Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 68
 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1886 Thomas Edison sækir um einkaleyfi fyrir fyrstu uppfinningunni sinni, aðeins 19 ára gamall, en hann hafði hannað atkvæðatalningavél. 1984 Kathryn D. Sullivan verður fyrsta konan sem fer í geimgöngu en hún var í leiðangri með geimskutlunni Challenger þegar hún brá sér út fyrir. 1986 Leiðtogafundur þeirra Ronalds Reagans, forseta Bandaríkjanna, og Mikhails Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. 1994 Írakskir hermenn hverfa frá landamærum Kúvæt. Á þessum degi árið 1975 gengu William Jefferson Clinton og Hillary Rodham í hjónaband í Little Rock í Arkansas. Þau kynntust árið 1972 þegar þau lögðu bæði stund á laganám við Yale- háskóla en það sama ár unnu þau bæði að forsetaframboði George McGovern. Hjónakornin settust að í Little Rock þar sem Bill sökkti sér í pólitíkina og starfaði sem lögfræðingur þar til hann ákvað að bjóða sig fram í ríkisstjórakosningunum árið 1978. Hann vann kosningarnar og varð þar með yngsti maðurinn til að gegna embætti ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Clinton hélt síðan sigurgöngunni áfram og lagði George Bush eldri í forsetakosningum árið 1992. Þá var Clinton 46 ára og varð yngsti maðurinn til að setjast í húsbóndastólinn í Hvíta húsinu frá því John Kennedy tók við embættinu 43 ára gamall. Hillary sat ekki auðum höndum á meðan bóndinn brölti til áhrifa en sjálf orðaði hún það svo að hún ætlaði sér ekki að „hanga heima og baka kökur“. Hillary lét því óspart til sín taka á opinberum vettvangi og lét sig heilbrigðismál sérstaklega varða. Clinton hafði ekki gegnt forsetaembættinu lengi þegar sú kenning kom upp að Hillary héldi í raun um stjórnartaumana í Hvíta húsinu og uppnefnin Hill og Billary skutu upp kollinum. Hjónabandið steytti á skeri þegar upp komst um samband Clintons og lærlingsins Monicu Lewinsky en forsetahjónin stóðu það fárviðri af sér og búa nú í New York en Hillary er þingmaður þess ríkis. ÞETTA GERÐIST: 11. OKTÓBER 1975 Bill og Hillary láta pússa sig saman BILL OG HILLARY CLINTON SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR ER 32 ÁRA „Íslenskar konur eru mjög sjálfstæðar, þær bíða ekki eftir að þeim sé boðið út heldur taka þær sjálfar upp tólið.“ Sjónvarpskonan vaska veit hvað hún syngur þegar kemur að sjálfstæðum konum. Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur stendur á sannkölluðum tímamótum. Senn kemur saga eftir hann út á Eng- landi í fyrsta sinn, í fyrstu bók sinnar tegundar. Í tilefni af útgáfu bókarinnar er honum enn fremur boðið að taka þátt í bókmenntahátíð í fyrsta skipti en svo vill til að það er á fyrstu alþjóðlegu bók- menntahátíðinni sem haldin er í Manchester. „Breska forlagið Comma Press hafði samband við fólk hér á landi og spurðist fyrir um smásagnahöfunda sem skrif- uðu um Reykjavík,“ segir Ágúst Borg- þór um upphafið að ævintýrinu. „Erind- ið var að setja saman bók með tíu evrópskum smásögum sem voru taldar lýsa viðkomandi borg á sérstakan hátt. Ekki þeirri hlið sem túristar eru vanir að sjá, heldur var hugmyndin að sagan fangaði einhvern anda borgarinnar. Markmiðið með þessu var að búa til í bókinni eina nafnlausa stórborg eða eitt- hvað í þá áttina með tíu ólíkum sögum.“ Forlagið komst á snoðir um verk Ágústar Borgþórs og valdi smásögu hans Fyrsti dagur fjórðu viku í bókina. Sú saga kom út í smásagnasafninu Tvisv- ar á ævinni árið 2004. „Hún er um mann sem hefur verið sagt upp eftir að hafa verið lengi í góðu starfi. Sagan gerist á fyrsta degi fjórðu viku atvinnuleysisins og segir frá því hvernig hann lítur borg- ina allt öðrum augum eftir að hann missti vinnuna. Hann hafði ekki tekið strætó frá því vagnarnir voru grænir á litinn og fullir af fólki og hafði aldrei áður velt fólkinu á Hlemmi fyrir sér.“ Bókin ber nafnið Decapolis - Tales from 10 Cities og kemur út 12. nóvember. Hún verður kynnt á Bókmenntahátíðinni í Manchester 21. október og hefur Ágústi verið boðið að koma og lesa upp. Ágúst er einn ötulasti talsmaður smá- söguformsins hér á landi, eins og fjöl- margir lesendur bloggsíðu hans - agust- borgthor.blogspot.com - hafa komist að raun um. „Á sinum tíma, þegar ég fór að ná tökum á einhverju sem var þess virði að birta, varð ég heltekinn af því að lesa smásögur og þar með skrifa þær,“ segir hann. „Uppáhaldshöfundarnir mínir voru fyrst og fremst smásagnahöfundar og allt sem ég gerði leystist smám saman upp í smásögur.“ Hann grunar þó að nú sé að verða breyting á. „Um þessar mundir er ég að skrifa verk sem ég hugsa að eigi eftir að enda sem skáld- saga. Vonandi kemur hún út næsta haust.“ bergsteinn@frettabladid.is ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON: Á TÍMAMÓTABÓKMENNTAHÁTÍÐ Í MANCHESTER Sögur af evrópskum borgum ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON Breska forlagið Comma Press leitaði tíu smásagna sem lýstu jafnmörgum evrópskum borgum á sérstakan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Valdimar Jónsson skipstjóri, Vesturgötu 15a Keflavík verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. október kl. 14.00 Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans láti Heilbrigðisstofnun Suðurnesja njóta þess. Árnína Jónsdóttir börn, tengsasonur og afabörnin. Þakka frænkum, frændum og vinum Ólafs Eyjólfssonar Bólstaðarhlíð 9, Reykjavík, sem með hlýhug og virðingu heiðruðu minningu hans. Sigríður Alexanders. Anna Jakobína Guðjónsdóttir fyrrum húsmóðir á Dröngum á Ströndum lést að Dvalarheimilinu Höfða 4. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda Þorbjörg Samúelsdóttir Stígur Herlufsen Ágústa G. Samúelsdóttir Sigurvina G. Samúelsdóttir Erlingur Guðmundsson Bjarnveig Samúelsdóttir Magnús Jakobsson Selma J. Samúelsdóttir Ágúst Gíslason Jón Kristinsson Úrsúla E Sonnenfeld Sveinn Kristinsson Borghildur Jósúadóttir Sólveig S. Kristinsdóttir Þórir Þórhallsson Arngrímur Kristinsson Margrét Hannesdóttir Elías S. Kristinsson Ingibj. Guðrún Viggósdóttir Guðmundur Óli Kristinsson Jóhanna Jóhannsdóttir Guðjón S. Kristinsson Jóna Sveinsdóttir Benjamín Kristinsson Lára Jónsdóttir Óskar Kristinsson Fríða Ingimarsdóttir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Fjarðarási 25 stjorn@fiu.is www.fiu.is Félag íslenskra útfararstjóra Bróðir minn og mágur, Páll Ingvi Guðmundsson lést fimmtudaginn 28. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Kristjana Margrét Guðmundsdóttir Ástráður Valdimarsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.