Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 39
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 F R É T T A S K Ý R I N G Kaupþingi verður hagnaður bankanna nokk- uð minni. Hreinar vaxtatekjur munu dragast saman milli annars og þriðja ársfjórðungs sökum lægri verðbólgu og styrkingu á gengi krónunnar. Burtséð frá því gefur grunnstarf- semi beggja banka ágætlega af sér. Straumi-Burðarási er spáð 5,2 milljarða hagnaði gangi spáin eftir og nýtur góðs af hækkun hluta- bréfaverðs og auknum vaxta- og þóknanatekjum. Það er gjörbreyting frá öðrum ársfjórðungi þegar fjárfestingabankinn skil- aði lítis háttar hagnaði. Miklu munar á spám bankanna varðandi upp- gjör FL Group. Félagið naut góðs af hækkunum á hlutabréfamörkuðum á þriðja ársfjórðungi en nokkur óvissa virðist ríkja um hreyfingar á gjaldeyr- isjöfnuði, sem var jákvæð- ur um 93 milljarða króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Krónan styrkist talsvert á þriðja ársfjórðungi sem hefur áhrif til lækkunar á þessari eign. Fyrirhuguð sala og skráning Icelandair Group á markað kemur ekki til með að hafa áhrif á afkomu FL fyrr en á fjórða ársfjórðungi en ætla má að hagn- aður félagsins á árinu stefni í tæpa þrjátíu milljarða króna. SÍSTI ÁRSHLUTI ACTAVIS Stóru útrásarfyrirtækin Actavis og Bakkavör Group munu skila ágætum hagnaði. Bakkavör, sem skilaði methagnaði á öðrum hluta ársins, hefur verið að vaxa umfram breska mark- aðinn en ólíklegt er talið að hagnaður á þriðja ársfjórðungi verði meiri en á öðrum. Félaginu er spáð um 1,7 milljarða hagnaði á tímabilinu. Þriðji ársfjórðungur er sennilega slakasti hluti ársins í rekstri Actavis sökum árstíða- bundinna sveiflna. Bankarnir þrír eru mjög samstiga gagnvart Actavis og spá félaginu um 2.095 milljóna króna hagnaði. Avion Group hefur valdið fjárfestum von- brigðum eftir að félagið fór á markað í jan- úar. Afkoman það sem af er ári hefur verið undir væntingum og leitt til mikillar geng- islækkunar frá útboði. Rekstur félagsins er með þeim hætti að allur hagnaður myndast á seinni hluta rekstrarársins en talið er víst að síðasti árshluti verði ekki eins góður og að var stefnt. Glitnir spáir því að Avion hagnist um tæpa sex milljarða króna en Landsbankinn um 3,4 milljörðum. Munurinn felst í því að fyrrnefndi bank- inn spáir að söluhagnaður af helmingshlut í Avion Aircraft Trading falli til nú en hinn ekki. Össur og Mosaic eru önnur stórfyrirtæki sem eru framarlega í útrásinni og er búist við fínum upp- gjörum frá þeim. Össur er nú að ljúka við samþætt- ingu á þeim félögum sem voru yfirtekin í fyrra og er Royce Medical nú að fullu inni í reikningum þessa árs. Össuri er spáð um 350 millj- óna króna hagnaði á fjórð- ungnum. Þá kemur Rubicon Retail að fullu inn í rekstur Mosaic Fashion, eykur veltu og rekstrarhagnað fyrir afskriftir (EBITDA). DAGSBRÚN MEÐ MIKIÐ TAP Þrjú félög, sem markaðsaðilar horfa til, skila tapi á þriðja ársfjórðungi. Dagsbrún mun skila verstri afkomu eða tæplega tveggja milljarða króna tapi til viðbótar við mikið tap sem varð á öðrum ársfjórðungi. „Uppgjör félagsins á 3F mun ... einkennast af til- tekt og stórum gjaldfærslum í tengslum við hana [skipulagsbreytingu hjá Wyndeham],“ segir í afkomuspá Landsbankans og þar er einnig bent á að kostnaður falli til vegna uppskiptingar Dagsbrúnar og stofnkostnaðar Nyhedsavisen. Uppgjör Marels litast einnig af einskipt- iskostnaði af ytri vexti á árinu og verður rekstur félagsins í járnum af þeim sökum á næstunni. Þá er búist við að Alfesca skili slöku uppgjöri, enda var verð á laxi enn hátt á síðasta ársfjórðungi þótt það hafi lækkað verulega að undanförnu. M E S T I H A G N A Ð U R K A U P H A L L A R F É L A G S Á E I N U M Á R S F J Ó R Ð U N G I Upphæð Félag Tímabil 19.881 Burðarás 2. ársfj. 2005 19.593 Kaupþing 1. ársfj. 2006 19.080 Straumur-Burðarás 1. ársfj. 2006 15.463 Kaupþing 4. ársfj. 2005 14.276 Landsbankinn 1. ársfj. 2006 14.113 Kaupþing 2. ársfj. 2005 12.680 Kaupþing 2. ársfj. 2006 12.616 Straumur-Burðarás 4. ársfj. 2005 11.439 Kaupþing 1. ársfj. 2005 11.013 Glitnir 2. ársfj. 2006 10.676 FL Group 4. ársfj. 2005 Með fyrirhugaðri sameiningu Hönnunar og verkfræðistofu VGK verður stærsta verkfræðistofa Íslands til. Sameiginleg velta fyrirtækjanna er áætluð 2,7 milljarðar á þessu ári og framundan eru verkefni hérlendis og erlendis. Starfsmenn hins nýja sameinaða fyrirtækis verða 240 talsins og form- leg sameining verður 1. janúar 2007. Formlegt samþykki hluthafa liggur ekki fyrir en þeir hafa lýst yfir vilja sínum til sameiningar ásamt stjórnum beggja fyrirtækja. Starfsemi fyrirtækjanna hefur verið á ólíkum sviðum og telur Runólfur Maack, framkvæmdastjóri VGK (verkfræðistofa Guðmundar Kristjánssonar), að með því að sam- eina kraftana geti ný verkfræðistofa boðið viðskiptavinum sínum fleiri heildarlausnir og náð betri heildar- árangri. Eyjólfur Árni Rafnsson, fram- kvæmdastjóri Hönnunar, segir að sameinuð verði fyrirtækin sterkari og öflugri að öllu leyti en kjörorð sam- einingarinnar er einmitt „samruni til sóknar“. „Með sameiningunni styrk- ist einnig fjárhagur fyrirtækisins en áætluð velta Hönnunar og VGK á þessu ári er um 2,7 milljarðar.“ Runólfur segist gera ráð fyrir hægum stíganda í veltu sameinaðs fyrirtækis en gerir ekki ráð fyrir að um stökkbreytingu verið að ræða á allra næstu misserum. Viðskiptavinir Hönnunar og VGK hafa verið orkufyrirtæki, sveitarfé- lög, fasteignafélög og einstaklingar svo eitthvað sé nefnt, en ennfremur eiga Hönnun og VGK hlut í Enex sem er stór aðili í orkugeiranum. Svava Bjarnadóttir, fjármálastjóri Hönnunar, segir engum verða sagt upp við sameininguna og þvert á móti sé fyrirhugað að bæta við starfsfólki. „Það vantar fólk með reynslu á öll svið til að anna þeim verkefnum sem fram- undan eru á innlendum og erlendum vettvangi.“ Eyjólfur Árni segir að þegar Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæð- inu, og skyldur voru lagðar á opinbera aðila að bjóða út á EES-svæðinu, hafi streymt hingað erlendir ráðgjafar. „Með sameiningunni verður fyrirtæk- ið sterkara í samkeppni við þá aðila hérlendis og erlendis.“ Starfsfólki Hönnunar og VGK var tilkynnt um fyrirhugaða sameiningu fyrir nokkrum vikum og segja for- stjórar fyrirtækjanna að viðtökur hafi verið mjög góðar. Eyjólfur Árni segir starfsfólkið horfa fram á veginn og með sameiningunni sé verið að búa til öfluga einingu sem byggi á góðu fólki. Starfsemi fyrirtækjanna er nú á tveimur stöðum í Reykjavík en verður komið fyrir á einum stað sem allra fyrst. hugrun@frettabladid.is EYJÓLFUR ÁRNI RAFNSSON, SVAVA BJARNA- DÓTTIR OG RUNÓLFUR MAACK Engu starfsfólki verður sagt upp við sameiningu Hönnunar og VGK og fyrirhugað er að bæta við starfsfólki. Búa til stærstu verkfræðistofu landsins Hönnun og VGK sameinast undir einu merki um áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.