Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 55

Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 55
MARKAÐURINN 17MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Stuðningur fjárfestingarsjóðsins Tónvíss við verk- efni þeirra Garðars Thórs og Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, mun meðal ann- ars felast í útgáfu- og kynning- arstarfsemi. Við kynningu á sjóð- inum sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur í vikunni voru listamennirnir sammála um það að samstarfið kæmi sér einkar vel fyrir þá enda hafa þeir báðir næg verkefni á takteinum í nán- ustu framtíð. „Það kostar gríðarlega mikið að gefa út erlendis og erfitt að gera það upp á eigin spýtur,“ segir Garðar, sem mun til að byrja með njóta stuðnings sjóðsins í Bretlandi, þangað sem hann á fyrirhugaða tónleikaferð á næstu miss- erum. Barði vinnur nú að útgáfu tónlistar Bang Gang í Bandaríkjunum ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records, og sjóðurinn mun koma að því verkefni. Tónvís verður, að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, ólík- ur styrktarsjóðum eins og þeir hafa þekkst hingað til hér á landi. „Við munum hjálpa listamönnunum að koma sinni list á framfæri utan landsteinanna, taka áhætt- una með þeim og fá af því ávinning ef hann verður til. Okkar styrkur til þeirra felst ekki bara í fjárfestingunni heldur ætlum við að koma með ákveðna viðskiptahugmyndafræði inn líka og fylgjast náið með framgangi mála.“ Hannes segir stofnun sjóðsins falla vel að mark- miði FL Group um að styðja við íslenska tónlist. „Við höfum sett okkur það markmið að styðja við menningu og höfum einbeitt okkur sérstaklega að tónlistinni. Við erum aðalstyrktarfélag Sinfóníunnar, við erum að fara að styrkja tónleikana hjá Sykurmolunum og nú erum við að stofna þennan sjóð.“ Því fylgir vissulega mikil áhætta að fjárfesta í útrásarverkefni með tónlist og sumir myndu álíta það fé glatað sem færi í slíkar fjárfestingar. Þess vegna segir Hannes þá einungis styðja við lista- menn sem þeir hafi mikla trú á að eigi möguleika á góðum frama. „Þetta er ekki styrktarsjóður. Við erum að fjárfesta í listamönnunum,“ segir Hannes. Þeir Barði og Garðar eru fyrstu listamennirnir til samstarfs við Tónvís en ekki þeir síðustu að sögn Tryggva Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. „Þetta er sjóður sem hefur sjálfstætt líf og mun taka að sér sambæri- leg verkefni fyrir fleiri. Það er ekki búið að velja næstu þátttakendur en það verður gert á næstu vikum og mánuð- um.“ FL Group styður útrás íslenskrar tónlistar Tónlistarmennirnir Barði Jóhannsson og Garðar Thór Cortes verða fyrstu lista- mennirnir til að njóta liðstyrks nýja fjárfestingarsjóðsins Tónvíss sem mun fjár- festa í mögulegri velgengni íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. BARÐI Í BANG GANG.GARÐAR THÓR CORTES Matthias Jungemann, fram- kvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti land- ið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. „Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög,“ segir Matthias, en auk þess að fá að nota vöru- merkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. „Með þessu móti getum við dýpkað mark- aðinn sem Vodafone starfar á,“ bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. „En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér.“ Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í mark- aðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. „Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri mark- aðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur.“ Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bund- ist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhags- böndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. „Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrir- tækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja.“ - óká Vilja flagga vöru- merkinu sem víðast Með einstæðum samningi fékk Og Vodafone nýverið leyfi til að taka upp nafn Vodafone án viðskeytis. GLAÐBEITTUR FRAMKVÆMDASTJÓRI VODAFONE GROUP “Ég sit nú almennt undir stýri í annarri bíltegund. Þú veist að ég er þýskur,” sagði Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri hjá Vodafone Group, hlæjandi þegar hann var fenginn til að setjast undir stýri bresks leigubíls sem Vodafone á Íslandi hefur til sýnis í verslun sinni í Reykjavík. Markaðurinn/GVA Sheer Driving Pleasure BMW X5 www.bmw.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.