Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 26
[ ] Í febrúar síðastliðnum leit Ferrari 599 GTB Fiorano ljós. Nafnið Fiorana er dregið af kappakstursbraut Ferrari, þar sem bæði götu- og formúlubílar Ferrari eru prófaðir, og GTB stendur fyrir Gran Turismo Berlinetta og er tilvísun í sögu Ferrari. Hægt er að skipa Ferrari-bílum gróflega í fjóra flokka. Keppnis- bíla, sem Schumacher og félagar einir keyra, afturhjóladrifna bíla með vél fram í, afturhjóladrifna bíla með vélina aftarlega fyrir miðjum bíl, og svo ofurbíla. Almennum borgarum nægir að hafa flokkana tvo. Bíla sem ekki er hægt að kaupa og bíla sem við höfum ekki efni á að kaupa. Fiorano er í síðari flokkn- um en það er í góðu lagi að láta sig dreyma. Hver veit nema það finnist gull í Grafarvoginum og brátt fyllist Miklabraut af rauð- um og rándýrum sjálfrennireið- um. Ferrari setti sér þrjú megin markmið við hönnun Fiorano. Í fyrsta lagi að auka aksturs- ánægju miðað við eldri gerðir Ferrari en það verður að teljast gríðarlegt afrek takist það. Í öðru lagi að gera bílinn að framúr- skarandi akstursbíl og ætti 6 lítra V12 Enzo-vélin sem skilar 620 hestöflum og rúmlega 320 km hámarkshraða að fara langleið- ina með það. Í þriðja lagi á bíllinn að bjóða upp á það besta í þæg- indum og öryggi (sem sést best á því að bíllinn hefur skott). Fiorano er án efa einn falleg- asti bíll sem lengi hefur komið frá Ferrari. Það er eitthvað kyn- þokkafullt við hann, eitthvað sem segir að eigandinn hafi góðan smekk auk þess að hafa afskap- lega gaman af því að keyra hratt... og, að hann eigi peninga. Svo er spurning hvort hann viti að gír- kassinn skiptir um gír á 100 milli- sekúndum, að í bílnum sé Manett- ino-stöðugleikakerfi og að fjöðrunin sé byggð á segul- magni. tryggvi@frettabladid.is Vélin er ein öflugasta V12-vél veraldar. Ítalir kunna að hanna fallega hluti. Kynþokkafullur Ferrari Fiorano fær hökur flestra ökumanna til að falla niður á bringu. Notaða bíla má fá á góðu verði og eru því kjörnir fyrir námsmenn sem ekki nenna að arka snjó og slabb í vetur. Fyrsti bílinn þarf ekki að koma beint úr kassanum, hann þarf bara að koma þér milli A og B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.