Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 11. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis 3% 39% Alfesca -1% 24% Atlantic Petroleum -4% 33% Atorka Group 1% 2% Avion Group 1% -32% Bakkavör 2% 15% Dagsbrún 1% -15% FL Group 0% 19% Glitnir 3% 21% KB banki 6% 19% Landsbankinn 0% 6% Marel 5% 23% Mosaic Fashions -3% -9% Straumur -2% 7% Össur 0% 9% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Bloomberg hefur valið Kepler Equities, dótturfélag Landsbankans í París, sem besta greiningaraðilann í að velja hlutabréf í Evrópu. Skaut Kepler stórlöxum á borð við Merrill Lynch, Morgan Stanley og UBS, sem komu í næstu sætum, ref fyrir rass. Horft var til þess hvernig verð hlutabréfa þróaðist út frá kaup og sölu ráðleggingum. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir að útnefning Bloomberg sé mikill heiður fyrir Kepler og bankann í heild og beini augum fjárfesta að Kepler. „Það er dropinn sem holar steininn. Því oftar sem þú sýnir að þér gangi vel þá skilar það sér til baka jafnt og þétt.“ - eþa KEPLER Í PARÍS Besti greiningaraðil- inn í hlutabréfum í Evrópu samkvæmt Bloomberg. Bloomberg setur Kepler í fyrsta sæti Óli Kristján Ármannsson skrifar Þýski þróunarsjóðurinn KfW bætti í gær níu millj- örðum króna við útgáfu sína á skuldabréfum í krónum. Slík erlend útgáfa bréfa í krónum hefur ýmist hafa verið nefnd krónu- eða jöklabréf. Í morgunkorni Glitnis er greint frá því að sjóðurinn hafi gefið bréfin út í þremur jafnstórum útgáfum þar sem gjalddögunum er dreift á árin 2008, 2009 og 2010, allir í október. Bankinn bendir á að með þessari viðbót nemi heildarútgáfa KfW 87 milljörðum króna. „Til saman- burðar eru allir ríkisbréfaflokkarnir tæpir 86 millj- arðar króna að markaðsvirði,“ segir í morgunkorni bankans. Alls hafa nú verið gefin út krónubréf fyrir tæpa 310 milljarða króna en útistandandi eru tæplega 260 milljarðar. Þar af koma nálægt því 100 milljarðar til innlausnar næsta haust. „Aukinn kraft- ur í útgáfu krónubréfa á síðustu vikum hefur haft veruleg áhrif á gengi krónunnar sem hefur hækkað um 3,5 prósent síðasta mánuðinn. Áhugavert verður að sjá hvað gerist á gjaldeyrismarkaði þegar draga mun úr áhuga erlendra fjárfesta á frekari útgáfu. Þetta gæti vel átt sér stað með lækkun stýrivaxta á næsta ári og jafnvel fyrr,“ segir bankinn og telur að dragi hratt úr útgáfu krónubréfa að nýju gæti fylgt því snörp lækkun gengis krónunnar. Það sem af er árinu nemur útgáfa jöklabréfa 141 milljarði króna. Lánasýsla ríkisins grein- ir frá því að í síðasta mánuði hafi alls bæst við 29,5 milljarðar króna frá Deutsche Bank, HSBC, Rabobank, Rentenbank, Depfa Bank, Toyota og frá KfW. Innlausn jöklabréfa hófst um miðjan síðasta mánuð en hefur ekki haft teljandi áhrif á gengi krónunnar, meðal annars vegna áframhaldandi útgáfu og endurnýjun bréfa sem drifin er áfram af vaxtamun við útlönd. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur á rannsóknar- og spádeild hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands, er sérfróður um útgáfu jöklabréfa. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvert framhaldið verði í þessari útgáfu. „Við höfum svo sem sagt að þetta muni halda áfram svo lengi sem þessir drifkraftar eru til staðar. Sérstaklega er það vaxtamunurinn og svo hefur greinilega skapast meiri ró hjá erlendum fjárfestum gagnvart krónunni og íslensku efna- hagslífi almennt,“ segir hann og bendir á að krón- an sé ekki jafnsterk nú og fyrir ári þegar útgáfa jöklabréfanna fór af stað. „Erlendir fjárfestar telja það því væntanlega ekki jafnáhættusamt og þá að fjárfesta í þessum bréfum þegar ef til vill voru líkur á að krónan myndi gefa meira eftir. Á móti kemur að viðskiptahallinn er verulega hár sem kallar náttúrlega á einhverja gengisaðlögun þannig að fjárfestingin er vissulega áhættusöm.“ Þorvarður Tjörvi segir áframhaldandi útgáfu ráðast af mati erlendu fjárfestanna á hvort vaxta- munur verði hér áfram mikill við útlönd, bæði hver verði peningastefna Seðlabankans og eins vaxta- þróun í útlöndum. „Í Japan þar sem menn hafa verið að fjármagna þessi viðskipti hefur ýmislegt bent til þess að stýrivextir muni ekki hækka jafn- hratt og menn töldu í sumar.“ ÞORVARÐUR TJÖRVI ÓLAFSSON Þorvarður Tjörvi, hagfræðingur á rannsóknar- og spádeild Seðlabankans sem fyrir rúmu ári síðan skrifaði ritgerð um jöklabréf, fjallaði um þau á fundi Viðskiptaráðs um stöðu krónunnar fyrir skömmu. Markaðurinn/GVA Erlendur skuldabréfaút- gefandi stærri en ríkið Þýski þróunarsjóðurinn bætti í gær 9 milljörðum króna við jöklabréfaútgáfu sína. Heildarútgáfa sjóðsins er yfir markaðsvirði allra ríkisbréfaflokkanna, bendir Glitnir á. Byggingavörufyrirtækið MEST, sem nýlega sam- einaðist Súperbygg, hefur í byggingu nýja 3.600 fermetra versl- un í Norðlingaholti sem stefnt er á að verði opnuð í vetur. Þar að auki eru áætlanir uppi um að reisa 2.000 fermetra verslun- ar- og þjónustuhúsnæði á Malarhöfða. Fyrir eru þrjár verslanir reknar undir nafni MEST á höfuð- borgarsvæðinu. Þórður Birgir Bogason, forstjóri MEST, segir félagið stefna að því að ná afgerandi stöðu á byggingavörumarkaðnum. Fyrirtækið hafi þegar yfir helm- ings markaðshlutdeild í múr- og steypuvörum á markaði fagaðila og stefni að því að ná sambærilegri hlut- deild í öðrum vörum. „Við erum að víkka okkar vöruframboð og færa okkur frek- ar inn á bygginga- vöruhluta markað- arins. Nú erum við komin með allar vörur til húsbygg- inga og höfum klár- lega mikla sérstöðu á markaðnum þar sem við höfum mun breiðara vöruúrval en aðrar byggingavöruverslanir.“ Áætluð ársvelta MEST eftir sameininguna, sem gekk form- lega í gegn síðastliðinn mánu- dag, er um 6 milljarðar króna og starfsmenn eru um 250. - hhs MEST OG SÚPERBYGG SAMEINAST Þórður Birgir Bogason og Pétur Hans Pétursson handsala samn- inginn. Stefna að afgerandi markaðshlutdeild Sala var góð á fiskmörkuðum í síð- ustu viku en þá seldust 2,6 tonn af fiski. Meðalverð var 147,98 krón- ur á kíló og nam söluverðmæti 387 milljónum króna í vikunni sem er ríflega 64 milljóna króna aukning á milli vikna. Þetta er nokkuð betra en vik- una á undan en þá seldust tæp 2,3 tonn af fiski og var meðalverðið 142,33 krónur á kíló. Ýsa heldur sæti sínu sem mest selda tegundin líkt og fyrri vikur og þorskur situr fast í öðru sæti. Verð fyrir slægða ýsu og þorsk lækkaði nokkuð á milli vikna. Ýsan fór á 132,64 krónur á kílóið í síðustu viku, sem er 6 krónum minna en fengust vikuna á undan. Þá fengust 235,28 krónur fyrir slægðan þorsk en það er 5 króna lækkun á milli vikna. Hæsta meðalverð fékkst fyrir skötuskel í síðustu viku og hefur hann sætaskipti við sandhverfu og lúðu sem voru dýrustu tegundir vikuna á undan. Athygli vekur hins vegar að í síðustu viku voru 67 tonn af skötusel í boði á fisk- mörkuðum en þegar sandhverfa og lúða voru boðin upp vikuna á undan var talsvert minna magn í boði eða einungis 6 kíló af sand- hverfu og um 5 tonn af lúðu. - jab Metverð á skötusel Ikea opnar nýja verslun í Kauptúni í Garðabæ á morgun og flytur úr húsnæði sínu í Holtagörðum. Rými Ikea í Holtagörðum mun að líkind- um standa autt fram á næsta ár en skipulagsbreytingar eru fyrirhug- aðar á húsinu. Búast má við að nýja húsnæð- ið muni rúma Ikea betur enda talsverður munur á húsunum. Húsnæðið sem Ikea hefur verið í síðastliðin 12 ár í Holtagörðum er rétt rúmir 9.000 fermetrar að stærð en nýja húsnæðið, sem sérstaklega er byggt fyrir starfsemi fyrirtækis- ins, er rúmir 20.000 fermetrar. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða verslanir verði í húsnæði Ikea í Holtagörðum. Örn V. Kjartansson, hjá eignaumsýslu fasteignafélags- ins Stoða hf., sem á húsnæðið, segir Ikea hafa gert leigusamning um húsnæðið í Holtagörðum fram á mitt næsta ár. Líkur séu á að hús- næðið verði autt í einhvern tíma eða þar til nýir aðilar taka við. Örn segir endurskipulagningu fyrirhugaða á Holtagörðum enda sé staðsetningin góð og vilji menn hafa verslanarekstur áfram í hús- inu. Viðræður séu langt komnar við nokkur fyrirtæki um rekstur í húsinu og megi búast við að nýir aðilar verði komnir í það rými sem Ikea skilur eftir sig á næsta ári, að sögn Arnar. - jab Verslanir áfram í Holtagörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.