Fréttablaðið - 11.10.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 11.10.2006, Qupperneq 22
 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR22 UMRÆÐAN Þróun Laugavegs Í Fréttablaðinu 7. okt-óber síðastliðinn er viðtal við Bolla Krist- insson kaupmann þar sem hann lýsir „ástar- sambandi“ sínu við Laugaveginn. Hann segir þar að rekja megi upphaf hnignunar Laugavegs til þess „þegar Torfu- samtökin unnu slag við borgina fyrir um þrjátíu árum um að Bern- höftstorfan fengi að standa“. Þarna finnst mér Bolli skauta nokkuð létt yfir ýmsar sögulegar staðreyndir og vil því leggja orð í belg. Gamli Miðbærinn (Kvosin) og Laugavegur í beinu framhaldi af honum var, eins og kunnugt er, þungamiðja stjórnsýslu, verslunar og þjónustu allan fyrri hluta 20. aldar. Með mikilli landfræðilegri þenslu Reykjavíkur eftir miðja 20. öld tók þetta smám saman að breytast. Verslunarmiðstöðvar (moll) tóku t.d. að myndast í ein- stökum borgarhverfum (Glæsi- bær, Austurver o.s.frv.). Með afléttingu hafta eftir 1960 fóru kaupmenn og heildsalar að reisa nýjar verslunarhallir. En í stað þess að reisa þær í gamla Miðbæn- um, þar sem þeir höfðu áður verið til húsa, voru þær nú reistar innan við Hlemm, við Laugaveg og í framhaldi af honum við Suður- landsbraut og síðan Ármúla og Síðumúla og hverfunum þar í kring. Þetta var meðal annars kleift vegna þess að bílaeign varð nú sífellt algengari. Auðvitað lögðu skipulagsyfirvöld Reykjavíkur blessun sína á þessa þróun og var það kyrfilega staðfest með fyrsta lögformlega samþykkta heildar- skiplagi Reykjavíkur sem átti að gilda á árunum 1962-1983. Í því skipulagi var gert ráð fyrir „nýjum miðbæ“ í Kringlumýri. Meðan þessu fór fram var gamli Miðbær- inn algerlega vanræktur, bæði hvað varðaði endurnýjun og við- hald þeirra mannvirkja sem þar voru fyrir. Ég átti heima í Austur- stræti á árunum 1968 til 1972 og þá var ennþá mikið líf í Miðbænum. Þar voru allir helstu skemmtistað- irnir og verslun enn í góðu gengi. Mjög mikið var þó um niðurnídd hús og var t.d. Bernhöftstorfan og Grjótaþorpið gott dæmi um það en einnig gömlu timburhúsin niður í sjálfri Kvosinni og inn eftir öllum Laugavegi. Almennt viðhorf var að sá byggingararfur, sem fælist í þessum gömlu húsum, væri ein- skis virði enda var búið að afskræma þau mörg. Timburhús voru einnig rifin í stórum stíl en yfirleitt ekkert byggt í staðinn. Aðeins á árinu 1968 voru um 50 timburhús, mörg gamlar glæsi- byggingar, rifin, flest til að rýma fyrir hraðbrautum sem átti að leggja þvers og kruss um gamla Miðbæinn samkvæmt aðalskipu- laginu 1962-1983. Ég flutti frá Reykjavík 1972 og kom aftur til baka 1976. Þá var Miðbærinn ein- faldlega steindauður. Dregið hafði mátt úr verslun þar og skemmti- staðir og kaffihús höfðu lagt upp laupana hvert af öðru. Aðal- skemmtistaðirnir voru komnir í úthverfin (Broadway í Breiðholti, Hollywood við Ármúla, Sigtún við Suðurlandsbraut og Klúbburinn við Borgartún). Eitt helsta kaffi- húsið sem eftir var í Kvosinni, Hressingarskálinn, var lokað á kvöldin. Þá var ekki sála á ferli um Miðbæinn. Þegar Torfusamtökin fengu því loks framgengt árið 1979 að Bern- höftstorfan fengi að standa og fengu leyfi til að gera húsin upp hófst endureisn gamla Miðbæjar- ins en ekki hnignun hans. Í Bern- höftstorfuhúsunum, sem áður höfðu staðið auð árum saman, voru opnaðir tveir glæsilegir veitinga- staðir og síðan hefur Miðbærinn verið á hægri uppleið þó að versl- un hafi þar látið undan síga. Í stað- inn hafa komið veitingastaðir, kaffihús og hótel en í tengslum við þau síðastnefndu sjást nú merki þess að sérvöruverslun sé aftur að taka við sér í gamla Miðbænum. Félagið Minjavernd sem rekið hefur Bernhöftstorfu- húsin um áratugaskeið, og er skilgetið afkvæmi Torfusamtakanna, á heiðurinn að uppbygg- ingunni við Aðalstræti sem áhugamenn um Laugaveginn, eins og Bolli Kristinsson, geta tekið mið af í stað þess að einblína á niðurrif og byggingu stórra stein- steypukassa. Minja- vernd stóð að flutningi Ísafoldar- hússins úr Austurstræti í Aðalstræti 12, uppbyggingu og endurgerð húsanna við Aðalstræti 2 þar sem Höfuðborgarstofa er til húsa, byggingu Hótels Reykjavík- ur Centrum á lóðunum Aðalstræti 14-18 og loks gamla Innréttingar- hússins í Aðalstræti 10. Aðalstræti hefur nú fengið þann virðuleika og sögulega sess sem því ber sem elstu götu borgarinnar því að fullt tillit hefur verið tekið til þess sem fyrir var þar og hlúð að því jafn- framt því sem nýbyggingar hafa verið reistar í samræmi við hið gamla. Þar er nú komið líf og fjör í stað doða og hrörnunar. Til saman- burðar skulu menn horfa á nýbygg- inguna sem nú hefur risið á svo- kölluðum Stjörnubíósreit við Laugaveginn. Það er ljót og löng kassalaga bygging sem ég vona að Bolli Kristinsson sé ekki í ástar- sambandi við. Í raun og veru ættu Laugavegssamtökin að fá Minja- vernd í lið með sér til að hefja end- urreisn Laugavegs. Með því má fá nokkra trygggingu fyrir því að virðing sé borin því, sem fyrir er, jafnframt því sem mikil uppbygg- ing getur hæglega átt sér stað. Það voru ekki Torfusamtökin heldur tveir atburðir sem veittu Laugaveginum tímabundin áföll og ollu hnignun hans um skeið. Hinn fyrri var opnun Kringlunnar sem var skilgetið afkvæmi heild- arskipulags Reykjavíkur 1962- 1983. Þangað fóru þá fimm millj- ónir viðskiptavina eins og Bolli segir. Laugavegurinn náði sér þó á strik. En þá kom seinna áfallið, opnun Smáralindar. Þessar tvær risastóru verslunarmiðstöðvar hafa þó ekki gert Laugaveginum meira ógagn til lengri tíma en það að nú er hann iðandi af lífi. Það er ekki að þakka kössum eins og þeim sem nú hefur risið á Stjörnubíós- reitinum heldur gömlum þokka og hefðum. Það er ekki heldur að þakka risastórum verslunarhús- um, eins og Bolli Kristinsson hefur greinilega mætur á, heldur miklu fremur litlum verslunum, sem líka eiga rétt á sér, og kaffihúsum. Það má líka segja að tómlæti borgaryfirvalda um margra ára- tugaskeið, hvort sem þau voru kennd við hægri eða vinstri, um uppbyggingu og viðhald í gamla Miðbænum og þar með Laugaveg- inum, hafi verið Akkilesarhæll gömlu Reykjavíkur allt frá því um 1960. Í raun og veru býr Laugaveg- urinn yfir miklum endurnýjunar- mætti en þá má ekki gefa hann algerlega á vald óprúttnum verk- tökum og fasteignabröskurum. Í gömlum miðbæjarkjörnum í nálægum löndum er mjög strangt eftirlit með nýbyggingum og þess gætt í hvívetna að þær séu til sóma og falli vel að eldri byggð. Í gömlu Kaupmannahöfn hefur ekki verið rifið hús um áratugaskeið en gömlu húsin gerð upp hvert af öðru og þess vandlega gætt að nýbyggingar eða viðbyggingar falli vel að gömlu byggðinni. Danir eru vel meðvitaðir um sjarma gömlu Kaupmannahafnar. Við eigum öðruvísi byggingarhefð en það er okkar byggingarhefð, okkar sérstaki og séríslenski arfur. Hans þurfum við að gæta. Hætt er við að öðruvísi „ástarævintýri“ verði bara skyndikynni. Höfundur er sagnfræðingur. Ástarsamband Bolla GUÐJÓN FRIÐRIKSSON UMRÆÐAN Náttúruvernd Virkjunarframkvæmdirnar fyrir austan hafa verið mikið í deiglunni og ekki síst það reipitog sem hefur verið manna á milli vegna ósamstöðu skoðanna er lúta að þess- um framkvæmdum. Sjónarmiðin beinast í ýmsar áttir og hagsmunagildin eru mis- munandi. Ómar Ragnarsson hefur verið í broddi fylkingar þeirra manna sem hafa viljað standa andspænis öflum þeim sem standa fyrir virkjuninni. Hugsjónir og efnahagstefna mættust á miðri leið með tilheyrandi hvelli og lýsti forsetinn yfir áhyggjum sínum um ósamstöðu manna í umhverfismálum. Menn eru ekki á allt sáttir við framkvæmdirnar sem nú hafa litið dagsins ljós. Jökulsá á Dal er nú þegar farin að fylla uppí Hálslón þar sem víðfeðmt og fallegt land mun enda á botni gruggugs jökulvatns. Nú standa einnig til framkvæmdir um að reisa álver fyrir austan knúið af afli þessa mikla mannvirkis. Allt í nafni frekari efnahagsuppbyggingar í landinu. Er það þess virði? Hugsanlega. Í metnaðarfullum stóriðjuframkvæmdum finnst mér við stundum gleyma mestu auðlindinni sem er mannfólkið sjálft, hugsjónirnar og samheldnin. Væri ekki hollt fyrir okkur sem þjóð og sem heild að beina lónsvatninu í annan farveg? Einblína á annars konar virkjunar- framkvæmdir, virkjun fólksins í landinu, sem upp- sprettu auðs og farsældar allra til handa. Oft finnst manni eins og þorri fólks hafi misst trúna á sjálfu sér og hugsjónum sínum, þó að Ómar Ragnarsson sé sannarlega ekki í þeirra hópi, en oft finnst manni eins og við eigum erfitt með að stíga skref fram á við, gera eitthvað nýtt og öðruvísi og fylgja hugsjónum okkar eftir. Burtséð frá ágæti Kárahnjúkavirkjunar þá virð- ast aðilar báðum megin við borðið sitja með dálítið sárt enni, sennilega vegna ósamhljómsins sem skap- ast hefur við þessar aðstæður. Framkvæmdaraðilar mega vera stoltir af afrekinu sem virkjunin er í sjálfu sér, en lítið virðist hafa borið á hrósi af hálfu almenn- ings, sem allir eiga skilið að fá fyrir vel unnin störf. Hvers vegna? Er það ekki vegna þess að í gegnum nið fallvatnsins bergmálar óánægjan? Sumir halda því fram að meirihluti þjóðarinnar sé óánægður með framkvæmdirnar og hefur mikið bál verið tendrað og kannski var Ómar með eldspýturnar, en eldiviður- inn hlýtur að hafa verið til staðar fyrir. Er þessi óánægja ekki einfaldlega þroskamerki þjóðarinnar? Er fólk ekki farið að sjá betur að enda- laus efnahagsuppbygging og peningahyggja er ekki endilega málið? Er fólk ekki að vakna til vitundar um ábyrgð á lífríkinu í kringum okkur sem hluta af okkur sjálfum? Að mínu mati hefur Ómar að mörgu leyti rétt fyrir sér, með fullri virðingu fyrir ráðamönnum þjóðarinnar og framkvæmdaraðilum Kára- hnjúkavirkjunar. Hann benti m.a. á þá ábyrgð sem við höfum gagnvart hinum komandi kynslóðum og náttúrunni sem slíkri. Það er ekki síst í ljósi þess eins og mörgum sinnum hefur verið bent á áður þá stafar lífríkinu á jörðinni hætta af hirðu- leysi manna gagnvart náttúrunni. Losun gróðurhúsalofttegunda, eyðing skóga, mengun vatns og útrýming dýrastofna; allt er þetta þegar fram líða stundir sóun og eyðing á mikilvægum og dýrmætum auð- lindum jarðarinnar. Þurfum við að útrýma þessum auðlindum áður en við komum auga á hversu dýrmætar þær eru í raun og veru og hversu miklir hagsmunir búa í þeim; þarf að vera hægt að breyta hlutunum í steypu, rafmagn og málma til að það sé hægt að tala um auðlind? Með hag náttúrunnar, auðlinda hennar og þar afleiðandi hag manna sem hluta þessa lífríkis að leið- arljósi eru Kárahnjúkavirkjun og álversframkvæmd- irnar sem í kjölfarið fylgja fyrir mér á vissan hátt merki um gleymsku sem hefur átt sér stað á ríki- dæmi Íslendinga á hreinni náttúru, hreinu lofti og vatni. Þetta eru auðlindir sem fara sífellt dvínandi í heiminum og við erum svo gæfusöm að búa við hér á landi. Hví ekki að virkja þessar auðlindir enn frekar og sjá hagsmunina sem við höfum í slíkum auðlind- um? Hugmyndir Ómars um að láta Kárahnjúkavirkjun standa sem minnisvarða hefur af mörgum verið umdeild og harla óhugsandi. Fannst mér hann tala um hugmynd sína þannig að virkjunin yrði minnis- varði um ákvörðunina um að axla ábyrgðina gagn- vart jörðinni og börnum framtíðarinnar og vera öðrum þjóðum fyrirmynd með virðingu og aðhaldi lífríkisins, náttúrunnar og hreinleikans fyrir brjósti. Hugmyndin og hugsjónin á bak við hana er því fjarri lagi að vera galin að mínu mati. Við vitum ekki hver ávöxturinn hefði orðið ef hug- myndir Ómars hefðu orðið að veruleika, hver heild- ræna uppskeran hefði orðið ef þær hefðu fengið að bera sína ávexti, fræjunum hefði vissulega verið dreift dálítið út fyrir landsteinana, sem fyrirmynd til annarra þjóða, manna og áminning um gildi náttúr- unnar og hreinleikans. Ef þessi hugmynd hefði geng- ið í garð, væru á ferðinni annars konar virkjunar- framkvæmdir, virkjun hugsjóna og fólksins og svo ekki sé talað um listrænt innsæi Ómars að skella listaverki á stífluna og að boða svo fólk til neðanjarð- armaraþons. Þrátt fyrir allt er Hálslón nú orðið að veruleika og margir eru svekktir og óánægðir, aðrir eru ánægðir með sinn hlut og sjá fram á bjarta framtíð í atvinnu- uppbyggingu Austurlands. Að lokum án þess þó að flagga sérstöku réttmæti sjónarmiða hér, er mín trú samt sem áður sú að til lengri tíma litið þá mun hrein náttúra hér á landi skila meiri arði og uppbyggingu en Kárahnjúka- virkjun mun að endingu gera. Svo ekki sé talað um frekari virkjun fólksins í landinu. En ekki er öll nótt úti enn hvað það varðar og verður athyglisvert að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, hvað Kárahnjúka- virkjun snertir og aukinnar vakningar hjá fólki gagn- vart sjálfu sér, hugsjónum og sönnum náttúruauð- lindum. Virkjanir, auðlindir og Ómar ÓLAFUR ARON SVEINSSON Í raun og veru býr Laugaveg- urinn yfir miklum endurnýj- unarmætti en þá má ekki gefa hann algerlega á vald óprúttn- um verktökum og fasteigna- bröskurum. Oft finnst manni eins og þorri fólks hafi misst trúna á sjálfu sér og hugsjónum sínum, þó að Ómar Ragnarson sé sannarlega ekki í þeirra hópi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.