er
ríkulega myndskreytt og hafa
margar myndanna ekki birst áður,
og sumar þeirra hafa ekki komið
fyrir almenningssjónir um ára-
tuga skeið. Er þetta fyrsta verkið
sem rekur á ítarlegan hátt ævi
skáldjöfursins, ef frá eru taldir
Sögukaflar af sjálfum mér sem
Matthías tók saman sjálfur á efri
árum. Þórunn hóf verkið fyrir sex
árum og var fyrirhugað að bókin
kæmi út á liðnu hausti en ástæða
þótti til að dvelja frekar við útgáf-
una.
Matthías átti ævintýraríkan og
fjölskrúðugan feril, enda var hann
engin smásmíð, afkastamikill með
eindæmum sem skáld og bréfrit-
ari og skildi eftir sig gríðarlegt
safn þýðinga, greina, ljóðmæla og
bréfa. Nútímamönnum kann að
þykja skáldið sem orti þjóðsöng-
inn vera full hátíðlegur maður, en
Matthías var líka skáldið sem setti
saman leikinn um Skugga-Svein
og örlög hans, eitt vinsælasta leik-
rit síðustu aldar. Þá var hann
gáskafullur maður með meyra
lund og á tíðum barnslega sál.
Þórunn var við steikingar þegar
Fréttablaðið truflaði hana: „Ég er
búin að vera fimm ár að þessu og
skammast mín eiginlega fyrir að
segja frá því. Það var óvinnandi
vegur að skrifa þessa bók án þess
að fá til þess góðan tíma og styrki
til framfærslu. Verð ég ævinlega
þakklát Kristnihátíðarsjóði og
öðrum sjóðum fyrir styrki til
verksins. Það er svo mikið til af
heimildum. Hinir strákarnir eru
fljótari að þessu. Þeir hafa annað
vinnulag en ég. Ég veit að þetta er
stór bók, en ég hefði getað skrifað
þrisvar sinnum stærra verk um
Matthías. Þetta var svo stór maður.
En bókin er prentuð á náttúruvæn-
an pappír og sem er mjúkur við-
komu og hún er ekki eins þung og
bók Halldórs um Laxness. Það eru
vængir í kilinum.“
Aðspurð hvort henni væri ekki
létt núna þegar hún getur hand-
fjatlað bókina sjálfa, segir hún
snögglega: „Nei, mér er ekki létt.
Þetta var svo gaman. En það er
gaman að sjá þetta á bók.“
Matthías Jochumsson lifði það
að vera þjóðskáld en lengi framan
af ferli hans bjó hann við lök kjör.
Frá honum er kominn mikill ætt-
bogi og hann var í tengslum við
ótölulegan fjölda manna á sinni
tíð. Má því vænta að í ævisögu
hans kenni ýmissa grasa og verkið
sæti tíðindum í íslenskri menning-
arsögu. Upp á Sigurhæðir - sögu
Matthíasar Jochumssonar verður
dreift í verslanir hinn 19. októ-
ber. - pbb
Ævisaga með vængi í kilinum
ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR Hefði
getað skrifað þrisvar sinnum stærra verk.