Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 42
■■■■ { sendum grýluna heim } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 Stuðningsmannafélag íslenska landsliðsins ber heitið Áfram Ísland og var stofnað árið 1998. Í dag eru meðlimir í félaginu á fjórða þús- und. Hugsunin með þessu félagi er að virkja sem flesta áhorfendur og auka stuðninginn við íslenska landsliðið. Fréttablaðið náði tali af Kjartani Má Hallkelssyni, formanni félagsins og einum af stofnendum þess. „Við hittumst alltaf á Ölveri fyrir heimaleikina og það fer dálít- ið eftir stærð leikjanna og tíma- setningu hversu mikið er í gangi. Ef leikurinn er um helgi þá reynum við yfirleitt að hafa einhverja dag- skrá, fáum jafnvel einhverja gamla landsliðkempu í heimsókn og förum svo í skrúðgöngu á völlinn. Jafnvel bjóðum við líka stuðnings- mönnum andstæðinganna að koma á Ölver,“ sagði Kjartan og tók fram að félagið væri einnig mjög virkt í útileikjunum. „Við höfum farið til fjölda landa; nú síðast vorum við í Belfast, og þá reynum við að hitt- ast fyrir leiki, hafa smá upphitun og búa til íslenska stemningu, það er virkilega gaman,“ sagði Kjartan en félagið er í samstarfi við Ice- landair í skipulagningu ferða á útileikina. Áfram Ísland stendur fyrir sölu á ýmiss konar varningi á landsleikjum og eru félagsmenn mjög áberandi á leikjum. Meðal þess sem er til sölu eru búningar, treflar, hattar, lúðrar og á Svíaleiknum verður hægt að kaupa sérmerkta trefla, Ísland-Sví- þjóð. Hver er eftirminnilegasti útileik- urinn sem Kjartan hefur farið á? „Ég held að verði að segja Frakk- land-Ísland, 3-2 leikurinn. Þetta var fyrsti leikurinn sem við fórum á og það var ótrúlegt að lenda 2-0 undir og ná svo að jafna. Það sló hreinlega þögn á 80 þúsund manns og það er erfitt að toppa svoleið- is stemningu. Leikurinn í Belfast á dögunum var líka alveg magnaður. Stemningin á honum var alveg ein- stök. Við vorum um 100 Íslendingar á vellinum og það var sannkölluð þjóðhátíðarstemning hjá okkur þarna,“ sagði Kjartan og bætti því við að stefnt sé á ferð til Spánar á næsta ári. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í félagið geta farið á heimasíðuna www.aframisland.is og skráð sig þar og það kostar ekkert að vera í félag- inu. Stuðningsmannafélagið Áfram Ísland ætlar að hittast á Ölveri í dag og gera sér glaðan dag en þangað eru allir velkomnir, hvort sem þeir eru meðlimir eða ekki. - dsd Á fjórða þúsund meðlimir í Áfram Ísland 29. júní árið 1951 skráði Ríkharður Jónsson nafn sitt í sögu íslenskrar knattspyrnu þegar hann skoraði öll mörk Íslands í 4-3 sigri á frændum vorum Svíum. Fréttablaðið náði tali af þessum mikla markaskor- ara á dögunum. „Barnið mitt sagði fyrir nokkrum árum að þegar Svíar kæmu til Íslands þá væri ég alltaf puntaður upp. Þetta er eins þegar mamma er að fægja silfrið fyrir jólin,“ sagði Ríkharður glaður í bragði í upphafi samtalsins. Hver er hins vegar minning Ríkharðs af þessum leik þar sem hann skoraði fjögur mörk? „Almennt séð þá er nú litið á Ísland sem lítið land sem á ekki að geta mikið. Í flestum tilfellum þá held ég að svo sé einnig þegar svona sigrar koma, eins og þessi var. Svíar vinna Ólympíutitilinn þremur árum áður í London og voru með mjög gott lið á þessum árum. Maður man bara eftir því sjálfur að þegar stóru liðin hér heima mættu minni liðum í bikarkeppni eða eitt- hvað þá ætluðu menn að taka þetta nokkuð auðveldlega. Leikmenn segja alltaf að þeir muni ekki van- meta andstæðinginn en það er ein- faldlega komið inn í sálina og það er ekki hægt að losna við það. Þeir voru þarna ellefu eins og við og skoruðu einfaldlega færri mörk en við. Fótboltinn snýst ekki bara um spil, hann snýst um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Ef lið er með leikmenn sem geta skorað mörk þá er hægt að vinna ótrúleg- ustu lið,“ sagði Ríkharður Jónsson. Samherji Ríkharðs í framlínunni á þessum árum var Þórður Þórðar- son og hann var ekki síður mikill markaskorari en í 18 landsleikjum skoraði hann 9 mörk. „Ef Ísland væri með leikmann sem skoraði eitthvað líkt og við gerðum í gamla daga þá væri stað- an sennilega eitthvað öðruvísi en í dag. Okkur vantar markaskor- ara. Eiður er yfirburðaspilari og var ótrúlega óheppinn í síðasta leik,“ sagði Ríkharður sem er ekki alveg nógu sáttur við spilamennsku íslenska landsliðsins í dag. „Miðað við það að við erum með 100% atvinnumenn í þessu liði þá finnst mér úrslitin ekki nógu hagstæð. Það var talað um að við værum bara áhugamenn hér áður fyrr en nú erum við að spila með atvinnu- menn á móti atvinnumönnum og útkoman er ekkert mikið betri. Að því leytinu er ég ekki alveg nógu sáttur. Það virðist ekki nást út úr þessu liði það sem til er í því, nema alltof sjaldan.“ „Mér finnst fótboltinn í dag almennt ekki nógu góður. Það er einhver þvingun í honum. Það muna margir eftir Maradona, hann var ekki fimm eða tíu metra með boltann, hann fór fimmtíu metra, plataði alla varnarlínuna og skor- aði. Þetta er ekki til í boltanum í dag. Maradona er sá albesti sem uppi hefur verið. Í dag er það þannig að ef einhver ætlar sér að fara af stað og leika á mann, tekst það ekki einu sinni eða tvisvar, þá er honum skipt út af. Leikmenn fá of lítið að reyna sig. Það er of mikið verið að banna leikmönnum að prófa svona hluti. Við erum að kenna tíu og tólf ára gömlum krökkum einhver kerfi. Það á leyfa þessum krökkum að leika sér og plata andstæðinginn alveg eins mikið og þau vilja. Þegar þau verða fimmtán eða sextán ára gömul þá má byrja að kenna þeim að spila saman,“ sagði Ríkharður en hvernig spáir að leikurinn móti Svíunum fari? „Við fengum flengingu úti í Lett- landi og ættum því að berjast eins og ljón í þessum leik og Svíarnir eru í skýjunum eftir sigur gegn Spán- verjum. Ég hugsa að þetta verði jafn leikur og ég spái jafntefli, það verð- ur ekki mikið skorað í þessu,“ sagði Ríkharður Jónsson að lokum. - dsd Fjögur mörk í einum leik gegn Svíum Ríkharður Jónsson er einn mesti markaskorari sem við Íslendingar höfum átt. Ríkharður skoraði 17 mörk í 33 leikjum og þar af komu fimm þessara marka gegn Svíum. Hann skoraði fjögur mörk í einum og sama leiknum árið 1951. 29. júní 1951: Ísland-Svíþjóð 4-3 Mörk Íslands: Ríkharður Jónsson 4. 24. ágúst 1954: Svíþjóð-Ísland 3-2 Mörk Íslands: Þórður Þórðarson og Ríkharður Jónsson. 10. júlí 1973: Svíþjóð-Ísland 1-0 20. júlí 1977: Ísland-Svíþjóð 0-1 17. júlí 1980: Svíþjóð-Ísland 1-1 Mark Íslands: Guðmundur Þor- björnsson. 17. ágúst 1983: Ísland-Svíþjóð 0-4 18. ágúst 1988: Ísland-Svíþjóð 0-1 7. september 1994: Ísland-Svíþjóð 0-1 1. júní 1995: Svíþjóð-Ísland 1-1 Mark Íslands: Arnar Gunnlaugs- son. 16. ágúst 2000: Ísland-Svíþjóð 2-1 Mörk Íslands: Ríkharður Daða- son og Helgi Sigurðsson. 13. október 2004: Ísland-Svíþjóð 1-4 Mark Íslands: Eiður Smári Guð- johnsen. 12. október 2005: Svíþjóð-Ísland 3-1 Mark Íslands: Kári Árnason. L U J T Ísland 12 2 2 8 12-24 Svíþjóð 12 8 2 2 24-12 Fyrri viðureignir Það er oft góð stemning í stúkunni á landsleikjum, hvort sem spilað hér heima eða erlendis. Hér eru Íslendingar í góðum gír í Þýskalandi. ÞFRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, er knattspyrnuáhugamaður mikil. Ósjaldan sést hann á heimaleikj- um FH enda fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar félagsins. Guð- mundur Árni var nokkuð brattur fyrir leikinn í dag og sagði að sigur Svía á Spánverjum gæti alveg eins virkað okkur í hag. „Svíar eru skýjum ofar eftir þennan sigur og tala eins og þeir séu nú þegar komnir í úrslitaleik Evrópukeppn- innar,“ sagði Guðmundur Árni og lét fylgja með að Svíar væru nokk- uð sigurvissir fyrir leikinn gegn Íslendingum. „Einstaka menn reyna að tala þetta niður en undirtónninn er sá að þeir eigi að vinna þetta örugg- lega. Það örlar dálítið á þeim anda að þeir séu stóri bróðir sem eigi að vinna litla bróður. Það getur líka virkað okkur í hag. Ég vona að íslensku strákarnir séu alveg kol- vitlausir eftir þetta ósanngjarna tap gegn Lettum, sá leikur hefði getað farið á báða vegu,“ sagði Guðmundur Árni og bætti því við að Svíar söknuðu Zlatans Ibrahim- ovic ekki mikið þessa dagana. „Þeir gerðu það til að byrja með en þeir hafa nú verið að gera kannanir á meðal íþróttaáhuga- manna og það er um það bil helm- ingur þeirra sem segir það skipta engu hvort Zlatan sé í liðinu. Fyrir mánuði voru það 90% sem töldu að Svíar gætu ekki verið án hans en það er engin spurning að þetta veikir liðið. Svíar unnu hins vegar Spánverjana á samstöðunni og þeir hafa alltaf haft trú á sjálfum sér. Ég tel að við getum komið í bakið á þeim, það er stutt á milli þess að hafa mikla trú á sér og að vera of sigurviss og ég held að Svíar séu alveg við þá línu,“ sagði Guð- mundur Árni og þó að Svíar segist ekki vanmeta Íslendinga þá er það ávallt í huga manna. „Fjölmiðlar virðast nú aðallega hafa áhyggjur af veðrinu sem er mjög undarlegt því þeir eru vanir að spila í harða frosti og snjókomu í Svíþjóð. Veðrið ætti því ekki að koma þeim á óvart. Undirtónninn er samt sem áður að þeir eigi að vinna þetta nokkuð auðveldlega og í því gætu möguleikar okkar legið,“ sagði Guðmundur Árni en hvernig spáir hann leiknum? „Þrátt fyrir tapið gegn Lettum um daginn þá fannst mér spilið vera ágætt á köflum og við sköp- uðum okkur góð færi. Ég held að við vinnum þennan leik 2-1. Það yrði gaman að vera hér í Svíþjóð dagana á eftir ef að það gengur eftir,“ sagði Guðmundur Árni að lokum, sem mun liggja límdur við sjónvarpið í Svíþjóð í dag. - dsd Svíar eru sigurvissir en við vinnum leikinn Ríkharður Jónsson var markaskorari mikill og á markametið með íslenska landsliðinu með Eiði Smára. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, er mikill knattspyrnu- áhugamaður og er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Svíum í dag. Miðasala á leikinn í dag er enn í fullum gangi og enn eru til miðar. Miðasala stendur yfir á heima- síðunni www.midi.is, í verslunum Skífunnar og í verslunum BT. Sætin eru númeruð og getur kaupandi valið sér sæti. Forsala hefur staðið yfir síðustu daga en miðaverð á leikdegi er frá tvö til fimm þúsund krónum; allt fer það eftir því hvar í stúkunni viðkomandi vill sitja. Rétt er að geta þess að börn 16 ára og yngri fá miðann á hálfvirði. - dsd Miðasala í fullum gangi Tveir leikmenn íslenska liðsins eru með gult spjald á bakinu fyrir leik- inn í dag, sem þýðir að ef þeir fá gult spjald í leiknum í dag þá fara þeir í leikbann og verða ekki með í leikn- um gegn Spánverjum 28. mars á næsta ári. Þetta eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen sem fékk gult spjald gegn Dönum í síðasta mánuði og Ívar Ingimarsson sem fékk spjald á síðustu mínútu í síðasta leik. - dsd Eiður er á gulu spjaldi Eiður Smári Guðjohnsen fer í leikbann ef hann fær gult spjald og sömu örlög hlýtur Ívar Ingi- marsson fái hann gult spjald í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.